„Skaðleg undirverðlagning“ á enska boltanum, segir forstjóri Símans

Forstjóri Símans segir að ef endursöluaðilar enska boltans vilji selja vöruna með tapi sé það þeirra mál, eins langt og það nær. Hins vegar sé um „skaðlega undirverðlagningu“ að ræða af hálfu Vodafone. Nova ætlar líka að bjóða boltann á 1.000 krónur.

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Auglýsing

Síminn ákveður ekki á hvaða verði endursöluaðilar á markaði selja vörur fyrirtækisins í smásölu, segir Orri Hauksson forstjóri Símans, í svari við fyrirspurn Kjarnans. Hann segir þó að ný markaðsherferð Vodafone, um að hægt sé að kaupa enska boltann á 1.000 krónur út tímabilið sé „skaðleg undirverðlagning“ af hálfu aðila sem hafi verið útnefndur markaðsráðandi í áskriftarsjónvarpi og sjónvarpsdreifingu.

Kjarninn innti Símann um viðbrögð við þeim tíðindum morgunsins að Vodafone, sem er hluti Sýnar-samstæðunnar, ætlaði að byrja að bjóða enska boltann til sölu í gegnum sitt sjónvarpsdreifikerfi á 1.000 krónur út tímabilið, sem lýkur í sumar eftir hlé vegna heimsfaraldursins.

Nova sendi síðan út fréttatilkynningu um hádegisbil þar sem fram kemur að fyrirtækið ætli einnig að bjóða upp á enska boltann á 1.000 krónur í gegnum sína sjónvarpsþjónustu.

„Dómarinn hefur flautað, sem er mikilvægt svo samkeppni þrífist á markaðnum. Aðalatriðið er að allir neytendur sitji við sama borð og það er jákvætt að Samkeppniseftirlitið sé vakandi fyrir því,“ er haft eftir Margréti Tryggvadóttur, forstjóra Nova, í fréttatilkynningu.

Þeirra mál að selja vöruna með tapi, eins langt og það nær

„Við seljum þessa tilteknu vöru, Símann Sport, í heildsölu á mun hærra verði en 1.000 kr. Ef aðilar vilja selja vöruna með tapi er það þeirra mál, eins langt og það nær,“ segir Orri í svari sínu, og heldur áfram:

„Það sem vekur hins vegar athygli hér er að það er aðili sem hefur verið útnefndur markaðsráðandi í áskriftarsjónvarpi annars vegar og sjónvarpsdreifingu hins vegar sem kýs að beita undirverðlagningu. Í slíkum tilfellum heitir það skaðleg undirverðlagning,“ segir Orri, sem síðan skýrir út að Síminn selji engum Símann Sport á 1.000 krónur í smásölu.

Auglýsing

„Sjónvarpsþjónustan Premium, sem inniheldur m.a. Símann Sport auk urmuls annars efnis sem kemur inn og út, kostar 6.000 kr. og er seld 12 mánuði ársins. Síminn Sport er seldur stakur á 4.500 í smásölu af okkar hálfu og er innheimt fyrir vöruna 9-10 mánuði á ári, eftir því hvenær verið er að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Orri, en Síminn fékk nýlega 500 milljóna króna sekt frá Samkeppniseftirlitinu fyrir einmitt það að láta Símann Sport fylgja með í Premium-pakkanum. Síminn hefur áfrýjað sektarákvörðuninni.

Orri segir aðalatriðið nú vera að „ekki sé verið að gefa neytendum falskar tímabundnar væntingar og leika lagalega eða markaðslega samkvæmisleiki“ sem rugli alla í ríminu.

„Hitt má líka hafa í huga að eftir að Síminn keypti sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni og hóf sýningar snarlækkaði verðið frá því að Sýn og forverar voru með þennan rétt áratugum saman. Það er mun meiri dreifing á þessu efni núna en fyrr og aðgengi yfir öll kerfi alls staðar á landinu. Við vildum frekar selja vöruna ódýrt og koma til sem flestra, m.a. til að geta höfðað til auglýsenda, frekar en hafa hana áfram dýra fyrir fáa. Það tókst og af því erum við stolt,“ segir Orri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent