Matvælaframleiðsla framtíðarinnar

Freyja Þorvaldardóttir bóndi segir að það hafi aldrei verið mikilvægara að þær þjóðir sem hafa til þess svigrúm leggi sig fram við að leita leiða og stunda sjálfbæra matvælaframleiðslu.

Auglýsing

Líf okkar allra hefur einhverja tengingu við landbúnað og matvælaframleiðslu. Þessar greinar uppfylla eina af grunnþörfum okkar sem veita okkur orku svo að við getum sinnt okkar margvíslegu hlutverkum í samfélaginu.
Matvælaframleiðsla og hvernig við stundum landbúnað hefur tekið miklum breytingum í gegnum aldirnar. Maðurinn hefur notað hyggjuvitið og beitt þannig ólíkum aðferðum á ólíkum stöðum. Hann hefur notað mismunandi búfjárstofna, lagt ólíkar áherslur í kynbótum og á mismunandi  yrki í jarðrækt og grænmetisframleiðslu. Allt hefur þetta verið gert með það í huga hverjir styrkleikar og veikleikar þess ræktarlands og búfjárstofna sem hver og einn hefur úr að spila.
Með síaukinni eftirspurn eftir ódýrum matvælum ásamt gríðarlegum tækniframförum hefur framleiðsla á matvælum færst lengra og lengra frá upprunanum og að mörgu leyti lengra frá sjálfbærni. Þessar breytingar hafa orðið til þess að margir neytendur eru sífellt minna tengdir virðiskeðjunni sem liggur frá bónda og þangað til maturinn birtist þeim í hillum stórmarkaða. Virði þeirrar vinnu, orku og auðlinda sem liggja á bak við matvælaframleiðsluna dofnar því æ meira í augum þessa hóps. Það er kannski ein af ástæðum þess hversu miklum matvælum við sóum, sérstaklega hérna megin á jörðinni. Við höfum tilhneigingu til þess að bera meiri virðingu fyrir því sem við borgum meira fyrir og hvernig endar þetta þá? Verða matvælin sífellt ódýrari og virðing okkar fyrir þeim minnkar í samræmi við það? Eða tökum við okkur saman í andlitinu og hugsum hlutina upp á nýtt?

Auglýsing
Það er áhugavert að velta því fyrir sér hversu sjálfbær matvælaframleiðsla í heiminum er þegar hún er skoðuð út frá stoðum sjálfbærrar þróunar. Það leiðir hugann að spurningum eins og hvort að það sé raunhæft markmið að matvæli séu framleidd með sjálfbærni að leiðarljósi. Sérstaklega í ljósi þess að okkur hefur enn ekki tekist að framleiða nægilegt magn svo allir jarðarbúar geti farið saddir að sofa. Á hinn bóginn má spyrja hvort að það sé ekki algjörlega nauðsynlegt að við stundum matvælaframleiðslu með sem allra sjálfbærustum hætti? Í það minnsta ef við viljum eiga áframhaldandi möguleika á að búa á jörðinni og með tillit til þess hversu hratt fólki hér fjölgar.

Hvað er sjálfbær þróun?

Viðfangsefni sjálfbærrar þróunar er að greina hluti út frá öllum þremur stoðum sem sjálfbær þróun byggir á. Stoðirnar eru samfélagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg áhrif. Stoðirnar skarast sín á milli en hugmyndafræðin er sú að sjálfbærnina sé að finna þar sem þær mætast allar. En er það raunverulega hægt eða bara falleg hugmyndafræði sem hægt er að skrifa um? Sínum augum lítur hver silfrið og óhjákvæmilega koma upp vafamál og ágreiningsatriði þar sem ólíkar greinar og hagsmunaaðilar telja eitt vega þyngra en annað og svo öfugt.
Það má auðveldlega færa rök fyrir því að hugarfarsbreytingin sé fyrsta skrefið í átt að stærri breytingum og mikilvægi þess að umræðunni sé gefið rými í samfélaginu. Besta leiðin til að þroska hana hlýtur að vera að hleypa sem flestum ólíkum sjónarmiðum að borðinu. Meðalhófið er oft að finna mitt á milli hinna andstæðu póla.

Hungur í heiminum

Samkvæmt The United Nation Food and Agricultural Organization (FAO) eru um milljarður fólks í heiminum sem lifir við viðvarandi hungur, ef við bætum við þeim sem lifa við vannæringu hækkar talan enn og meira. Þessar tölur sýna okkur svart á hvítu hversu stórt og ærið verkefni það er að framleiða matvæli fyrir alla jarðarbúa. Það sem flækir þetta verkefni enn og meira er mikil misskipting jarðarbúa þegar kemur að aðgengi að ræktarlandi, vatni, áburði og öðru því sem til þarf við framleiðslu á matvælum (Christian Smedshaug, 2010). 

Þessar tölur eru sláandi og eru svo stórar að óhjákvæmilega vex manni verkefnið í augum. Það leiðir einnig hugann að því hvort að það sé jafnvel frekja í okkur Vesturlandabúum að vilja leggja áherslu á sjálfbærni í framleiðslu á matvælum þegar svo stór hluti jarðarbúa vill einungis sjá fjölskyldum sínum farborða. Því fólki er sennilega nokk sama um hvort að matvælin sem þeir koma höndum á séu framleidd með sjálfbærni að markmiði eða ekki. 

Hinir fordæmalausu kórónutímar

Kórónuveiran hefur minnt okkur hressilega á hversu tengd við erum og hversu lítill heimurinn er í raun. Hún minnir okkur líka á mikilvægi þess hvernig við meðhöndlum matvæli, hreinleika þeirra og heilnæmi. Þegar kemur að veirunni erum við öll í sama báti og reynum í sameiningu og eftir bestu getu að ráða niðurlögum hennar. En ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þegar við neyddumst til að ýta á off takkann kom ýmislegt fallegt í ljós.

Náttúran í kringum okkur fékk loksins tækifæri til að færast nær sinni upprunalegu mynd. Í miðju kórónufárinu fengum við skyndilega tækifæri til hugsa hlutina upp á nýtt. Tækifæri til að draga andann djúpt, taka eitt skref aftur á bak og endurmeta stöðuna. Er ekki eitt og annað sem við getum gert öðruvísi og meira í anda sjálfbærrar þróunar? Bæði þegar kemur að matvælaframleiðslu og öðrum greinum? Þetta óvænta tækifæri skyldum við ekki láta okkur úr greipum ganga. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að þær þjóðir sem hafa til þess svigrúm leggi sig fram við að leita leiða og stunda sjálfbæra matvælaframleiðslu. Rétti tíminn er einmitt núna.

Höfundur er bóndi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar