Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, hagfræðingur og sagnfræðingur skrifar gagnrýni um bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur sem kom út í fyrra.

Auglýsing

Út er komin athygl­is­verð bók eftir Ólínu Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ur: Speg­ill fyrir skugga­bald­ur. Ólína gerir grein fyrir verk­inu í for­mála og spyr hvað sé að á Íslandi, þegar ætt­erni og flokks­vísi skipti meira máli fyrir starfs­frama en geta og gjörvi­leiki. Þetta eigi ekki síst við um störf hjá hinu opin­bera þar sem sér­hags­muna­gæsla stjórn­mála­flokka blómstr­ar. Hún leitar svara við þess­ari spurn­ingu og skiptir bók­inni í fjóra hluta, þar sem hún fjallar um þekkt dæmi úr sam­fé­lag­inu þar sem ráðn­ing­ar­banni (berufsver­bot) hefur verið beitt. Í raun er mis­beit­ing valds þunga­miðja þess­arar úttektar Ólínu.

Strax í fyrsta hluta bók­ar­innar (Vald pen­ing­anna, 31 síða) kynn­ist les­and­inn ógn­vekj­andi valdi pen­ing­anna þegar slengt er framan í hann setn­ing­unni: „Drull­aðu þér burt!“. Byrj­unin minnir einna helst á upp­haf hinnar magn­þrungnu spennu­mynd­ar: Níkitu eftir Luc Bes­son frá árinu 1990, með hinn góð­kunna Jean Reno í hlut­verki hreins­ar­ans Vikt­ors. Les­and­inn situr límdur í sæt­inu fram að lokamín­útu, en kafl­anum lýkur á orð­un­um: „Ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guð­munds­son er á leið­inni í fang­elsi!“ 

Hún er líka mögn­uð, lýs­ing Ólínu á því þegar rík­asti maður lands­ins, Þor­steinn Már Bald­vins­son, hótar seðla­banka­stjóra. Ekki fer á milli mála hver það er sem stjórnar land­inu, ekki síst þegar for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, í skóm Lady Macbeth, ákveður að breyta sög­unni með sinni eigin stjórn­ar­skrá og tekur afstöðu gegn þjóð­inni með því að verja þennan gjörn­ing.

Ólína fylgir þess­ari frá­sögn vel eftir í næstu köflum á eft­ir, þar sem hún afhjúpar tengsl fjár­magns­eig­enda við fjór­flokk­inn svo­kall­aða. Þarna er sagt frá tveimur afla­skip­stjórum sem Þor­steinn Már hefur lagt í ein­elti með atvinnu­banni. Sú frá­sögn minnir á með­ferð­ina sem Helgi Bene­dikts­son, útgerð­ar­maður frá Vest­manna­eyj­um, mátti sæta af hendi Bjarna Bene­dikts­son­ar, dóms­mála­ráð­herra. Maður hélt í ein­feldni sinni að slík aðför til­heyrði annarri ver­öld. Aðstoð­ar­maður Bjarna var Gunnar Páls­son, faðir Kjart­ans, fyrrum fram­kvæmd­ar­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem Jónas frá Hriflu kall­aði stór­dóm­ara, en hann tók gjarnan að sér verk af þessu tagi fyrir Bjarna. Í frá­sögn Ólínu er ráð­herrann, Krist­ján Þór, hins vegar aðstoð­ar­mað­ur­inn. Fyrsta hluta bók­ar­innar lýkur svo á bréfi Bjarna Jóns­son­ar, þar sem lýst er hlut­skipti manns sem hefur verið án atvinnu í 366 daga. 

Annar og þriðji hluti bók­ar­innar (Stjórn­sýslan, 61 síða og Póli­tíska vald­ið, 62 síð­ur) eru meg­in­kaflar bók­ar­inn­ar. Þeir eru ekki alveg eins öfl­ugir og fyrsti hlut­inn, en skil­greina eigi að síður vel um hvað atvinnu­bann (berufsver­bot) og spill­ing snú­ast og tekin mörg athygl­is­verð dæmi af ein­stak­lingum til þess að skýra frá­sögn­ina.

Hér er það fyrst og fremst tvennt sem ég vil nefna sem hefði mátt hnykkja betur á, í ljósi þess sem síðar er fjallað um. Á blað­síðu 66 útskýrir Ólína mun­inn á umboðs­manni Alþingis og úrskurð­ar­nefnd jafn­rétt­is­mála. Þar lýsir hún því hvernig umboðs­maður tekur fyrir kærur frá ein­stak­ling­um, og metur sjálfur hvort og hvernig hann bregst við, auk þess sem hann getur hafið sjálf­stæðar rann­sóknir á stofn­unum ef honum sýn­ist svo. Úrskurð­ar­nefndin tekur hins vegar ein­ungis fyrir mál þar sem grunur leikur á kynja­mis­mun­un. Ólína kærir Háskól­ann á Akur­eyri (bls. 171) fyrir að hafa gengið fram hjá sér við stöðu­veit­ingu til umboðs­manns Alþingis eftir að hæf­is­nefnd hafði metið hana hæf­asta. Ekk­ert kom út úr þeirri kæru annað en per­sónu­legt bréf frá umboðs­manni. Þegar hún var hins vegar snið­gengin við ráðn­ingu í starf þjóð­garðsvarðar á Þing­völlum (bls. 84) kærði hún til úrskurð­ar­nefndar jafn­rétt­is­mála. Það mál vinnur hún. Málin eru sam­bæri­leg. Í báðum til­vikum er Ólína beitt atvinnu­banni vegna póli­tískra skoð­ana sinna og greini­legt að hún og fleiri leita til úrskurð­ar­nefndar jafn­rétt­is­mála (bls. 71-72) vegna getu­leysis umboðs­manns Alþing­is. Það leiðir af sjálfu sér að karlar hafa ekki um þennan kost að velja og leiðir þessi mis­munun til úlfúðar milli kynja, sem varla hefur verið ætlun lög­gjafans. Þó er það ekki alveg ljóst.

Á heima­síðu emb­ættis umboðs­manns segir m.a. um ráðn­ing­ar:

Þegar stjórn­völd takast það á hendur að ráða ein­stak­ling til starfa hjá opin­berum stofn­unum verður verk­lag við ráðn­ing­ar­ferlið að taka mið af þeirri grund­vall­ar­reglu stjórn­sýslu­réttar að velja skuli hæf­asta umsækj­and­ann til starfans. Jafn­framt er gerð krafa til þess að ferlið stuðli að því að réttar­ör­yggi þeirra sem sækja um störf hjá hinu opin­bera sé tryggt. Þar sem ákvörðun um skip­un, setn­ingu eða ráðn­ingu í opin­bert starf er stjórn­valds­á­kvörðun verður þannig að haga með­ferð þess­ara mála svo að hún full­nægi kröfum stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993 og óskráðra reglna stjórn­sýslu­rétt­ar­ins.

Ekki er bein­línis fjallað um það hvernig aug­lýs­ingum skuli hátt­að, en gera verður ráð fyrir að leitað sé að hæf­asta ein­stak­lingn­um, að ekki sé aug­lýst eftir ákveðnum ein­stak­ling­um, og hlut­verk og eðli starfs­ins komi skýrt fram í aug­lýs­ingu. Í fram­haldi verður að álykta að nið­ur­stöð­urnar séu mæl­an­legar og gegn­sæj­ar, en ekki byggðar á per­sónu­legu mat­i. 

Auglýsing
Samkvæmt því sem kemur fram í bók Ólínu er þetta ekki reyndin heldur er fólki bein­línis ráð­lagt að kæra ekki til umboðs­manns því kærur snú­ist í and­hverfu sína m.v. aug­lýstan til­gang emb­ætt­is­ins—s­br. við­tal við Sig­ur­björgu Sig­ur­geirs­dótt­ur, pró­fessor bls. 68—og þeir sem láta ekki segj­ast og kæra til umboðs­manns fá aldrei framar vinnu, sbr. Þór Saari bls. 122 o.fl. Í reynd minnir emb­ætti umboðs­manns Alþingis á fram­göngu frönsku lög­regl­unnar í tíð Vichy-­stjórn­ar­inn­ar. Hún tók ómakið af nas­istum þegar gyð­ingar leit­uðu til hennar eftir hjálp og sendi þá í vinnu­búð­ir, en Ólína rekur orðið atvinnu­bann, berufsver­bot, einmitt til gyð­inga­of­sókna nas­ista (47).

Þetta var ekki yfir­lýstur til­gangur Alþingis með stofnun emb­ættis umboðs­manns. Emb­ættið tók til starfa í árs­byrjun 1988, langt á eftir sam­bæri­legum emb­ættum á hinum Norð­ur­lönd­um, og hafði þá verið til umræðu í 30 ár. Emb­ættið tekur mið af danska emb­ætt­inu en ekki því sænska sem er mun eldra og hefur sak­sókn­ara­vald. Aðeins tveir aðilar hafa gegnt emb­ætti umboðs­manns Alþing­is: Gaukur Jör­unds­son og Tryggvi Gunn­ars­son, sem hefur setið frá 1998, eða í 22 ár. Greini­legt er að Alþingi vill lág­marka afskipti af ráðn­ingum og umbætur á stjórn­sýsl­unni, sbr. fram­göngu Ásgeirs Jóns­sonar í seðla­banka (bls. 126) og útvarps­stjóra Páls Magn­ús­son­ar, sem rak vel á annað hund­rað starfs­menn (bls. 92). Tryggvi hefur nú ákveðið að hætta eftir 33 ár í starfi við emb­ætt­ið. Það er ekki öllum gefið að sitja svona lengi í aðgerð­ar­litlu emb­ætti og verður for­vitni­legt að sjá hvort ein­hver breyt­ing verði á því með nýjum herrum.

Hitt atriðið sem hefði mátt útskýra nánar er Lands­dóms­mál­ið, einkum þátt Ingi­bjargar Sól­rúnar Gísla­dótt­ur, þ.v. for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar (SF). Ólína vísar til þess að þing­nefnd hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að kæra yrði fjóra ráð­herra. Jafn­framt vísar hún til þess að rann­sókn­ar­nefnd Alþingis hafi ekki talið unnt að ákæra Ingi­björgu Sól­rúnu á grund­velli laga um ráð­herra­á­byrgð, sem kveði á um að við­kom­andi ráð­herra mála­flokks sé sá sem telj­ist ábyrgur gagn­vart lands­dómi og að þeir þing­menn sem hafi sam­þykkt að kæra Geir Haarde en ekki Ingi­björgu Sól­rúnu hafi orðið fyrir atvinnu­banni (bls. 118-122).

Aldrei hefur reynt á Lands­dóm og hefur það ýtt undir óábyrga hegðun stjórn­mála­manna í gegnum tíð­ina. Hins vegar er þessi fyrsti dómur og afleið­ingar hans per­sónu­gerð­ar, og snú­ast þar af leið­andi ekki um það sem máli skipt­ir. Lands­dóms­málið umhverfð­ist í grímu­lausa póli­tík, verður bit­bein íhalds og vinstri afla og ýtir enn frekar undir óábyrga hegðun stjórn­mála­manna, sbr. skipun Sig­ríðar Á. And­er­sen í Lands­rétt (bls. 65) en kostn­aður skatt­greið­enda vegna hennar nemur nú yfir 150 milj­ónum króna. 

Lands­dóms­málið á sér ekki neina hlið­stæðu nema ef vera skyldi eið­rofs­málið 1942 þegar Ólafur Thors sveik Her­mann Jón­as­son og breytti stjórn­ar­skránni þrátt fyrir lof­orð um ann­að. Eið­rofs­málið sner­ist um per­sónu­legt van­traust milli Her­manns og Ólafs en ekki um stjórn­ar­skrár­bundið rang­læti. Í rík­is­stjórn tveggja eða þriggja flokka eru það for­menn þeirra sem bera ábyrgð á efna­hags­stefn­unni sem birt­ist í fjár­laga­frum­varpi. Í fram­hald­inu leggja þeir til breyt­ingar á tekju­öfl­un­inni til að ná fram sam­eig­in­legri póli­tísku stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sagan er skýrt dæmi um þetta en einnig má vísa í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis (RNA). Sam­kvæmt RNA var efna­hags­stefna rík­is­stjórn­ar­innar meg­in­or­sök Hruns­ins 2008. Í skýrslu Björg­vins G. Sig­urðs­sonar fyrir RNA kemur einnig fram að Ingi­björg Sól­rún hafi borið ábyrgð á þessum flokki. Jafn­framt kemur þar fram að Ingi­björg Sól­rún sendi full­trúa sinn, Össur Skarp­héðins­son, á hinn afdrifa­ríka fund um fall Glitnis í Seðla­bank­an­um, sem Björg­vin vissi ekk­ert um, og var í nánu sam­bandi við Geir Haar­de, for­sæt­is­ráð­herra, um málið á meðan á fund­inum stóð. Samt felur hún sig á bak við laga­króka í rann­sókn­ar­skýrsl­unni og heldur því fram að hver ráð­herra beri ábyrgð á sínum mála­flokki. Hér bregst Alþingi og hefði mátt kryfja þetta atriði aðeins bet­ur, en ekki sér fyrir end­ann á afleið­ingum Lands­dóms­máls­ins og þeirra dreng­skap­ar­brota sem Ingi­björg Sól­rún hefur orðið ber af. Þarna hefði mátt tengja til­raun þing­manna til að draga lands­dóm­skæruna til baka og hvort þeim þing­mönnum hefði verið hótað atvinnu­banni (bls. 120) en Sig­mundur Ernir Rún­ars­son var einn þeirra (bls. 123) sem Ólína tekur sem dæmi um þing­mann sem fékk ekki vinnu upp úr því. Eins hefði mátt setja spurn­inga­merki við ráðn­ingar þing­mann­anna Ein­ars K. Guð­finns­sonar og Katrínar Júl­í­us­dóttur (122) hjá hags­munasam­tökum en slíkar ráðn­ingar eru dæmi um grófa spill­ingu sem t.d. umboðs­maður Evr­ópu­sam­bands­ins fylgist grannt með þótt hann hafi svip­aðar heim­ildir og umboðs­maður Alþingis til þess.

Í fjórða hluta (Vís­inda­sam­fé­lagið og fjöl­miðl­ar, 48 síð­ur) eru rakin nokkur dæmi um það hvernig menn eru rit­skoð­aðir innan háskóla og fjöl­miðla. Þessi kafli er sér­stak­lega athygl­is­verður og vel unn­inn þar sem háskólar og fjöl­miðlar eru vagga lýð­ræð­is­ins. Hér ber að nefna umfjöllun um mál Þor­valdar Gylfa­son­ar, en það teygir anga sína til útlanda rétt eins og mál Nóbelskálds­ins forð­um. Þar fjallar Ólína um mikla heift sem alið er á í garð Þor­vald­ar. Þá er mál Jóhanns Hauks­sonar ekki síður athygl­is­vert. Jóhann var rek­inn frá Frétta­blað­inu fyrir geta þess að Bjarni Bene­dikts­son, dóms­mála­ráð­herra, hefði njósnað um póli­tíska and­stæð­inga sína. Njósnum Bjarna er lýst í máli Hall­dórs Lax­ness (bls. 152) sem Ólína tekur einnig fyrir af mik­illi skerpu og vísar í traustar heim­ildir máli sínu til stuðn­ings. Bjarni Bene­dikts­son var, sem dóms­mála­ráð­herra, yfir skatt­kerf­inu og giltu lög um þagn­ar­skyldu til hans. Það virð­ist samt ekki hafa flækst fyrir honum og vekur spurn­ingar um hvort mál Lax­ness hafi verið ein­stakt eða hvort upp­lýs­ingar um fleiri Íslend­inga hafi farið þessa leið. Sam­bæri­legar lýs­ingar á beit­ingu skatt­kerf­is­ins í þágu Sjálf­stæð­is­flokks­ins nú dögum má sjá í bók Jóhanns: Þræðir valds­ins, og ævi­sögum Ein­ars Kára­sonar um þá Jón Ólafs­son og Jón Ásgeir. Þá má einnig nefna grein eftir und­ir­rit­aðan um skatt­svik í aðdrag­anda hruns­ins: skatt­svik í boði hverra?

Að lokum spyr Ólína hvað sé til ráða fyrir þá sem verða fyrir atvinnu­banni, en þeir eru örugg­lega fleiri en menn grun­ar, og hver lær­dóm­ur­inn af bók­inni er. Þar vísar hún m.a. til til­lagna Sig­ur­bjargar Sig­ur­geirs­dóttur um mið­læga ráðn­ing­ar­stofu hins opin­bera undir þing­legu eft­ir­liti vegna getu­leysis umboðs­manns Alþingis til að taka á þessum mál­um. Þetta er svipað form og Frakkar gripu til eftir fall Vichy-­stjórn­ar­innar en til­urð þeirrar stjórnar og und­ir­lægju­hættur hennar við nas­ista hefur verið rakið til spill­ingar og kunn­ingja­stjórn­sýslu innan þriðja lýð­veld­is­ins 1870-1940. Nú verða allir sem hyggj­ast sækja um vinnu hjá hinu opin­bera í Frakk­landi að gang­ast undir sér­stakt próf (Concour­s). Eva Joly fór t.d. í svona próf og fékk vinnu sem rann­sókn­ar­dóm­ari, eins og frægt er orð­ið. Hún hefði aldrei getað látið sig dreyma um það án þessa fyr­ir­komu­lags. Hér hefði Ólína mátt vísa í nýju stjórn­ar­skrána, einkum 96. grein henn­ar, en hún leysir mik­inn vanda, og hefði lík­lega ekki komið til Lands­dóms­máls­ins, hefði Alþingi virt þjóð­ar­vilj­ann:

96. grein. Skipun emb­ætt­is­manna

Ráð­herrar og önnur stjórn­völd veita þau emb­ætti sem lög mæla.

Hæfni og mál­efna­leg sjón­ar­mið skulu ráða við skipun í emb­ætti.

Þegar ráð­herra skipar í emb­ætti dóm­ara og rík­is­sak­sókn­ara skal skipun borin undir for­seta Íslands til stað­fest­ing­ar. Synji for­seti skipun stað­fest­ingar þarf Alþingi að sam­þykkja skip­un­ina með 2/3 hlutum atkvæða til að hún taki gildi.

Ráð­herra skipar í önnur æðstu emb­ætti, eins og þau eru skil­greind í lög­um, að feng­inni til­lögu sjálf­stæðrar nefnd­ar. Velji ráð­herra ekki í slíkt emb­ætti einn þeirra sem nefndin telur hæf­asta er skipun háð sam­þykki Alþingis með 2/3 hlutum atkvæða.

For­seti Íslands skipar for­mann nefnd­ar­inn­ar. Um nán­ari skipan hennar og störf skal mælt fyrir í lög­um.

Í lögum má kveða á um að í til­tekin emb­ætti megi ein­ungis skipa íslenska rík­is­borg­ara. Krefja má emb­ætt­is­mann um eið­staf að stjórn­ar­skránni.

Þetta er athygl­is­verð bók fyrir margra hluta sakir og ættu allir að lesa hana a.m.k. fyrir kosn­ing­arnar í haust. Hún er vel unnin og frá­sögnin skipu­leg. Ólína heldur les­and­anum vel við efn­ið. Nokkrar gloppur eru þó í nafna­skrá en prent­villur fáar og strjál­ar. Ólína hefur viðað að sér miklu magni heim­ilda sem hún gerir góð skil og gott að þessum upp­lýs­ingum sé haldið til haga á einum stað. Hún er samt ekki að viðra neinn nýjan sann­leik. Þjóðin hefur lengi vitað af þessum ósköp­um. Bókin setur þennan veru­leika hins vegar í nýtt og víð­ara sam­hengi. Þess vegna vakna líka margar spurn­ingar að lestri lokn­um. Hvað ætla yfir­völd að gera? Hvernig geta þau látið sem ekk­ert sé? Hvað um nýju þing­manns­efn­in? Er þetta þjóð­fé­lagið sem á þeim brenn­ur? Spjótin bein­ast einnig að verka­lýðs­hreyf­ing­unni, einkum BSRB og BHM. Af hverju hafa þau banda­lög látið ráðn­ingar og upp­sagnir hjá hinu opin­bera afskipta­lausar og hvernig ætla þau nú að bregð­ast við?

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur.

Spegill fyrir skuggabaldur

Höf­undur bók­ar: Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttir

Heiti bók­ar: Speg­ill fyrir skugga­bald­ur. Atvinnu­bann og mis­beit­ing valds

Útgáfa: Skrudda 2020, 252 bls.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar