Útgáfufélag Morgunblaðsins telur frumvarp Lilju fresta vanda fjölmiðla en ekki leysa hann

Stærstu fjölmiðlafyrirtækin skiluðu umsögnum um frumvarpsdrög sem framlengja styrkjakerfi við fjölmiðla. Árvakur vill fá stærri hluta styrkjanna og að gripið verði til annarra aðgerða til að bæta stöðu fjölmiðla. Bændasamtökin eru ánægð með kerfið.

lilja morgunblaðið
Auglýsing

Árvak­ur, útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins vill að þakið á styrkja­greiðslum rík­is­sjóðs til einka­rek­inna fjöl­miðla verði hækkað svo stærri fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, þar á meðal Árvak­ur, fái hærri upp­hæð í styrki en styrkir til minni fjöl­miðla drag­ist sam­an. Þá vill útgáfu­fé­lagið að gripið verði til marg­hátt­aðra aðgerða til tryggja sann­gjarnt rekstr­ar­um­hverfi á fjöl­miðla­mark­aði og að fjöl­miðlum verði veittur óbeinn stuðn­ingur með skatta­lækk­un­um. „Ef veita á beinan rekstr­ar­stuðn­ing þarf að horfa til þess að hann sé ein­fald­ur, sann­gjarn og nýt­ist til að styðja við raun­veru­lega fjöl­miðlun hér á landi en sé ekki svo rýr eða með svo lágu þaki að hann nýt­ist lítið eða skekki jafn­vel sam­keppn­is­stöð­una, eins og raunin er við núver­andi fyr­ir­komu­lag.“

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Árvak­urs um fyr­ir­liggj­andi frum­varps­drög Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, um fram­leng­ingu á gild­is­tíma styrkja­kerfis við einka­rekna fjöl­miðla, þannig að styrkir verði greiddir út á árunum 2023 og 2024. Gert er ráð fyrir að árlegur kostn­aður rík­­is­­sjóðs verði allt að 400 millj­­ónir króna á ári og að lögin taki gildi 1. jan­úar næst­kom­and­i. 

Sam­­kvæmt drög­unum er stefna stjórn­­­valda að innan þess­­ara ára verði „lagt fram nýtt frum­varp til fimm ára sem sé í takt við þá þróun sem er að verða á hinum Norð­­ur­lönd­un­­um. Þannig verður Ísland ekki eft­ir­bátur hinna land­anna er kemur að stuðn­­ingi við einka­rekna fjöl­miðla.“ 

Ekki er til­­­greint hvað eigi að fel­­ast í hinu nýja frum­varpi til fimm ára en heim­ildir Kjarn­ans herma að stefnt sé að því að leggja það fram næsta vor. 

Vilja meira til stærstu fjöl­miðl­anna

Í umsögn Árvak­urs er til­urð styrkja­kerf­is­ins ekki gagn­rýnd, heldur mun frekar hvernig upp­hæð­inni sem sé til skipt­anna sé ráð­stafað af of litlu leyti til útgáfu­fé­lags­ins. Síð­ast gerði þakið sem sett er á styrki til ein­stakra fjöl­miðla það að verkum að Árvak­ur, Sýn og Torg, þrjú stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, fengu 67 millj­ónir króna hvert en hinir 22 fjöl­miðl­arnir sem upp­fylltu skil­yrði fyrir styrkjum skiptu því sem eftir stóð á milli sín. Alls fóru 53 pró­sent þeirra 381 millj­óna króna sem greiddir voru í styrki til þess­ara þriggja fyr­ir­tækja. Ef þakið yrði hækkað myndi stærri hluti af styrkj­unum fara til þeirra þriggja stærstu. Að mati Árvak­urs skekkja regl­urnar um þakið sam­keppn­is­stöðu á fjöl­miðla­mark­að­i. 

Auglýsing
Í umsögn­inni er sett fram gagn­rýni á að styrkja­kerfið sé ein­ungis fram­lengt í tvö ár, sem dragi úr fyr­ir­sjá­an­leika í rekstri fjöl­miðla.  „Þá er þetta sér­stak­lega óheppi­legt þegar um er að ræða rík­is­stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla því að með skömmum gild­is­tíma eru þessi mál til stöðugrar umfjöll­unar sem getur sett frjálsa fjöl­miðla í óheppi­lega stöðu gagn­vart stjórn­völd­um, sen hafa verður í huga að meðal mik­il­vægra hlut­verka frjálsra fjöl­miðla er að veita stjórn­völdum aðhald.“

Fresta vanda fjöl­miðla frekar en að leysa hann

Í sam­an­tekt um umsögn Árvak­urs segir að frum­varpið breyti litlu fyrir einka­rekna fjöl­miðla frá því sem verið hefur „enda virð­ist ætl­unin með því fremur að fresta því að taka á vanda fjöl­miðla en að leysa hann.“ For­svars­menn Árvak­urs gang­ast þó við að stuðn­ing­ur­inn, verði hann fram­lengd­ur, gagn­ist fjöl­miðl­um, en mis­mik­ið. 

Davíð Oddsson hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá árinu 2009. Mynd: RÚV/Skjáskot

Veru­legt áhyggju­efni sé hvernig stjórn­völd og Alþingi hafi nálg­ast það að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla. „Margt er hægt að gera til að bæta rekstr­ar­um­hverfið fyrir utan að veita beina styrki. Ríkið getur hætt að keppa við einka­rekna fjöl­miðla á aug­lýs­inga­mark­aði, ríkið getur leyft aug­lýs­ingar áfeng­is, sem almenn­ingur hefur hvort eð er sér hvar­vetna á net­inu, og ríkið getur lagt sig fram um að jafna aðstöðu erlendra miðla sem not­aðir eru hér á landi og inn­lendra miðla. Ekk­ert af fyrr­greindu getur talist stuðn­ing­ur, miklu frekar að tryggja sann­gjarnt rekstr­ar­um­hverfi. Ríkið getur veitt óbeinan stuðn­ing eins og algengt er erlend­is, svo sem með því að fella niður virð­is­auka­skatt af áskriftum prent­miðla og með þvi að afnema í heild eða hluta trygg­inga­gjald hjá starfs­mönnum fjöl­miðla. Ef veita á beinan rekstr­ar­stuðn­ing þarf að horfa til þess að hann sé ein­fald­ur, sann­gjarn og nýt­ist til að styðja við raun­veru­lega fjöl­miðlun hér á landi en sé ekki svo rýr eða með svo lágu þaki að hann nýt­ist lítið eða skekki jafn­vel sam­keppn­is­stöð­una, eins og raunin er við núver­andi fyr­ir­komu­lag.“

Undir umsögn­ina ritar Har­aldur Johann­essen, annar rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs, og Sig­ur­björn Magn­ús­son, stjórn­ar­for­maður félags­ins. Sig­ur­björn er faðir Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands.

Ætti að fylgja verð­lags­breyt­ingum

Nokkrar aðrar umsagnir bár­ust í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda vegna frum­varps­drag­anna. Í umsögn Torgs, útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, er ekki lýst stuðn­ingi né and­stöðu við meg­in­til­gang frum­varps­ins, að greiða út styrki til einka­rekna fjöl­miðla. Þar eru hins vegar gerðar nokkrar athuga­semdir við umsagn­ar­frest, kröfur um öflun álits sér­fróðra aðila, kröfu um grein­ar­gerð um ráð­stöfun styrk­fjár, frá­drátt­ar­bærni ann­arra styrkja og heild­ar­fjár­hæð stuðn­ings. Varð­andi síð­ast­nefnda atriðið þá snýst athuga­semdin um að heild­ar­upp­hæðin sem sé til úthlut­un­ar, allt að 400 millj­ónum króna, hækki ekki í takti við verð­lag í land­inu. Á sama tíma hækki greiðslur til RÚV hins vegar í slíkum takti. Verði fjár­laga­frum­varpið 2023 sam­þykkt í þeirri mynd sem það var lagt fram muni greiðslur úr rík­is­sjóði til RÚV hafa auk­ist um 720 millj­ónir króna á tveimur árum vegna verð­lags­breyt­inga. „Það er nær tvöföld sú fjár­hæð sem nemur heild­ar­stuðn­ingi við einka­rekna miðla eins og hann var fyrir árið 2021.“

Undir umsögn Torgs ritar Jón Þór­is­son, for­stjóri félags­ins og fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðs­ins. 

Fréttablaðið er það dagblað sem er með mesta útbreiðslu á Íslandi. Lestur blaðsins hefur hríðfallið síðastliðin ár. Mynd: Bára Huld Beck

Í umsögn Sýn­ar, sem rekur frétta­stofu Vís­is, Stöðvar 2 og Bylgj­unn­ar, er lítið fjallað um efn­is­at­riði frum­varps­ins og mestu plássi eytt í aðrar aðgerðir sem gætu aðal­lega gagn­ast einka­reknum afþrey­ing­ar­miðl­um, meðal ann­ars þeirra sem heyra undir Sýn.

Áherslan er aðal­lega á að rök­styðja hvatn­ingu til stjórn­valda til að ljúka vinnu við skatt­lagn­ingu erlendra efn­is- og streym­isveitna. Bent er á að kvað­ir, til dæmis skatt­ur, hafi þegar verið lagðar á erlendar efn­isveitur í tólf ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins og áform til staðar um að setja slíkar á í fimm til við­bót­ar.. 

Í nið­ur­lagi umsagnar Sýnar er því beint til stjórn­valda að ljúka vinnu við skatt­lagn­ingu erlendra efn­is- og streym­isveitna. „Skatt­féð mætti síðan nýta til að jafna sam­keppn­is­stöð­una, sem og til að gæta að verndun íslenskrar tungu með því að fram­leiða enn meira af inn­lendu gæða sjón­varps­efn­i.“

Undir umsögn­ina skrifar Páll Ásgríms­son, lög­fræð­ingur hjá Sýn.

Bænda­sam­tökin him­in­lif­andi með styrkja­kerfið

Jákvæð­asta umsögnin kom frá Bænda­sam­tökum Íslands. Þau eru ekki atvinn­u­­greina­­flokkuð sem útgáfu­­starf­­semi heldur sem hags­muna­­sam­tök en hafa fengið rekstr­ar­styrk úr rík­is­sjóði vegna útgáfu Bænda­blaðs­ins. Hann var 16,8 millj­ónir króna í ár, eða 4,4 millj­ónum krónum meira en sam­tökin fengu í greiðslur í fyrra. Eng­inn einn aðili jók styrkja­greiðslur sínar meira milli ára.

­Rit­­stjórn Bænda­­blaðs­ins heyrir undir útgáfu- og kynn­ing­­ar­­svið Bænda­­sam­­taka Íslands. Á heima­­síðu Bænda­­sam­tak­anna segir að hlut­verk þeirra sé að vera „málsvari bænda og gæta hags­muna þeirra í hví­vetna“. Meg­in­­mark­mið þeirra sé að „beita sér fyrir bættri afkomu bænda, betri rekstr­­ar­skil­yrðum í land­­bún­­aði auk þess að miðla upp­­lýs­ingum og sinna fræðslu til sinna félags­­­manna.“ Bænda­­blaðið er sent end­­ur­gjalds­­laust á öll lög­­býli á Íslandi.

Lög­fræð­ingur sam­tak­anna, sem skrifar umsögn­ina, er hæstá­nægður með frum­varps­drögin og segir að það þurfi vart að fjöl­yrða hversu mik­il­vægt Bænda­blaðið sé allri umræðu og upp­lýs­ingu þjóð­ar­inn­ar. „Rekstr­ar­um­hverfi prent­mið­ils á borð við Bænda­blaðið hefur verið afar erfitt síð­ustu árin vegna gríð­ar­legra hækk­ana á gjalda­hlið­inni sem erfitt eða jafn­vel ómögu­legt er að mæta á tekju­hlið­inni. Því er stuðn­ing­ur­inn sem hér um ræðir lyk­il­at­riði í því að hægt sé að halda úti vand­aðri og upp­lýstri umræðu um land­búnað sem er einn af grunnatvinnu­vegum lands­ins.“

Eina gagn­rýnin sem sett er fram er sú að fjár­hæð stuðn­ings­ins úr rík­is­sjóði end­ur­spegli ekki verð­lags­hækk­anir milli ára.

Kjarn­inn er eitt þeirra fjöl­miðla­­­­fyr­ir­tækja sem nýtur opin­bers rekstr­­­­ar­­­­stuðn­­­­ings.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent