Stór mál hjá skattrannsóknarstjóra setið föst síðan í maí og ekki færst til héraðssaksóknara

Lög sem lögðu niður embætti skattrannsóknarstjóra og gerðu það að deild innan Skattsins voru samþykkt í apríl og tóku gildi nokkrum dögum síðar. Setja þarf verklagsreglur svo hægt sé að færa rannsóknir til héraðssaksóknara. Þær hafa enn ekki verið settar.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram frumvarpið sem lagði niður embætti skattrannsóknarstjóra í þeirri mynd sem það var.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram frumvarpið sem lagði niður embætti skattrannsóknarstjóra í þeirri mynd sem það var.
Auglýsing

Í nóv­em­ber í fyrra var lagt fram frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um að leggja niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra sem sjálf­stæða stjórn­sýslu­ein­ingu og færa verk­efni þess ann­ars vegar til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara og hins vegar til Skatts­ins.

­Rann­sóknir á stærri skattsvika­málum áttu með þessu að fær­ast yfir til hér­aðs­sak­sókn­ara en það emb­ætti sak­sótti áður slík mál sem rann­sökuð voru innan skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Það sem eftir stóð af skatt­rann­sókn­ar­stjóra átti að verða ein­ing innan Skatts­ins. Sam­hliða átti að gera minni skatta­laga­brot refsi­laus og leysa þau með sekt­u­m. 

Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra gagn­rýndi frum­varpið í athuga­semd sem það skil­aði inn á meðan að það var til með­ferðar á Alþingi kom fram að það teldi frum­varpið ganga gegn til­gangi sín­um, sem var að koma í veg fyrir tvö­falda refs­ingu og tvö­falda máls­með­ferð í skatta­mál­u­m. 

Þá var bent á að hér­aðs­sak­sókn­ari hefði ekki aðgang að upp­lýs­inga­kerfum skatta­yf­ir­valda, sem væri ómissandi verk­færi við rann­sóknir á skatta­mál­um. Í umsögn­inni sagði: „Að­gangur að þessum kerfum er aðeins fyrir hendi hjá skatt­yf­ir­völd­um. Eigi frum­rann­sókn mála að fara ann­ars staðar en hjá skatt­yf­ir­völdum er óheftur aðgangur að þeim kerfum lyk­il­for­senda þess að slíkar rann­sóknir reyn­ist mögu­leg­ar.“

Aðgengi að þessum gagna­bönkum er bundið heim­ild í tekju­skattslög­um. Þeim þarf að breyta til að veita öðrum en Skatt­inum og skatt­rann­sókn­ar­stjóra aðgang. Í lög­unum sem lögðu niður skatt­rann­sókn­ar­stjóra er aðgengi hér­aðs­sak­sókn­ara að gagna­bönkum ekki tryggt.

Lögin tóku gildi nokkrum dögum eftir sam­þykkt

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar tók ekki til­lit til þess­ara athuga­semda og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sagði þær byggðar á mis­skiln­ingi. Þann 20. apríl síð­ast­lið­inn varð frum­varpið sam­þykkt. Lögin tóku svo nokkrum dögum síð­ar, eða 1. maí 2021. Því gafst ekki langur tími til að skipta þeim verk­efnum sem emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra var með á sinni könnu milli þeirra aðila sem áttu að taka við þeim. 

Auglýsing
Fyrir lá að stærri rann­sóknir sem voru í gangi ættu að flytj­ast yfir til hér­aðs­sak­sókn­ara. Til þess að það yrði hægt, án þess að rann­sókn­irnar yrðu fyrir skaða, þá þurfti að setja verk­lags­reglur um hvaða skil væru á milli emb­ætt­anna tveggja. Í ljósi þess að ell­efu dagar liðu frá því að lögin voru sam­þykkt og þangað til að þau tóku gildi blasti við að ekki var mik­ill tími til aðlög­un­ar. 

Rík­is­sak­sókn­ara var falið það verk­efni að setja verk­lags­regl­urn­ar. Þær reglur liggja enn ekki fyr­ir, rúmum fjórum mán­uðum eftir að lögin voru sam­þykkt. Því hafa, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, stærri rann­sóknir staðið fastar mán­uðum saman og hafa ekki flust yfir til emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara líkt og lögin gerðu ráð fyr­ir. 

Stærri mál sitja föst

Hjá emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara feng­ust þær upp­lýs­ingar að Sig­ríður Frið­jóns­dóttir rík­is­sak­sókn­ari hafi sent tölvu­póst til hlut­að­eig­andi með drögum að reglum fyrr í sum­ar, nánar til­tekið í jún­í­byrj­un. Sam­hliða hafi hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra verið gefin heim­ild til að hefja flutn­ing mála í sam­ræmi við drög­in. Hvor­ugt emb­ættið hefur hins vegar hætt á að gera það fyrr en verk­lags­regl­urnar liggja form­lega fyr­ir, svo að rann­sókn mála skemmist ekki á tækni­legum for­send­um. Því er til staðar mis­mun­andi skiln­ingur á því hvort óhætt sé að styðj­ast við drögin við til­færslu mála eða hvort að bíða þurfi eftir form­legum verk­lags­leg­um. Á meðan sitja stærri málin sem eru í rann­sókn föst, og kom­ast ekki yfir til hér­aðs­sak­sókn­ara.

Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að búið sé að funda um málið síð­ustu daga til að reyna að koma verk­lags­regl­unum form­lega á. Emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara hefur kallað eftir upp­lýs­ingum frá báðum aðilum um hvaða skatt­rann­sókn­ar­mál séu í píp­un­um, hvert eðli og umfang þeirra sé, hvaða upp­hæðir séu undir og svo fram­veg­is. Þær upp­lýs­ingar eru komnar frá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara en ekki skatt­rann­sókn­ar­stjóra. 

Kjarn­inn leit­aði eftir svörum um stöðu mála hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra en fékk svar frá sér­fræð­ingi á skrif­stofu rík­is­skatt­stjóra. Í því sagði að eðli máls­ins sam­kvæmt kalli sam­ein­ing stofn­ana á yfir­ferð og eftir atvikum breyt­ingar á verk­lagi og verk­ferlum sem geti tekið ein­hvern tíma. „Í því ljósi þykir ekki óeðli­legt að ein­hverjar tafir kunni að hafa verið á málum fyrst um sinn eftir sam­ein­ing­una en þó má segja að tafir hafi ekki verið meiri en búast mátti við. Miðað við aðstæður þykir því fram­vindan eðli­leg.“

Stærsta rann­sóknin snýr að Sam­herja

Það mál sem hefur verið fyr­ir­ferða­mest, og sýni­leg­ast í opin­berri umræðu, á meðal þeirra sem voru til rann­sóknar hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra er rann­sókn á meintum skatta­laga­brotum Sam­herja. Emb­ættið hefur verið að rann­saka hvort raun­veru­legt eign­ar­hald á allri Sam­herj­a­sam­stæð­unni sé hér­lendis og hvort að ákvörðun um að greiða skatta ann­ars staðar en hér sé þar með stór­felld skatta­snið­ganga. 

Í minn­is­blaði sem emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra sendi til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 18. nóv­em­ber 2019, sex dögum eftir að umfjöllun fjöl­miðla um starfs­hætti Sam­herja í Namibíu hóf­st, kom fram að í ljósi „mik­il­vægi máls­ins og umfangs þess“ teldi emb­ættið rétt að fara þess á leit við ráðu­neytið að emb­ætt­inu yrði „gert kleift að auka mann­afla emb­ætt­is­ins tíma­bundið til að geta sinnt þessu afmark­aða verk­efni á sem skjótastan og far­sælastan hátt.“ Í kjöl­farið var við­bót­ar­fjár­magni veitt til skatt­rann­sókn­ar­stjóra úr rík­is­sjóð­i. 

Auglýsing
Það sem emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra er meðal ann­ars að rann­saka er hvernig töku ákvarð­ana var háttað innan sam­stæðu Sam­herja. Upp­haf­s­punktur þeirrar rann­sóknar er skýrsla sem KPMG, þáver­andi end­ur­skoð­andi Sam­herja, vann um starf­semi Sam­herja á árunum 2013 og 2014.

Umrædd skýrsla KPMG fyrir Sam­herja, eða öllu heldur drög að henni, var meðal ann­ars til umfjöll­unar í bók­inni Ekk­ert að fela eftir Helga Selj­an, Aðal­stein Kjart­ans­son og Stefán A. Drengs­son sem kom út í nóv­em­ber 2019. Skýrslan er eins konar grein­ing á því hvernig skipu­lag Sam­herj­a­sam­stæð­unnar var á þessum tíma.

Sam­kvæmt mati sér­fræð­inga KPMG, sem byggði m.a. á við­tölum við starfs­fólk Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, var for­stjór­inn og stjórn­ar­for­mað­ur­inn Þor­steinn Már Bald­vins­son nær ein­ráður í fyr­ir­tæk­inu og með alla þræði í hendi sér. Engin form­leg fram­kvæmda­stjórn var sögð innan Sam­herja hf., sam­kvæmt þessum drögum sér­fræð­inga KPM­G. 

Athuga­semdir voru gerðar við ýmis­legt af því sem fram kom í mati KPMG af hálfu Sam­herja og í síð­ari drögum að skýrsl­unni var búið að draga úr umfjöllun um hlut­verk og áhrif stjórn­ar­for­manns­ins. Bæði emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur talið að vert sé skoða þessa skýrslu­gerð sér­stak­lega. 

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur tekið skýrslur af lyk­il­fólki innan Sam­herja við rann­sókn máls­ins, meðal ann­ars Þor­steini Má.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar