Dauðadómar með Excel?

Gauti Kristmannsson prófessor segir „sænsku leiðina“ ekki fela annað í sér en að láta lækna fella dauðadóma yfir sjúklingum gegn vilja sínum.

Auglýsing

Nýlega birt­ist úttekt í tíma­rit­inu Der Spi­egel á því hvernig Svíar fóru að í fyrstu bylgju Covid 19 þegar gamla fólkið dó í hrönnum og dán­ar­hlut­fallið varð marg­falt hærra en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Dán­ar­hlut­fallið hjá Svíum er með því hæsta í heim­in­um, um 6% sýktra hafa lát­ist sam­kvæmt tölum frá Johns Hop­k­ins háskól­anum í Banda­ríkj­un­um. Sam­bæri­leg tala hér á landi er 0,3%. Hlut­falls­lega hafa þannig tutt­ugu sinnum fleiri Svíar lát­ist af völdum Covid 19 en Íslend­ing­ar. 

Sam­kvæmt grein­inni í Spi­egel er ástæðan ein­föld, það var ákveðið að taka á ástand­inu með kerf­is­bund­inni for­gangs­röðun til­fella þeirra sem fengju gjör­gæslu og hver ekki. Þannig tókst vel að halda lausum gjör­gæslu­rýmum þrátt fyrir að sóttin geis­aði sér­stak­lega meðal eldri borg­ara og við­kvæmra hópa. For­gangs­röð­unin var þessi: Fólk yfir sex­tugu með tvenns konar und­ir­liggj­andi sjúk­dóma mætti afgangi með gjör­gæslu­pláss og var fremur sent í líkn­ar­með­ferð og hrein­lega látið deyja. Sama gilti um fólk yfir sjö­tugu með einn und­ir­liggj­andi sjúk­dóm og fólk yfir átt­ræðu var bara látið deyja.

Auglýsing
Þetta var mjög skil­virkt, svo skil­virkt að sænskur læknir sagði frá því að hann hafi verið þving­aður til að láta fólk deyja fyrir framan sig, fólk sem hann vissi að átti góða mögu­leika á bata með gjör­gæslu. Annar stað­festi að þetta hafi stundum gerst oft á dag. Þessar til­vitn­anir koma fram í ofan­greindri grein í Spi­egel, en eru upp­runa­lega úr Dag­ens Nyhet­er. 

Sið­rofið sem að mínum dómi kemur fram með þess­ari „að­ferða­fræði“ er gott að hafa í huga núna þegar far­ald­ur­inn geisar sem aldrei fyrr og raddir sjálf­skip­aðra sótt­varna­fræð­inga verða æ hærri. Þessi svo­kallað „sænska leið“ felur ekk­ert annað í sér en að láta lækna fella dauða­dóma með Excel-skjali gegn vilja sínum og Hippókrates­areiði.

Höf­undur er pró­­fessor í þýð­ing­ar­fræð­i við Haskóla Ís­lands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar