Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið

Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.

Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Auglýsing

„Við erum búin að ná utan um þetta og koma að við teljum öllum í sótt­kví sem þurfa að fara í sótt­kví,“ segir Ævar Pálmi Pálma­son, yfir­maður smitrakn­ing­arteymis almanna­varna og aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn. Fimm smit af kór­ónu­veirunni hafa greinst inn­an­lands síð­ustu daga og eru þau öll talin tengj­ast konu sem kom með flugi frá Banda­ríkj­unum 17. júní. Núna eru 436 manns í sótt­kví og að sögn Ævars er það nær allt fólk sem teng­ist smit­unum fimm.Hóp­ur­inn þarf að vera í sótt­kví í tvær vikur frá þeim tíma sem það var útsett fyrir smiti. „Allur vafi er túlk­aður örygg­inu og þar með sótt­kvínni í hag,“ segir Ævar spurður hvort ein­hverjir muni kom­ast úr sótt­kví fyrr en aðr­ir.Í sótt­kví eru meðal ann­ars gestir í útskrift­ar­veislum sem fram fóru fyrir viku, nokkrir starfs­menn atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins og fjögur fót­boltalið.

Auglýsing


Ævar segir að þeir sem séu í sótt­kví verði að fylgja nákvæm­lega sömu reglum og giltu í vetur og nálg­ast má hér. Aðspurður segir hann að fólk geti vel farið í sum­ar­bú­stað­inn sinn í sótt­kvínni – að því gefnu að það fari að öllum sótt­varn­ar­regl­um. Þá ber fólki í sótt­kví að láta rakn­ing­arteymið eða sína heilsu­gæslu­stöð vita ef það ætlar að skipta um dval­ar­stað. „Það þarf að gera með þeirra eigið öryggi í huga svo að við­kom­andi heil­brigð­is­um­dæmi viti af þeim.“Á heild­ina litið segir Ævar smitrakn­ing­una í kringum hópsmitið hafa gengið vel. „Eðli­lega hafa komið upp nokkur mál sem hafa verið flókn­ari úrlausnar en önn­ur.“ Skýr­ingin felist meðal ann­ars í því að starfs­menn smitrakn­ing­arteym­is­ins sé orðið „vant og hokið af reynslu í smitrakn­ing­um, að ná til fólks og tala við það.“Hann minnir á að verk­efnið sé sam­vinnu­verk­efni margra, m.a. við þá sem hafa smit­ast og einnig þá sem þurfa að fara í sótt­kví. Þá segir hann mikið og gott sam­starf hafi verið við íþrótta­fé­lögin í þess­ari rakn­ingu enda kom smitið upp hjá leik­manni.Ef fólk sem er í sótt­kví fer að finna fyrir sjúk­dóms­ein­kennum á það að láta sína heilsu­gæslu­stöð vita um leið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent