Má ég fá að lifa?

Gunnar H. Guðmundsson segir að fólk þurfi að bretta upp ermar og finna nýjar leiðir til að lifa í samlyndi í COVID-faraldri – og þótt sóttvarnalæknir leysi ekki málið þá megi ekki gefast upp.

Auglýsing

Ég er hjartveikt gamalmenni, sem finn fyrir vissum óróa yfir covid-ástandinu. Vegna aldurs og heilsufars er dánartíðni í faraldrinum há meðal þeirra sem veikjast í mínum áhættuflokki. Sjúkdómurinn er eins og rússnesk rúlletta fyrir eldra fólk, dánartíðni milli 5% og 20%, sem sagt næstum eins og rússnesk rúlletta með sexhleypu fyrir þá elstu. Manni verður hugsað til bíómyndarinnar „Deer Hunter“. Sem betur fer eru mínar líkur vonandi við neðri mörk af því ég hef nýlega bæst í hóp öldunga. Ef borið er saman við stórar þjóðir í grennd við okkur, Svía, Breta og Bandaríkamenn, hefur dánartíðni reynst tuttuguföld saman borði við Ísland. Dánartalan þar er sambærileg við 200 mannslíf töpuð í okkar landi á meðan rauntalan er ennþá bara 10. Hvað mundu margir deyja til viðbótar ef sænska leiðin er farin? 10% Svía greinast með mótefni.  Þar má áætla að þurfi fimm bylgjur í viðbót, til að ná 60% Sænsku þjóðarinnar með mótefni. Til að ná fram hjarðónæmi á Íslandi mundi þurfa að fórna 1200 mannslífum. Nýlega voru félagar í Samtökunum Gullinni dögun í Grikklandi dæmdir fyrir að starfrækja glæpasamtök. Hvað drápu þeir marga?

Sóttvarnayfirvöld hér á landi hafa staðið sig afskaplega vel miðað við dánartölur. Það hefur fram að þessu tekist að halda niðri fjölda smita og verja viðkvæma hópa. Nýjasta bylgjan hefur komist víðar inn til eldri hópa heldur en sú fyrsta. Svo virðist sem smitin séu miklu dreifðari en í upphafsbylgjunni og þar með erfiðara að hemja þau. Pestin er ótrúlega smitandi og einkennalausir geta verið á ferðinni og smitað fjölda manns. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur nú smitast sem einnig er til merkis um vandann sem við er að etja.

Auglýsing

Það verður að segjast að vandamálið er fyrir hendi og það er alvarlegt. Við höfum fram að þessu ekki lært að lifa með veirunni. Stjórnvöld eru dugleg að styrkja atvinnustarfsemi sem hugsanlega á ekki framtíð fyrir sér. Á meðan detta hópar niður á milli í kerfinu. Örlög leiðsögumanna eru mér hugleikin. Í sumar hitti ég konu sem er leiðsögumaður. Hún var á ferð um landið á eigin vegum þar sem hún fékk far með fjölskyldu og kunningjum á milli heimsókna, gisti hjá skyldmennum og vinafólki. Hún var opin og glaðleg eins og leiðsögumönnum er tamt. En hún hafði ekki fyrir framfærslu. Leiðsögumenn sem urðu atvinnulausir áttu takmarkaðan rétt á atvinnuleysisbótum. Mér skilst að miðað hafi verið við 6 mánaða tekjur til að meta upphæðina. Eftir mögrustu mánuði ársins í ferðaþjónustunni, það er vetrartímann, var það ekki há upphæð á vormánuðum. Fæstir leiðsögumenn eru fastráðnir heldur starfa þeir líkt og listamenn í því sem kallað er „Gig-economy“ á ensku eða „Zero hours“ samkomulagi, engin vinna engar tekjur. Sumir vinna langann vinnudag og taka sjaldan frí og geta haft alveg sæmilegar tekjur stóran hluta úr ári. Þegar vinnan hverfur og hvergi bætur að hafa þá sverfur að. 

Hársnyrtistofur, snyrtistofur og önnur einstaklingsþjónusta er líka lokuð, en þar virðit nú eiga að gera ráðstafanir. Þetta fólk er ekki gripið af öryggisnetinu. Hugmyndir atvinnuvegaráðherra um að lifa af lífstílnum eins og sauðfjárbændur og velta ekki fyrir sér afkomunni duga sennilega ekki. Ef fólk á fasteign og þarf að borga af lánum eða sjá fyrir börnum þá verður þetta erfitt. Löggjafinn er enn ekki búinn að koma á reglum um húsnæðisskuldir. Þær eru tryggðar með veðum og gengið er að þeim skuldum af fullri hörku, engin lyklafrumvörp eða lánaskjól í boði fyrir húseigendur. Bara afskriftir fyrir stórskuldara eins og var í hruninu og leiðrétting á eftir fyrir betur stæða. Verkefnið er galopið og lausnir hafa ekki komið fram. Það þarf að leita nýrra lausna og það er ekki nóg að horfa í baksýnisspegilinn. Það er ástæðulaust að gefast upp fyrir veirunni.

Nú í vikunni komu fréttir af undirskriftalista „virtra“ einstaklinga sem töldu allt of langt gengið í hindrunum og lokunum sem trufla efnahagslífið og líf einstaklinga. Þar er mælst til þess að vernda viðkvæma hópa en leyfa þeim sem yngri eru að lifa eðlilegu lífi.  Ég sé fyrir mér fullkomna lausn á þessu. Það væri hægt að byggja Gulag fyrir gamalmenni á Hornströndum eða Melrakkasléttu þar sem ellibelgir gætu lifað í öryggi með þeim gæslumönnum sem færu með þeim og ekki mættu koma eða fara nema vera fimm daga sóttkví og prófanir fyrir og eftir til að vernda íbúana. Það gætu orðið vandræði með heilbrigðis þjónustu enda hópurinn mjög þurftafrekur á hana. Það er eins gott að ekki berist smit inn á svona stað. Þá gætu búðirnar breyst í útrýmingarbúðir í stað öruggs skjóls. Það leysist ekki allt þótt viðkvæmum hópum sé sé komið í skjól. Útbreidd veira er líkleg til að finna sér leið þrátt fyrir varúðarráðstafanir. Aðskilnaðarstefnan er ekki lausnin. Gulag, gettó og Berlínarmúrar eiga sinn sess í sögunni, en eru ekki geðslegar lausnir. 

Það er óþægilegt að opna blaðið að morgni og lesa forystugrein þar sem lífi manns er ógnað. Hvað finnst þessum mönnum að margir megi deyja? Þessar skoðanir eru settar fram á allra versta tíma eins og verið sé að grafa undan síðustu aðgerðum. Það eru bara leiðtogar eins og Trump og Bolsonaro sem haga sér svona gagnvart löndum sínum. Ef til vill telja menn að það séu alltof mörg gamalmenni á Íslandi sem séu baggi á efnahagslífinu og sjá ekkert eftir því að þeim fækki aðeins.

Eins og ég hef oft áður sagt við samferðamenn. Af tveim kostum er þriðji kosturinn alltaf lang bestur. Við þurfum að finna hann áður enn illa fer. Menn þurfa að bretta upp ermar og finna aðrar leiðir til að lifa í samlyndi. Þótt sóttvarnalæknir leysi ekki málið þá má ekki gefast upp. Einhver sagði: Maður á aldrei að láta góða kreppu fara til ónýtis heldur virkja hana fram á veginn til að bæta það sem við búum við.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar