Hver er iðnaðarstefna Íslands?

Smári McCarthy bendir á að iðnaður hér á landi muni taka gríðarlegum breytingum eins og annar staðar. Valið sé um hvort Íslendingar leyfi gróðasjónarmiðum að stýra þessari þróun eða hvort þeir sammælist um það hvaða markmiðum eigi að stefna að.

Auglýsing

Á Íslandi hefur aldrei verið iðn­að­ar­stefna. Það var vissu­lega verið rekin stór­iðju­stefna lengi, sem ein­kennd­ist af linnu­lausri við­leitni stjórn­mál­anna til að smjaðra við erlenda fram­leiðslurisa í von um að þeir settu upp mann­afls­frekar verk­smiðjur hér á landi í skiptum fyrir ódýrt raf­magn. Reyndar er langt því frá að þessi stefna hafi lagst af, eins og nýlegt daður við kís­il­vers­iðn­að­inn ber með sér.

En iðn­að­ar­stefna fjallar ekki bara um stór­iðju, heldur almennt um hvað fólkið í land­inu ger­ir. Iðn­að­ar­stefna getur allt eins lagt áherslu á fjár­mála­þjón­ustu, ferða­þjón­ustu, eða örsmiðjur – hug­takið er á vissan hátt gallað vegna þeirra hug­renn­ing­ar­tengsla sem það skap­ar, en notum það samt, því það hug­tak er notað á heims­vísu í þess­ari umræðu: Industrial Policy.

Síð­asta til­raunin til að móta iðnaðar­stefnu var gerð um 1991. Þá reyndi Stefán Guð­munds­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að end­ur­vekja vinnu úr iðn­að­ar­ráðu­neyt­inu frá 1978. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir: „Mik­il­vægi iðn­þró­unar hefur auk­ist frá því sem var, sér­stak­lega þegar litið er til lands­byggð­ar­inn­ar, því enn er mann­afli á Íslandi í vexti og því verður starfstæki­færum að fjölga. Auk þeirra breyt­inga, sem gerst hafa innan lands, eru í sjón­máli breyt­ingar í við­skipta­löndum okkar sem hvort tveggja í senn munu skapa ný vanda­mál og nýja mögu­leika. Með allt þetta í huga virð­ist aug­ljóst að Ísland verður að hafa iðn­að­ar­stefnu sem hæfir þessum nýju aðstæð­u­m.“

Þetta er ennþá satt, næstum því þrjá­tíu árum síð­ar.

Auglýsing

Vand­inn er að miklu leyti að það fór úr tísku, með Thatcher­isma og Reaga­nomics, að ríki hefðu skoð­anir á því hvernig iðnað skyldi reka. Ríkið skyldi hætta að skipta sér að einka­geir­anum og hann myndi þró­ast á eigin for­send­um.

Skiptar skoð­anir eru á því hvort og hversu mikið þetta hefur virk­að, ekki síst þar sem ríkið hefur þrátt fyrir þessar hug­myndir haft aðkomu að upp­bygg­ingu stór­iðju víða um land síðan þá, nema án þess að nein heild­stæð stefnu­mótun lægi því til grund­vallar – eða nokkur stefna yfir höf­uð.

Það mætti kalla þetta „hagla­byssu­að­ferð­ina“: að hlaða hag­kerfið ómark­vissum tæki­fær­iskornum og láta það skjóta hingað og þang­að. Vissu­lega mun það stöku sinnum hæfa og jafn­vel skilja eftir sig var­an­legt spor, en það vita samt allir að hægt er að ná meiri árangri með því að miða.

Hvernig miða önnur lönd?

Í bók Joe Stu­d­well, How Asia Works, er fjallað ítar­lega um iðn­að­ar­stefnur nokk­urra Asíu­ríkja, m.a. Suð­ur­-Kóreu, Jap­ans og Taí­vans, í kjöl­far síð­ari heim­styrj­aldar og hvernig þau byggðu mik­inn auð sinn í dag á mark­vissri stýr­ingu á fram­leiðslu­getu sinni.

Það er ekki þannig að þessi lönd hafi póli­tískt hand­stýrt hag­kerf­inu. Slíkt hefur aldrei virkað vel, eins og ítrek­aðar til­raunir ófrjáls­lyndra ríkja til þess á 20. öld sýndu glöggt.

Í stað­inn bjuggu þessi asísku ríki til öfl­uga efna­hags­lega hvata sem mið­uðu að því að búa til öfl­uga grunnatvinnu­vegi og byggja svo á þeim til að búa til sífellt lengri – og þar með verð­mæt­ari – virð­is­keðj­ur.

Þannig væri ekki sagt: „Við ætlum að styðja nýsköp­un“ og pen­ingum dælt í það án þess að setja skýr mark­mið umfram skýrslu­skil. Frekar væri sagt: „Við ætlum að styðja við fyr­ir­tæki sem ná að upp­fylla mark­mið“ og einmitt að styðja þá síður þau fram­leiðslu- og hug­vits­fyr­ir­tæki sem ná þeim ekki. Hver voru mark­mið­in? Þau voru ýmiss kon­ar, en oft­ast var stuðst við hráan og býsna ósann­gjarnan mæli­kvarða: Útflutn­ings­tekj­ur. Ef fyr­ir­tækið þitt náði meiri gjald­eyri inn í landið var hrein­lega tekið meira til­lit til þarfa þess.

Þetta er ekki endi­lega form sem við viljum líkja eftir í blindni, en kannski er eitt­hvað við þessa nálgun sem má læra af. Nefni­lega, mik­il­vægi skýrrar stefnu­mót­unar sem grund­vall­ast á skýrum mark­mið­um.

Hvert eigum við að stefna?

Af þessum ástæðum hefur und­ir­rit­að­ur, ásamt öðrum þing­mönnum Pírata og Fram­sókn­ar­flokks­ins, lagt fram á ný þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Stef­áns Guð­munds­son­ar, þó með til­teknum breyt­ingum sem end­ur­spegla fram­þróun síð­ustu ára og ákall nútím­ans um sjálf­bærni.

Þegar við spyrjum okkur hvert Ísland eigi að stefna eru tveir þættir sem er sér­stak­lega mik­il­vægt að líta til. Í fyrsta lagi þarf að líta til lengd virð­is­keðja. Við vitum að fyr­ir­tæki með lengri virð­is­keðjur skila meiri tekj­um, betri laun­um, minni mengun og meira þjóð­arstolti en fyr­ir­tæki í hrá­fram­leiðslu. Áherslan verður að vera á að fjölga og styrkja slík fyr­ir­tæki.

Í öðru lagi þarf að líta til sjálf­bærni og fram­leiðni. Að því leyti sem þings­á­lykt­un­ar­til­laga okkar víkur frá upp­runa­legri þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Stef­áns Guð­munds­sonar gerir hún það með því að leggja áherslu á sjálf­bærni og fram­leiðni umfram starfs­skil­yrði íslensks iðn­að­ar. Áskor­anir iðn­aðar á fyrri hluta 21. aldar snúa einkum að tvennu: Hvernig skuli ná að auka fram­leiðni að því marki að hún haldi í við fram­leiðni ann­arra OECD-­ríkja sem njóta góðs af gríð­ar­legri stærð­ar­hag­kvæmni og hvernig íslenskur iðn­aður geti sam­ræmst alþjóð­legum mark­miðum um sjálf­bærni, einkum í ljósi lofts­lags­breyt­inga.

Fyrsta iðn­að­ar­stefna Íslands

Sam­þykkt til­lög­unnar um mótun sjálf­bærar iðn­að­ar­stefnu væri mik­il­vægt fyrsta skref í að móta fram­tíð­ar­sýn Íslands eftir heims­far­aldur COVID-19, ekki síst í ljósi loft­lags­breyt­inga. Sam­fé­lagið allt gengur í gegnum breyt­ingar af stærð­argráðu sem hefur vart þekkst áður og iðn­aður mun taka breyt­ingum hér á landi eins og annar stað­ar. Okkar val er um hvort að við leyfum fjár­magni og gróða­sjón­ar­miðum að stýra þess­ari þró­un, eða hvort að við sem sam­fé­lag sam­mæl­umst um það hvaða mark­miðum eigi að stefna að. Eða eins og Stefán Guð­munds­son komst að orð­i:  „Með allt þetta í huga virð­ist aug­ljóst að Ísland verður að hafa iðn­að­ar­stefnu sem hæfir þessum nýju aðstæðum og því er þessi til­laga flutt.“Höf­undur er þing­maður Pírata.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar