Geðþótti og gerræði

Örn Bárður Jónsson segir það ekki sæta furðu að almenningur hafi þverrandi álit á Alþingi þegar þau sem þar sitja virði ekki lög þess og samþykktir, taka ákvarðanir út frá geðþótta og gerræði og ulli um leið á þjóð sína.

Auglýsing

Alþingi er valdastofnun og þar situr fólk með vald sem þjóðin hefur fengið þeim í hendur til afmarkaðs tíma. Alþingi setur okkur lög sem okkur ber að virða. Hvað ef mér finnst lög sem þingið hefur sett ekki nógu góð? Hvað geri ég þá? Get ég þá bara hunsað lögin vegna þess að mér líkar kannski ekki sá meirihluti sem kom lögunum í gegn? Vitaskuld ekki. 

Mikilvægt er á hverri tíð að gera greinarmun á valdastóli og þeim er situr stólinn og sá/sú sem situr verður að gera sér grein fyrir að hann eða hún er ekki stóllinn, ekki valdið sjálft, heldur gegnir viðkomandi hlutverki fyrir almenning.

Þegar þingmenn á Alþingi hafa sett okkur lög, þá gilda þau og öllum ber að virða þau. Minnihlutinn verður einnig að sætta sig við lög og samþykktir Alþingis.

Auglýsing
Svo er kosið til nýs þings og lögin sem áður hafa verið sett, fyrir misserum, árum eða áratugum, eru enn í gildi, þar til þeim verður breytt með ákvörðun meirihluta Alþingis. 

Ég rifja þessi alþekktu sannindi upp núna vegna þess að svo virðist sem stór hluti þingmanna geti ekki sætt sig við sum lög sem þingið hefur sett og vilja því ekki hlýða þeim lögum af einskærum geðþótta, eins og óþekkir krakkar sem segja bara í sandkassanum: Aþþíbara! 

Hér vísa ég m.a. til laga um Stjórnlagaráð, um þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og um að taka tillögu að nýrri stjórnarskrá til efnislegrar umræðu og atkvæðagreiðslu eins og meirihluti kjósenda samþykkti. Engu er líkara en meirihluti núverandi þings hugsi: Nei, þessum lögum þurfum við ekki að hlýða því þau voru sett af meirihluta sem mér líkaði ekki við.

Alþingi setti sjálft af stað ferli sem núverandi meirihluti Alþingis vill ekki kannast við: Aþþíbara! Þar með virðir Alþingi ekki sjálft sig.

Eitthvað alvarlegt er að í stjórnmálakúltúr sem hegðar sér með þessu móti. Hér vísa ég til sumra flokka sem eiga sína fulltrúa á Alþingi og virðast ekki kunna almenna kurteisi og skorti virðingu fyrir Alþingi sem það þó situr sjálft. 

Er nokkur furða að við, almenningur, höfum þverrandi álit á Alþingi, þegar þau sem þar sitja, virða ekki lög þess og samþykktir og taka ákvarðanir út frá geðþótta og gerræði og ulla um leið á þjóð sína? 

Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur og sat í Stjórnlagaráði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar