Aukin misskipting í kjölfar Covid-19 byggir á úreltri hugmyndafræði

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður segir að þrír hópar íslensks samfélags séu meira útsettir fyrir ójöfnuði en aðrir hópar vinnumarkaðarins og í meiri hættu en aðrir að verða fátækt að bráð. Þetta er fólk af erlendum uppruna, konur og ungt fólk.

Auglýsing

Það er ljóst að efnahagsþrengingarnar vegna Covid-19 munu bitna mismikið á þjóðfélagshópum. Um það vitna bæði innlendar rannsóknir og tölur sem og rannsóknir og varnaðarorð frá alþjóðastofnunum. Nú síðast alvarleg viðvörun frá David Malpass, bankastjóra Alþjóðabankans, en bankinn spáir að um að 110 – 150 milljónir manna muni lenda í sárafátækt árið 2021. Það er óhugnanleg spá sem þjóðir heims verða að taka alvarlega og bregðast við af öllu afli. 

Innlendar kannanir og rannsóknir sýna að Ísland er ekki undanskilið stórkostlegri hættu á að kreppan vegna Covid-19 geti aukið ójöfnuð og ýtt verulega undir félagslega einangrun ákveðinna samfélagshópa. 

Þrír tekjulægri hópar í hættu

Þrír hópar íslensks samfélags eru nú meira útsettir fyrir ójöfnuði en aðrir hópar vinnumarkaðarins og í meiri hættu en aðrir að verða fátækt að bráð. Þetta er fólk af erlendum uppruna, konur og ungt fólk. 

Tölur sanna þetta, enda hefur orðið hrun í þeim atvinnugreinum sem þessir samfélagshópar eru fjölmennastir. Fólk af erlendum uppruna hefur verið afar fjölmennur hluti þeirra sem hafa mannað störf í ferðaþjónustunni undanfarin ár en staða fólks í þeirri atvinnugrein hefur snarversnað undanfarna mánuði. 

Atvinnuþátttaka kvenna hefur líka dregist verulega saman vegna Covid-19 eins og tölur Hagstofunnar sýna. Konur hafa í meira mæli en karlar starfað við þjónustustörf en kreppan nú kemur afar illa við þjónustugreinar. Að auki sýna innlendar rannsóknir að heimavinna hefur haft slæm áhrif á konur á vinnumarkaði; þær eru líklegri en karlar sem vinna nú heima til að axla meiri ábyrgð á heimilisstörfum sem kemur niður á framleiðni þeirra. 

Auglýsing
Ungt fólk er líka í enn viðkvæmari stöðu nú en áður. Þar skiptir máli hátt hlutfall ungs fólks í þjónustustörfum. Atvinnuleysistölur sýna líka mikinn mun á atvinnuleysi ungs fólks miðað við þau eldri. Þessi þróun er enn einn vitnisburður um þróunina sem hefur verið í gangi löngu fyrir heimsfaraldurinn, sem er sú að bæði tekjubil og eignabil á milli ungs fólks og þeirra eldri hefur breikkað mikið.  Ójöfnuður kynslóðanna heldur því áfram að aukast en Covid-19 verður enn meira vatn á myllu þessarar þróunar. 

Allt þetta er ólíkt því sem gerðist í kjölfar Hrunsins 2008, þegar fólkið sem varð verst úti úr þeirri kreppu voru karlar, eignafólk og tekjuhærra fólkið sem vann hjá fjármálafyrirtækjum og stofnunum. En líka fólkið sem tapaði sparnaði og hlutafé og varð fyrir eignamissi.  Núna er það tekjulægra fólkið sem verður meira fyrir barðinu á afleiðingum heimsfaraldursins, sem eykur verulega líkurnar á að ójöfnuður aukist enn frekar en hann hefur nú þegar gert. 

Hvernig er hægt að mæta þessari stöðu? 

Er það með því að veita hátekjufólki sérstakan stuðning eins og núverandi fjárlög gera með lækkun á fjármagnstekjuskatti? Eigum við að styðja sérstaklega við eignafólkið með lækkun á erfðafjárskatti eins og núverandi ríkisstjórn leggur til ? Eiga forgangsverkin nú að vera þau að innleiða skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa ? Aðgerðir sem styrkja við vel stæða og fámenna samfélagshópa sem þurfa samt ekki nauðsynlega á styrk að halda.  

Margar kenningar í hagfræði sem snúast um viðbrögð við kreppum snúast um að lækka skatta á lágtekjufólk og millitekjufólk. Bæði til að auka kaupmátt þeirra, en ekki síst að verja fólkið í viðkvæmustu stöðunni gegn því að falla í fátæktargildrur sem spretta upp í núverandi ástandi og þar með sporna við vaxandi ójöfnuði sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi en eykst svo verulega í kreppum ef ekkert er að gert og ef áhersla yfirvalda er á að bæta hag þeirra efnameiri. 

Er ekki einmitt líka ráð að í stað skattalækkunar á hátekjufólk sem er boðað í fjárlögum, að minnka skattbyrði á allra lægstu launin ? Svo er það skattlagning á atvinnuleysisbætur sem er forkastanleg. Hvaða réttlæti felst í því að láta fólk sem fær greitt 289. 500 krónur á mánuði í atvinnuleysisbætur greiða 54.400 krónur af þeim bótum í skatt ? Ekkert myndu margir halda. 

Efnahagsstefna undir sterkum áhrifum af úreltri hugmyndafræði

Að stórauka fríðindi stóreigna – og hátekjufólks sem viðbrögð við kreppu sem bitnar mest á láglaunafólki, eru alls ekki til þess fallin að verja þau sem eru í viðkvæmustu þjóðfélagshópunum, heldur standa vörð um stóreignafólk og fámennan hóp hátekjufólks. 

Hinir ríku eiga ekki að græða á kreppum með stuðningi yfirvalda. Það er úrelt hugmyndafræði. Efnahagsviðbrögð stjórnvalda í kreppum verða að vera fyrir alla hópa samfélagsins, en þó sérstaklega til að verja jaðarhópana og byggja upp heilbrigða framtíðarsýn fyrir sem flesta í atvinnumálum. Annars verða kreppuviðbrögðin markvisst tæki til að auka innbyggðan mismun kerfisins. Sem er nákvæmlega það sem við erum að sjá hér á landi. Og það er þvert á það sem helsti hagfræðingur heims, Thomas Piketty, sem hefur greint ástæður ójöfnuðar, hefur lagt til og fleiri málsmetandi hagfræðingar hafa talað fyrir nú. 

Það er gríðarlega mikið í húfi að rétta leiðin sé valin í þeirri flóknu stöðu sem þjóðin er stödd í. Það sem skiptir mestu máli nú er að verjast aukinni fátækt fólks. Að búa til störf, bæði beint og með skynsamlegum stuðningsaðgerðum. Ekki bara einhver störf, heldur góð og græn, umhverfisvæn störf og koma í veg fyrir að Covid-19 auki ójöfnuð kynjanna, kynslóðanna og fólks af erlendum uppruna um leið og við nýtum tækifærið og vinnum gegn loftslagsbreytingum í leiðinni. Um það eigum við að sameinast. 

Höfundur er þingmaður utan flokka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar