Dauðadómar með Excel?

Gauti Kristmannsson prófessor segir „sænsku leiðina“ ekki fela annað í sér en að láta lækna fella dauðadóma yfir sjúklingum gegn vilja sínum.

Auglýsing

Nýlega birt­ist úttekt í tíma­rit­inu Der Spi­egel á því hvernig Svíar fóru að í fyrstu bylgju Covid 19 þegar gamla fólkið dó í hrönnum og dán­ar­hlut­fallið varð marg­falt hærra en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Dán­ar­hlut­fallið hjá Svíum er með því hæsta í heim­in­um, um 6% sýktra hafa lát­ist sam­kvæmt tölum frá Johns Hop­k­ins háskól­anum í Banda­ríkj­un­um. Sam­bæri­leg tala hér á landi er 0,3%. Hlut­falls­lega hafa þannig tutt­ugu sinnum fleiri Svíar lát­ist af völdum Covid 19 en Íslend­ing­ar. 

Sam­kvæmt grein­inni í Spi­egel er ástæðan ein­föld, það var ákveðið að taka á ástand­inu með kerf­is­bund­inni for­gangs­röðun til­fella þeirra sem fengju gjör­gæslu og hver ekki. Þannig tókst vel að halda lausum gjör­gæslu­rýmum þrátt fyrir að sóttin geis­aði sér­stak­lega meðal eldri borg­ara og við­kvæmra hópa. For­gangs­röð­unin var þessi: Fólk yfir sex­tugu með tvenns konar und­ir­liggj­andi sjúk­dóma mætti afgangi með gjör­gæslu­pláss og var fremur sent í líkn­ar­með­ferð og hrein­lega látið deyja. Sama gilti um fólk yfir sjö­tugu með einn und­ir­liggj­andi sjúk­dóm og fólk yfir átt­ræðu var bara látið deyja.

Auglýsing
Þetta var mjög skil­virkt, svo skil­virkt að sænskur læknir sagði frá því að hann hafi verið þving­aður til að láta fólk deyja fyrir framan sig, fólk sem hann vissi að átti góða mögu­leika á bata með gjör­gæslu. Annar stað­festi að þetta hafi stundum gerst oft á dag. Þessar til­vitn­anir koma fram í ofan­greindri grein í Spi­egel, en eru upp­runa­lega úr Dag­ens Nyhet­er. 

Sið­rofið sem að mínum dómi kemur fram með þess­ari „að­ferða­fræði“ er gott að hafa í huga núna þegar far­ald­ur­inn geisar sem aldrei fyrr og raddir sjálf­skip­aðra sótt­varna­fræð­inga verða æ hærri. Þessi svo­kallað „sænska leið“ felur ekk­ert annað í sér en að láta lækna fella dauða­dóma með Excel-skjali gegn vilja sínum og Hippókrates­areiði.

Höf­undur er pró­­fessor í þýð­ing­ar­fræð­i við Haskóla Ís­lands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar