Ríkir friður á Íslandi?

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ritar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík.

Auglýsing

Okkur er tamt að hugsa um Ísland sem friðsælt land og samfélag laust við átök á borð við þau sem fylla fréttatíma og dagblöð. Og vissulega er Ísland laust við hernaðarátök og börn alast ekki upp við þá hugmynd að þau þurfi að vera tilbúin til að fórna sér í hernaðarátökum, eins og börn sums staðar í heiminum gera. 

Við lærum þannig vissa tvíhyggju um frið, að hann sé hér heima en ekki jafn mikill úti í löndum. Í COVID höfum við þó heyrt og lesið fréttir um það hvernig fjarar undan friði hjá mörgum hér heima – tilkynningum um ofbeldi gagnvart börnum og heimilisofbeldi hefur fjölgað og við vitum að ekki hafa öll sömu tækifæri til að dafna í þessum nýju aðstæðum. Þetta kallar á það að hugsa um frið á annan máta en eingöngu sem andstæðu við stríð. 

Í friðarfræðum, sem eru ein grein alþjóðasamskipta, er meðal annars fjallað um jákvæðan og neikvæðan frið. Neikvæður friður felst í því að ríki séu ekki í stríði sín á milli. Þau kunna að verja drjúgum hluta þjóðarframleiðslu sinnar í hergögn, vígbúast og reyna að efla varnir sínar í því ástandi. Jákvæður friður er hins vegar það ástand sem skapast þegar traust ríkir á milli aðila, þegar félagsleg kerfi þjóna þörfum allra íbúa og átökum er lokið á uppbyggilegan hátt. Þessi nálgun á frið gefur aðra sýn og tækifæri til að auka skilning okkar á þessu fyrirbæri, sem er svo oft sett fram sem óraunhæf draumsýn.

Auglýsing
En hvaða erindi á þessi hugmynd til okkar á Íslandi? Er ástæða til að véfengja það, að hér ríki friður? Í hlaðvarpsþáttum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í tilefni friðardaga í Reykjavík veltum við því fyrir okkur hvernig hægt er að styrkja samfélagsgerð okkar með þessari nálgun. Við þurfum að stuðla að réttlæti innan samfélagsins, rétt eins og á milli samfélaga. Það þarf að leggja áherslu á sanngirni í úrlausn deilumála, hvort heldur er á milli einstaklinga, hópa eða ríkja. Samningar, um frið og allt annað, þurfa að byggja á sanngjarnri útkomu en ekki á valdi. Ef einn aðili þarf að fórna meiru en annar til að tryggja frið, þá verður niðurstaðan ekki langvarandi. Með því að innleiða hugsunina um jákvæðan frið í samfélagsmálum má stuðla að betra samfélagi. Við eigum öll skilið að búa við frið. 

Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Greinin er birt í tengslum við friðardaga í Reykjavík. Umræðan í ár fer alfarið fram á netinu, með hlaðvarpsþáttaröð og völdum greinum sem birtar verða dagana 12. - 16. október á  www.fridarsetur.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar