Danir sú þjóð sem eyddi mestu á Íslandi í júlí

Erlend kortavelta í júlí var um þriðjungur af því sem hún var í sama mánuði í fyrra, fór úr 31 milljarði niður í 10 milljarða. Kortavelta Dana hérlendis í mánuðinum nærri tvöfaldaðist á milli ára.

ferðamenn
Auglýsing

Erlend korta­velta hér­lendis nam rúmum 10 millj­örðum króna í júlí, sem er tæpur þriðj­ungur af því sem hún var í sama mán­uði í fyrra en þá nam erlend korta­velta tæpum 31 millj­arði króna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­innar. „Upp­hæðin er hærri en í mars, til og með júní síð­ast­liðnum en fyrir þann tíma þarf að fara aftur til jan­úar 2016 til finna lægri veltu erlendra korta í einum mán­uð­i,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unni.Þar segir að minnstur hafi sam­drátt­ur­inn verið í flokki versl­unar en í júlí nam velta erlendra korta í versl­unum um 2,2 millj­örðum króna. Í und­ir­flokki versl­unar hafi verið mest velta í flokki dag­vöru og stór­mark­aða, alls 881 milljón króna eða rétt um helm­ingur af því sem veltan var í sama mán­uði í fyrra. 81 pró­sent sam­dráttur hjá ferða­skrif­stofum og -skipu­leggj­endum

Á eftir verslun í veltu kom gisti­þjón­ustu en erlend korta­velta flokks­ins nam alls 2,1 millj­arði króna í júlí en erlend korta­velta er jafnan mest í flokki gisti­þjón­ustu að því er kemur fram í til­kynn­ingu Rann­sókn­ar­set­urs­ins. Erlend velta í veit­inga­þjón­ustu dróst saman um tvo þriðju á milli ára og nam 1,2 millj­örðum í júlí.Erlend velta bíla­leiga nam 1,2 millj­örðum króna í júlí og dróst saman um 68 pró­sent milli ára. Sam­drátt­ur­inn var mjög mik­ill í flokknum ýmis ferða­þjón­usta sem inni­heldur meðal ann­ars ferða­skrif­stofur og ferða­skipu­leggj­end­ur. Í júlí nam erlend korta­velta í þeim flokki um 900 millj­ónum króna og dróst saman um 81 pró­sent á milli ára.

Auglýsing


Danir eyddu mestu

Sú þjóð sem eyddi mestu hér á landi í júlí voru Danir en korta­velta þeirra var nærri tvö­falt meiri í júlí í ár heldur en í sama mán­uði í fyrra. Í júlí nam velta danskra greiðslu­korta 1,8 millj­örðum en í sama mán­uði í fyrra nam veltan tæpum 960 millj­ón­um. Á eftir Dönum í korta­veltu koma Þjóð­verjar, en korta­velta þeirra í júlí nam rúmum 1,7 millj­örðum í mán­uð­inum og dregst saman um 30 pró­sent frá sama mán­uði í fyrra. Bæði Þýska­land og Dan­mörk voru sett á lista yfir örugg lönd um miðjan júlí sem þýddi að far­þegar sem þaðan komu þurftu ekki að fara í skimun eða sótt­kví að því gefnu að far­þeg­arnir hefðu dvalist þar í að minnsta kosti hálfan mánuð fyrir ferða­lagið til Íslands. Á eftir Dönum og Þjóð­verjum í korta­veltu koma Bretar en korta­velta þeirra í júlí nam tæpum 1,1 millj­arða króna í mán­uð­inum og dróst saman um nærri 70 pró­sent frá sama mán­uði í fyrra.Fleiri Danir í ár en í fyrra

Sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mál­stofu og Isa­via fyrir júlí áttu mun fleiri ferða­menn frá Dan­mörku og Þýska­landi leið um Kefla­vík­ur­flug­völl í mán­uð­inum heldur en ferða­menn frá öðrum lönd­um. Af alls tæp­lega 46 þús­und brott­förum erlendra far­þega voru tæp­lega 10 þús­und til­komnar vegna Dana og rúm­lega 9 þús­und vegna Þjóð­verja. Þar á eftir koma Pól­verjar og Sviss­lend­ingar með rúm­lega þrjú þús­und brott­farir á hvora þjóð fyrir sig.

Sam­kvæmt tölum Isa­via og Ferða­mála­stofu dróg­ust brott­farar elrendra far­þega frá Kefla­vík­ur­flug­velli tölu­vert saman fyrir far­þega frá öllum löndum nema Dan­mörku. Brott­förum Dana fjölg­aði um tæp 33 pró­sent á milli ára en þær voru um 7.500 í sama mán­uði í fyrra. Til sam­an­burðar fækk­aði brott­förum Þjóð­verja um rúm­lega helm­ing milli ára.Íslend­ingar slógu met í korta­veltu

Líkt og Kjarn­inn sagði frá fyrr í dag þá var júlí síð­ast­lið­inn met­mán­uður í korta­veltu Íslend­inga. Alls greiddu Íslend­ingar 81,2 millj­arða króna með greiðslu­kortum inn­an­lands í júlí og var heild­ar­vöxtur inn­lendra korta hér­lendis í júlí í ár 18,5 pró­sent milli ára. Það þýðir að neyslan hafi auk­ist um 12,7 millj­arða króna í júlí milli ára. Ástæða mik­illar neyslu Íslend­inga hér­lendis í mán­uð­in­um  er sögð vera að fáir lands­menn leit­uðu út fyrir land­stein­ana í sumar og neyslan því hald­ist hér heima.„Ís­lend­ingar greiddu ríf­lega tvö­falt meira til gisti­staða í júlí síð­ast­liðnum sam­an­borið við júlí í fyrra, alls 2,2 millj­arða í júlí í ár sam­an­borið við 930 millj­ónir í fyrra. Í júní­mán­uði var inn­lend korta­velta gisti­staða einnig há eða um 1,3 millj­arð­ar, 75% meira en í júní í fyrra,“ segir í til­kynn­ingu frá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­innar vegna upp­færðra talna um veltu inn­lendra korta.Algjör óvissa í ferða­þjón­ustu

Á föstu­dag var minn­is­blað um efna­hags­leg sjón­ar­mið við ákvörðun um umfang sótt­varn­ar­ráð­staf­ana á landa­mærum birt. Þar er meðal ann­ars sagt að óvissa um horfur í ferða­þjón­ustu sé alger. Það sé í raun ógern­ingur að spá fyrir um komur ferða­manna það sem eftir lifir árs. Sé hins vegar gert ráð fyrir fyrir óbreyttum aðstæðum út árið og fjöldi ferða­manna fram­reikn­aður miðað við fjölda ferða­manna í júlí ásamt árs­tíða­sveiflu fæst sú nið­ur­staða að hingað gætu komið á bil­inu 165 til 200 þús­und ferða­menn það sem eftir lifir árs. „Reyn­ist nauð­syn­legt að beita harð­ari sótt­varna­ráð­stöf­unum til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar sem draga veru­lega úr eða koma í veg fyrir komur ferða­manna gæti þjóð­ar­búið orðið af 20-24 mö.kr til árs­loka vegna minni umsvifa í ferða­þjón­ust­u.“Í minn­is­blað­inu sagði að aug­ljós­asti ábati þess að létta á ferða­tak­mörk­unum væri tekjur í ferða­þjón­ustu. Þar sagði einnig að minni ferða­lög lands­manna erlendis hefðu þann kost að flytja hluta af erlendri neyslu lands­manna til lands­ins. Þá geti efna­hags­legir hags­munir af því að kom­ast hjá hörðum sótt­varna­að­gerðum hlaupið á hund­ruðum millj­arða sam­kvæmt minn­is­blað­inu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent