Dauðadómar með Excel?

Gauti Kristmannsson prófessor segir „sænsku leiðina“ ekki fela annað í sér en að láta lækna fella dauðadóma yfir sjúklingum gegn vilja sínum.

Auglýsing

Nýlega birtist úttekt í tímaritinu Der Spiegel á því hvernig Svíar fóru að í fyrstu bylgju Covid 19 þegar gamla fólkið dó í hrönnum og dánarhlutfallið varð margfalt hærra en annars staðar á Norðurlöndum. Dánarhlutfallið hjá Svíum er með því hæsta í heiminum, um 6% sýktra hafa látist samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Sambærileg tala hér á landi er 0,3%. Hlutfallslega hafa þannig tuttugu sinnum fleiri Svíar látist af völdum Covid 19 en Íslendingar. 

Samkvæmt greininni í Spiegel er ástæðan einföld, það var ákveðið að taka á ástandinu með kerfisbundinni forgangsröðun tilfella þeirra sem fengju gjörgæslu og hver ekki. Þannig tókst vel að halda lausum gjörgæslurýmum þrátt fyrir að sóttin geisaði sérstaklega meðal eldri borgara og viðkvæmra hópa. Forgangsröðunin var þessi: Fólk yfir sextugu með tvenns konar undirliggjandi sjúkdóma mætti afgangi með gjörgæslupláss og var fremur sent í líknarmeðferð og hreinlega látið deyja. Sama gilti um fólk yfir sjötugu með einn undirliggjandi sjúkdóm og fólk yfir áttræðu var bara látið deyja.

Auglýsing
Þetta var mjög skilvirkt, svo skilvirkt að sænskur læknir sagði frá því að hann hafi verið þvingaður til að láta fólk deyja fyrir framan sig, fólk sem hann vissi að átti góða möguleika á bata með gjörgæslu. Annar staðfesti að þetta hafi stundum gerst oft á dag. Þessar tilvitnanir koma fram í ofangreindri grein í Spiegel, en eru upprunalega úr Dagens Nyheter. 

Siðrofið sem að mínum dómi kemur fram með þessari „aðferðafræði“ er gott að hafa í huga núna þegar faraldurinn geisar sem aldrei fyrr og raddir sjálfskipaðra sóttvarnafræðinga verða æ hærri. Þessi svokallað „sænska leið“ felur ekkert annað í sér en að láta lækna fella dauðadóma með Excel-skjali gegn vilja sínum og Hippókratesareiði.

Höf­undur er pró­fessor í þýðingarfræði við Haskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar