Brynjar segir hugmyndir Pírata vera „með þeim hætti“ að þeir eigi ekki að leiða nefndina

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar ekki að styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í nefndinni. Hann mun taka við eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði formennskunni af sér á mánudag.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, mun ekki styðja Jón Þór Ólafs­son, þing­mann Pírata, sem for­mann nefnd­ar­inn­ar. „Hug­myndir þeirra eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðil­arnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til for­mennsku,“ segir Brynjar við Morg­un­blaðið í dag.

Jón Þór mun taka við for­mennsku fyrir viku­lok eftir að Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, sam­flokks­kona hans, sagði henni af sér á mánu­dag. Í ræðu sinni vegna þessa sagði hún að til­­­raunir minn­i­hlut­ans í nefnd­inni til að sinna því eft­ir­lits­hlut­verki sem hún á að sinna hafi orðið „meiri­hlut­­­anum til­­­efni til vald­­­níðslu og linn­u­­­lausra árása.“ 

Bók­aði á fyrsta fundi að hann treysti ekki Þór­hildi Sunnu

Brynjar segir að hann hafi ekki treyst Þór­hildi Sunnu fyrir for­mennsku í nefnd­inni frá því að hún hafi verið kos­ið, og frá þeim tíma hafi van­traust hans ein­ungis auk­ist. Sam­komu­lag er á milli meiri­hluta og minni­hluta á Alþingi að minni­hlut­inn stýri þremur fasta­nefndum Alþing­is, þar á meðal stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd.

Auglýsing
Morg­un­blaðið hefur eftir Brynj­ari að hann hefði einnig sagt af sér í sporum Þór­hildar Sunnu, þar sem hún hefði tak­markað traust. Vísar hann meðal ann­ars þar í eigin bókun á fundi nefnd­ar­innar í sept­em­ber í fyrra, þegar Þór­hildur Sunna var kjör­inn for­mað­ur, þar sem sagði meðal ann­ars: „Ég styð ekki til­lögu um að Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir verði for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþing­is.“ Á fundi nefnd­ar­innar 6. des­em­ber 2019 lagði Þor­steinn Sæmunds­son, full­trúi Mið­flokks­ins, fram bókun þar sem hann sagði meðal ann­ars: „For­maður nýtur ekki míns trausts.“ 

Sagði for­mann­inn vilja póli­tískan rann­sókn­ar­rétt

Í síð­ustu viku, nánar til­­­tekið 10. júní, lagði svo Óli Björn Kára­son, sam­flokks­maður Brynjars, fram bókun í nefnd­inn­i. Þar sagði hann að löngun Þór­hildar Sunnu til að breyta nefnd­inni í póli­­tískan rann­­sókn­­ar­rétt virt­ist vera mik­il. „Mark­miðið er að nýta trún­­að­­ar- og valda­­stöðu til að koma höggi á póli­­tíska mótherja. Til­­­gang­­ur­inn helgar með­­al­ið,“ sagði í bókun Óla Björns.Jón Þór Ólafsson tekur við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vikunni.

Til­­efnið var það sem hann kall­aði „ásak­­anir og dylgjur for­­manns stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd­­ar, sem komu fram í bókun á fundi 5. júní sl. og end­­ur­­teknar efn­is­­lega í fjöl­miðlum og þing­­sal í garð sex nefnd­­ar­­manna“. 

Óli Björn sagði þær ásak­­anir alvar­­legar og að ekki væri hægt að sitja undir þeim. „Brigsl um van­virð­ingu gagn­vart rétt­indum minn­i­hluta, leynd­­ar­hyggju og lít­ils­virð­ingu gagn­vart hlut­verki nefnd­­ar­innar sem veiki Alþingi, eru án inn­i­­stæðu og til­­efn­is­­laus.“

Telur meiri­hlut­ann per­sónu­gera starfið í henni

Í bókun Þor­hildar Sunnu frá 5. júní var fjallað um ákvörðun meiri­hluta nefnd­­ar­innar um að hætta frum­­­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­­­son­­­ar, sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­­að­­­ar­ráð­herra, vegna stöðu hans gagn­vart Sam­herja. Þar sagði meðal ann­­ars: „Af­­staða meiri hlut­ans ber merki um van­virð­ingu fyrir rétt­indum og hlut­verki minni hlut­ans á þingi, ýtir undir grun­­semdir um sam­­trygg­ingu og leynd­­ar­hyggju, lít­ils­virðir sér­­stakt eft­ir­lits­hlut­verk stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almenn­ings á því. Minni hlut­inn harmar þessa afstöð­u.“

Í ræð­u sinni á mánu­dag, þegar hún sagði af sér for­mennsku, sagði Þór­hildur Sunna skýrasta dæmið vera hvernig hefði verið staðið í vegi fyrir því að frum­­­kvæð­is­at­hugun fari fram á hæfi Krist­jáns Þórs. „Með þessu er meiri­hlut­inn að setja hætt­u­­­legt for­­­dæmi, veikja eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis með fram­­­kvæmd­­­ar­­­vald­in­u.“

Hún sagði enn fremur að meiri­hlut­inn per­­­són­u­­­gerði starf nefnd­­­ar­innar til að ná mark­miðum sín­­­um. „Til þess að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­­­ar­innar að draga per­­­sónu mína sífellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­­­böggul.“

Sú aðferð­­ar­fræði sem hún upp­­lifði að beitt væri í stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd, og feli að hennar mati í sér að skjóta send­i­­boð­ann, sé „þaul­­­­­reynd þögg­un­­­ar- og kúg­un­­­ar­taktík. Ég mót­­­mæli þess­­­ari aðför, mér mis­­­býður þetta leik­­­rit og ætla ekki að taka þátt í því leng­­­ur. Meiri­hlut­inn verður að finna sér aðrar átyllur til þess til að rétt­læta aðför sína að eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­­­ar­innar og þings­ins. For­­­mennsku minni í þess­­­ari nefnd er hér með lok­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent