Úrskurðarnefnd: Ráðherra þarf ekki að afhenda lögfræðiálitin

Mennta- og menningarmálaráðuneytið þarf ekki að afhenda lögfræðiálit sem aflað var þegar Lilja D. Alfreðsdóttir ákvað að stefna konu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur stað­fest synjun mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráðu­­neyt­is­ins á beiðni Kjarn­ans um aðgang að þeim lög­­fræð­i­á­litum sem Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála, afl­aði í aðdrag­anda þess að hún ákvað að höfða mál á hendur Haf­­­dísi Helgu Ólafs­dótt­­­ur, skrif­­­stofu­­­stjóra í for­­­sæt­is­ráðu­­­neyt­in­u. 

Kæru­­­nefnd jafn­­­rétt­is­­­mála úrskurð­aði fyrr á þessu ári að Lilja hefði brotið jafn­­­rétt­is­lög með því að snið­­­ganga Haf­dísi Helgu í emb­ætti ráðu­­­neyt­is­­­stjóra í ráðu­­neyt­in­u. 

Þegar greint var frá á RÚV þann 24. júní síð­­ast­lið­inn að Lilja ætl­­aði að stefna Haf­­dísi Helgu, með það fyrir augum að fá úrskurð kæru­­nefnd­­ar­innar ógild­an, kom fram að sú ákvörðun hefði verið tekin eftir að ráð­herr­ann hefði aflað sér lög­­fræð­i­á­lita sem bent hefðu á laga­­lega ann­­­marka í úrskurði kæru­­­nefnd­­­ar­inn­­­ar. Úrskurð­­­ur­inn byði upp á laga­­­lega óvissu í tengslum við það ferli sem unnið sé eftir við skipan emb­ætt­is­­­manna. Þeirri laga­ó­vissu vildi Lilja eyða. ­Stefna Lilju gegn Haf­dísi Helgu var þing­fest í dag í hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Kjarn­inn óskaði eftir því í byrjun að fá umrædd lög­­fræð­i­á­lit sem stefnan byggir á afhent, en var synj­að.  

Und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti almenn­ings

Ráðu­­neytið vís­aði í þriðja tölu­lið sjöttu greinar upp­­lýs­inga­laga þegar það synj­aði Kjarn­anum um aðgang að lög­fræði­á­lit­unum þar sem segir að bréfa­­skipti við sér­­fróða aðila í tengslum við rétt­­ará­­grein­ing eða til afnota í dóms­­máli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu und­an­þegin upp­­lýs­inga­lög­um.

Auglýsing
Kjarn­inn kærði þá nið­­ur­­stöðu til úrskurð­­ar­­nefndar um upp­­lýs­inga­­mál sem komst að þeirri nið­ur­stöðu í síð­ustu viku að Lilja þyrfti ekki að afhenda álit­in. 

Í nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar segtir að hún hafi kynnt sér gögn máls­ins en um sé að ræða tvær lög­fræði­legar álits­gerð­ir, dag­settar 3. og 8.júní 2020. „. Í lög­fræði­á­lit­unum er fjallað um meinta ann­marka á úrskurði kæru­nefnd­ar­innar en fyrir liggur að höfðað hefur verið dóms­mál til ógild­ingar úrskurð­ar­ins. Úrskurð­ar­nefndin telur sam­kvæmt fram­an­greindu að ekki leiki vafi á því að heim­ilt sé að und­an­þiggja umbeðin gögn upp­lýs­inga­rétti almenn­ings á grund­velli[...]­upp­lýs­inga­laga Verður þá að leggja áherslu á að ekki verður annað ráðið af efni þess­ara lög­fræði­á­lita en að þeirra hafi verið gagn­gert aflað við athugun á hugs­an­legri máls­höfðun til ógild­ingar á úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.“

Þar segir enn fremur að þótt almenn­ingur kunni að hafa hags­muni af því að geta kynnt sér slík gögn, og kær­andi í mál­inu gegni því hlut­verki sem starfs­maður fjöl­mið­ils að miðla upp­lýs­ingum um opin­ber mál­efni, hafi lög­gjaf­inn við setn­ingu upp­lýs­inga­laga „tekið skýra afstöðu til þess að slík gögn skuli vera und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti almenn­ings.“

Braut jafn­­rétt­is­lög

Greint var frá því í byrjun júní að Lilja hefði brotið jafn­­­­rétt­is­lög við skipun Páls Magn­ús­­­­sonar í emb­ætti ráðu­­­­neyt­is­­­­stjóra í fyrra, sam­­­­kvæmt úrskurði kæru­­­­nefndar jafn­­­­rétt­is­­­­mála. Haf­­­­dís Helga hefði verið van­metin í sam­an­­­burði við Pál. Hæf­is­­­nefnd mat ekki Haf­­­dísi Helgu í hópi þeirra fjög­­­urra sem hæf­­­astir voru taldir í starf­ið. 

Páll, sem var skip­aður í emb­ættið síðla árs í fyrra, hefur um ára­bil gegn trún­­­­­að­­­­­ar­­­­­störfum fyrir Fram­­­­­sókn­­­­­ar­­­­­flokk­inn en hann var vara­­­­þing­­­­maður Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokks­ins í tvö kjör­­­­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­­­­ar­­­­maður Val­­­­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokks­ins.

Auglýsing
Í kjöl­far frétta um nið­­­ur­­­stöðu kæru­­­nefnd­­­ar­innar fjöll­uðu fjöl­miðlar um for­­­mann hæf­is­­­nefnd­­­ar­innar sem tók um ráðn­­­ingu ráðu­­­neyt­is­­­stjór­ans. For­­­maður hennar er lög­­­fræð­ing­­­ur­inn Einar Hugi Bjarna­­­son, sem Lilja hefur á tveggja og hálfs starfs­­­tíma sínum í ráðu­­­neyt­inu, valið til margra trún­­­að­­­ar­­­starfa. Ráðu­­­neytið hefur á þeim tíma greitt Ein­­­ari Huga alls 15,5 millj­­­ónir króna fyrir lög­­­fræð­i­ráð­­­gjöf og nefnd­­­ar­­­setu á vegum ráðu­­­neyt­is­ins. 

Í áður­­­nefndri frétt RÚV, frá 24. júní, var rakið að í lögum um kæru­­­nefnd jafn­­­rétt­is­­­mála segi að úrskurðir hennar séu bind­andi gagn­vart máls­að­il­um, en þeim sé heim­ilt að bera úrskurði hennar undir dóm­stóla. Til þess þurfi ráð­herrann, Lilja, að höfða mál á hendur kær­and­an­um, Haf­­­dísi Helg­u. 

Lög­­­­­maður Haf­­­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, sagði við RÚV að þessi ákvörðun ráð­herr­ans hefði komið á óvart. „ Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, að ráð­herra hafi höfðað mál per­­­són­u­­­lega gegn aðila sem kærir ákvörðun ráð­herra til kæru­­­nefnd­­­ar­inn­­­ar.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent