Geðþótti og gerræði

Örn Bárður Jónsson segir það ekki sæta furðu að almenningur hafi þverrandi álit á Alþingi þegar þau sem þar sitja virði ekki lög þess og samþykktir, taka ákvarðanir út frá geðþótta og gerræði og ulli um leið á þjóð sína.

Auglýsing

Alþingi er valda­stofnun og þar situr fólk með vald sem þjóðin hefur fengið þeim í hendur til afmark­aðs tíma. Alþingi setur okkur lög sem okkur ber að virða. Hvað ef mér finnst lög sem þingið hefur sett ekki nógu góð? Hvað geri ég þá? Get ég þá bara hunsað lög­in ­vegna þess að mér líkar kannski ekki sá meiri­hluti sem kom lög­unum í gegn? Vita­skuld ekki. 

Mik­il­vægt er á hverri tíð að gera grein­ar­mun á valda­stóli og þeim er situr stól­inn og sá/sú sem situr verður að gera sér grein fyrir að hann eða hún er ekki stóll­inn, ekki valdið sjálft, heldur gegnir við­kom­andi hlut­verki fyrir almenn­ing.

Þegar þing­menn á Al­þing­i hafa sett okkur lög, þá gilda þau og öllum ber að virða þau. Minni­hlut­inn verður einnig að sætta sig við lög og sam­þykktir Alþing­is.

Auglýsing
Svo er kosið til nýs þings og lögin sem áður hafa verið sett, fyrir miss­erum, árum eða ára­tug­um, eru enn í gildi, þar til þeim verður breytt með ákvörðun meiri­hluta Alþing­is. 

Ég rifja þessi alþekktu sann­indi upp nún­a ­vegna þess að svo virð­ist sem stór hluti þing­manna geti ekki sætt sig við sum lög sem þingið hefur sett og vilja því ekki hlýða þeim lögum af ein­skærum geð­þótta, eins og óþekkir krakkar sem segja bara í sand­kass­an­um: A­þþí­bara! 

Hér vísa ég m.a. til laga um Stjórn­laga­ráð, um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una 2012 og um að taka til­lögu að nýrri stjórn­ar­skrá til efn­is­legrar umræðu og atkvæða­greiðslu eins og meiri­hluti kjós­enda sam­þykkti. Engu er lík­ara en meiri­hluti núver­andi þings hugsi: Nei, þessum lögum þurfum við ekki að hlýða því þau voru sett af meiri­hluta sem mér lík­aði ekki við.

Alþingi setti sjálft af stað ferli sem núver­andi meiri­hluti Alþingis vill ekki kann­ast við: A­þþí­bara! Þar með virðir Alþingi ekki sjálft sig.

Eitt­hvað alvar­legt er að í stjórn­málakúltúr sem hegðar sér með þessu móti. Hér vísa ég til sumra flokka sem eiga sína full­trúa á Alþingi og virð­ast ekki kunna almenna kurt­eisi og skorti virð­ingu fyrir Alþingi sem það þó situr sjálft. 

Er nokkur furða að við, almenn­ing­ur, höf­um þverr­and­i á­lit á Alþingi, þegar þau sem þar sitja, virða ekki lög þess og sam­þykktir og taka ákvarð­anir út frá geð­þótta og ger­ræði og ulla um leið á þjóð sína? 

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­ar­prestur og sat í Stjórn­laga­ráði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar