Vodafone selur enska boltann á þúsund krónur á mánuði

Fjarskiptafyrirtækið Vodafone selur nú eina verðmætustu vöru helsta samkeppnisaðila síns, Símans, á eitt þúsund krónur á mánuði. Þetta telur fyrirtækið sig geta gert eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í síðasta mánuði um brot Símans.

Nú geta áhugamenn um enska boltann keypt aðgang að honum á eitt þúsund krónur.
Nú geta áhugamenn um enska boltann keypt aðgang að honum á eitt þúsund krónur.
Auglýsing

Voda­fo­ne, sem til­heyrir Sýn-­sam­stæð­unni, aug­lýsir í dag í helstu prent­miðlum lands­ins að fyr­ir­tækið bjóði nú aðgang að Sím­anum Sport, sem á rétt­inn af sýn­ingu á enska bolt­an­um, á eitt þús­und krónur út þetta keppn­is­tíma­bili. Auk þess von­ast Voda­fone til að geta selt þessa vöru sam­keppn­is­að­ila síns á sama verði á næsta keppn­is­tíma­bili.

For­saga máls­ins er sú að í lok síð­asta mán­aðar greindi Sam­keppn­is­eft­ir­litið frá því að Sím­inn hefði brotið gegn skil­yrðum í sáttum sem fyr­ir­tækið hefur á und­an­­förnum árum gert við ­eft­ir­lit­i. 

Í ákvörð­un­inni kom fram að mik­ill verð­munur og ólík við­­skipta­­kjör við sölu á Enska bolt­­anum á Sím­­anum Sport, eftir því hvort hann er boð­inn innan Heim­il­i­s­­pakka Sím­ans, þar sem hann var felldur inn sam­hliða eitt þús­und króna hækkun á verði pakk­ans (alls sex þús­und krón­ur), eða einn og sér í stakri áskrift, þar sem hann kostar 4.500 krón­ur, hafi brotið gegn þeim skil­yrðum sem hvíla á fyr­ir­tæk­inu. Taldi Sam­keppn­is­eft­ir­litið að brotin séu alvar­­leg og sektaði Sím­ann vegna þessa um 500 millj­­ónir króna. Sím­inn hefur ákveðið að áfrýja ákvörð­un­inn­i. 

Ákvörðun Voda­fone um að bjóða þessa verð­mætu vöru sam­keppn­is­að­ila síns á eitt þús­und krónur á mán­uði kemur í kjöl­far ákvörð­unar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um brot Sím­ans. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir að verð Sím­ans á þjón­ust­unni sem hluti af eigin vöru­fram­boði sé mun lægra en núgild­andi heild­sölu­verð til Voda­fo­ne. „Hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þetta leggi stein í götu keppi­nauta Sím­ans. Af þeim sökum hefur Voda­fone óskað eftir því að Sím­inn breyti heild­sölu­verð­lagn­ingu sinni þannig að unnt verði að bjóða neyt­endum Enska bolt­ann á kr. 1000 á mán­uði einnig á næsta keppn­is­tíma­bili án þess að umtals­vert tap hljót­ist af.“

Auglýsing
Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Voda­fo­ne, segir það vera frá­bærar fréttir að geta boðið neyt­endum lægra verð í kjöl­far ákvörð­unar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. „Er það von okkar að þessi verð­lækkun verði var­an­leg og að neyt­endur geti nálg­ast vör­una á þessu verði óháð því hvaða fjar­skipta­fé­lag þeir eiga við­skipti við.“ 

Enski bolt­inn fer aftur af stað innan skamms eftir að hafa legið í dvala frá því snemma í mars vegna COVID-19. Sím­inn ákvað að fella niður áskrift­ar­gjöld þeirra sem keyptu Sím­ann Sport beint á meðan að sú staða var uppi en verð á Heim­il­i­s­pakk­an­um, sem var hækkað úr fimm þús­und krónum í sex þús­und krónur á mán­uði í fyrra þegar áskrift af Sím­anum Sport var felld inn í hann, breytt­ist ekki. Lang­flestir áskrif­endur að Sím­anum Sport eru með áskrift í gegnum Heim­il­i­s­pakk­ann.

Eitt fyr­ir­tæki eykur tekjur hratt, hitt upp­­lifir mik­inn sam­­drátt

Hörð bar­átta hefur átt sér stað á sjón­­varps­­mark­aði milli þeirra fjar­­skipta­­fyr­ir­tækja sem keppa á honum á und­an­­förnum árum. Sím­inn hefur bætt veru­­lega í þá þjón­­ustu sem hann selur undir hatti Sjón­­varpi Sím­ans og Sýn keypti í lok árs 2017 fjölda fjöl­miðla, meðan ann­­ars Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgj­una, FM957 og Xið 977 fyrir tæp­­lega átta millj­­arða króna. 

Hjá Sím­­anum voru rekstr­­ar­­tekjur af sjón­­varps­­þjón­­ustu drif­­kraft­­ur­inn í auknum tekjum fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra, eða 75 pró­­sent þeirra. Alls juk­ust tekj­­urnar af sjón­­varps­­þjón­ust­unni um 818 millj­­ónir króna á einu ári. Þar skiptir meðal ann­­ars miklu að Sím­inn náði til sín sýn­ing­­ar­rétt­inum að enska bolt­­anum af Sýn, sem á Voda­fo­ne.

Á sama tíma hefur fjöl­miðla­­rekstur Sýnar gengið verr.  Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins vegna hans dróg­ust saman um 446 millj­­ónir króna á árinu 2019 og í upp­­hafi yfir­­stand­andi árs færði Sýn niður við­­skipta­vild sem skap­að­ist við kaup á fjöl­mið­l­unum um 2,5 millj­­arða króna. 

Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020 hélt Sím­inn áfram að hagn­­ast á sjón­­varps­­þjón­ustu, en tekjur hans á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins vegna hennar voru 1.583 millj­­ónir króna og 252 millj­­ónum króna meira en á sama tíma­bili í fyrra. Alls er um að ræða tekju­aukn­ingu um 18,9 pró­­sent. 

Á sama árs­fjórð­ungi dróg­ust tekjur Sýnar vegna fjöl­miðla­­rekst­­urs saman um 229 millj­­ónir króna, eða ell­efu pró­­sent, og voru 1.943 millj­­ónir króna. 

Auglýsing
Á örskömmum tíma hefur staðan í fjöl­miðla­­sam­keppni þess­­ara tveggja íslensku fjar­­skipt­­ar­isa gjör­breyst. Á þriðja árs­fjórð­ungi 2018 voru tekjur Sýnar vegna fjöl­miðla 76 pró­­­sent hærri en tekjur Sím­ans vegna þeirrar tekju­­­stoð­­­ar. Á fyrstu þremur mán­uðum yfir­­stand­andi árs voru þær 23 pró­­sent hærri.  

Við­­skipta­vinum í „Heim­il­i­s­­pakka“ fjölg­aði um 4.250

Áskrift­­ar­­sala að Sím­­anum Sport, sem sýnir leiki úr ensku úrvals­­deild­inni, hófst í fyrra­sum­­­ar. Stök áskrift var seld á 4.500 krón­ur en á sama tíma var hins vegar greint frá því að allir áskrif­endur að Sjón­­­varpi Sím­ans Prem­i­um, sem voru þá þegar 35 til 40 þús­und, myndu fá aðgang að enska bolt­an­­­um. Um leið var mán­að­­­ar­verðið fyrir þá þjón­­­ustu hækkað úr fimm þús­und krónum í sex þús­und krón­­­ur. Á árs­grund­velli þýðir það að tekjur Sím­ans vegna þeirra breyt­inga juk­ust um 420 til 480 millj­­ónir króna áður en að búið var að selja eina ein­­ustu áskrift.

Í ljósi þess að nær ómög­u­­legt er að vera með Sjón­­varp Sím­ans án þess að kaupa inter­­net­­þjón­­ustu að Sím­­anum þá er stærsti við­­skipta­vina­hópur fyr­ir­tæk­is­ins með svo­­kall­aðan „Heim­il­i­s­­pakka“, sem inn­i­heldur inter­­net, heima­síma, IPTV aðgang (mynd­lyk­il), Prem­i­um-­­pakk­ann og nokkrar erlendrar stöðv­­­ar. 

Á milli þess tíma sem Sím­inn keypti rétt­inn að enska bolt­­anum og þess tíma sem áskrift að honum var bætt inn í Prem­ium áskrift­­ar­­leið­ina var verð­mið­inn á Heim­il­i­s­­pakk­­anum hækk­­aður tví­­­veg­is, um sam­tals eitt þús­und krón­­ur, ann­­ars vegar í byrjun mars 2019 og hins vegar í byrjun ágúst 2019. Lang­flestir Prem­ium áskrif­endur eru með þá áskrift í gegnum Heim­il­i­s­­pakk­ann. 

Við­­skipta­vinum Sím­ans í þeim fjölg­aði um 4.250 í fyrra. Um helm­ingur þeirrar fjölg­unar kom á fjórða árs­fjórð­ungi, þegar áhrifin af til­­­urð Sím­ans Sport voru að fullu að koma fram. Þeim sem keyptu inter­­net af félag­inu fjölg­aði einnig um 1.700 á síð­­asta ári. 

Brotin til þess fallin að styrkja stöðu Sím­ans á sjón­­varps­­mark­aði

Áður­nefnd rann­­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins leiddi í ljós að þorri við­­skipta­vina Sím­ans, þ.e. nærri því 99 pró­­sent þeirra sem kaupa Enska bolt­ann/Sím­ann Sport á kerfum fyr­ir­tæk­is­ins, hefðu keypt sjón­­varps­efnið í heild­­ar­­þjón­ustu, þ.e. með Heim­il­i­s­­pakk­­anum og/eða Sjón­­varpi Sím­ans Prem­ium í stað þess að kaupa þjón­ust­una eina og sér.

Nið­­ur­­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins var að verð­lagn­ing Sím­ans á Enska bolt­­anum sem hluta af Heim­il­i­s­­pakk­­anum hafi lagt stein í götu keppi­­nauta fyr­ir­tæk­is­ins og tak­­markað mög­u­­leika þeirra til að laða til sín við­­skipta­vini.

Fram­an­­greind brot voru, sam­­kvæmt eft­ir­lit­inu, til þess fallin að styrkja stöðu Sím­ans á sjón­­varps­­mark­aði og efla enn frekar stöðu fyr­ir­tæk­is­ins á fjar­­skipta­­mörk­uðum þar sem staða Sím­ans er sterk fyr­­ir.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi í nið­ur­stöðu sinni, sem birt var í lok maí, að fram­an­­greind brot væru alvar­­leg og til þess fallin að skaða hags­muni almenn­ings til lengri tíma, á mörk­uðum sem skipta neyt­endur og efna­hags­lífið miklu máli. Því væru óhjá­­kvæmi­­legt að leggja sektir á Sím­ann vegna brot­anna og sér­stak­lega til­tekið að það væri áhyggju­efni að Sím­inn hefði á ný gerst brot­­legur með alvar­­legum hætti.

Í til­­kynn­ing­unni sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið sendi frá sér vegna nið­ur­stöð­unnar sagði að það muni í fram­hald­inu taka til skoð­unar hvort efni séu til þess að gera breyt­ingar á þeim skil­yrðum sem nú hvíla á Sím­­anum og tryggja eiga virka sam­keppni. Hafi Sím­inn jafn­­framt óskað eftir sam­ræðum um end­­ur­­skoðun skil­yrð­anna.

Hægt er að lesa ákvörð­un­ eft­ir­lits­ins í heild sinni hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent