Var ekki heimilt að veita fé til einkaaðila vegna sumarúrræða fyrir námsmenn

Hluti fjárframlaga til háskóla vegna sumarúrræða stjórnvalda fyrir námsmenn fór í að niðurgreiða námskeið endurmenntunardeilda háskólanna. Félag atvinnurekenda hefur sent formlega kvörtun til ESA vegna þessa.

Sumarúrræði stjórnvalda fyrir námsmenn er liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga.
Sumarúrræði stjórnvalda fyrir námsmenn er liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga.
Auglýsing

Menntamálaráðuneytið er bundið af fjárlögum um fjárveitingar til framhalds- og háskóla og því aðeins heimilt að veita því fjármagni sem lagt var inn í sumarúrræði stjórnvalda fyrir námsmenn til þeirra. 

Þetta kemur fram í svari frá ráðuneytinu við fyrirspurn Kjarnans, þar sem meðal annars var spurt hvers vegna sumarúrræði stjórnvalda ná ekki til einkaaðila á fræðslumarkaði. 

Í svarinu segir: „Í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga 2020 II voru lagðar til breytingar á 3. og 4. gr. fjárlaga 2020, um að hækka fjárheimildir til framhaldsskóla um 300 m.kr. og til háskólastigs um 500 m.kr., með það að markmiði að setja upp sértæk námsúrræði sumarið 2020. Ráðuneytið er bundið af fjárlögum um fjárveitingar til framhalds- og háskóla og aðeins er heimilt að veita fjármagni til þeirra skv. hækkun á fjárheimildum málefnasviða 20 og 21 í fjárlögum. Því var sá möguleiki að láta fjármagn ætlað framhaldsskólum og háskólum renna til annarra fræðsluaðila ekki til staðar, enda er starfsemi þeirra fjármögnuð með öðrum hætti, t.d. í gegnum fræðslusjóð og 2 ma.kr. fjárveitingu félagsmálaráðuneytisins vegna vinnumarkaðsúrræða. Vinnumálastofnun kemur að framkvæmd vinnumarkaðsúrræða og sér um framkvæmd þjónustu við atvinnuleitendur. Sú stofnun leitar eftir þörfum til ýmissa fræðsluaðila s.s. símenntunarmiðstöðva og einkaaðila sem bjóða upp á náms- og ráðgjafaþjónustu.“

Auglýsing

Líkt og fram kemur í svarinu hækkuðu fjárframlög til háskólastigs um 500 milljónir króna vegna sumarúrræða stjórnvalda fyrir námsmenn. Peningunum var ætlað að efla nám á sumarmisseri bæði fyrir þá sem nú þegar eru í námi og fyrir þá sem hyggja á háskólanám eða vilja efla færni sína. Þegar námsframboðið var svo kynnt var ljóst að hluti af fjárframlögunum hefði verið veitt inn í endurmenntunardeildir háskólanna. Það hefur gert endurmenntunardeildunum kleift að bjóða upp á námskeið í sumar á niðurgreiddu verði. Námskeið sem áður kostuðu tugi þúsunda kosta nú þrjú þúsund krónur.


Nú hefur Félag atvinnurekenda (FA) sent formlega kvörtun til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna niðurgreiðslu stjórnvalda á námskeiðum sem haldin eru í endurmenntundardeildunum. Ástæðan er sú að endurmenntunardeildirnar eru í beinni samkeppni við einkarekin fræðslufyrirtæki. Endurmenntunardeildirnar hafa til þessa ekki notið opinberra fjárframlaga og tekjur þeirra eru fyrst og fremst í formi námskeiðsgjalda.„FA færir að því rök í kvörtuninni til ESA að útfærsla niðurgreiðslunnar brjóti gegn 61. grein samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, en hún leggur bann við samkeppnishamlandi ríkisstyrkjum, sem hafa áhrif á viðskipti milli aðildarríkjanna. Áðurnefnd námskeið opinberra og/eða ríkisstyrktra háskóla eru meðal annars í beinni samkeppni við námskeið fyrirtækja í öðrum EES-ríkjum, sem haldin eru á netinu fyrir íslenska viðskiptavini eða í samstarfi við íslensk fræðslufyrirtæki,“ segir í tilkynningu á vef FA. Þá segir einnig í tilkynningu að styrkirnir hafi ekki verið bornir undir ESA af hálfu stjórnvalda líkt og til dæmis ferðagjöfin.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent