Hver er iðnaðarstefna Íslands?

Smári McCarthy bendir á að iðnaður hér á landi muni taka gríðarlegum breytingum eins og annar staðar. Valið sé um hvort Íslendingar leyfi gróðasjónarmiðum að stýra þessari þróun eða hvort þeir sammælist um það hvaða markmiðum eigi að stefna að.

Auglýsing

Á Íslandi hefur aldrei verið iðn­að­ar­stefna. Það var vissu­lega verið rekin stór­iðju­stefna lengi, sem ein­kennd­ist af linnu­lausri við­leitni stjórn­mál­anna til að smjaðra við erlenda fram­leiðslurisa í von um að þeir settu upp mann­afls­frekar verk­smiðjur hér á landi í skiptum fyrir ódýrt raf­magn. Reyndar er langt því frá að þessi stefna hafi lagst af, eins og nýlegt daður við kís­il­vers­iðn­að­inn ber með sér.

En iðn­að­ar­stefna fjallar ekki bara um stór­iðju, heldur almennt um hvað fólkið í land­inu ger­ir. Iðn­að­ar­stefna getur allt eins lagt áherslu á fjár­mála­þjón­ustu, ferða­þjón­ustu, eða örsmiðjur – hug­takið er á vissan hátt gallað vegna þeirra hug­renn­ing­ar­tengsla sem það skap­ar, en notum það samt, því það hug­tak er notað á heims­vísu í þess­ari umræðu: Industrial Policy.

Síð­asta til­raunin til að móta iðnaðar­stefnu var gerð um 1991. Þá reyndi Stefán Guð­munds­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að end­ur­vekja vinnu úr iðn­að­ar­ráðu­neyt­inu frá 1978. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir: „Mik­il­vægi iðn­þró­unar hefur auk­ist frá því sem var, sér­stak­lega þegar litið er til lands­byggð­ar­inn­ar, því enn er mann­afli á Íslandi í vexti og því verður starfstæki­færum að fjölga. Auk þeirra breyt­inga, sem gerst hafa innan lands, eru í sjón­máli breyt­ingar í við­skipta­löndum okkar sem hvort tveggja í senn munu skapa ný vanda­mál og nýja mögu­leika. Með allt þetta í huga virð­ist aug­ljóst að Ísland verður að hafa iðn­að­ar­stefnu sem hæfir þessum nýju aðstæð­u­m.“

Þetta er ennþá satt, næstum því þrjá­tíu árum síð­ar.

Auglýsing

Vand­inn er að miklu leyti að það fór úr tísku, með Thatcher­isma og Reaga­nomics, að ríki hefðu skoð­anir á því hvernig iðnað skyldi reka. Ríkið skyldi hætta að skipta sér að einka­geir­anum og hann myndi þró­ast á eigin for­send­um.

Skiptar skoð­anir eru á því hvort og hversu mikið þetta hefur virk­að, ekki síst þar sem ríkið hefur þrátt fyrir þessar hug­myndir haft aðkomu að upp­bygg­ingu stór­iðju víða um land síðan þá, nema án þess að nein heild­stæð stefnu­mótun lægi því til grund­vallar – eða nokkur stefna yfir höf­uð.

Það mætti kalla þetta „hagla­byssu­að­ferð­ina“: að hlaða hag­kerfið ómark­vissum tæki­fær­iskornum og láta það skjóta hingað og þang­að. Vissu­lega mun það stöku sinnum hæfa og jafn­vel skilja eftir sig var­an­legt spor, en það vita samt allir að hægt er að ná meiri árangri með því að miða.

Hvernig miða önnur lönd?

Í bók Joe Stu­d­well, How Asia Works, er fjallað ítar­lega um iðn­að­ar­stefnur nokk­urra Asíu­ríkja, m.a. Suð­ur­-Kóreu, Jap­ans og Taí­vans, í kjöl­far síð­ari heim­styrj­aldar og hvernig þau byggðu mik­inn auð sinn í dag á mark­vissri stýr­ingu á fram­leiðslu­getu sinni.

Það er ekki þannig að þessi lönd hafi póli­tískt hand­stýrt hag­kerf­inu. Slíkt hefur aldrei virkað vel, eins og ítrek­aðar til­raunir ófrjáls­lyndra ríkja til þess á 20. öld sýndu glöggt.

Í stað­inn bjuggu þessi asísku ríki til öfl­uga efna­hags­lega hvata sem mið­uðu að því að búa til öfl­uga grunnatvinnu­vegi og byggja svo á þeim til að búa til sífellt lengri – og þar með verð­mæt­ari – virð­is­keðj­ur.

Þannig væri ekki sagt: „Við ætlum að styðja nýsköp­un“ og pen­ingum dælt í það án þess að setja skýr mark­mið umfram skýrslu­skil. Frekar væri sagt: „Við ætlum að styðja við fyr­ir­tæki sem ná að upp­fylla mark­mið“ og einmitt að styðja þá síður þau fram­leiðslu- og hug­vits­fyr­ir­tæki sem ná þeim ekki. Hver voru mark­mið­in? Þau voru ýmiss kon­ar, en oft­ast var stuðst við hráan og býsna ósann­gjarnan mæli­kvarða: Útflutn­ings­tekj­ur. Ef fyr­ir­tækið þitt náði meiri gjald­eyri inn í landið var hrein­lega tekið meira til­lit til þarfa þess.

Þetta er ekki endi­lega form sem við viljum líkja eftir í blindni, en kannski er eitt­hvað við þessa nálgun sem má læra af. Nefni­lega, mik­il­vægi skýrrar stefnu­mót­unar sem grund­vall­ast á skýrum mark­mið­um.

Hvert eigum við að stefna?

Af þessum ástæðum hefur und­ir­rit­að­ur, ásamt öðrum þing­mönnum Pírata og Fram­sókn­ar­flokks­ins, lagt fram á ný þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Stef­áns Guð­munds­son­ar, þó með til­teknum breyt­ingum sem end­ur­spegla fram­þróun síð­ustu ára og ákall nútím­ans um sjálf­bærni.

Þegar við spyrjum okkur hvert Ísland eigi að stefna eru tveir þættir sem er sér­stak­lega mik­il­vægt að líta til. Í fyrsta lagi þarf að líta til lengd virð­is­keðja. Við vitum að fyr­ir­tæki með lengri virð­is­keðjur skila meiri tekj­um, betri laun­um, minni mengun og meira þjóð­arstolti en fyr­ir­tæki í hrá­fram­leiðslu. Áherslan verður að vera á að fjölga og styrkja slík fyr­ir­tæki.

Í öðru lagi þarf að líta til sjálf­bærni og fram­leiðni. Að því leyti sem þings­á­lykt­un­ar­til­laga okkar víkur frá upp­runa­legri þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Stef­áns Guð­munds­sonar gerir hún það með því að leggja áherslu á sjálf­bærni og fram­leiðni umfram starfs­skil­yrði íslensks iðn­að­ar. Áskor­anir iðn­aðar á fyrri hluta 21. aldar snúa einkum að tvennu: Hvernig skuli ná að auka fram­leiðni að því marki að hún haldi í við fram­leiðni ann­arra OECD-­ríkja sem njóta góðs af gríð­ar­legri stærð­ar­hag­kvæmni og hvernig íslenskur iðn­aður geti sam­ræmst alþjóð­legum mark­miðum um sjálf­bærni, einkum í ljósi lofts­lags­breyt­inga.

Fyrsta iðn­að­ar­stefna Íslands

Sam­þykkt til­lög­unnar um mótun sjálf­bærar iðn­að­ar­stefnu væri mik­il­vægt fyrsta skref í að móta fram­tíð­ar­sýn Íslands eftir heims­far­aldur COVID-19, ekki síst í ljósi loft­lags­breyt­inga. Sam­fé­lagið allt gengur í gegnum breyt­ingar af stærð­argráðu sem hefur vart þekkst áður og iðn­aður mun taka breyt­ingum hér á landi eins og annar stað­ar. Okkar val er um hvort að við leyfum fjár­magni og gróða­sjón­ar­miðum að stýra þess­ari þró­un, eða hvort að við sem sam­fé­lag sam­mæl­umst um það hvaða mark­miðum eigi að stefna að. Eða eins og Stefán Guð­munds­son komst að orð­i:  „Með allt þetta í huga virð­ist aug­ljóst að Ísland verður að hafa iðn­að­ar­stefnu sem hæfir þessum nýju aðstæðum og því er þessi til­laga flutt.“Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar