Mögulega hafi „gamla góða kunningjasamfélagið“ ætlað að ráða för

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að mögulega megi skýra hörð viðbrögð sænska prófessorsins Lars Calmfors við því að Ísland lagðist gegn ráðningu Þorvaldar Gylfasonar með því að þeir séu kunningjar frá fornu fari.

Bjarni Benediktsson sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun og var meðal annars spurður út í gagnrýni fyrrverandi ritstjóra NEPR um afstöðuna sem sett var fram í garð Þorvalds Gylfasonar
Bjarni Benediktsson sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun og var meðal annars spurður út í gagnrýni fyrrverandi ritstjóra NEPR um afstöðuna sem sett var fram í garð Þorvalds Gylfasonar
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son telur að við­brögð Lars Calm­fors, sænsks hag­fræði­pró­fess­ors og fyrr­ver­andi rit­stjóra fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew, við því að íslensk stjórn­völd hafi lagst gegn því að Þor­valdur Gylfa­son yrði feng­inn í starf tíma­rits­ins á grund­velli stjórn­mála­skoð­ana, megi mögu­lega rekja til þess að þarna hafi  „gamla góða kunn­ingja­sam­fé­lag­ið“  ætlað að fá ráða því hver yrði ráð­inn til verks­ins.

Þetta sagði Bjarni á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í morg­un, er Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir þing­maður Við­reisnar spurði hann út í þá gagn­rýni sem sænski pró­fess­or­inn setti fram í við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku.

Calm­fors sagði það ótækt að íslenska ráðu­neytið hefði notað stjórn­mála­skoð­anir Þor­valdar sem ástæðu fyrir því að hann nyti ekki stuðn­ings í starf­ið. Hann sagð­ist vona að slíkar ástæður myndu sænsk stjórn­völd aldrei bera fram.

Auglýsing

Bjarni segir að hann telji mögu­legt að þessi hörðu við­brögð megi einnig rekja til þess að búið var að stinga upp á Þor­valdi og bjóða honum starf­ið, í umboðs­leysi, en eins og rakið var í frétt Kjarn­ans í morgun bauð starfs­maður Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar Þor­valdi að taka að sér starfið í lok októ­ber í fyrra með vit­und bæði títt­nefnds Calm­fors og Kjell Nils­son, yfir­manns nor­rænu rann­sókna­stofn­un­ar­innar Nor­dreg­io. 

Calm­fors segir að hann telji Hed­berg hafa talið sig vera kom­inn í tíma­þröng með að finna ein­hvern í starf­ið, en fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagð­ist aðspurður ekki vita til þess að stýri­hóp­ur­inn hefði verið kom­inn í tíma­þröng með að finna nýjan rit­stjóra.

Bjarni sagð­ist telja að Calm­fors og Þor­valdur „fylgd­ust vel hvor með öðrum“ þar sem þeir hefðu starfað saman á árum áður.

„Ég ætla að leyfa mér að velta upp þeirri spurn­ingu hér, af því að hér eru menn að segja að það sé nú ekki gott að póli­tíkin komi of nálægt svona hlut­um, hvort að þarna kunni mögu­lega svona gamla góða kunn­ingja­sam­fé­lagið hafa verið á störf­um, svona tveir full­orðnir menn sem hafa þekkst lengi í gegnum ára­tug­ina, þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli,“ sagði Bjarni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Vísaði frá kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu um merki á lögreglubúningum
Viðbrögð þingmanns Pírata í pontu Alþingis við umfjöllun í fjölmiðlum um þýðingu merkja sem lögreglumenn hefðu borið við störf sín fela ekki í sér brot á siðareglum þingmanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent