Óvart of mikið gagnsæi hjá heilbrigðisráðuneytinu

Persónuverndarfulltrúi stjórnarráðsins tilkynnti í gær öryggisbrest til Persónuverndar vegna mistaka sem urðu við birtingu á upplýsingum úr málaskrá heilbrigðisráðuneytisins. Rangt skjal með of miklum upplýsingum fór á vefinn í skamma stund.

Ráðuneytin byrjuðu á föstudag að birta upplýsingar úr málaskrám sínum, eins og þeim ber að gera samkvæmt breytingum á upplýsingalögum.
Ráðuneytin byrjuðu á föstudag að birta upplýsingar úr málaskrám sínum, eins og þeim ber að gera samkvæmt breytingum á upplýsingalögum.
Auglýsing

Per­sónu­vernd­ar­full­trúi stjórn­ar­ráðs­ins hefur til­kynnt Per­sónu­vernd um örygg­is­brest vegna mis­taka sem urðu við birt­ingu lista með máls­heitum úr mála­skrá heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins föstu­dag­inn 26. febr­ú­ar. Þetta var gert í gær, í kjöl­far þess að Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurnir á bæði heil­brigð­is­ráðu­neytið og Per­sónu­vernd vegna máls­ins.

Stjórn­völd hófu síð­asta föstu­dag að birta upp­lýs­ingar úr mála­skrám ráðu­neyta, eins og þeim er skylt að gera sam­kvæmt breyt­ingum á upp­lýs­inga­lögum sem tóku gildi um ára­mót. Stjórn­völdum ber að lág­marki að birta skrá yfir mál sem eru til með­ferðar í ráðu­neyt­unum í til­efni af inn­sendu eða útsendu erindi.

„Birt­ing upp­lýs­inga úr mála­skrám ráðu­neyta er liður í vinnu stjórn­valda við að auka upp­lýs­inga­frelsi og gagn­sæi í stjórn­sýsl­unn­i,“ sagði í til­kynn­ingu stjórn­valda á föstu­dag­inn. Gagn­sæið reynd­ist þó of mikið hjá einu ráðu­neyti.

Auglýsing

Ráðu­neytin taka mál sín saman í Excel-skjöl til birt­ingar á vefn­um, en í flestum til­fellum er ekki hægt að finna í skjöl­unum per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar um málin í mála­skránni og því segja mála­skrár ráðu­neyt­anna eins og þær birt­ast almenn­ingi ekki mikla sögu. Sú var hins vegar ekki raunin varð­andi það skjal frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu sem fyrst fór á netið á föstu­dag.

„Máls­heiti í mála­skrá - Fer ekki á vef“

Í skjali heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins sem birt­ist á vef stjórn­ar­ráðs­ins voru tveir dálkar, annar sam­bæri­legur þeim sem hin ráðu­neytin settu fram en hinn bar yfir­skrift­ina „Máls­heiti í mála­skrá - Fer ekki á vef“. Í þeim dálki var ekki búið að fjar­lægja per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar og upp­runa þeirra erinda sem fóru inn eða út úr ráðu­neyt­inu í jan­ú­ar­mán­uði.

Skjalið var á vefnum í skamma stund og innan þess tímara­mma sótti blaða­maður Kjarn­ans það, ásamt skjöl­unum frá öðrum ráðu­neyt­um. Heil­brigð­is­ráðu­neytið segir að sam­kvæmt þess bestu vit­und hafi rangt skjal verið í birt­ingu í innan við tvær mín­út­ur.

Í skjal­inu eru upp­lýs­ingar sem ætla má að fólk úti í bæ kæri sig ekki um að ráðu­neytið geri opin­ber­ar. Til dæmis má þar lesa að nafn­greindur maður kom í jan­úar á fram­færi mót­mælum til ráðu­neyt­is­ins vegna fyr­ir­hug­aðrar útskriftar nafn­greindrar konu af bráða­öldr­un­ar­deild sjúkra­stofn­unar og að rík­is­lög­maður óskar eftir áliti frá ráðu­neyt­inu vegna bóta­máls nafn­greinds starfs­manns sjúkra­stofn­un­ar, sem slas­að­ist við vinnu.

Einnig má þar lesa að þing­maður hafi komið á fram­færi athuga­semd vegna ráðn­ingar starfs­manns hjá til­tek­inni sjúkra­stofnun utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Kjarn­inn hafði sam­band við þing­mann­inn, sem stað­festi þetta, en skildi reyndar ekki af hverju málið væri inni á borði hjá ráðu­neyt­inu, þar sem hann hefði sent athuga­semdir sínar beint á stjórn­anda sjúkra­stofn­un­ar­inn­ar. Málið væri af per­sónu­legum toga.

Í skjal­inu er einnig hægt að sjá nöfn fjöl­margra blaða- og frétta­manna og lesa meg­in­inn­tak fyr­ir­spurna þeirra til ráðu­neyt­is­ins, sem flestar tengj­ast COVID-19. 

Dæmi: „Kjarn­inn miðlar - Beiðni um afrit af fyr­ir­liggj­andi gögnum vegna ráð­staf­ana á landa­mær­unum - Arnar Þór Ing­ólfs­son (ME)“.  

Einnig má lesa að ráðu­neytið kom á fram­færi ein­hverri ábend­ingu vegna fréttar Morg­un­blaðs­ins frá 6. jan­ú­ar, þar sem fjallað var um að sam­kvæmt áætl­unum yrði komið bólu­efni fyrir 30 þús­und manns í lok mars­mán­að­ar, eða 8,1 pró­sent lands­manna.

Þá má einnig sjá fyr­ir­spurnir og beiðnir frá bæði ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum varð­andi und­an­þágur frá gild­andi sótt­varna­ráð­stöf­un­um, til dæmis vegna útfara eða ann­arra við­burða.

Svo einnig fyr­ir­spurnir frá fólki um það hvaða tak­mark­anir á eðli­legu mann­lífi séu í gildi: „Covid-19 - Fyr­ir­spurn hvort 2 metra reglan sé í gildi“ heitir eitt málið í mála­skránni, en alls eru þau rúm­lega 350 tals­ins.

Ekki efn­is­leg umfjöllun um mál­efni ein­stak­linga

„Skjalið var fjar­lægt án tafar þegar mis­tökin við birt­ingu urðu ljós. Ráðu­neytið vill taka fram að þær upp­lýs­ingar sem birtar voru fela ekki í sér efn­is­lega umfjöllun um mál­efni ein­stak­linga, þótt í nokkrum til­vikum hafi komið fram nöfn ein­stak­linga í tengslum við til­tekin mál,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, þar sem einnig var sagt frá því að örygg­is­brestur hefði verið til­kynntur til Per­sónu­verndar vegna mis­tak­anna.

Þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir um málið hjá Per­sónu­vernd í gær hafði hvorki stjórn­ar­ráðið né heil­brigð­is­ráðu­neytið til­kynnt örygg­is­brest, en undir kvöld bár­ust svör frá ráðu­neyt­inu um að það hefði verið gert.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent