Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar

Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.

Landspítalinn
Auglýsing

Ellefu virk smit af kórónuveirunni eru nú í landinu að því er fram kemur á vefnum Covid.is Þeim hefur því fækkað um eitt á milli daga. 2.038 sýni voru tekin í gær, langflest eða 1.310 við landamærin. Fjögur reyndust jákvæð; þrjú úr skimun við landamæri og eitt hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Síðustu daga hefur fjölgað mikið í sóttkví vegna fimm nýrra innanlandssmita. Þau eru rakin til konu sem kom frá Bandaríkjunum þann 17. júní. Hún fékk neikvæða niðurstöðu úr landamæraskimun en nokkrum dögum seinna fór hún aftur í sýnatöku og reyndist það próf jákvætt. 

Í gær voru því 434 komnir í sóttkví en þeir höfðu verið 415 daginn áður. Þetta eru þó mun lægri tölur en sáust í miðjum faraldri þegar nokkur þúsund manns voru í sóttkví á sama tíma. Þar sem um hópsmit er að ræða hefur rakningarteymið unnið hörðum höndum að  því að finna alla þá sem þessir sýktu einstaklingar áttu samneyti við. Það er stór hópur, m.a. gestir úr nokkrum útskriftarveislum. 

Auglýsing

Rakningarteymið hefur rakið uppruna 25 smita sem greinst hafa hér frá 15. Júní til útlanda. Sex smit eru flokkuð sem innanlandssmit að því er fram kemur á Covid.is.

Tuttugu manns sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun hafa fengið þá niðurstöðu úr mótefnamælingu að vera ekki smitandi. Fjórir hafa hins vegar reynst smitandi og beðið er niðurstöðu úr þremur mótefnamælingum.

Enginn liggur á sjúkrahúsi á Íslandi vegna COVID-19. Frá því faraldurinn hófst í byrjun febrúar hafa 1.887 tilfelli greinst.  


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent