Fjárfesting sem skilar arði – endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, segir að endurgreiðslur til kvikmyndagerðar séu arðbær fjárfesting og að Íslendingar eigi að sækjast eftir því að fá fleiri kvikmyndastjörnur á borð við Vin Diesel til landsins.

Auglýsing

Í umræðum og skrifum um rík­is­út­gjöld virð­ast margir falla í þá gildru að skilja ekki á milli hefð­bund­inna útgjalda­liða rík­is­ins ann­ars vegar og fjár­fest­inga hins veg­ar. Á þessu er hins vegar eðl­is­mun­ur. Skattaí­viln­anir og hvers kyns hvatar sem komið er á hafa það meg­in­mark­mið að breyta hegð­un, hreyfa við og styðja við aukna verð­mæta­sköp­un. Nær allar atvinnu­greinar á Íslandi hafa á ein­hverjum tíma­punkti notið stuðn­ings rík­is­ins, með einum eða öðrum hætti og sér­stak­lega á upp­hafs­stig­um. Það er ekki það sama að nið­ur­greiða inn­lenda atvinnu­starf­semi þar sem lög­mál fram­boðs og eft­ir­spurnar ráð­ast og tak­markast við stærð og landa­mæri og að keppa við önnur ríki um hug­vit, verð­mæti, störf og þekk­ingu þar sem fram­boðið er nær ótak­mark­að, í sam­hengi við stærð Íslands. Hið síð­ar­nefnda krefst þess að við höfum eitt­hvað fram að færa, sam­keppn­is­for­skot, sem aðrir hafa ekki eða að við sjáum hag í því að keppa við aðrar þjóðir á til­teknu sviði vegna ábatans sem getur hlot­ist. 

Í grein sem birt­ist hér á Kjarn­anum þann 10. októ­ber sl. var sterk­lega ýjað að því að end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar væru gjöf til kvik­mynda­gerð­ar­manna og jafn­vel leik­ar­anna sjálfra frá íslenska rík­inu. Þetta er bein­línis rangt því í öllum til­vikum end­ur­greiðsl­unnar er rík­is­sjóður betur staddur á eft­ir, en fyr­ir. Þá var tekið fram að það væri rangt að kvik­mynda­stjörnur kæmu til lands­ins til að taka upp bíó­myndir vegna nátt­úru­feg­urð­ar. 

Stað­reyndin er sú að óvið­jafn­an­leg nátt­úru­feg­urð og ein­stakir töku­staðir hafa mikið um það að segja að Ísland verður fyrir val­inu hjá erlendum kvik­mynda­fram­leið­endum þó það dugi ekki eitt og sér. Ástæðan er sú að flest­öll ríki sem við berum okkur saman við bjóða upp á sam­bæri­legt fyr­ir­komu­lag og er við lýði hér á landi hvað varðar end­ur­greiðslur eða skattaí­viln­anir vegna kvik­mynda­fram­leiðslu. Án slíkra hvata værum við fljót að hverfa af kort­inu þrátt fyrir nátt­úru­feg­urð­ina. Þess má geta að einn af hverjum sex ferða­mönnum sem heim­sótt hafa landið seg­ist hafa fengið áhuga á Íslandi eftir að hafa séð myndefni héð­an. Kvik­mynda­iðn­að­ur­inn styður þannig við ferða­þjón­ust­una með því að auka eft­ir­spurn en einnig með því að skipta við bíla­leig­ur, veit­inga­hús og hótel svo dæmi séu nefnd.

Á hverju ári er haldin sér­stök ráð­stefna í London þar sem kvik­mynda­fram­leið­endur og kynn­ing­ar­að­ilar koma saman og bera saman bækur sín­ar. Það er slá­andi að sjá það berum augum hversu hörð þessi sam­keppni er. Ástæðan er ein­föld. Það er ákjós­an­legt að taka þátt vegna þess að fjár­fest­ing í kvik­mynda­fram­leiðslu skilar sér marg­falt til baka. Þetta hafa fjöl­margar inn­lendar og erlendar úttektir og rann­sóknir sýnt fram á. 

Auglýsing
Endurgreiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi voru teknar upp fyrir rétt um tíu árum síð­an. Áhrifin af þessu kerfi hafa verið yfir­farin reglu­lega síðan þá og nið­ur­staðan er alltaf sú sama. Það marg­borgar sig að við­halda því. Í umsögn KPMG og VÍK lög­manns­stofu frá árinu 2019 í tengslum við fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á end­ur­greiðslu­kerf­inu kemur meðal ann­ars fram að áhrif kerf­is­ins á greiðslu­jöfnuð rík­is­sjóðs hafi ávallt verið jákvæð. Með öðrum orðum hefur end­ur­greiðslu­kerfið ávallt skapað meiri tekjur fyrir rík­is­sjóð en það hefur kost­að. Í skýrslu Capacent frá árinu 2016 kom fram að skatt­tekjur rík­is­ins vegna kvik­mynda­iðn­aðar væru tvisvar sinnum meiri en heild­ar­fram­lög til iðn­að­ar­ins, þar með talin fram­lög til Rík­is­út­varps­ins sem nema nokkrum millj­örðum á ári. Þá eru ótalin önnur afleidd áhrif af kvik­mynda­fram­leiðslu, svo sem gjald­eyr­is­öfl­un, sköpun óbeinna starfa og jákvæð áhrif á ferða­þjón­ustu, sem eru óum­deild. 

Kvik­mynda- og sjón­varps­iðn­aður á Íslandi hefur verið í blóma að und­an­förnu. Það er ekki til­vilj­un. Skil­virkt og sam­keppn­is­hæft end­ur­greiðslu­kerfi, ásamt því sam­keppn­is­for­skoti sem nátt­úru­feg­urðin veitir okkur og upp­bygg­ing á þekk­ingu starfs­fólks, eiga þar stærstan hlut að máli. Áður en umrætt kerfi var sett á lagg­irnar var kvik­mynda­iðn­aður hér á landi ekki svipur hjá sjón þó öfl­ugt og dríf­andi fólk hafi sann­ar­lega gert kvik­myndir sem vöktu athygli um allan heim. Vegna kerf­is­ins hefur byggst upp arð­bær atvinnu­grein sem skilar arði til sam­fé­lags­ins í formi starfa, gjald­eyr­is­tekna og efl­ingar á ímynd Íslands. Árs­velta grein­ar­innar hefur þre­fald­ast á einum ára­tug, vel á þriðja þús­und manns starfa við kvik­mynda­gerð og fjöldi fyr­ir­tækja í grein­inni hefur tvö­fald­ast und­an­farin fimm ár. Þannig hefur tek­ist að byggja upp þekk­ingu og reynslu (fram­boð) með því að örva eft­ir­spurn. 

Nýlega kom út kvik­mynda­stefna til árs­ins 2030. Henni er ætlað að styrkja íslenska menn­ingu og tungu, efla atvinnu­lífið og stuðla að sterku orð­spori lands­ins. Í stefn­unni er tekið fram að end­ur­greiðslu­kerfið þurfi að stand­ast alþjóð­lega sam­keppni á hverjum tíma. Við eigum í keppni við aðrar þjóðir um verð­mæta­sköp­un. Á sama tíma er nauð­syn­legt að fjöl­breytni í íslensku atvinnu­lífi auk­ist enn frek­ar. Kvik­mynda­iðn­aður hefur alla burði til að vaxa og dafna enn frekar hér á landi en til þess að svo megi verða þurfum við stöðugt að huga að sam­keppn­is­hæfni Íslands á þessu sviði sem öðr­um. 

End­ur­greiðslur til kvik­mynda­gerðar eru arð­bær fjár­fest­ing og við eigum að sækj­ast eftir því að fá fleiri kvik­mynda­stjörnur á borð við Vin Diesel til lands­ins sem greiða háa skatta hér og skilja eftir önnur afleidd verð­mæt­i. 

Höf­undur er svið­stjóri hug­verka­sviðs Sam­taka iðn­að­ar­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar