Byggðarráð Skagafjarðar geldur varhug við því að héraðsdómstólum verði fækkað í einn

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni. Skagafjörður leggst að óbreyttu gegn áformunum.

Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Byggð­ar­ráðs Skaga­fjarðar geldur var­hug við fyr­ir­hug­aðri fækkun hér­aðs­dóm­stóla. Í umsögn þess um áform um laga­setn­ingu þess efn­is, sem birt hefur verið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, segir að sporin hræði í þeim efn­um. „þegar stjórn­sýslu­ein­ingar missa ákveðið sjálf­stæði hefur slíkt oftar en ekki leitt til þess að umfang starfs­stöðva þeirra hefur minnkað í kjöl­farið eða þeim verið lokað með til­heyr­andi skerð­ingu á nær­þjón­ustu. Nægir þar að nefna starf­semi svæð­is­stöðva Rík­is­út­varps­ins á lands­byggð­inni, starf­semi Vega­gerð­ar­inn­ar, Rarik o.fl.“

Í umsögn­inni segir að þótt byggð­ar­ráðið sé ­sam­mála mörgu af því sem er að finna í drög­un­um, meðal ann­ars um að starfs­stöðvar hér­aðs­dóm­stóla sé hægt að efla og styrkja með nýjum verk­efn­um, þá sé ­at­hygl­is­vert sé að sjá að í skjali um mat á áhrifum frum­varps­ins sé talið að það leiði ekki til neinna áhrifa á byggð­ar­lög. „Byggð­ar­ráð leggur áherslu á að frum­varp þetta verði ekki lög­fest án þess að sam­hliða verði fest í lög þau verk­efni og umsvif sem starfs­stöðvum hér­aðs­dóm­stóls á hverjum og einum stað er ætlað að sinna.“ 

Undir umsögn­ina skrifar Sig­fús Ingi Sig­fús­son, sveit­ar­stjóri Skaga­fjarð­ar.

Vill fækka hér­aðs­dóm­stólum úr átta í einn

Kjarn­inn greindi frá því 12. ágúst síð­ast­lið­inn að dóms­mála­ráðu­neytið hefði kynnt áform um laga­setn­ingu þess efnis að sam­eina alla átta hér­­aðs­­dóm­stóla lands­ins í eina stofnun í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda. 

Til stendur að vinna frum­varp um málið í ráðu­­neyt­inu og mark­mið hinnar fyr­ir­hug­uðu laga­­setn­ingar er að auka skil­­virkni og hag­­kvæmni í rekstri hér­­aðs­­dóms­­stigs­ins. Umsagn­­ar­frestur um áformin stendur til 9. sept­­em­ber.

Auglýsing
Í umfjöllun um áformin á vef sam­ráðs­­gátt­­ar­innar segir að Jón Gunn­­ar­s­­son dóms­­mála­ráð­herra hafi hinn 23. mars síð­­ast­lið­inn skipað starfs­hóp um sam­ein­ingu hér­­aðs­­dóm­stóla. Það hafi meðal ann­­ars verið gert á grund­velli ábend­inga Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar sem settar voru fram í skýrslu sem send var til ráðu­­neyt­is­ins 29. apríl 2020. Þar kom fram að sam­ein­ing hér­­aðs­­dóm­stól­anna sé skil­­virkasta og árang­­ur­s­­rík­­asta leiðin að auk­inni sam­ræm­ingu innan dóms­­kerf­is­ins.

Starfs­hóp­ur­inn sem Jón skip­aði í vor hefur enn ekki lokið störfum en ráð­­gert er að störfum hans ljúki haustið 2022. Hann er sam­an­­settur af for­­manni stjórnar dóm­stóla­­sýsl­unn­­ar, full­­trúa lög­­­manna­­fé­lags­ins og öðrum aðstoð­­ar­­manni dóms­­mála­ráð­herra. Lög­­fræð­ingar frá dóm­stóla­­sýsl­unni og dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu starfa með hópn­­um. Starfs­hópnum til stuðn­­ings skip­aði Jón enn fremur sam­ráðs­hóp sem skip­aður er sak­­sókn­­ara hjá emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, þremur hér­­aðs­­dóm­­ur­um, aðstoð­­ar­­manni hér­­aðs­­dóm­­ara og dóm­­rit­­ara í hér­­aðs­­dómi.

Starfs­­stöðvar á lands­­byggð­inni for­­senda

Dóms­­mála­ráðu­­neytið segir að for­­senda sam­ein­ing­­ar­innar af þess hálfu sé að sam­ein­aður dóm­­stóll hafi starfs­­stöðvar á lands­­byggð­inni, en ekki kemur fram í kynntum áformum hversu margar þær eiga að vera. „Horft er til þess að efla og styrkja þessar starfs­­stöðvar með nýjum verk­efnum og byggja þar á verk­efni um svo­­nefnda rétt­­ar­vörslu­­gátt og því að koma á fót staf­rænni með­­­ferð dóms­­mála. Með breyttu fyr­ir­komu­lagi hér­­aðs­­dóm­stól­anna má ætla að ná megi fram ein­fald­­ari og skil­­virk­­ari stjórn­­­sýslu fyrir dóm­stól­ana og mark­vissu eft­ir­liti með henni. Þá má ætla að fjár­­fram­lög og mannauður dóm­stól­anna muni nýt­­ast betur og aukið hag­ræði nást við með­­­ferð dóms­­mála borg­­ur­unum til hags­­bóta.“

Þá á breyt­ingin að fela í sér að hægt verði í rík­­­ari mæli að sinna málum óháð starfs­vett­vangi dóm­­ara, styrkja stjórnun hér­­aðs­­dóms­­stigs­ins og fag­­legan grund­­völl fyrir starf­­semi dóm­­stigs­ins á lands­­byggð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent