Geðþótti og gerræði

Örn Bárður Jónsson segir það ekki sæta furðu að almenningur hafi þverrandi álit á Alþingi þegar þau sem þar sitja virði ekki lög þess og samþykktir, taka ákvarðanir út frá geðþótta og gerræði og ulli um leið á þjóð sína.

Auglýsing

Alþingi er valda­stofnun og þar situr fólk með vald sem þjóðin hefur fengið þeim í hendur til afmark­aðs tíma. Alþingi setur okkur lög sem okkur ber að virða. Hvað ef mér finnst lög sem þingið hefur sett ekki nógu góð? Hvað geri ég þá? Get ég þá bara hunsað lög­in ­vegna þess að mér líkar kannski ekki sá meiri­hluti sem kom lög­unum í gegn? Vita­skuld ekki. 

Mik­il­vægt er á hverri tíð að gera grein­ar­mun á valda­stóli og þeim er situr stól­inn og sá/sú sem situr verður að gera sér grein fyrir að hann eða hún er ekki stóll­inn, ekki valdið sjálft, heldur gegnir við­kom­andi hlut­verki fyrir almenn­ing.

Þegar þing­menn á Al­þing­i hafa sett okkur lög, þá gilda þau og öllum ber að virða þau. Minni­hlut­inn verður einnig að sætta sig við lög og sam­þykktir Alþing­is.

Auglýsing
Svo er kosið til nýs þings og lögin sem áður hafa verið sett, fyrir miss­erum, árum eða ára­tug­um, eru enn í gildi, þar til þeim verður breytt með ákvörðun meiri­hluta Alþing­is. 

Ég rifja þessi alþekktu sann­indi upp nún­a ­vegna þess að svo virð­ist sem stór hluti þing­manna geti ekki sætt sig við sum lög sem þingið hefur sett og vilja því ekki hlýða þeim lögum af ein­skærum geð­þótta, eins og óþekkir krakkar sem segja bara í sand­kass­an­um: A­þþí­bara! 

Hér vísa ég m.a. til laga um Stjórn­laga­ráð, um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una 2012 og um að taka til­lögu að nýrri stjórn­ar­skrá til efn­is­legrar umræðu og atkvæða­greiðslu eins og meiri­hluti kjós­enda sam­þykkti. Engu er lík­ara en meiri­hluti núver­andi þings hugsi: Nei, þessum lögum þurfum við ekki að hlýða því þau voru sett af meiri­hluta sem mér lík­aði ekki við.

Alþingi setti sjálft af stað ferli sem núver­andi meiri­hluti Alþingis vill ekki kann­ast við: A­þþí­bara! Þar með virðir Alþingi ekki sjálft sig.

Eitt­hvað alvar­legt er að í stjórn­málakúltúr sem hegðar sér með þessu móti. Hér vísa ég til sumra flokka sem eiga sína full­trúa á Alþingi og virð­ast ekki kunna almenna kurt­eisi og skorti virð­ingu fyrir Alþingi sem það þó situr sjálft. 

Er nokkur furða að við, almenn­ing­ur, höf­um þverr­and­i á­lit á Alþingi, þegar þau sem þar sitja, virða ekki lög þess og sam­þykktir og taka ákvarð­anir út frá geð­þótta og ger­ræði og ulla um leið á þjóð sína? 

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­ar­prestur og sat í Stjórn­laga­ráði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar