„Skaðleg undirverðlagning“ á enska boltanum, segir forstjóri Símans

Forstjóri Símans segir að ef endursöluaðilar enska boltans vilji selja vöruna með tapi sé það þeirra mál, eins langt og það nær. Hins vegar sé um „skaðlega undirverðlagningu“ að ræða af hálfu Vodafone. Nova ætlar líka að bjóða boltann á 1.000 krónur.

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Auglýsing

Sím­inn ákveður ekki á hvaða verði end­ur­sölu­að­ilar á mark­aði selja vörur fyr­ir­tæk­is­ins í smá­sölu, segir Orri Hauks­son for­stjóri Sím­ans, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Hann segir þó að ný mark­aðs­her­ferð Voda­fo­ne, um að hægt sé að kaupa enska bolt­ann á 1.000 krónur út tíma­bilið sé „skað­leg und­ir­verð­lagn­ing“ af hálfu aðila sem hafi verið útnefndur mark­aðs­ráð­andi í áskrift­ar­sjón­varpi og sjón­varps­dreif­ingu.

Kjarn­inn innti Sím­ann um við­brögð við þeim tíð­indum morg­uns­ins að Voda­fo­ne, sem er hluti Sýn­ar-­sam­stæð­unn­ar, ætl­aði að byrja að bjóða enska bolt­ann til sölu í gegnum sitt sjón­varps­dreifi­kerfi á 1.000 krónur út tíma­bil­ið, sem lýkur í sumar eftir hlé vegna heims­far­ald­urs­ins.

Nova sendi síðan út frétta­til­kynn­ingu um hádeg­is­bil þar sem fram kemur að fyr­ir­tækið ætli einnig að bjóða upp á enska bolt­ann á 1.000 krónur í gegnum sína sjón­varps­þjón­ustu.

„Dóm­ar­inn hefur flaut­að, ­sem er mik­il­vægt svo sam­keppni þrí­fist á mark­aðn­um. Aðal­at­riðið er að allir neyt­endur sitji við sama borð og það er jákvætt að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sé vak­andi fyrir því,“ er haft eftir Mar­gréti Tryggva­dótt­ur, for­stjóra Nova, í frétta­til­kynn­ingu.

Þeirra mál að selja vör­una með tapi, eins langt og það nær

„Við seljum þessa til­teknu vöru, Sím­ann Sport, í heild­sölu á mun hærra verði en 1.000 kr. Ef aðilar vilja selja vör­una með tapi er það þeirra mál, eins langt og það nær,“ segir Orri í svari sínu, og heldur áfram:

„Það sem vekur hins vegar athygli hér er að það er aðili sem hefur verið útnefndur mark­aðs­ráð­andi í áskrift­ar­sjón­varpi ann­ars vegar og sjón­varps­dreif­ingu hins vegar sem kýs að beita und­ir­verð­lagn­ingu. Í slíkum til­fellum heitir það skað­leg und­ir­verð­lagn­ing,“ segir Orri, sem síðan skýrir út að Sím­inn selji engum Sím­ann Sport á 1.000 krónur í smásölu.

Auglýsing

„Sjón­varps­þjón­ustan Prem­i­um, sem inni­heldur m.a. Sím­ann Sport auk urmuls ann­ars efnis sem kemur inn og út, kostar 6.000 kr. og er seld 12 mán­uði árs­ins. Sím­inn Sport er seldur stakur á 4.500 í smá­sölu af okkar hálfu og er inn­heimt fyrir vör­una 9-10 mán­uði á ári, eftir því hvenær verið er að spila í ensku úrvals­deild­inn­i,“ segir Orri, en Sím­inn fékk nýlega 500 millj­óna króna sekt frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu fyrir einmitt það að láta Sím­ann Sport fylgja með í Prem­i­um-­pakk­an­um. Sím­inn hefur áfrýjað sekt­ar­á­kvörð­un­inni.

Orri segir aðal­at­riðið nú vera að „ekki sé verið að gefa neyt­endum falskar tíma­bundnar vænt­ingar og leika laga­lega eða mark­aðs­lega sam­kvæm­is­leiki“ sem rugli alla í rím­inu.

„Hitt má líka hafa í huga að eftir að Sím­inn keypti sýn­ing­ar­rétt­inn að ensku úrvals­deild­inni og hóf sýn­ingar snar­lækk­aði verðið frá því að Sýn og for­verar voru með þennan rétt ára­tugum sam­an. Það er mun meiri dreif­ing á þessu efni núna en fyrr og aðgengi yfir öll kerfi alls staðar á land­inu. Við vildum frekar selja vör­una ódýrt og koma til sem flestra, m.a. til að geta höfðað til aug­lýsenda, frekar en hafa hana áfram dýra fyrir fáa. Það tókst og af því erum við stolt,“ segir Orri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent