Aukin misskipting í kjölfar Covid-19 byggir á úreltri hugmyndafræði

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður segir að þrír hópar íslensks samfélags séu meira útsettir fyrir ójöfnuði en aðrir hópar vinnumarkaðarins og í meiri hættu en aðrir að verða fátækt að bráð. Þetta er fólk af erlendum uppruna, konur og ungt fólk.

Auglýsing

Það er ljóst að efna­hags­þreng­ing­arnar vegna Covid-19 munu bitna mis­mikið á þjóð­fé­lags­hóp­um. Um það vitna bæði inn­lendar rann­sóknir og tölur sem og rann­sóknir og varn­að­ar­orð frá alþjóða­stofn­un­um. Nú síð­ast alvar­leg við­vörun frá David Malpass, banka­stjóra Alþjóða­bank­ans, en bank­inn spáir að um að 110 – 150 millj­ónir manna muni lenda í sára­fá­tækt árið 2021. Það er óhugn­an­leg spá sem þjóðir heims verða að taka alvar­lega og bregð­ast við af öllu afli. 

Inn­lendar kann­anir og rann­sóknir sýna að Ísland er ekki und­an­skilið stór­kost­legri hættu á að kreppan vegna Covid-19 geti aukið ójöfnuð og ýtt veru­lega undir félags­lega ein­angrun ákveð­inna sam­fé­lags­hópa. 

Þrír tekju­lægri hópar í hættu

Þrír hópar íslensks sam­fé­lags eru nú meira útsettir fyrir ójöfn­uði en aðrir hópar vinnu­mark­að­ar­ins og í meiri hættu en aðrir að verða fátækt að bráð. Þetta er fólk af erlendum upp­runa, konur og ungt fólk. 

Tölur sanna þetta, enda hefur orðið hrun í þeim atvinnu­greinum sem þessir sam­fé­lags­hópar eru fjöl­menn­ast­ir. Fólk af erlendum upp­runa hefur verið afar fjöl­mennur hluti þeirra sem hafa mannað störf í ferða­þjón­ust­unni und­an­farin ár en staða fólks í þeirri atvinnu­grein hefur snar­versnað und­an­farna mán­uð­i. 

Atvinnu­þátt­taka kvenna hefur líka dreg­ist veru­lega saman vegna Covid-19 eins og tölur Hag­stof­unnar sýna. Konur hafa í meira mæli en karlar starfað við þjón­ustu­störf en kreppan nú kemur afar illa við þjón­ustu­grein­ar. Að auki sýna inn­lendar rann­sóknir að heima­vinna hefur haft slæm áhrif á konur á vinnu­mark­aði; þær eru lík­legri en karlar sem vinna nú heima til að axla meiri ábyrgð á heim­il­is­störfum sem kemur niður á fram­leiðni þeirra. 

Auglýsing
Ungt fólk er líka í enn við­kvæm­ari stöðu nú en áður. Þar skiptir máli hátt hlut­fall ungs fólks í þjón­ustu­störf­um. Atvinnu­leysis­tölur sýna líka mik­inn mun á atvinnu­leysi ungs fólks miðað við þau eldri. Þessi þróun er enn einn vitn­is­burður um þró­un­ina sem hefur verið í gangi löngu fyrir heims­far­ald­ur­inn, sem er sú að bæði tekju­bil og eigna­bil á milli ungs fólks og þeirra eldri hefur breikkað mik­ið.  Ójöfn­uður kyn­slóð­anna heldur því áfram að aukast en Covid-19 verður enn meira vatn á myllu þess­arar þró­un­ar. 

Allt þetta er ólíkt því sem gerð­ist í kjöl­far Hruns­ins 2008, þegar fólkið sem varð verst úti úr þeirri kreppu voru karl­ar, eigna­fólk og tekju­hærra fólkið sem vann hjá fjár­mála­fyr­ir­tækjum og stofn­un­um. En líka fólkið sem tap­aði sparn­aði og hlutafé og varð fyrir eigna­missi.  Núna er það tekju­lægra fólkið sem verður meira fyrir barð­inu á afleið­ingum heims­far­ald­urs­ins, sem eykur veru­lega lík­urnar á að ójöfn­uður auk­ist enn frekar en hann hefur nú þegar gert. 

Hvernig er hægt að mæta þess­ari stöð­u? 

Er það með því að veita hátekju­fólki sér­stakan stuðn­ing eins og núver­andi fjár­lög gera með lækkun á fjár­magnstekju­skatti? Eigum við að styðja sér­stak­lega við eigna­fólkið með lækkun á erfða­fjár­skatti eins og núver­andi rík­is­stjórn leggur til ? Eiga for­gangs­verkin nú að vera þau að inn­leiða skatta­af­slátt vegna hluta­bréfa­kaupa ? Aðgerðir sem styrkja við vel stæða og fámenna sam­fé­lags­hópa sem þurfa samt ekki nauð­syn­lega á styrk að halda.  

Margar kenn­ingar í hag­fræði sem snú­ast um við­brögð við kreppum snú­ast um að lækka skatta á lág­tekju­fólk og milli­tekju­fólk. Bæði til að auka kaup­mátt þeirra, en ekki síst að verja fólkið í við­kvæm­ustu stöð­unni gegn því að falla í fátækt­ar­gildrur sem spretta upp í núver­andi ástandi og þar með sporna við vax­andi ójöfn­uði sem hefur átt sér stað und­an­farna ára­tugi en eykst svo veru­lega í kreppum ef ekk­ert er að gert og ef áhersla yfir­valda er á að bæta hag þeirra efna­meiri. 

Er ekki einmitt líka ráð að í stað skatta­lækk­unar á hátekju­fólk sem er boðað í fjár­lög­um, að minnka skatt­byrði á allra lægstu launin ? Svo er það skatt­lagn­ing á atvinnu­leys­is­bætur sem er for­kast­an­leg. Hvaða rétt­læti felst í því að láta fólk sem fær greitt 289. 500 krónur á mán­uði í atvinnu­leys­is­bætur greiða 54.400 krónur af þeim bótum í skatt ? Ekk­ert myndu margir halda. 

Efna­hags­stefna undir sterkum áhrifum af úreltri hug­mynda­fræði

Að stór­auka fríð­indi stór­eigna – og hátekju­fólks sem við­brögð við kreppu sem bitnar mest á lág­launa­fólki, eru alls ekki til þess fallin að verja þau sem eru í við­kvæm­ustu þjóð­fé­lags­hóp­un­um, heldur standa vörð um stór­eigna­fólk og fámennan hóp hátekju­fólks. 

Hinir ríku eiga ekki að græða á kreppum með stuðn­ingi yfir­valda. Það er úrelt hug­mynda­fræði. Efna­hags­við­brögð stjórn­valda í kreppum verða að vera fyrir alla hópa sam­fé­lags­ins, en þó sér­stak­lega til að verja jað­ar­hópana og byggja upp heil­brigða fram­tíð­ar­sýn fyrir sem flesta í atvinnu­mál­um. Ann­ars verða kreppu­við­brögðin mark­visst tæki til að auka inn­byggðan mis­mun kerf­is­ins. Sem er nákvæm­lega það sem við erum að sjá hér á landi. Og það er þvert á það sem helsti hag­fræð­ingur heims, Thomas Piketty, sem hefur greint ástæður ójöfn­uð­ar, hefur lagt til og fleiri máls­met­andi hag­fræð­ingar hafa talað fyrir nú. 

Það er gríð­ar­lega mikið í húfi að rétta leiðin sé valin í þeirri flóknu stöðu sem þjóðin er stödd í. Það sem skiptir mestu máli nú er að verj­ast auk­inni fátækt fólks. Að búa til störf, bæði beint og með skyn­sam­legum stuðn­ings­að­gerð­um. Ekki bara ein­hver störf, heldur góð og græn, umhverf­is­væn störf og koma í veg fyrir að Covid-19 auki ójöfnuð kynj­anna, kyn­slóð­anna og fólks af erlendum upp­runa um leið og við nýtum tæki­færið og vinnum gegn lofts­lags­breyt­ingum í leið­inni. Um það eigum við að sam­ein­ast. 

Höf­undur er þing­maður utan flokka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar