Ríkir friður á Íslandi?

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ritar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík.

Auglýsing

Okkur er tamt að hugsa um Ísland sem friðsælt land og samfélag laust við átök á borð við þau sem fylla fréttatíma og dagblöð. Og vissulega er Ísland laust við hernaðarátök og börn alast ekki upp við þá hugmynd að þau þurfi að vera tilbúin til að fórna sér í hernaðarátökum, eins og börn sums staðar í heiminum gera. 

Við lærum þannig vissa tvíhyggju um frið, að hann sé hér heima en ekki jafn mikill úti í löndum. Í COVID höfum við þó heyrt og lesið fréttir um það hvernig fjarar undan friði hjá mörgum hér heima – tilkynningum um ofbeldi gagnvart börnum og heimilisofbeldi hefur fjölgað og við vitum að ekki hafa öll sömu tækifæri til að dafna í þessum nýju aðstæðum. Þetta kallar á það að hugsa um frið á annan máta en eingöngu sem andstæðu við stríð. 

Í friðarfræðum, sem eru ein grein alþjóðasamskipta, er meðal annars fjallað um jákvæðan og neikvæðan frið. Neikvæður friður felst í því að ríki séu ekki í stríði sín á milli. Þau kunna að verja drjúgum hluta þjóðarframleiðslu sinnar í hergögn, vígbúast og reyna að efla varnir sínar í því ástandi. Jákvæður friður er hins vegar það ástand sem skapast þegar traust ríkir á milli aðila, þegar félagsleg kerfi þjóna þörfum allra íbúa og átökum er lokið á uppbyggilegan hátt. Þessi nálgun á frið gefur aðra sýn og tækifæri til að auka skilning okkar á þessu fyrirbæri, sem er svo oft sett fram sem óraunhæf draumsýn.

Auglýsing
En hvaða erindi á þessi hugmynd til okkar á Íslandi? Er ástæða til að véfengja það, að hér ríki friður? Í hlaðvarpsþáttum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í tilefni friðardaga í Reykjavík veltum við því fyrir okkur hvernig hægt er að styrkja samfélagsgerð okkar með þessari nálgun. Við þurfum að stuðla að réttlæti innan samfélagsins, rétt eins og á milli samfélaga. Það þarf að leggja áherslu á sanngirni í úrlausn deilumála, hvort heldur er á milli einstaklinga, hópa eða ríkja. Samningar, um frið og allt annað, þurfa að byggja á sanngjarnri útkomu en ekki á valdi. Ef einn aðili þarf að fórna meiru en annar til að tryggja frið, þá verður niðurstaðan ekki langvarandi. Með því að innleiða hugsunina um jákvæðan frið í samfélagsmálum má stuðla að betra samfélagi. Við eigum öll skilið að búa við frið. 

Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Greinin er birt í tengslum við friðardaga í Reykjavík. Umræðan í ár fer alfarið fram á netinu, með hlaðvarpsþáttaröð og völdum greinum sem birtar verða dagana 12. - 16. október á  www.fridarsetur.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar