Þórdís ekki talin hafa brotið siðareglur en biðst afsökunar

Þátttaka Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í vinkonuhittingi um liðna helgi var ekki talið brot á siðareglum ráðherra. Hún segist hafa greitt uppsett verð. Ráðherrar eigi þó að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa.

Þórdís Kolbrún
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að hún hafi greitt upp­sett verð fyrir mat, drykk og aðgang að heitum pottum í vin­konu­hitt­ingi sem hún tók þátt í um síð­ustu helgi. Ein úr hópn­um, Eva Laufey Kjaran Her­manns­dótt­ir, er í við­skipta­sam­starfi við Hilton Nor­dica hót­elið og vegna þess bauðst hópnum frír aðgangur að heilsu­lind og gist­ing á hót­el­in­u. 

Þór­dís segir að hún hafi ekki gist og gert hópnum „frá upp­hafi ljóst að ég myndi borga allan minn kostnað og gerði það. Ég bað ekki um nein sér­kjör, hvorki þarna né ann­ars stað­ar, og greiddi upp­sett verð fyrir allt.“ 

Auglýsing
Vegna fyr­ir­spurna sem henni hafi borist um þátt­töku sína í deg­inum hafi hún óskað eftir að skrif­stofa lög­gjaf­ar­mála í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu legði mat á hvort í þessu máli fælist brot á siða­reglum ráð­herra. 

Í áliti henn­ar, sem Þór­dís birtir hluta úr í stöðu­upp­færslu á Face­book, seg­ir:„Eins og mál þetta er vaxið liggur ekk­ert fyrir sem bendir til þess að ráð­herra hafi þegið slíkar gjafir, boðs­ferðir eða afslætti frá Icelandair Hot­els eða öðrum umrætt sinn. Ráð­herra naut þannig hvorki per­sónu­legra fríð­inda í krafti emb­ættis síns né vegna umrædds sam­starfs. Þá getur ráð­herra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir sam­sæt­is­ins hafi þegið slík fríð­indi gegn því að birta kynn­ing­ar­efni á sam­fé­lags­miðli. Loks skiptir hér máli að myndir af ráð­herra sjálfri voru ekki merktar sem aug­lýs­ing eða sam­starf, heldur er um að ræða aðrar myndir sem teknar voru sama dag. Miðað við þær for­sendur sem hér er gengið út frá má því ætla að ekki sé um brot á siða­reglum ráð­herra eða öðrum reglum að ræða.“

Þór­dís segir að þrátt fyrir þessa nið­ur­stöðu vilji hún árétta að ráð­herrar eigi að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa. „Ég gerði það ekki, biðst afsök­unar á því og mun læra af því.“

Að gefnu til­efn­i: Ég hef fengið fyr­ir­spurnir um það hvort og þá hvaða verð ég greiddi fyrir mat, drykk og aðgang að...

Posted by Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir on Tues­day, Aug­ust 18, 2020

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent