Dauðadómar með Excel?

Gauti Kristmannsson prófessor segir „sænsku leiðina“ ekki fela annað í sér en að láta lækna fella dauðadóma yfir sjúklingum gegn vilja sínum.

Auglýsing

Nýlega birt­ist úttekt í tíma­rit­inu Der Spi­egel á því hvernig Svíar fóru að í fyrstu bylgju Covid 19 þegar gamla fólkið dó í hrönnum og dán­ar­hlut­fallið varð marg­falt hærra en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Dán­ar­hlut­fallið hjá Svíum er með því hæsta í heim­in­um, um 6% sýktra hafa lát­ist sam­kvæmt tölum frá Johns Hop­k­ins háskól­anum í Banda­ríkj­un­um. Sam­bæri­leg tala hér á landi er 0,3%. Hlut­falls­lega hafa þannig tutt­ugu sinnum fleiri Svíar lát­ist af völdum Covid 19 en Íslend­ing­ar. 

Sam­kvæmt grein­inni í Spi­egel er ástæðan ein­föld, það var ákveðið að taka á ástand­inu með kerf­is­bund­inni for­gangs­röðun til­fella þeirra sem fengju gjör­gæslu og hver ekki. Þannig tókst vel að halda lausum gjör­gæslu­rýmum þrátt fyrir að sóttin geis­aði sér­stak­lega meðal eldri borg­ara og við­kvæmra hópa. For­gangs­röð­unin var þessi: Fólk yfir sex­tugu með tvenns konar und­ir­liggj­andi sjúk­dóma mætti afgangi með gjör­gæslu­pláss og var fremur sent í líkn­ar­með­ferð og hrein­lega látið deyja. Sama gilti um fólk yfir sjö­tugu með einn und­ir­liggj­andi sjúk­dóm og fólk yfir átt­ræðu var bara látið deyja.

Auglýsing
Þetta var mjög skil­virkt, svo skil­virkt að sænskur læknir sagði frá því að hann hafi verið þving­aður til að láta fólk deyja fyrir framan sig, fólk sem hann vissi að átti góða mögu­leika á bata með gjör­gæslu. Annar stað­festi að þetta hafi stundum gerst oft á dag. Þessar til­vitn­anir koma fram í ofan­greindri grein í Spi­egel, en eru upp­runa­lega úr Dag­ens Nyhet­er. 

Sið­rofið sem að mínum dómi kemur fram með þess­ari „að­ferða­fræði“ er gott að hafa í huga núna þegar far­ald­ur­inn geisar sem aldrei fyrr og raddir sjálf­skip­aðra sótt­varna­fræð­inga verða æ hærri. Þessi svo­kallað „sænska leið“ felur ekk­ert annað í sér en að láta lækna fella dauða­dóma með Excel-skjali gegn vilja sínum og Hippókrates­areiði.

Höf­undur er pró­­fessor í þýð­ing­ar­fræð­i við Haskóla Ís­lands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar