Má ég fá að lifa?

Gunnar H. Guðmundsson segir að fólk þurfi að bretta upp ermar og finna nýjar leiðir til að lifa í samlyndi í COVID-faraldri – og þótt sóttvarnalæknir leysi ekki málið þá megi ekki gefast upp.

Auglýsing

Ég er hjart­veikt gam­al­menni, sem finn fyrir vissum óróa yfir covid-á­stand­inu. Vegna ald­urs og heilsu­fars er dán­ar­tíðni í far­aldr­inum há meðal þeirra sem veikj­ast í mínum áhættu­flokki. Sjúk­dóm­ur­inn er eins og rúss­nesk rúl­letta fyrir eldra fólk, dán­ar­tíðni milli 5% og 20%, sem sagt næstum eins og rúss­nesk rúl­letta með sex­hleypu fyrir þá elstu. Manni verður hugsað til bíó­mynd­ar­innar „Deer Hunter“. Sem betur fer eru mínar líkur von­andi við neðri mörk af því ég hef nýlega bæst í hóp öld­unga. Ef borið er saman við stórar þjóðir í grennd við okk­ur, Svía, Breta og Banda­rík­amenn, hefur dán­ar­tíðni reynst tutt­ugu­föld saman borði við Ísland. Dán­ar­talan þar er sam­bæri­leg við 200 manns­líf töpuð í okkar landi á meðan rauntalan er ennþá bara 10. Hvað mundu margir deyja til við­bótar ef sænska leiðin er far­in? 10% Svía grein­ast með mótefn­i.  Þar má áætla að þurfi fimm bylgjur í við­bót, til að ná 60% Sænsku þjóð­ar­innar með mótefni. Til að ná fram hjarð­ó­næmi á Íslandi mundi þurfa að fórna 1200 manns­líf­um. Nýlega voru félagar í Sam­tök­unum Gull­inni dögun í Grikk­landi dæmdir fyrir að starf­rækja glæpa­sam­tök. Hvað drápu þeir marga?

Sótt­varna­yf­ir­völd hér á landi hafa staðið sig afskap­lega vel miðað við dán­ar­töl­ur. Það hefur fram að þessu tek­ist að halda niðri fjölda smita og verja við­kvæma hópa. Nýjasta bylgjan hefur kom­ist víðar inn til eldri hópa heldur en sú fyrsta. Svo virð­ist sem smitin séu miklu dreifð­ari en í upp­hafs­bylgj­unni og þar með erf­ið­ara að hemja þau. Pestin er ótrú­lega smit­andi og ein­kenna­lausir geta verið á ferð­inni og smitað fjölda manns. Fjöldi heil­brigð­is­starfs­manna hefur nú smit­ast sem einnig er til merkis um vand­ann sem við er að etja.

Auglýsing

Það verður að segj­ast að vanda­málið er fyrir hendi og það er alvar­legt. Við höfum fram að þessu ekki lært að lifa með veirunni. Stjórn­völd eru dug­leg að styrkja atvinnu­starf­semi sem hugs­an­lega á ekki fram­tíð fyrir sér. Á meðan detta hópar niður á milli í kerf­inu. Örlög leið­sögu­manna eru mér hug­leik­in. Í sumar hitti ég konu sem er leið­sögu­mað­ur. Hún var á ferð um landið á eigin vegum þar sem hún fékk far með fjöl­skyldu og kunn­ingjum á milli heim­sókna, gisti hjá skyld­mennum og vina­fólki. Hún var opin og glað­leg eins og leið­sögu­mönnum er tamt. En hún hafði ekki fyrir fram­færslu. Leið­sögu­menn sem urðu atvinnu­lausir áttu tak­mark­aðan rétt á atvinnu­leys­is­bót­u­m. Mér skilst að miðað hafi verið við 6 mán­aða tekjur til að meta upp­hæð­ina. Eftir mögr­ustu mán­uði árs­ins í ferða­þjón­ust­unni, það er vetr­ar­tím­ann, var það ekki há upp­hæð á vor­mán­uð­um. Fæstir leið­sögu­menn eru fast­ráðnir heldur starfa þeir líkt og lista­menn í því sem kallað er „Gig-economy“ á ensku eða „Zero hours“ sam­komu­lagi, engin vinna engar tekj­ur. Sumir vinna lang­ann vinnu­dag og taka sjaldan frí og geta haft alveg sæmi­legar tekjur stóran hluta úr ári. Þegar vinnan hverfur og hvergi bætur að hafa þá sverfur að. 

Hár­snyrti­stof­ur, snyrti­stofur og önnur ein­stak­lings­þjón­usta er líka lok­uð, en þar virðit nú eiga að gera ráð­staf­an­ir. Þetta fólk er ekki gripið af örygg­is­net­inu. Hug­myndir atvinnu­vega­ráð­herra um að lifa af lífstílnum eins og sauð­fjár­bændur og velta ekki fyrir sér afkom­unni duga senni­lega ekki. Ef fólk á fast­eign og þarf að borga af lánum eða sjá fyrir börnum þá verður þetta erfitt. Lög­gjaf­inn er enn ekki búinn að koma á reglum um hús­næð­is­skuld­ir. Þær eru tryggðar með veðum og gengið er að þeim skuldum af fullri hörku, engin lykla­frum­vörp eða lána­skjól í boði fyrir hús­eig­end­ur. Bara afskriftir fyrir stór­skuld­ara eins og var í hrun­inu og leið­rétt­ing á eftir fyrir betur stæða. Verk­efnið er galopið og lausnir hafa ekki komið fram. Það þarf að leita nýrra lausna og það er ekki nóg að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn. Það er ástæðu­laust að gef­ast upp fyrir veirunni.

Nú í vik­unni komu fréttir af und­ir­skrifta­lista „virtra“ ein­stak­linga sem töldu allt of langt gengið í hindr­unum og lok­unum sem trufla efna­hags­lífið og líf ein­stak­linga. Þar er mælst til þess að vernda við­kvæma hópa en leyfa þeim sem yngri eru að lifa eðli­legu líf­i.  Ég sé fyrir mér full­komna lausn á þessu. Það væri hægt að byggja Gulag fyrir gam­al­menni á Horn­ströndum eða Mel­rakka­sléttu þar sem elli­belgir gætu lifað í öryggi með þeim gæslu­mönnum sem færu með þeim og ekki mættu koma eða fara nema vera fimm daga sótt­kví og próf­anir fyrir og eftir til að vernda íbú­ana. Það gætu orðið vand­ræði með heil­brigðis þjón­ustu enda hóp­ur­inn mjög þurfta­frekur á hana. Það er eins gott að ekki ber­ist smit inn á svona stað. Þá gætu búð­irnar breyst í útrým­ing­ar­búðir í stað öruggs skjóls. Það leys­ist ekki allt þótt við­kvæmum hópum sé sé komið í skjól. Útbreidd veira er lík­leg til að finna sér leið þrátt fyrir var­úð­ar­ráð­staf­an­ir. Aðskiln­að­ar­stefnan er ekki lausn­in. Gulag, gettó og Berlín­ar­múrar eiga sinn sess í sög­unni, en eru ekki geðs­legar lausn­ir. 

Það er óþægi­legt að opna blaðið að morgni og lesa for­ystu­grein þar sem lífi manns er ógn­að. Hvað finnst þessum mönnum að margir megi deyja? Þessar skoð­anir eru settar fram á allra versta tíma eins og verið sé að grafa undan síð­ustu aðgerð­um. Það eru bara leið­togar eins og Trump og Bol­son­aro sem haga sér svona gagn­vart löndum sín­um. Ef til vill telja menn að það séu alltof mörg gam­al­menni á Íslandi sem séu baggi á efna­hags­líf­inu og sjá ekk­ert eftir því að þeim fækki aðeins.

Eins og ég hef oft áður sagt við sam­ferða­menn. Af tveim kostum er þriðji kost­ur­inn alltaf lang best­ur. Við þurfum að finna hann áður enn illa fer. Menn þurfa að bretta upp ermar og finna aðrar leiðir til að lifa í sam­lyndi. Þótt sótt­varna­læknir leysi ekki málið þá má ekki gef­ast upp. Ein­hver sagði: Maður á aldrei að láta góða kreppu fara til ónýtis heldur virkja hana fram á veg­inn til að bæta það sem við búum við.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar