Dauðadómar með Excel?

Gauti Kristmannsson prófessor segir „sænsku leiðina“ ekki fela annað í sér en að láta lækna fella dauðadóma yfir sjúklingum gegn vilja sínum.

Auglýsing

Nýlega birtist úttekt í tímaritinu Der Spiegel á því hvernig Svíar fóru að í fyrstu bylgju Covid 19 þegar gamla fólkið dó í hrönnum og dánarhlutfallið varð margfalt hærra en annars staðar á Norðurlöndum. Dánarhlutfallið hjá Svíum er með því hæsta í heiminum, um 6% sýktra hafa látist samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Sambærileg tala hér á landi er 0,3%. Hlutfallslega hafa þannig tuttugu sinnum fleiri Svíar látist af völdum Covid 19 en Íslendingar. 

Samkvæmt greininni í Spiegel er ástæðan einföld, það var ákveðið að taka á ástandinu með kerfisbundinni forgangsröðun tilfella þeirra sem fengju gjörgæslu og hver ekki. Þannig tókst vel að halda lausum gjörgæslurýmum þrátt fyrir að sóttin geisaði sérstaklega meðal eldri borgara og viðkvæmra hópa. Forgangsröðunin var þessi: Fólk yfir sextugu með tvenns konar undirliggjandi sjúkdóma mætti afgangi með gjörgæslupláss og var fremur sent í líknarmeðferð og hreinlega látið deyja. Sama gilti um fólk yfir sjötugu með einn undirliggjandi sjúkdóm og fólk yfir áttræðu var bara látið deyja.

Auglýsing
Þetta var mjög skilvirkt, svo skilvirkt að sænskur læknir sagði frá því að hann hafi verið þvingaður til að láta fólk deyja fyrir framan sig, fólk sem hann vissi að átti góða möguleika á bata með gjörgæslu. Annar staðfesti að þetta hafi stundum gerst oft á dag. Þessar tilvitnanir koma fram í ofangreindri grein í Spiegel, en eru upprunalega úr Dagens Nyheter. 

Siðrofið sem að mínum dómi kemur fram með þessari „aðferðafræði“ er gott að hafa í huga núna þegar faraldurinn geisar sem aldrei fyrr og raddir sjálfskipaðra sóttvarnafræðinga verða æ hærri. Þessi svokallað „sænska leið“ felur ekkert annað í sér en að láta lækna fella dauðadóma með Excel-skjali gegn vilja sínum og Hippókratesareiði.

Höf­undur er pró­fessor í þýðingarfræði við Haskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar