Úrskurðarnefnd: Ráðherra þarf ekki að afhenda lögfræðiálitin

Mennta- og menningarmálaráðuneytið þarf ekki að afhenda lögfræðiálit sem aflað var þegar Lilja D. Alfreðsdóttir ákvað að stefna konu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur stað­fest synjun mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráðu­­neyt­is­ins á beiðni Kjarn­ans um aðgang að þeim lög­­fræð­i­á­litum sem Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála, afl­aði í aðdrag­anda þess að hún ákvað að höfða mál á hendur Haf­­­dísi Helgu Ólafs­dótt­­­ur, skrif­­­stofu­­­stjóra í for­­­sæt­is­ráðu­­­neyt­in­u. 

Kæru­­­nefnd jafn­­­rétt­is­­­mála úrskurð­aði fyrr á þessu ári að Lilja hefði brotið jafn­­­rétt­is­lög með því að snið­­­ganga Haf­dísi Helgu í emb­ætti ráðu­­­neyt­is­­­stjóra í ráðu­­neyt­in­u. 

Þegar greint var frá á RÚV þann 24. júní síð­­ast­lið­inn að Lilja ætl­­aði að stefna Haf­­dísi Helgu, með það fyrir augum að fá úrskurð kæru­­nefnd­­ar­innar ógild­an, kom fram að sú ákvörðun hefði verið tekin eftir að ráð­herr­ann hefði aflað sér lög­­fræð­i­á­lita sem bent hefðu á laga­­lega ann­­­marka í úrskurði kæru­­­nefnd­­­ar­inn­­­ar. Úrskurð­­­ur­inn byði upp á laga­­­lega óvissu í tengslum við það ferli sem unnið sé eftir við skipan emb­ætt­is­­­manna. Þeirri laga­ó­vissu vildi Lilja eyða. ­Stefna Lilju gegn Haf­dísi Helgu var þing­fest í dag í hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Kjarn­inn óskaði eftir því í byrjun að fá umrædd lög­­fræð­i­á­lit sem stefnan byggir á afhent, en var synj­að.  

Und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti almenn­ings

Ráðu­­neytið vís­aði í þriðja tölu­lið sjöttu greinar upp­­lýs­inga­laga þegar það synj­aði Kjarn­anum um aðgang að lög­fræði­á­lit­unum þar sem segir að bréfa­­skipti við sér­­fróða aðila í tengslum við rétt­­ará­­grein­ing eða til afnota í dóms­­máli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu und­an­þegin upp­­lýs­inga­lög­um.

Auglýsing
Kjarn­inn kærði þá nið­­ur­­stöðu til úrskurð­­ar­­nefndar um upp­­lýs­inga­­mál sem komst að þeirri nið­ur­stöðu í síð­ustu viku að Lilja þyrfti ekki að afhenda álit­in. 

Í nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar segtir að hún hafi kynnt sér gögn máls­ins en um sé að ræða tvær lög­fræði­legar álits­gerð­ir, dag­settar 3. og 8.júní 2020. „. Í lög­fræði­á­lit­unum er fjallað um meinta ann­marka á úrskurði kæru­nefnd­ar­innar en fyrir liggur að höfðað hefur verið dóms­mál til ógild­ingar úrskurð­ar­ins. Úrskurð­ar­nefndin telur sam­kvæmt fram­an­greindu að ekki leiki vafi á því að heim­ilt sé að und­an­þiggja umbeðin gögn upp­lýs­inga­rétti almenn­ings á grund­velli[...]­upp­lýs­inga­laga Verður þá að leggja áherslu á að ekki verður annað ráðið af efni þess­ara lög­fræði­á­lita en að þeirra hafi verið gagn­gert aflað við athugun á hugs­an­legri máls­höfðun til ógild­ingar á úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.“

Þar segir enn fremur að þótt almenn­ingur kunni að hafa hags­muni af því að geta kynnt sér slík gögn, og kær­andi í mál­inu gegni því hlut­verki sem starfs­maður fjöl­mið­ils að miðla upp­lýs­ingum um opin­ber mál­efni, hafi lög­gjaf­inn við setn­ingu upp­lýs­inga­laga „tekið skýra afstöðu til þess að slík gögn skuli vera und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti almenn­ings.“

Braut jafn­­rétt­is­lög

Greint var frá því í byrjun júní að Lilja hefði brotið jafn­­­­rétt­is­lög við skipun Páls Magn­ús­­­­sonar í emb­ætti ráðu­­­­neyt­is­­­­stjóra í fyrra, sam­­­­kvæmt úrskurði kæru­­­­nefndar jafn­­­­rétt­is­­­­mála. Haf­­­­dís Helga hefði verið van­metin í sam­an­­­burði við Pál. Hæf­is­­­nefnd mat ekki Haf­­­dísi Helgu í hópi þeirra fjög­­­urra sem hæf­­­astir voru taldir í starf­ið. 

Páll, sem var skip­aður í emb­ættið síðla árs í fyrra, hefur um ára­bil gegn trún­­­­­að­­­­­ar­­­­­störfum fyrir Fram­­­­­sókn­­­­­ar­­­­­flokk­inn en hann var vara­­­­þing­­­­maður Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokks­ins í tvö kjör­­­­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­­­­ar­­­­maður Val­­­­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokks­ins.

Auglýsing
Í kjöl­far frétta um nið­­­ur­­­stöðu kæru­­­nefnd­­­ar­innar fjöll­uðu fjöl­miðlar um for­­­mann hæf­is­­­nefnd­­­ar­innar sem tók um ráðn­­­ingu ráðu­­­neyt­is­­­stjór­ans. For­­­maður hennar er lög­­­fræð­ing­­­ur­inn Einar Hugi Bjarna­­­son, sem Lilja hefur á tveggja og hálfs starfs­­­tíma sínum í ráðu­­­neyt­inu, valið til margra trún­­­að­­­ar­­­starfa. Ráðu­­­neytið hefur á þeim tíma greitt Ein­­­ari Huga alls 15,5 millj­­­ónir króna fyrir lög­­­fræð­i­ráð­­­gjöf og nefnd­­­ar­­­setu á vegum ráðu­­­neyt­is­ins. 

Í áður­­­nefndri frétt RÚV, frá 24. júní, var rakið að í lögum um kæru­­­nefnd jafn­­­rétt­is­­­mála segi að úrskurðir hennar séu bind­andi gagn­vart máls­að­il­um, en þeim sé heim­ilt að bera úrskurði hennar undir dóm­stóla. Til þess þurfi ráð­herrann, Lilja, að höfða mál á hendur kær­and­an­um, Haf­­­dísi Helg­u. 

Lög­­­­­maður Haf­­­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, sagði við RÚV að þessi ákvörðun ráð­herr­ans hefði komið á óvart. „ Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, að ráð­herra hafi höfðað mál per­­­són­u­­­lega gegn aðila sem kærir ákvörðun ráð­herra til kæru­­­nefnd­­­ar­inn­­­ar.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent