Björgunarmiðstöð ríkisins við Holtagarða – Borgin fái stóra ríkislóð í Fossvogi á móti

Áformað er að stórhýsi fyrir viðbragðsaðila muni verða á 30.000 fermetra lóð Faxaflóahafna við Holtagarða, sem Reykjavíkurborg framselur til ríkisins. Í staðinn muni ríkið láta Reykjavíkurborg í té stærðarinnar lóð sunnan Borgarspítala undir íbúðir.

Til vinstri sést lóðin á milli Kleppsspítala og Holtagarða, þar sem björgunarmiðstöð á að rísa. Til hægri er svo afmörkuð með gulum línum sú ríkislóð sunnan við Borgarspítalann sem borgin fær til eignar. Þar á að þróa íbúabyggð.
Til vinstri sést lóðin á milli Kleppsspítala og Holtagarða, þar sem björgunarmiðstöð á að rísa. Til hægri er svo afmörkuð með gulum línum sú ríkislóð sunnan við Borgarspítalann sem borgin fær til eignar. Þar á að þróa íbúabyggð.
Auglýsing

Stór­hýsi rík­is­ins undir fjöl­marga lög­gæslu- og við­bragðs­að­ila, svokölluð björg­un­ar­mið­stöð, sem gert er ráð fyrir að þurfi að vera um 26 þús­und fer­metrar að stærð, mun fá um 30 þús­und fer­metra lóð undir starf­semi sína á milli Klepps og Holta­garða.

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti á fimmtu­dag til­lögu borg­ar­stjóra um að borgin myndi kalla eftir úthlutun lóð­ar­innar frá Faxa­flóa­höfnum og á sama fundi var sömu­leiðis sam­þykkt að gera maka­skipta­samn­ing við rík­is­sjóð.

Sá samn­ingur felst í því að borgin fram­selji lóð­ar­leigu­rétt­indi að lóð­inni á milli Klepps og Holta­garða til rík­is­ins en fái stað­inn til eignar svipað stóra rík­is­lóð sunnan við Borg­ar­spít­al­ann í Foss­vogi. Á lóð­inni í Foss­vogi stendur til að þróa íbúa­byggð, sam­kvæmt áætl­unum Reykja­vík­ur­borg­ar.

Á fundi borg­ar­ráðs á fimmtu­dag­inn fögn­uðu full­trúar meiri­hlut­ans „tíma­móta­samn­ingi“ sem myndi tryggja að björg­un­ar­mið­stöðin risi í Reykja­vík, en full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks sátu hjá og létu bóka að lóðin væri „skugga­lega nálægt vegstæði Sunda­braut­ar“.

Stór­hýsi undir ýmsa lög­gæslu- og við­bragðs­að­ila

Sum­arið 2020 aug­lýsti Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins eftir lóð undir mið­stöð fyrir marga helstu lög­gæslu- og við­bragðs­að­ila lands­ins, en vænt­an­leg björg­un­ar­mið­stöð á að nýt­ast emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Land­helg­is­gæsl­unni, Toll­gæsl­unni, Neyð­ar­lín­unni, Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björgu og yfir­stjórn Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Gengið er út frá því að ný lögreglustöð byggist upp í björgunarmiðstöðinni, sem nú virðist ætla að verða við Holtagarða.

Flestar þessar stofn­anir eru nú að ein­hverjum hluta með starf­semi sína í björg­un­ar­mið­stöð­inni í Skóg­ar­hlíð, en hús­næðið þar hefur um ára­bil þótt óhent­ugt undir starf­sem­ina.

Þegar aug­lýst var eftir lóð undir björg­un­ar­mið­stöð­ina, sem kölluð hefur verið HVH (hús­næði við­bragðs­að­ila á höf­uð­borg­ar­svæð­inu) í opin­berum skýrslum um verk­efn­ið, var gerð krafa um að lög­regla gæti kom­ist að lóð­inni frá stjórn­ar­ráðs­reit, Alþingi og miðbæ Reykja­vík­ur.

Allt frá því síðla árs 2020 hafa svo verið þreif­ingar um nákvæm­lega þessa lóð sem Reykja­vík­ur­borg mun nú, í sam­starfi við Faxa­flóa­hafn­ir, láta rík­inu í té í skiptum fyrir lóð­ina við Borg­ar­spít­al­ann.

Lóð­ar­gjald gæti numið 654 millj­ónum

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg segir að lóð­ar­gjald fyrir lóð­ina við Holta­garða, miðað við að nýt­ing­ar­hlut­fall á lóð­inni verði 0,5, sé 390 millj­ónir króna, sem Reykja­vík­ur­borg greiði Faxa­flóa­höfnum við úthlut­un.

„Fyrir umfram bygg­ing­ar­magn greið­ist við­bót­ar­lóð­ar­gjald sem nemur gatna­gerð­ar­gjaldi. Miðað við fjár­hæð gatna­gerð­ar­gjalds nú og að hús­næðið undir almanna­þjón­ust­una verði 26 þús­und fer­metr­ar, myndi við­bót­ar­lóð­ar­gjald nema um 264 millj­ónum króna. Sam­an­lagt yrði fjár­hæð lóða­gjalds þá um 654 millj­ón­ir. Umfram fjár­hæðin kemur til greiðslu við útgáfu bygg­ing­ar­leyf­is,“ segir í til­kynn­ingu borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þar kemur einnig fram að Reykja­vík­ur­borg muni ann­ast end­ur­skoðun á gild­andi deiliskipu­lagi lóðar björg­un­ar­mið­stöðv­ar­innar og eftir atvikum aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar, í sam­vinnu við rík­ið. Við gerð deiliskipu­lags á meðal ann­ars að skil­greina bygg­ing­ar­heim­ildir og umferð­ar­teng­ingar með hlið­sjón af þeirri starf­semi sem fyr­ir­huguð er á lóð­inni.

„Verði þörf á við­bót­ar­landi eða athafna­svæði til að tryggja for­gangsakstur eða umferð­ar­flæði mun Reykja­vík­ur­borg taka jákvætt í slíkar umleit­anir verði sýnt fram á mik­il­vægi þess,“ segir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Íbúða­byggð verði þróuð sunnan við Borg­ar­spít­ala

Í maka­skipt­unum fram­selur Reykja­vík­ur­borg sem áður segir lóð­ar­leigu­rétt­indi að lóð­inni á milli Klepps og Holta­garða, en fær í stað­inn til eignar frá rík­inu lóð­ina sunnan við Borg­ar­spít­al­ann.

„Á lóð­inni í Foss­vogi mun Reykja­vík­ur­borg þróa aukna íbúða­byggð og þegar þeirri vinnu lýkur verður hægt að bjóða til sölu bygg­ing­ar­rétt á lóðum á svæð­in­u,“ segir í til­kynn­ingu borg­ar­innar um þetta mál.

Í drögum að maka­skipta­samn­ingi borg­ar­innar og rík­is­ins, sem birt voru með til­lögu borg­ar­stjóra, segir að við þróun íbúð­ar­byggðar á svæð­inu verði gætt að því að fyr­ir­huguð upp­bygg­ing hafi ekki áhrif á nýt­ingu spít­ala­bygg­ing­ar­innar undir heil­brigð­is­þjón­ustu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent