Mögulega hafi „gamla góða kunningjasamfélagið“ ætlað að ráða för

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að mögulega megi skýra hörð viðbrögð sænska prófessorsins Lars Calmfors við því að Ísland lagðist gegn ráðningu Þorvaldar Gylfasonar með því að þeir séu kunningjar frá fornu fari.

Bjarni Benediktsson sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun og var meðal annars spurður út í gagnrýni fyrrverandi ritstjóra NEPR um afstöðuna sem sett var fram í garð Þorvalds Gylfasonar
Bjarni Benediktsson sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun og var meðal annars spurður út í gagnrýni fyrrverandi ritstjóra NEPR um afstöðuna sem sett var fram í garð Þorvalds Gylfasonar
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son telur að við­brögð Lars Calm­fors, sænsks hag­fræði­pró­fess­ors og fyrr­ver­andi rit­stjóra fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew, við því að íslensk stjórn­völd hafi lagst gegn því að Þor­valdur Gylfa­son yrði feng­inn í starf tíma­rits­ins á grund­velli stjórn­mála­skoð­ana, megi mögu­lega rekja til þess að þarna hafi  „gamla góða kunn­ingja­sam­fé­lag­ið“  ætlað að fá ráða því hver yrði ráð­inn til verks­ins.

Þetta sagði Bjarni á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í morg­un, er Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir þing­maður Við­reisnar spurði hann út í þá gagn­rýni sem sænski pró­fess­or­inn setti fram í við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku.

Calm­fors sagði það ótækt að íslenska ráðu­neytið hefði notað stjórn­mála­skoð­anir Þor­valdar sem ástæðu fyrir því að hann nyti ekki stuðn­ings í starf­ið. Hann sagð­ist vona að slíkar ástæður myndu sænsk stjórn­völd aldrei bera fram.

Auglýsing

Bjarni segir að hann telji mögu­legt að þessi hörðu við­brögð megi einnig rekja til þess að búið var að stinga upp á Þor­valdi og bjóða honum starf­ið, í umboðs­leysi, en eins og rakið var í frétt Kjarn­ans í morgun bauð starfs­maður Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar Þor­valdi að taka að sér starfið í lok októ­ber í fyrra með vit­und bæði títt­nefnds Calm­fors og Kjell Nils­son, yfir­manns nor­rænu rann­sókna­stofn­un­ar­innar Nor­dreg­io. 

Calm­fors segir að hann telji Hed­berg hafa talið sig vera kom­inn í tíma­þröng með að finna ein­hvern í starf­ið, en fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagð­ist aðspurður ekki vita til þess að stýri­hóp­ur­inn hefði verið kom­inn í tíma­þröng með að finna nýjan rit­stjóra.

Bjarni sagð­ist telja að Calm­fors og Þor­valdur „fylgd­ust vel hvor með öðrum“ þar sem þeir hefðu starfað saman á árum áður.

„Ég ætla að leyfa mér að velta upp þeirri spurn­ingu hér, af því að hér eru menn að segja að það sé nú ekki gott að póli­tíkin komi of nálægt svona hlut­um, hvort að þarna kunni mögu­lega svona gamla góða kunn­ingja­sam­fé­lagið hafa verið á störf­um, svona tveir full­orðnir menn sem hafa þekkst lengi í gegnum ára­tug­ina, þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli,“ sagði Bjarni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent