Úrskurðarnefnd: Ráðherra þarf ekki að afhenda lögfræðiálitin

Mennta- og menningarmálaráðuneytið þarf ekki að afhenda lögfræðiálit sem aflað var þegar Lilja D. Alfreðsdóttir ákvað að stefna konu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur stað­fest synjun mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráðu­­neyt­is­ins á beiðni Kjarn­ans um aðgang að þeim lög­­fræð­i­á­litum sem Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála, afl­aði í aðdrag­anda þess að hún ákvað að höfða mál á hendur Haf­­­dísi Helgu Ólafs­dótt­­­ur, skrif­­­stofu­­­stjóra í for­­­sæt­is­ráðu­­­neyt­in­u. 

Kæru­­­nefnd jafn­­­rétt­is­­­mála úrskurð­aði fyrr á þessu ári að Lilja hefði brotið jafn­­­rétt­is­lög með því að snið­­­ganga Haf­dísi Helgu í emb­ætti ráðu­­­neyt­is­­­stjóra í ráðu­­neyt­in­u. 

Þegar greint var frá á RÚV þann 24. júní síð­­ast­lið­inn að Lilja ætl­­aði að stefna Haf­­dísi Helgu, með það fyrir augum að fá úrskurð kæru­­nefnd­­ar­innar ógild­an, kom fram að sú ákvörðun hefði verið tekin eftir að ráð­herr­ann hefði aflað sér lög­­fræð­i­á­lita sem bent hefðu á laga­­lega ann­­­marka í úrskurði kæru­­­nefnd­­­ar­inn­­­ar. Úrskurð­­­ur­inn byði upp á laga­­­lega óvissu í tengslum við það ferli sem unnið sé eftir við skipan emb­ætt­is­­­manna. Þeirri laga­ó­vissu vildi Lilja eyða. ­Stefna Lilju gegn Haf­dísi Helgu var þing­fest í dag í hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Kjarn­inn óskaði eftir því í byrjun að fá umrædd lög­­fræð­i­á­lit sem stefnan byggir á afhent, en var synj­að.  

Und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti almenn­ings

Ráðu­­neytið vís­aði í þriðja tölu­lið sjöttu greinar upp­­lýs­inga­laga þegar það synj­aði Kjarn­anum um aðgang að lög­fræði­á­lit­unum þar sem segir að bréfa­­skipti við sér­­fróða aðila í tengslum við rétt­­ará­­grein­ing eða til afnota í dóms­­máli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu und­an­þegin upp­­lýs­inga­lög­um.

Auglýsing
Kjarn­inn kærði þá nið­­ur­­stöðu til úrskurð­­ar­­nefndar um upp­­lýs­inga­­mál sem komst að þeirri nið­ur­stöðu í síð­ustu viku að Lilja þyrfti ekki að afhenda álit­in. 

Í nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar segtir að hún hafi kynnt sér gögn máls­ins en um sé að ræða tvær lög­fræði­legar álits­gerð­ir, dag­settar 3. og 8.júní 2020. „. Í lög­fræði­á­lit­unum er fjallað um meinta ann­marka á úrskurði kæru­nefnd­ar­innar en fyrir liggur að höfðað hefur verið dóms­mál til ógild­ingar úrskurð­ar­ins. Úrskurð­ar­nefndin telur sam­kvæmt fram­an­greindu að ekki leiki vafi á því að heim­ilt sé að und­an­þiggja umbeðin gögn upp­lýs­inga­rétti almenn­ings á grund­velli[...]­upp­lýs­inga­laga Verður þá að leggja áherslu á að ekki verður annað ráðið af efni þess­ara lög­fræði­á­lita en að þeirra hafi verið gagn­gert aflað við athugun á hugs­an­legri máls­höfðun til ógild­ingar á úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.“

Þar segir enn fremur að þótt almenn­ingur kunni að hafa hags­muni af því að geta kynnt sér slík gögn, og kær­andi í mál­inu gegni því hlut­verki sem starfs­maður fjöl­mið­ils að miðla upp­lýs­ingum um opin­ber mál­efni, hafi lög­gjaf­inn við setn­ingu upp­lýs­inga­laga „tekið skýra afstöðu til þess að slík gögn skuli vera und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti almenn­ings.“

Braut jafn­­rétt­is­lög

Greint var frá því í byrjun júní að Lilja hefði brotið jafn­­­­rétt­is­lög við skipun Páls Magn­ús­­­­sonar í emb­ætti ráðu­­­­neyt­is­­­­stjóra í fyrra, sam­­­­kvæmt úrskurði kæru­­­­nefndar jafn­­­­rétt­is­­­­mála. Haf­­­­dís Helga hefði verið van­metin í sam­an­­­burði við Pál. Hæf­is­­­nefnd mat ekki Haf­­­dísi Helgu í hópi þeirra fjög­­­urra sem hæf­­­astir voru taldir í starf­ið. 

Páll, sem var skip­aður í emb­ættið síðla árs í fyrra, hefur um ára­bil gegn trún­­­­­að­­­­­ar­­­­­störfum fyrir Fram­­­­­sókn­­­­­ar­­­­­flokk­inn en hann var vara­­­­þing­­­­maður Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokks­ins í tvö kjör­­­­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­­­­ar­­­­maður Val­­­­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokks­ins.

Auglýsing
Í kjöl­far frétta um nið­­­ur­­­stöðu kæru­­­nefnd­­­ar­innar fjöll­uðu fjöl­miðlar um for­­­mann hæf­is­­­nefnd­­­ar­innar sem tók um ráðn­­­ingu ráðu­­­neyt­is­­­stjór­ans. For­­­maður hennar er lög­­­fræð­ing­­­ur­inn Einar Hugi Bjarna­­­son, sem Lilja hefur á tveggja og hálfs starfs­­­tíma sínum í ráðu­­­neyt­inu, valið til margra trún­­­að­­­ar­­­starfa. Ráðu­­­neytið hefur á þeim tíma greitt Ein­­­ari Huga alls 15,5 millj­­­ónir króna fyrir lög­­­fræð­i­ráð­­­gjöf og nefnd­­­ar­­­setu á vegum ráðu­­­neyt­is­ins. 

Í áður­­­nefndri frétt RÚV, frá 24. júní, var rakið að í lögum um kæru­­­nefnd jafn­­­rétt­is­­­mála segi að úrskurðir hennar séu bind­andi gagn­vart máls­að­il­um, en þeim sé heim­ilt að bera úrskurði hennar undir dóm­stóla. Til þess þurfi ráð­herrann, Lilja, að höfða mál á hendur kær­and­an­um, Haf­­­dísi Helg­u. 

Lög­­­­­maður Haf­­­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, sagði við RÚV að þessi ákvörðun ráð­herr­ans hefði komið á óvart. „ Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, að ráð­herra hafi höfðað mál per­­­són­u­­­lega gegn aðila sem kærir ákvörðun ráð­herra til kæru­­­nefnd­­­ar­inn­­­ar.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent