Þórdís ætlar ekki að afhenda kvittanir

Ráðherra ferðamála segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að persónuleg útgjöld hennar séu opinber gögn. Kjarninn óskaði eftir því að fá að sjá kvittanir fyrir því sem hún greiddi sjálf í vinkonuhittingi um liðna helgi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra, vill ekki afhenda kvitt­anir fyrir þeim vörum og þjón­ustu sem hún greiddi sjálf fyrir í vin­konu­hitt­ingi sem hún tók þátt í um helg­ina. Ein úr hópn­um, Eva Laufey Kjaran Her­manns­dótt­ir, er í við­skipta­sam­starfi við Hilton Nor­dica hót­elið og vegna þess bauðst hópnum frír aðgangur að heilsu­lind og gist­ing á hót­el­in­u. 

Þór­dís sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær að hún hefði greitt upp­sett verð fyrir mat, drykk og aðgang að heitum pottum í hitt­ingn­um. Þá hefði hún ekki gist á hót­el­inu og gert hópnum „frá upp­hafi ljóst að ég myndi borga allan minn kostnað og gerði það. Ég bað ekki um nein sér­kjör, hvorki þarna né ann­ars stað­ar, og greiddi upp­sett verð fyrir allt.“ 

Auglýsing
Kjarninn sendi henni fyr­ir­spurn og óskaði eftir því að fá sjá kvitt­anir fyrir því sem ráð­herr­ann greiddi. Í svari sem aðstoð­ar­maður hennar sendi Kjarn­anum seg­ir: „Varð­andi ósk um afhend­ingu reikn­inga/kvitt­ana þá er það afstaða ráð­herra að ekki sé hægt að ætl­ast til þess að per­sónu­leg útgjöld séu opin­ber gögn; þau verða því ekki afhent. Ráðu­neytið vekur athygli á að undir upp­lýs­inga­lög heyra ein­ungis gögn sem varða stjórn­sýslu og starf­semi ráðu­neyt­is­ins. Per­sónu­leg fjár­mál ráð­herra heyra ekki undir starf­semi eða stjórn­sýslu ráðu­neyt­is­ins.“

Mynd­irnar gegna ekki hlut­verki í verk­efn­inu

Röð mynda birt­ist af vin­konu­hópnum þar sem þær stóðu í hnapp. Mynd­irnar voru gagn­rýndar bæði fyrir það að á þeim væri ráð­herra ekki að virða tveggja metra reglu milli aðila sem deila ekki heim­ili og vegna þess að aðrar myndir í sömu mynda­seríu voru merktar sem sam­starf við Nor­dica. 

Eva Laufey birti stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­morgun þar sem hún sagð­ist ekk­ert hafa ætlað að tjá sig meira um hitt­ingin en að rang­færslur sem birt­ust í fjöl­miðlum hefðu kraf­ist þess. Þar lýsti hún deg­inum og sagð­ist alltaf hafa verið kýr­skýr þegar hún ynni fyrir önnur fyr­ir­tæki og merkti það með réttum hætti. „Þær myndir sem birtar voru af okkur vin­kon­unum tengj­ast sam­starf­inu ekki á neinn átt og höfðu þær engu hlut­verki að gegna í verk­efni mínu fyrir Nor­dica.“

Hún sagði það áhyggju­efni þegar frétta­miðlar færu með rangt mál og öllum væri vel­komið að hafa sam­band. Blaða­maður Kjarn­ans hafði sam­bandi við Evu Lauf­eyju, meðal ann­ars til að spyrja um hvernig greiðslu­til­högun hefði verið í vin­konu­hitt­ingn­um, en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leit­að.

Baðst afsök­unar

Í stöðu­upp­færslu sinni í gær sagði Þór­dís að vegna fyr­ir­spurna sem henni hefðu borist um þátt­töku sína í deg­inum hefði hún óskað eftir að skrif­stofa lög­gjaf­ar­mála í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu legði mat á hvort í þessu máli fælist brot á siða­reglum ráð­herra. 

Í áliti henn­ar, sem Þór­dís birtir hluta úr, seg­ir: „Eins og mál þetta er vaxið liggur ekk­ert fyrir sem bendir til þess að ráð­herra hafi þegið slíkar gjafir, boðs­ferðir eða afslætti frá Icelandair Hot­els eða öðrum umrætt sinn. Ráð­herra naut þannig hvorki per­sónu­legra fríð­inda í krafti emb­ættis síns né vegna umrædds sam­starfs. Þá getur ráð­herra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir sam­sæt­is­ins hafi þegið slík fríð­indi gegn því að birta kynn­ing­ar­efni á sam­fé­lags­miðli. Loks skiptir hér máli að myndir af ráð­herra sjálfri voru ekki merktar sem aug­lýs­ing eða sam­starf, heldur er um að ræða aðrar myndir sem teknar voru sama dag. Miðað við þær for­sendur sem hér er gengið út frá má því ætla að ekki sé um brot á siða­reglum ráð­herra eða öðrum reglum að ræða.“

Þór­dís sagði að þrátt fyrir þessa nið­ur­stöðu vildi hún árétta að ráð­herrar eigi að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa. „Ég gerði það ekki, biðst afsök­unar á því og mun læra af því.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent