Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum

Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.

Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Auglýsing

For­seti Íslands má ein­ungis sitja í tólf ár, tvö sex ára kjör­tíma­bil, og sá sem ætlar að bjóða sig fram til for­seta þarf að hafa til þess með­mæli frá 2,5 pró­sentum kjós­enda, sam­kvæmt drögum að frum­varpi til stjórn­ar­skrár­breyt­inga, sem lagt var fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í gær.

Ekk­ert hámark er í dag á þeim tíma sem for­seti má sitja í emb­ætti, kjör­tíma­bil eru fjögur ár og þeir sem vilja verða for­seti Íslands þurfa ein­ungis að safna 1.500 und­ir­skriftum frá kjós­endum til að fram­boð þeirra sé gilt. 

Nokkur umræða fór fram í sam­fé­lag­inu um síð­ast­nefnda atriðið í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna um liðna helgi, enda hefur fjöldi með­mæl­enda staðið óbreyttur frá lýð­veld­is­stofn­un, en þá voru 1.500 kjós­endur um 2 pró­sent þeirra sem voru á kjör­skrá.

Auglýsing

Frum­varps­drögin lúta að breyt­ingum á þeim atriðum stjórn­ar­skrár­innar sem varða emb­ætti for­seta, rík­is­stjórn­inni og verk­efnum fram­kvæmda­valds, ásamt öðru. Þau voru samin af Skúla Magn­ús­syni hér­aðs­dóm­ara og dós­ent í sam­ráði við for­menn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi.

Ekki verði fjallað um lands­dóm í stjórn­ar­skrá

Í drög­unum er lagt til að ákvæði um lands­dóm verði fellt úr stjórn­ar­skrá og að þingið fái heim­ild til þess að fela emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara að fara með ákæru­vald vegna ætl­aðra emb­ætt­is­brota ráð­herra. Sömu­leiðis er lagt til að almenn lög kveði á um ráð­herra­á­byrgð, en í sam­ráðs­gátt stjórn­valda er tekið fram nú sé unnið að end­ur­skoðun laga um ráð­herra­á­byrgð og laga um lands­dóm. Reikna má með að frum­vörp sem þau mál varða verði kynnt í sam­ráðs­gátt­inni í haust.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kemur fram að gert sé ráð fyrir því að Alþingi taki afstöðu til þess með laga­setn­ingu hvort ástæða sé til að við­halda lands­dómi sem sér­dóm­stóli um ráð­herra­á­byrgð eða hvort málum um ráð­herra­á­byrgð verði fal­inn 

Mælt sér­stak­lega fyrir um þing­ræði og það hvað þingið má gera ef for­seti synjar lögum

Meg­in­mark­miðið með frum­varps­drög­unum er sagt vera að láta þennan kafla stjórn­ar­skrár­innar end­ur­spegla betur gild­andi rétt. Í sumum til­fellum er ein­fald­lega um minni­háttar orða­lags­breyt­ingar að ræða, en í öðrum er stjórn­ar­skráin sögð „þögul um mik­il­vægar gild­andi efn­is­regl­ur“ og þá þarf að bæta við ákvæð­um.

Eitt slíkt til­felli varðar til dæmis þing­ræð­is­regl­una, en lagt er til að hún verði bundin í stjórn­ar­skrá og mælt sé fyrir um það að rík­is­stjórn eða ráð­herrar þurfi að segja af sér ef Alþingi lýsir yfir van­trausti á þá. Einnig er lagt til að að mælt verði fyrir um skyldu for­seta Íslands til þess að leita eftir áliti for­seta Alþingis og for­manna þing­flokka áður en tekin verði ákvörðun um þing­rof að til­lögu for­sæt­is­ráð­herra.

Að auki er lagt til að mælt verði sér­stak­lega fyrir um að Alþingi hafi heim­ilt til þess að fella úr gildi lög sem for­seti synjar stað­fest­ingar með því að nýta sér 26. grein stjórn­ar­skrár­innar og þá með þeim afleið­ingum að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um lögin fari ekki fram. Í grein­ar­gerð segir að deilt hafi verið um þetta frá því árið 2004, þegar Ólafur Ragnar Gríms­son fyrr­ver­andi for­seti beitti ákvæð­inu í fyrsta sinn og neit­aði að stað­festa fjöl­miðla­lögin svoköll­uðu.

Einnig er lagt til að mælt verði sér­stak­lega fyrir um emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara í stjórn­ar­skrá, til þess að tryggja emb­ætt­inu sam­bæri­legt sjálf­stæði og vernd og dóms­vald­inu í land­inu.

Frestur til þess að gera athuga­semdir við frum­varps­drögin í sam­ráðs­gátt stjórn­valda rennur út 22. júlí.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent