Einkafyrirtæki á fræðslumarkaði vilja aðild að sumarúrræðum stjórnvalda fyrir námsmenn

Námskeið á vegum endurmenntunardeilda háskólanna eru endurgreidd í sumar vegna sumarúrræða stjórnvalda. Forsvarsmenn tveggja einkafyrirtækja sem starfa í sama geira segjast ekki hafa tök á að keppa við verðin sem háskólarnir geta nú boðið upp á.

Fjölbreytt námskeið standa fólki til boða í sumar og haust í endurmenntunardeildum háskólanna.
Fjölbreytt námskeið standa fólki til boða í sumar og haust í endurmenntunardeildum háskólanna.
Auglýsing

Algjör­lega er horft fram hjá einka­fyr­ir­tækjum sem sér­hæfa sig í nám­skeiða­haldi og fræðslu­miðlun í sum­ar­úr­ræðum stjórn­valda er lúta að námi. Þetta er mat tveggja fram­kvæmda­stjóra slíkra fyr­ir­tækja. Háskól­arnir fá um 500 millj­ónir króna vegna sér­stakra sum­ar­úr­ræða fyrir náms­menn. Hluti þess fjár­magns fer svo til end­ur­mennt­un­ar­deilda háskól­anna.. Vegna þessa geta skól­arnir boðið upp á nám­skeið fyrir þrjú þús­und krón­ur, nám­skeið sem áður gátu kostað tugi þús­unda. Nám­skeiðin eru sér­stak­lega ætluð ungum náms­mönnum sem og þeim sem hafa misst atvinnu sína í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum en í raun og veru getur hver sem er sótt nám­skeið­in. Meðal skól­anna sem bjóða upp á nám­skeiðin eru Háskóli Íslands, Háskól­inn í Reykja­vík, Háskól­inn á Akur­eyri, Land­bún­að­ar­há­skóli Íslands og Lista­há­skóli Íslands.

End­ur­mennt­un­ar­deildir í sam­keppni við einka­mark­að­inn

„Okkur finnst þetta dálítið sér­stakt, að það sé í raun og veru verið að halda þessu innan rík­is­ins. Eins og við horfum á þetta þá er auð­vitað nógu erfitt að reka einka­fyr­ir­tæki með öllum þeim áföllum sem hafa dunið yfir síð­ustu mán­uði. Okkar rekstur hér í mars og apr­íl, við stöðv­uðum hann út af til­mælum stjórn­valda,“ segir Jón Jósa­fat Björns­son fram­kvæmda­stjóri Dale Carnegie á Íslandi.

Auglýsing


Hann seg­ist vera orð­inn dálítið óþreyju­fullur í bið sinni eftir aðgerðum stjórn­valda sem gætu nýst í rekstr­in­um, brú­ar­lán eða lok­un­ar­styrki. „Svo kemur að því að mennta ungt fólk og aðra yfir sum­arið og þá ger­ast hlut­irnir mjög hratt. Menn færa fé inn í ráðu­neytið og snúa sér ein­göngu að háskól­anum sem aftur lætur fjár­magnið flæða inn í end­ur­mennt­un­ar­deildir sínar til að keppa beint við einka­mark­að­inn, það er auð­vitað sér­stök staða.“Hann segir að stuðn­ingur við menntun sé af hinu góða en að sam­ráð við þá sem þekkja til í geir­anum hafi vant­að: „Það sem er klár­lega grát­legt í þessu fyrst að menn fóru af stað í þetta sem er auð­vitað frá­bært, hvers vegna var ekki sest niður með öllum aðil­um? Hvers vegna treysta menn ekki öðrum til að koma fram með fram­boð sem vant­ar?“

Getur ekki keppt við verð end­ur­mennt­unar

Ingrid Kuhlman fram­kvæmda­stjóri hjá Þekk­ing­ar­miðlun tekur í sama streng. „Auð­vitað styð ég það að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að styrkja atvinnu­leit­endur og fólk sem vill bæta við sig þekk­ingu. Vanda­málin við þessi úrræði er að þau standa bara háskól­unum til boða,“ segir Ingrid. 

End­ur­mennt­un­ar­deild­irnar bjóða upp á fjöl­breytt nám­skeið og fram­boð þeirra skar­ast að ein­hverju leyti við fram­boð einka­fyr­ir­tækj­anna, líkt og Ingrid bendir á: „Þetta eru meðal ann­ars nám­skeið um jákvæða sál­fræði, um breyt­inga­stjórnun og um árang­urs­ríka fram­komu. Þetta eru allt nám­skeið sem einka­að­ilar bjóða líka upp á. Nú er ég með fram­kom­unám­skeið og um teym­is­vinnu. Það er alveg ljóst að við sem einka­að­ilar á fræðslu­mark­aði getum ekki keppt við þessi verð. Það er alveg ljóst að ég mun ekki bjóða upp á nein nám­skeið í jákvæðri sál­fræði í bil­i.“„Okkur finnst þetta ekki sann­gjarnt og þetta skekkir sam­keppn­ina,“ segir Ingrid sem vonar að  hugs­un­ar­leysi hjá stjórn­völdum hafi ráðið því að einka­fyr­ir­tæki hafi ekki fengið að vera með í ráð­um.

Hugsað fyrir þá sem lenda í atvinnu­vand­ræðum

Kristín Jóns­dóttir Njarð­vík, end­ur­mennt­un­ar­stjóri hjá End­ur­menntun Háskóla Íslands, hefur þetta að segja um fram­boð nám­skeiða hjá End­ur­menntun HÍ: „Þetta eru úrræði stjórn­valda og þau setja 500 millj­ónir í háskóla­stigið eins og komið hefur fram. Þeir setja 500 millj­ónir í háskól­ana til þess að koma með úrræði fyrir háskóla­nema, bæði þá sem eru í háskól­an­um, þá sem hyggj­ast fara í háskóla­nám og þá líka fyrir fólk sem er á kross­götum atvinnu­lega séð og myndi vilja breyta að ein­hverju leyti um starfs­vett­vang.“Spurð að því hvort þetta sé ekki und­ar­legt í sam­keppn­is­legu til­liti svarar Krist­ín: „Þetta er ákvörðun stjórn­valda, það er ekki mitt að hafa skoðun á því, við tökum bara þátt í þessu með Háskóla Íslands. Í sjálfu sér finnst mér þetta gott fram­tak hjá stjórn­völdum til að koma til móts við þennan hóp.“Aðspurð um það hvort að nám­skeiðin geti einnig hentað þeim sem eru í hluta­starfi segir Krist­ín: „Þetta er hugsað svona fyrir þá sem eru að lenda í vand­ræðum í vinnu, geta verið í hluta­starfi eða verið búin að missa vinn­una eða sjá fram á að missa hana.“

Nám­skeiðin standa öllum til boða

Þrátt fyrir að nám­skeiðin sem falla undir sum­ar­úr­ræði stjórn­valda séu sér­stak­lega ætluð „ungum námsönnum og þeim sem misstu atvinnu sína í Covid-19 far­aldr­in­um,“ þá standa þau hverjum sem er til boða. Til dæmis stendur í nám­skeiðs­lýs­ingu fyrir nám­skeiðið Gagna­söfn og SQL hjá End­ur­menntun Háskóla Íslands­ að það sé „Til­valið fyrir starfs­menn hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækja eða –deilda sem ekki eru tölv­un­ar­fræð­ing­ar. Hentar t.d. einnig við­skipta­fræð­ingum sem vinna með mikið gagna­magn og vilja kanna kosti þess að færa gögnin og vinnslu þeirra yfir í „al­vöru“ ­gagna­safns­kerf­i.“Hinir skól­arnir bjóða líka upp á nám­skeið sem höfðað gætu sér­stak­lega til fag­fólks. Hjá Opna háskól­anum sem er end­ur­mennt­un­ar­deild Háskól­ans í Reykja­vík er boðið upp á nám­skeið­ið Að leiða mark­aðs­starf í gegnum krefj­andi tíma­bil. Í nám­skeiðs­lýs­ingu segir um nám­skeið­ið: „­Nám­skeiðið hentar ein­stak­lingum sem vilja styrkja stöðu sína. Einnig þeim stjórn­endum sem þurfa að takast á við áskor­anir á eft­ir­spurna­hlið fyr­ir­tækja. Fyrir sér­fræð­inga í mark­aðs­málum og/eða stjórn­endur og starfs­menn fyr­ir­tækja sem eru undir áhrifum Covid-krís­unn­ar.“ 

Þessi nám­skeið eru ein­ingis hluti þeirra nám­skeiða sem í boði eru hjá end­ur­mennt­un­ar­deildum háskól­anna. Einnig eru í boði nám­skeið sem sér­stak­lega munu nýt­ast náms­fólki í und­ir­bún­ingi fyrir háskóla­nám svo dæmi séu tek­in. Öll nám­skeið sem eru hluti af fram­boði end­ur­mennt­un­ar­deilda vegna sum­ar­úr­ræða stjórn­valda kosta, líkt og áður seg­ir, þrjú þús­und krón­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent