Var ekki heimilt að veita fé til einkaaðila vegna sumarúrræða fyrir námsmenn

Hluti fjárframlaga til háskóla vegna sumarúrræða stjórnvalda fyrir námsmenn fór í að niðurgreiða námskeið endurmenntunardeilda háskólanna. Félag atvinnurekenda hefur sent formlega kvörtun til ESA vegna þessa.

Sumarúrræði stjórnvalda fyrir námsmenn er liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga.
Sumarúrræði stjórnvalda fyrir námsmenn er liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga.
Auglýsing

Mennta­mála­ráðu­neytið er bundið af fjár­lögum um fjár­veit­ingar til fram­halds- og háskóla og því aðeins heim­ilt að veita því fjár­magni sem lagt var inn í sum­ar­úr­ræði stjórn­valda fyrir náms­menn til þeirra. 

Þetta kemur fram í svari frá ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, þar sem meðal ann­ars var spurt hvers vegna sum­ar­úr­ræði stjórn­valda ná ekki til einka­að­ila á fræðslu­mark­að­i. 

Í svar­inu seg­ir: „Í frum­varpi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til fjár­auka­laga 2020 II voru lagðar til breyt­ingar á 3. og 4. gr. fjár­laga 2020, um að hækka fjár­heim­ildir til fram­halds­skóla um 300 m.kr. og til háskóla­stigs um 500 m.kr., með það að mark­miði að setja upp sér­tæk námsúr­ræði sum­arið 2020. Ráðu­neytið er bundið af fjár­lögum um fjár­veit­ingar til fram­halds- og háskóla og aðeins er heim­ilt að veita fjár­magni til þeirra skv. hækkun á fjár­heim­ildum mál­efna­sviða 20 og 21 í fjár­lög­um. Því var sá mögu­leiki að láta fjár­magn ætlað fram­halds­skólum og háskólum renna til ann­arra fræðslu­að­ila ekki til stað­ar, enda er starf­semi þeirra fjár­mögnuð með öðrum hætti, t.d. í gegnum fræðslu­sjóð og 2 ma.kr. fjár­veit­ingu félags­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna vinnu­mark­aðsúr­ræða. Vinnu­mála­stofnun kemur að fram­kvæmd vinnu­mark­aðsúr­ræða og sér um fram­kvæmd þjón­ustu við atvinnu­leit­end­ur. Sú stofnun leitar eftir þörfum til ýmissa fræðslu­að­ila s.s. símennt­un­ar­mið­stöðva og einka­að­ila sem bjóða upp á náms- og ráð­gjafa­þjón­ust­u.“

Auglýsing


Líkt og fram kemur í svar­inu hækk­uðu fjár­fram­lög til háskóla­stigs um 500 millj­ónir króna vegna sum­ar­úr­ræða stjórn­valda fyrir náms­menn. Pen­ing­unum var ætlað að efla nám á sum­armiss­eri bæði fyrir þá sem nú þegar eru í námi og fyrir þá sem hyggja á háskóla­nám eða vilja efla færni sína. Þegar náms­fram­boðið var svo kynnt var ljóst að hluti af fjár­fram­lög­unum hefði verið veitt inn í end­ur­mennt­un­ar­deildir háskól­anna. Það hefur gert end­ur­mennt­un­ar­deild­unum kleift að bjóða upp á nám­skeið í sumar á nið­ur­greiddu verði. Nám­skeið sem áður kost­uðu tugi þús­unda kosta nú þrjú þús­und krón­ur.Nú hefur Félag atvinnu­rek­enda (FA) sent form­lega kvörtun til ESA, Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA, vegna nið­ur­greiðslu stjórn­valda á nám­skeiðum sem haldin eru í end­ur­menntund­ar­deild­un­um. Ástæðan er sú að end­ur­mennt­un­ar­deild­irnar eru í beinni sam­keppni við einka­rekin fræðslu­fyr­ir­tæki. End­ur­mennt­un­ar­deild­irnar hafa til þessa ekki notið opin­berra fjár­fram­laga og tekjur þeirra eru fyrst og fremst í formi nám­skeiðs­gjalda.

„FA færir að því rök í kvörtun­inni til ESA að útfærsla nið­ur­greiðsl­unnar brjóti gegn 61. grein samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið, en hún leggur bann við sam­keppn­is­hamlandi rík­is­styrkj­um, sem hafa áhrif á við­skipti milli aðild­ar­ríkj­anna. Áður­nefnd nám­skeið opin­berra og/eða rík­is­styrktra háskóla eru meðal ann­ars í beinni sam­keppni við nám­skeið fyr­ir­tækja í öðrum EES-­ríkj­um, sem haldin eru á net­inu fyrir íslenska við­skipta­vini eða í sam­starfi við íslensk fræðslu­fyr­ir­tæki,“ segir í til­kynn­ingu á vef FA. Þá segir einnig í til­kynn­ingu að styrkirnir hafi ekki verið bornir undir ESA af hálfu stjórn­valda líkt og til dæmis ferða­gjöf­in.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent