Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum

Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.

Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Auglýsing

For­seti Íslands má ein­ungis sitja í tólf ár, tvö sex ára kjör­tíma­bil, og sá sem ætlar að bjóða sig fram til for­seta þarf að hafa til þess með­mæli frá 2,5 pró­sentum kjós­enda, sam­kvæmt drögum að frum­varpi til stjórn­ar­skrár­breyt­inga, sem lagt var fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í gær.

Ekk­ert hámark er í dag á þeim tíma sem for­seti má sitja í emb­ætti, kjör­tíma­bil eru fjögur ár og þeir sem vilja verða for­seti Íslands þurfa ein­ungis að safna 1.500 und­ir­skriftum frá kjós­endum til að fram­boð þeirra sé gilt. 

Nokkur umræða fór fram í sam­fé­lag­inu um síð­ast­nefnda atriðið í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna um liðna helgi, enda hefur fjöldi með­mæl­enda staðið óbreyttur frá lýð­veld­is­stofn­un, en þá voru 1.500 kjós­endur um 2 pró­sent þeirra sem voru á kjör­skrá.

Auglýsing

Frum­varps­drögin lúta að breyt­ingum á þeim atriðum stjórn­ar­skrár­innar sem varða emb­ætti for­seta, rík­is­stjórn­inni og verk­efnum fram­kvæmda­valds, ásamt öðru. Þau voru samin af Skúla Magn­ús­syni hér­aðs­dóm­ara og dós­ent í sam­ráði við for­menn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi.

Ekki verði fjallað um lands­dóm í stjórn­ar­skrá

Í drög­unum er lagt til að ákvæði um lands­dóm verði fellt úr stjórn­ar­skrá og að þingið fái heim­ild til þess að fela emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara að fara með ákæru­vald vegna ætl­aðra emb­ætt­is­brota ráð­herra. Sömu­leiðis er lagt til að almenn lög kveði á um ráð­herra­á­byrgð, en í sam­ráðs­gátt stjórn­valda er tekið fram nú sé unnið að end­ur­skoðun laga um ráð­herra­á­byrgð og laga um lands­dóm. Reikna má með að frum­vörp sem þau mál varða verði kynnt í sam­ráðs­gátt­inni í haust.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kemur fram að gert sé ráð fyrir því að Alþingi taki afstöðu til þess með laga­setn­ingu hvort ástæða sé til að við­halda lands­dómi sem sér­dóm­stóli um ráð­herra­á­byrgð eða hvort málum um ráð­herra­á­byrgð verði fal­inn 

Mælt sér­stak­lega fyrir um þing­ræði og það hvað þingið má gera ef for­seti synjar lögum

Meg­in­mark­miðið með frum­varps­drög­unum er sagt vera að láta þennan kafla stjórn­ar­skrár­innar end­ur­spegla betur gild­andi rétt. Í sumum til­fellum er ein­fald­lega um minni­háttar orða­lags­breyt­ingar að ræða, en í öðrum er stjórn­ar­skráin sögð „þögul um mik­il­vægar gild­andi efn­is­regl­ur“ og þá þarf að bæta við ákvæð­um.

Eitt slíkt til­felli varðar til dæmis þing­ræð­is­regl­una, en lagt er til að hún verði bundin í stjórn­ar­skrá og mælt sé fyrir um það að rík­is­stjórn eða ráð­herrar þurfi að segja af sér ef Alþingi lýsir yfir van­trausti á þá. Einnig er lagt til að að mælt verði fyrir um skyldu for­seta Íslands til þess að leita eftir áliti for­seta Alþingis og for­manna þing­flokka áður en tekin verði ákvörðun um þing­rof að til­lögu for­sæt­is­ráð­herra.

Að auki er lagt til að mælt verði sér­stak­lega fyrir um að Alþingi hafi heim­ilt til þess að fella úr gildi lög sem for­seti synjar stað­fest­ingar með því að nýta sér 26. grein stjórn­ar­skrár­innar og þá með þeim afleið­ingum að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um lögin fari ekki fram. Í grein­ar­gerð segir að deilt hafi verið um þetta frá því árið 2004, þegar Ólafur Ragnar Gríms­son fyrr­ver­andi for­seti beitti ákvæð­inu í fyrsta sinn og neit­aði að stað­festa fjöl­miðla­lögin svoköll­uðu.

Einnig er lagt til að mælt verði sér­stak­lega fyrir um emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara í stjórn­ar­skrá, til þess að tryggja emb­ætt­inu sam­bæri­legt sjálf­stæði og vernd og dóms­vald­inu í land­inu.

Frestur til þess að gera athuga­semdir við frum­varps­drögin í sam­ráðs­gátt stjórn­valda rennur út 22. júlí.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent