Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra

Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.

Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Auglýsing



Rekstr­ar­tekjur Sím­ans af sjón­varps­þjón­ustu voru 75 pró­sent af auknum tekjum félags­ins á síð­asta árs­fjórð­ungi 2019, sam­an­borið við sama tíma­bil árið áður. Alls juk­ust rekstr­ar­tekj­urnar af sjón­varpi um 263 millj­ónir króna á síð­ustu þremur mán­uðum síð­asta árs og voru 1.567 millj­ónir króna. 

Ástæðan er ein­föld: enski bolt­inn sem Sím­inn selur í gegnum nýlega vöru, Sím­ann Sport. Sím­inn keypti rétt­inn af sýn­ingu hans árið 2018 og fékk yfir­ráð yfir honum við upp­haf yfir­stand­andi tíma­bils, sem hófst í ágúst 2019. Því var síð­asti árs­fjórð­ungur 2019 sá fyrsti sem félagið seldi Sím­ann Sport í heilan slík­an.  

Eini starfs­þátt­ur­inn utan sjón­varps­þjón­ustu sem skil­aði tekju­aukn­ingu hjá Sím­anum var upp­lýs­inga­tækni sem jókst um 133 millj­ónir króna og gagna­flutn­ingur sem jókst um 58 millj­ónir króna. 

Þegar horft er á árið 2019 í heild juk­ust rekstr­ar­tekjur Sím­ans vegna sjón­varps­þjón­ustu um 818 millj­ónir króna. Rekstr­ar­tekjur af öllum hinum starfs­þáttum félags­ins sam­an­lagt dróg­ust hins vegar saman um 287 millj­ónir króna, og er þar talið með 427 milljón króna tekju­aukn­ing í upp­lýs­inga­tækni. Því hefðu rekstr­ar­tekjur Sím­ans, sem voru tæp­lega 29,1 millj­arðar króna og juk­ust alls um 531 milljón króna í fyrra, dreg­ist saman ef ekki hefði verið fyrir aukn­ing­una í sjón­varps­þjón­ust­unn­i. 

Við­skipta­vinum í „Heim­il­i­s­pakka“ fjölg­aði um 4.250

Áskrift­ar­sala að Sím­anum Sport, sem sýnir leiki úr ensku úrvals­deild­inni, hófst í fyrra­sum­ar. Stök áskrift var seld á 4.500 krón­ur en á sama tíma var hins vegar greint frá því að allir áskrif­endur að Sjón­­varpi Sím­ans Prem­i­um, sem voru þá þegar 35 til 40 þús­und, myndu fá aðgang að enska bolt­an­­um. Um leið var mán­að­­ar­verðið fyrir þá þjón­­ustu hækkað úr fimm þús­und krónum í sex þús­und krón­­ur. Á árs­grund­velli þýðir það að tekjur Sím­ans vegna þeirra breyt­inga juk­ust um 420 til 480 millj­ónir króna áður en að búið var að selja eina ein­ustu áskrift.

Auglýsing
Í ljósi þess að nær ómögu­legt er að vera með Sjón­varp Sím­ans án þess að kaupa inter­net­þjón­ustu að Sím­anum þá er stærsti við­skipta­vina­hópur fyr­ir­tæk­is­ins með svo­kall­aðan „Heim­il­i­s­pakka“, sem inni­heldur inter­net, heima­síma, IPTV aðgang (mynd­lyk­il), Prem­i­um-­pakk­ann og nokkrar erlendrar stöðv­ar. 

Á milli þess tíma sem Sím­inn keypti rétt­inn að enska bolt­anum og þess tíma sem áskrift að honum var bætt inn í Prem­ium áskrift­ar­leið­ina var verð­mið­inn á Heim­il­i­s­pakk­anum hækk­aður tví­veg­is, um sam­tals eitt þús­und krón­ur, ann­ars vegar í byrjun mars 2019 og hins vegar í byrjun ágúst 2019. Lang­flestir Prem­ium áskrif­endur eru með þá áskrift í gegnum Heim­il­i­s­pakk­ann. 

Við­skipta­vinum Sím­ans í þeim fjölg­aði um 4.250 í fyrra. Um helm­ingur þeirrar fjölg­unar kom á fjórða árs­fjórð­ungi, þegar áhrifin af til­urð Sím­ans Sport voru að fullu að koma fram. Þeim sem keyptu inter­net af félag­inu fjölg­aði einnig um 1.700 á síð­asta ári. 

Ný arð­greiðslu­stefna þýðir hrað­ari útgreiðsla á eigin fé

Hagn­aður af rekstri Sím­ans í fyrra var tæp­lega 3,1 millj­arður króna, en hafði verið 282 millj­ónir króna árið 2018. Eignir félags­ins námu 65,5 millj­örðum króna í árs­lok og eigið fé þess var 36,6 millj­arðar króna á sama tíma. Því var eig­in­fjár­hlut­fallið 55,9 pró­sent. 

Í fyrra greiddi Sím­inn 330 millj­ónir króna í arð til hlut­hafa sinna í takti við arð­greiðslu­stefnu sem fól í sér að fram­kvæmd yrði annað hvort arð­greiðslur eða end­ur­kaup á bréfum sem nemi 20 til 50 pró­sent af hagn­aði félags­ins eftir skatt.

Nú hefur hins vegar verið sam­þykkt ný arð­greiðslu­stefna innan Sím­ans en umtals­verðar breyt­ingar urðu í hlut­hafa­hópi félags­ins í fyrra. Fjár­fest­inga­fé­lagið Stoð­ir, sem er líka á meðal stærstu eig­enda Arion banka og trygg­inga­fé­lags­ins TM, hóf stór­tæk upp­kaup á bréfum í Sím­anum á árinu 2019 og er nú stærsti hlut­haf­inn með 14,05 pró­sent eign­ar­hlut. Jón Sig­urðs­son, starf­andi stjórn­ar­for­maður Stoða, tók sömu­leiðis við sæti stjórn­ar­for­manns Sím­ans á síð­asta ári. 

Sam­kvæmt nýrri arð­greiðslu­stefnu sem sett hefur verið af stjórn Sím­ans stefnir félagið nú að því að greiða hlut­höfum árlega arð eða fram­kvæma end­ur­kaup sem nemur að lág­marki 50 pró­sent af hagn­aði eftir skatta. Á kom­andi aðal­fundi, sem verður hald­inn 12. mars næst­kom­andi, verður því óskað eftir heim­ild til að greiða út 500 millj­ónir króna í arð, að lækka hlutafé félags­ins um 500 millj­ónir króna að nafn­virði og að kaupa allt að tíu pró­sent af hlutafé Sím­ans á næstu 18 mán­uð­u­m. 

Mark­aðsvirði Sím­ans er sem stendur rétt yfir 50 millj­arðar króna og því felur nýja stefnan í sér að kaupa hluta­bréf af eig­endum fyrir um fimm millj­arða króna á einu og hálfu ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar