Þorgerður segir „ógn við lýðræðið“ hafa falist í skilaboðum frá framkvæmdastjóra SFS

Formaður Viðreisnar segir að „ógn við lýðræðið“ felist í þeim skilaboðum frá framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að það hafi verið „sérkennilegt“ af fréttastofu Stöðvar 2 að ræða við hana í síðustu viku um samþjöppun í sjávarútvegi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar segir að „ógn við lýð­ræð­ið“ hafi falist í skila­boðum sem Heiðrún Lind Mart­eins­dóttir fram­kvæmda­stjóri SFS setti fram í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í síð­ustu viku.

Í þeirri grein sagði Heiðrún Lind að það hefði verið „sér­kenni­legt“ af frétta­stofu Stöðvar 2 að velja Þor­gerði sem við­mæl­anda um skoð­ana­könnun Mask­ínu sem fjall­aði um áhyggjur lands­manna af sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi, þar sem stefna Við­reisnar í mála­flokknum sé til þess fallin að auka enn sam­þjöppun í grein­inni.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS Mynd: Skjáskot/RÚV

Þor­gerður Katrín svarar þessum ummælum og skrifar í Frétta­blaðið í dag að Heiðrún Lind hafi fært frétta­mönnum þau skila­boð „að hátt­­semi þeirra sé á­litin sér­­­kenn­i­­leg ef þeir tala við stjórn­­­mála­­menn, sem berg­­mála ekki mál­­flutn­ing SFS“.

„Hér eru sterk­ustu hags­muna­­sam­tök lands­ins að beita ó­beinum á­hrifum til að loka fyrir frjálsa hugs­un. Það er ógn við lýð­ræð­ið,“ skrifar Þor­gerður Katrín.

Stefna Við­reisnar sé til þess fallna að auka sam­þjöppun

Í grein sinni í Frétta­blað­inu í síð­ustu viku sagði Heiðrún Lind að Við­reisn hefði „gengið hart fram með stefnu um inn­köllun afla­heim­ilda og end­ur­út­hlutun þeirra með upp­boð­um“ og að þekkt áhrif slíkra ráð­staf­ana væru „aukin sam­þjöpp­un, þar sem hinir stærri og fjár­hags­lega sterku bera sigur úr býtum og heim­ildir hinna smærri fjara út.“

Heiðrún Lind sagði að það væri „und­ar­legt“ að frétta­maður Stöðvar 2 hefði ekki spurt Þor­gerði Katrínu að því hvernig stefna Við­reisnar færi saman við nið­ur­stöðu könn­unar Mask­ínu, um áhyggjur af sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi í ljósi kaupa Síld­ar­vinnsl­unnar á Vísi.

Auglýsing

„Flokk­ur­inn boðar jú skýr­lega að auka enn á áhyggjur fólks af sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi. Næst verður kannski spurt um hvort fólk hafi miklar eða litlar áhyggjur af auk­inni sam­þjöppun og byggða­röskun vegna upp­boða á afla­heim­ild­um. Ég hygg að flestir hafi áhyggjur af því, ef frá eru taldir kjós­endur þess flokks sem bein­línis hefur það á stefnu­skránni að flýta sam­þjöpp­un,“ skrif­aði Heiðrún Lind.

Segir SFS tala fyrir dul­búnum rík­is­stuðn­ingi

Þor­gerður Katrín segir í grein sinni í dag að Heiðrún Lind reyni með þessu að halda því fram að tví­skinn­ungur felist í stefnu Við­reisnar í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, sem felst í því að setja hluta afla­hlut­deilda á frjálsan markað og þrengja um leið mögu­leika stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til að auka afla­hlut­deild sína og fara yfir skil­greind mörk.

Þvert á móti segir Þor­gerður Katrín tví­skinn­ung­inn fel­ast í afstöðu SFS. „Þau segja að vernda verði litlu fyr­ir­­tækin með ó­hóf­­lega lágu auð­linda­gjaldi en leggj­ast síðan al­farið gegn því að hindrað verði að stóru fyr­ir­­tækin geti snið­­gengið reglur um há­­marks afla­hlut­­deild og að skil­­grein­ingar á tengdum aðilum verði þrengd­ar,“ segir Þor­gerður Katrín og bætir við að SFS vilji að „þorri sjáv­ar­­út­­­vegs­­fyr­ir­­tækja greiði ó­hóf­­lega lágt gjald fyrir einka­rétt sinn til að nýta auð­lind­ina. Því ann­ars sé jú ör­­fáum lakast settu fyr­ir­­tækj­unum hætta búin“.

„Þetta er það sem kallað er pils­falda­kap­ít­al­ismi. Ann­ars vegar er þetta dul­­bú­inn rík­is­­­stuðn­ingur og hins vegar skálka­­skjól til að af­saka að þorri at­vinn­u­­grein­ar­innar greiði eig­endum auð­lind­ar­inn­ar, þjóð­inni sjálfri, ekki rétt­látt gjald fyrir einka­rétt­inn,“ skrifar Þor­gerður Katrín, sem segir SFS vera bæði með og á móti mark­aðs­bú­skap.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent