Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar

Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.

Landspítalinn
Auglýsing

Ell­efu virk smit af kór­ónu­veirunni eru nú í land­inu að því er fram kemur á vefnum Covid.is Þeim hefur því fækkað um eitt á milli daga. 2.038 sýni voru tekin í gær, lang­flest eða 1.310 við landa­mær­in. Fjögur reynd­ust jákvæð; þrjú úr skimun við landa­mæri og eitt hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans.

Síð­ustu daga hefur fjölgað mikið í sótt­kví vegna fimm nýrra inn­an­lands­smita. Þau eru rakin til konu sem kom frá Banda­ríkj­unum þann 17. júní. Hún fékk nei­kvæða nið­ur­stöðu úr landamæra­skimun en nokkrum dögum seinna fór hún aftur í sýna­töku og reynd­ist það próf jákvætt. 

Í gær voru því 434 komnir í sótt­kví en þeir höfðu verið 415 dag­inn áður. Þetta eru þó mun lægri tölur en sáust í miðjum far­aldri þegar nokkur þús­und manns voru í sótt­kví á sama tíma. Þar sem um hópsmit er að ræða hefur rakn­ing­arteymið unnið hörðum höndum að  því að finna alla þá sem þessir sýktu ein­stak­lingar áttu sam­neyti við. Það er stór hóp­ur, m.a. gestir úr nokkrum útskrift­ar­veisl­u­m. 

Auglýsing

Rakn­ing­arteymið hefur rakið upp­runa 25 smita sem greinst hafa hér frá 15. Júní til útlanda. Sex smit eru flokkuð sem inn­an­lands­smit að því er fram kemur á Covid.­is.

Tutt­ugu manns sem greinst hafa með kór­ónu­veiruna við landamæra­skimun hafa fengið þá nið­ur­stöðu úr mótefna­mæl­ingu að vera ekki smit­andi. Fjórir hafa hins vegar reynst smit­andi og beðið er nið­ur­stöðu úr þremur mótefna­mæl­ing­um.

Eng­inn liggur á sjúkra­húsi á Íslandi vegna COVID-19. Frá því far­ald­ur­inn hófst í byrjun febr­úar hafa 1.887 til­felli greinst.  Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent