Mynd: Pexels gjallarhorn
Mynd: Pexels

Upplýsingafulltrúar ráðuneyta og undirstofnana kosta hátt í 400 milljónir króna á ári

Launakostnaður upplýsingafulltrúa ráðuneyta hefur aukist um 40 prósent á þessu kjörtímabili. Fyrir utan þá eru margar undirstofnarnir ráðuneyta með starfsmenn sem sinna upplýsinga- og kynningarmálum.

Árlegur launa­kostn­aður vegna upp­lýs­inga­full­trúa sem störf­uðu í ráðu­neytum lands­ins var um 140 millj­ónir króna í fyrra og kostn­aður vegna slíkra sem störf­uðu hjá und­ir­stofn­unum ráðu­neyta var 246 millj­ónir króna. Það þýðir að heild­ar­kostn­aður vegna upp­lýs­inga­full­trúa sem starfa hjá ráðu­neytum og und­ir­stofn­unum þess var um 386 millj­ónir króna í fyrra. 

Þetta má lesa úr svörum sem ráð­herrar allra mála­flokka hafa tekið saman vegna fyr­ir­spurna Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, um mál­ið. Kostn­að­ur­inn hefur auk­ist umtals­vert það sem af er kjör­tíma­bili, en hann var um 100 millj­ónir króna árið 2017. Það þýðir að kostn­að­ur­inn á síð­asta ári var um 40 pró­sent meiri en hann var á því ári, þegar kosið svar síð­ast á Íslandi.

Mis­mun­andi var hvort að ráðu­neytin gáfu upp kostnað vegna árs­ins 2020 að öllu leyti eða hvort þau gáfu hann ein­ungis upp að hluta. Í ein­hverjum til­vikum voru birtar tölur fyrir árið 2019. Í þeim til­fellum þar sem það vant­aði kostnað vegna síð­asta árs þá var reiknuð hóf­leg aukn­ing á kostn­að, í sam­ræmi við það sem tíðk­að­ist hjá öðrum ráðu­neyt­u­m. 

Auglýsing

Kostn­að­ur­inn í fyrra var mestur hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, 19,9 millj­ónir króna, og félags- og barna­mála­ráðu­neyt­inu, eða 15,2 millj­ónir króna. Ástæða þess að talan var svona há hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu er sú að hún nær yfir launa­greiðslur vegna starfa upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar og vegna greiddra bið­launa sem féllu til vegna starfs­loka upp­lýs­inga­full­trúa hennar á tíma­bil­inu. Hjá félags- og barna­mála­ráðu­neyt­inu voru bæði upp­lýs­inga­full­trúi og starfs­maður sem sinnti kynn­ing­ar­málum og vef­stjórn starf­andi hjá ráðu­neyt­inu á síð­asta ári. 

Mikið kostn­aður hjá und­ir­stofn­unum

Til við­bótar við þetta spurði Þor­steinn um upp­lýs­inga­full­trúa sem störf­uðu hjá stofn­unum sem heyrðu undir við­kom­andi ráðu­neyti. Sam­an­lagður kostn­aður við þá er áætl­aður um 246 millj­ónir króna á ári.

Vert er að taka fram að mis­jafn var hvernig ráðu­neyti svör­uðu. Sum skil­uðu ein­ungis inn nýj­ustu tölum fyrir árið 2019 og önnur gáfu ekki tæm­andi upp­lýs­ingar um nákvæman launa­kostn­að. Í svari mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins sagði til að mynda að kostn­aður vegna kynn­ing­ar­mála væri „að með­al­tali 7 til 10 millj. kr. á ári hjá Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands og Mennta­mála­stofn­un.“

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um kostnað vegna upplýsingafulltrúa.
Mynd: Bára Huld Beck

Í þeim til­vikum þar sem kostnað vant­aði vegna árs­ins 2020 var reiknuð hóf­leg hækk­un, í takti við aðra hækkun launa hjá stofn­unum hins opin­bera, á laun árs­ins 2019 til að finna út þá tölu. Í þeim tveimur til­vikum þar sem gefið var upp bil í kostn­aði var með­al­tal þess bils haft til hlið­sjónar við útreikn­ing á kostn­aði hins opin­ber­a. Út­reikn­ingar Kjarn­ans sýna að kostn­aður vegna upp­lýs­inga­full­trúa og þeirra sem starfa að kynn­ing­ar­málum hjá und­ir­stofn­unum ráðu­neyta hefur auk­ist um 22 pró­sent frá árinu 2017.

Auglýsing

Mestur var kostn­að­ur­inn vegna upp­lýs­inga­full­trúa hjá Seðla­banka Íslands, þar sem hann var tæp­lega 31 milljón króna í fyrra. Þar starfa tveir upp­lýs­inga­full­trúar eftir sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í byrjun síð­asta árs. Næst mestur var kostn­að­ur­inn hjá Land­spít­al­anum og Trygg­inga­stofn­un, rétt yfir 19 millj­ónir króna á ári. 

Aðstoð­ar­menn kosta á þriðja hund­rað millj­ónir króna á ári

Til við­bótar við þennan kostnað þá má rík­is­stjórn ráða sér allt að 25 aðstoð­ar­menn. Hver ráð­herra má ráða sér tvo og rík­is­stjórnin sjálf svo þrjá ofan á það. Ein­ungis er gert ráð fyrir kostn­aði vegna eins þeirra aðstoð­ar­manna, upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, í ofan­greindum töl­u­m. 

Ef horft er á kostnað vegna aðstoð­ar­manna ráð­herra og rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að frá­dregnum kostn­aði við upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, var hann um 250 millj­ónir króna á árinu 2019. 

Því má ætla að árlegur kostn­aður við upp­lýs­inga­full­trúa ráðu­neyta og stofn­ana og aðstoð­ar­menn ráð­herra og rík­is­stjórnar sé allt í allt um 636 millj­ónir króna á ári. 

Margir hjá Reykja­vík­ur­borg líka

Næst stærsta stjórn­vald lands­ins, Reykja­vík­ur­borg, heldur einnig úti miklum fjölda upp­lýs­inga­full­trúa. Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber í fyrra að alls væru upp­­­­lýs­inga­­­­full­­­­trúar í níu stöð­u­­­­gildum hjá Reykja­vík­­­­­­­ur­­­­borg, þar af einn í 80 pró­­­­sent starfs­hlut­­­­fall­i. Þá stóð yfir ferli til að ráða til við­bótar teym­is­stjóra sam­skiptateymis borg­ar­inn­ar, sem til­kynnt var um hver yrði í byrjun þessa mán­aðar

Auglýsing

Í svar­i borg­­­ar­innar við fyr­ir­­­spurn Kjarn­ans um málið sagði að sex hafi verið í upp­­­­lýs­inga­­­­deild/­­­­sam­­­­skiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og tveir hjá umhverf­is- og skipu­lags­svæði, þar af annar í 80 pró­­­­sent starfi. Þá hafi einn nýlega ráð­inn í 100 pró­­­­sent starf hjá vel­­­­ferð­­­­ar­sviði.

Árlegur launa­­­­kostn­aður við þessi níu stöð­u­­­­gildi var um 102 millj­­­­ón­­ir. Til við­bótar við það bæt­ist launa­kostn­aður vegna nýráð­ins teym­is­stjóra. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar