Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum

Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.

Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Auglýsing

Forseti Íslands má einungis sitja í tólf ár, tvö sex ára kjörtímabil, og sá sem ætlar að bjóða sig fram til forseta þarf að hafa til þess meðmæli frá 2,5 prósentum kjósenda, samkvæmt drögum að frumvarpi til stjórnarskrárbreytinga, sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í gær.

Ekkert hámark er í dag á þeim tíma sem forseti má sitja í embætti, kjörtímabil eru fjögur ár og þeir sem vilja verða forseti Íslands þurfa einungis að safna 1.500 undirskriftum frá kjósendum til að framboð þeirra sé gilt. 

Nokkur umræða fór fram í samfélaginu um síðastnefnda atriðið í aðdraganda forsetakosninganna um liðna helgi, enda hefur fjöldi meðmælenda staðið óbreyttur frá lýðveldisstofnun, en þá voru 1.500 kjósendur um 2 prósent þeirra sem voru á kjörskrá.

Auglýsing

Frumvarpsdrögin lúta að breytingum á þeim atriðum stjórnarskrárinnar sem varða embætti forseta, ríkisstjórninni og verkefnum framkvæmdavalds, ásamt öðru. Þau voru samin af Skúla Magnússyni héraðsdómara og dósent í samráði við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi.

Ekki verði fjallað um landsdóm í stjórnarskrá

Í drögunum er lagt til að ákvæði um landsdóm verði fellt úr stjórnarskrá og að þingið fái heimild til þess að fela embætti ríkissaksóknara að fara með ákæruvald vegna ætlaðra embættisbrota ráðherra. Sömuleiðis er lagt til að almenn lög kveði á um ráðherraábyrgð, en í samráðsgátt stjórnvalda er tekið fram nú sé unnið að endurskoðun laga um ráðherraábyrgð og laga um landsdóm. Reikna má með að frumvörp sem þau mál varða verði kynnt í samráðsgáttinni í haust.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að gert sé ráð fyrir því að Alþingi taki afstöðu til þess með lagasetningu hvort ástæða sé til að viðhalda landsdómi sem sérdómstóli um ráðherraábyrgð eða hvort málum um ráðherraábyrgð verði falinn 

Mælt sérstaklega fyrir um þingræði og það hvað þingið má gera ef forseti synjar lögum

Meginmarkmiðið með frumvarpsdrögunum er sagt vera að láta þennan kafla stjórnarskrárinnar endurspegla betur gildandi rétt. Í sumum tilfellum er einfaldlega um minniháttar orðalagsbreytingar að ræða, en í öðrum er stjórnarskráin sögð „þögul um mikilvægar gildandi efnisreglur“ og þá þarf að bæta við ákvæðum.

Eitt slíkt tilfelli varðar til dæmis þingræðisregluna, en lagt er til að hún verði bundin í stjórnarskrá og mælt sé fyrir um það að ríkisstjórn eða ráðherrar þurfi að segja af sér ef Alþingi lýsir yfir vantrausti á þá. Einnig er lagt til að að mælt verði fyrir um skyldu forseta Íslands til þess að leita eftir áliti forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en tekin verði ákvörðun um þingrof að tillögu forsætisráðherra.

Að auki er lagt til að mælt verði sérstaklega fyrir um að Alþingi hafi heimilt til þess að fella úr gildi lög sem forseti synjar staðfestingar með því að nýta sér 26. grein stjórnarskrárinnar og þá með þeim afleiðingum að þjóðaratkvæðagreiðsla um lögin fari ekki fram. Í greinargerð segir að deilt hafi verið um þetta frá því árið 2004, þegar Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti beitti ákvæðinu í fyrsta sinn og neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin svokölluðu.

Einnig er lagt til að mælt verði sérstaklega fyrir um embætti ríkissaksóknara í stjórnarskrá, til þess að tryggja embættinu sambærilegt sjálfstæði og vernd og dómsvaldinu í landinu.

Frestur til þess að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda rennur út 22. júlí.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent