Geðþótti og gerræði

Örn Bárður Jónsson segir það ekki sæta furðu að almenningur hafi þverrandi álit á Alþingi þegar þau sem þar sitja virði ekki lög þess og samþykktir, taka ákvarðanir út frá geðþótta og gerræði og ulli um leið á þjóð sína.

Auglýsing

Alþingi er valdastofnun og þar situr fólk með vald sem þjóðin hefur fengið þeim í hendur til afmarkaðs tíma. Alþingi setur okkur lög sem okkur ber að virða. Hvað ef mér finnst lög sem þingið hefur sett ekki nógu góð? Hvað geri ég þá? Get ég þá bara hunsað lögin vegna þess að mér líkar kannski ekki sá meirihluti sem kom lögunum í gegn? Vitaskuld ekki. 

Mikilvægt er á hverri tíð að gera greinarmun á valdastóli og þeim er situr stólinn og sá/sú sem situr verður að gera sér grein fyrir að hann eða hún er ekki stóllinn, ekki valdið sjálft, heldur gegnir viðkomandi hlutverki fyrir almenning.

Þegar þingmenn á Alþingi hafa sett okkur lög, þá gilda þau og öllum ber að virða þau. Minnihlutinn verður einnig að sætta sig við lög og samþykktir Alþingis.

Auglýsing
Svo er kosið til nýs þings og lögin sem áður hafa verið sett, fyrir misserum, árum eða áratugum, eru enn í gildi, þar til þeim verður breytt með ákvörðun meirihluta Alþingis. 

Ég rifja þessi alþekktu sannindi upp núna vegna þess að svo virðist sem stór hluti þingmanna geti ekki sætt sig við sum lög sem þingið hefur sett og vilja því ekki hlýða þeim lögum af einskærum geðþótta, eins og óþekkir krakkar sem segja bara í sandkassanum: Aþþíbara! 

Hér vísa ég m.a. til laga um Stjórnlagaráð, um þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og um að taka tillögu að nýrri stjórnarskrá til efnislegrar umræðu og atkvæðagreiðslu eins og meirihluti kjósenda samþykkti. Engu er líkara en meirihluti núverandi þings hugsi: Nei, þessum lögum þurfum við ekki að hlýða því þau voru sett af meirihluta sem mér líkaði ekki við.

Alþingi setti sjálft af stað ferli sem núverandi meirihluti Alþingis vill ekki kannast við: Aþþíbara! Þar með virðir Alþingi ekki sjálft sig.

Eitthvað alvarlegt er að í stjórnmálakúltúr sem hegðar sér með þessu móti. Hér vísa ég til sumra flokka sem eiga sína fulltrúa á Alþingi og virðast ekki kunna almenna kurteisi og skorti virðingu fyrir Alþingi sem það þó situr sjálft. 

Er nokkur furða að við, almenningur, höfum þverrandi álit á Alþingi, þegar þau sem þar sitja, virða ekki lög þess og samþykktir og taka ákvarðanir út frá geðþótta og gerræði og ulla um leið á þjóð sína? 

Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur og sat í Stjórnlagaráði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar