Matvælaframleiðsla framtíðarinnar

Freyja Þorvaldardóttir bóndi segir að það hafi aldrei verið mikilvægara að þær þjóðir sem hafa til þess svigrúm leggi sig fram við að leita leiða og stunda sjálfbæra matvælaframleiðslu.

Auglýsing

Líf okkar allra hefur ein­hverja teng­ingu við land­búnað og mat­væla­fram­leiðslu. Þessar greinar upp­fylla eina af grunn­þörfum okkar sem veita okkur orku svo að við getum sinnt okkar marg­vís­legu hlut­verkum í sam­fé­lag­inu.

Mat­væla­fram­leiðsla og hvernig við stundum land­búnað hefur tekið miklum breyt­ingum í gegnum ald­irn­ar. Mað­ur­inn hefur notað hyggju­vitið og beitt þannig ólíkum aðferðum á ólíkum stöð­um. Hann hefur notað mis­mun­andi búfjár­stofna, lagt ólíkar áherslur í kyn­bótum og á mis­mun­andi  yrki í jarð­rækt og græn­met­is­fram­leiðslu. Allt hefur þetta verið gert með það í huga hverjir styrk­leikar og veik­leikar þess rækt­ar­lands og búfjár­stofna sem hver og einn hefur úr að spila.

Með síauk­inni eft­ir­spurn eftir ódýrum mat­vælum ásamt gríð­ar­legum tækni­fram­förum hefur fram­leiðsla á mat­vælum færst lengra og lengra frá upp­runanum og að mörgu leyti lengra frá sjálf­bærni. Þessar breyt­ingar hafa orðið til þess að margir neyt­endur eru sífellt minna tengdir virð­is­keðj­unni sem liggur frá bónda og þangað til mat­ur­inn birt­ist þeim í hillum stór­mark­aða. Virði þeirrar vinnu, orku og auð­linda sem liggja á bak við mat­væla­fram­leiðsl­una dofnar því æ meira í augum þessa hóps. Það er kannski ein af ástæðum þess hversu miklum mat­vælum við sóum, sér­stak­lega hérna megin á jörð­inni. Við höfum til­hneig­ingu til þess að bera meiri virð­ingu fyrir því sem við borgum meira fyrir og hvernig endar þetta þá? Verða mat­vælin sífellt ódýr­ari og virð­ing okkar fyrir þeim minnkar í sam­ræmi við það? Eða tökum við okkur saman í and­lit­inu og hugsum hlut­ina upp á nýtt?

Auglýsing
Það er áhuga­vert að velta því fyrir sér hversu sjálf­bær mat­væla­fram­leiðsla í heim­inum er þegar hún er skoðuð út frá stoðum sjálf­bærrar þró­un­ar. Það leiðir hug­ann að spurn­ingum eins og hvort að það sé raun­hæft mark­mið að mat­væli séu fram­leidd með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Sér­stak­lega í ljósi þess að okkur hefur enn ekki tek­ist að fram­leiða nægi­legt magn svo allir jarð­ar­búar geti farið saddir að sofa. Á hinn bóg­inn má spyrja hvort að það sé ekki algjör­lega nauð­syn­legt að við stundum mat­væla­fram­leiðslu með sem allra sjálf­bærustum hætti? Í það minnsta ef við viljum eiga áfram­hald­andi mögu­leika á að búa á jörð­inni og með til­lit til þess hversu hratt fólki hér fjölg­ar.

Hvað er sjálf­bær þró­un?

Við­fangs­efni sjálf­bærrar þró­unar er að greina hluti út frá öllum þremur stoðum sem sjálf­bær þróun byggir á. Stoð­irnar eru sam­fé­lags­leg, efna­hags­leg og umhverf­is­leg áhrif. Stoð­irnar skar­ast sín á milli en hug­mynda­fræðin er sú að sjálf­bærn­ina sé að finna þar sem þær mæt­ast all­ar. En er það raun­veru­lega hægt eða bara fal­leg hug­mynda­fræði sem hægt er að skrifa um? Sínum augum lítur hver silfrið og óhjá­kvæmi­lega koma upp vafa­mál og ágrein­ings­at­riði þar sem ólíkar greinar og hags­muna­að­ilar telja eitt vega þyngra en annað og svo öfugt.

Það má auð­veld­lega færa rök fyrir því að hug­ar­fars­breyt­ingin sé fyrsta skrefið í átt að stærri breyt­ingum og mik­il­vægi þess að umræð­unni sé gefið rými í sam­fé­lag­inu. Besta leiðin til að þroska hana hlýtur að vera að hleypa sem flestum ólíkum sjón­ar­miðum að borð­inu. Með­al­hófið er oft að finna mitt á milli hinna and­stæðu póla.

Hungur í heim­inum

Sam­kvæmt The United Nation Food and Agricultural Org­an­ization (FAO) eru um millj­arður fólks í heim­inum sem lifir við við­var­andi hung­ur, ef við bætum við þeim sem lifa við vannær­ingu hækkar talan enn og meira. Þessar tölur sýna okkur svart á hvítu hversu stórt og ærið verk­efni það er að fram­leiða mat­væli fyrir alla jarð­ar­búa. Það sem flækir þetta verk­efni enn og meira er mikil mis­skipt­ing jarð­ar­búa þegar kemur að aðgengi að rækt­ar­landi, vatni, áburði og öðru því sem til þarf við fram­leiðslu á mat­vælum (Christ­ian Smeds­haug, 2010). 

Þessar tölur eru slá­andi og eru svo stórar að óhjá­kvæmi­lega vex manni verk­efnið í aug­um. Það leiðir einnig hug­ann að því hvort að það sé jafn­vel frekja í okkur Vest­ur­landa­búum að vilja leggja áherslu á sjálf­bærni í fram­leiðslu á mat­vælum þegar svo stór hluti jarð­ar­búa vill ein­ungis sjá fjöl­skyldum sínum far­borða. Því fólki er senni­lega nokk sama um hvort að mat­vælin sem þeir koma höndum á séu fram­leidd með sjálf­bærni að mark­miði eða ekki. 

Hinir for­dæma­lausu kór­ónu­tímar

Kór­ónu­veiran hefur minnt okkur hressi­lega á hversu tengd við erum og hversu lít­ill heim­ur­inn er í raun. Hún minnir okkur líka á mik­il­vægi þess hvernig við með­höndlum mat­væli, hrein­leika þeirra og heil­næmi. Þegar kemur að veirunni erum við öll í sama báti og reynum í sam­ein­ingu og eftir bestu getu að ráða nið­ur­lögum henn­ar. En ekk­ert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þegar við neydd­umst til að ýta á off takk­ann kom ýmis­legt fal­legt í ljós.

Nátt­úran í kringum okkur fékk loks­ins tæki­færi til að fær­ast nær sinni upp­runa­legu mynd. Í miðju kór­ónu­fár­inu fengum við skyndi­lega tæki­færi til hugsa hlut­ina upp á nýtt. Tæki­færi til að draga and­ann djúpt, taka eitt skref aftur á bak og end­ur­meta stöð­una. Er ekki eitt og annað sem við getum gert öðru­vísi og meira í anda sjálf­bærrar þró­un­ar? Bæði þegar kemur að mat­væla­fram­leiðslu og öðrum grein­um? Þetta óvænta tæki­færi skyldum við ekki láta okkur úr greipum ganga. Það hefur því aldrei verið mik­il­væg­ara að þær þjóðir sem hafa til þess svig­rúm leggi sig fram við að leita leiða og stunda sjálf­bæra mat­væla­fram­leiðslu. Rétti tím­inn er einmitt núna.

Höf­undur er bóndi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar