Brynjar segir hugmyndir Pírata vera „með þeim hætti“ að þeir eigi ekki að leiða nefndina

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar ekki að styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í nefndinni. Hann mun taka við eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði formennskunni af sér á mánudag.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, mun ekki styðja Jón Þór Ólafs­son, þing­mann Pírata, sem for­mann nefnd­ar­inn­ar. „Hug­myndir þeirra eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðil­arnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til for­mennsku,“ segir Brynjar við Morg­un­blaðið í dag.

Jón Þór mun taka við for­mennsku fyrir viku­lok eftir að Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, sam­flokks­kona hans, sagði henni af sér á mánu­dag. Í ræðu sinni vegna þessa sagði hún að til­­­raunir minn­i­hlut­ans í nefnd­inni til að sinna því eft­ir­lits­hlut­verki sem hún á að sinna hafi orðið „meiri­hlut­­­anum til­­­efni til vald­­­níðslu og linn­u­­­lausra árása.“ 

Bók­aði á fyrsta fundi að hann treysti ekki Þór­hildi Sunnu

Brynjar segir að hann hafi ekki treyst Þór­hildi Sunnu fyrir for­mennsku í nefnd­inni frá því að hún hafi verið kos­ið, og frá þeim tíma hafi van­traust hans ein­ungis auk­ist. Sam­komu­lag er á milli meiri­hluta og minni­hluta á Alþingi að minni­hlut­inn stýri þremur fasta­nefndum Alþing­is, þar á meðal stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd.

Auglýsing
Morg­un­blaðið hefur eftir Brynj­ari að hann hefði einnig sagt af sér í sporum Þór­hildar Sunnu, þar sem hún hefði tak­markað traust. Vísar hann meðal ann­ars þar í eigin bókun á fundi nefnd­ar­innar í sept­em­ber í fyrra, þegar Þór­hildur Sunna var kjör­inn for­mað­ur, þar sem sagði meðal ann­ars: „Ég styð ekki til­lögu um að Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir verði for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþing­is.“ Á fundi nefnd­ar­innar 6. des­em­ber 2019 lagði Þor­steinn Sæmunds­son, full­trúi Mið­flokks­ins, fram bókun þar sem hann sagði meðal ann­ars: „For­maður nýtur ekki míns trausts.“ 

Sagði for­mann­inn vilja póli­tískan rann­sókn­ar­rétt

Í síð­ustu viku, nánar til­­­tekið 10. júní, lagði svo Óli Björn Kára­son, sam­flokks­maður Brynjars, fram bókun í nefnd­inn­i. Þar sagði hann að löngun Þór­hildar Sunnu til að breyta nefnd­inni í póli­­tískan rann­­sókn­­ar­rétt virt­ist vera mik­il. „Mark­miðið er að nýta trún­­að­­ar- og valda­­stöðu til að koma höggi á póli­­tíska mótherja. Til­­­gang­­ur­inn helgar með­­al­ið,“ sagði í bókun Óla Björns.Jón Þór Ólafsson tekur við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vikunni.

Til­­efnið var það sem hann kall­aði „ásak­­anir og dylgjur for­­manns stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd­­ar, sem komu fram í bókun á fundi 5. júní sl. og end­­ur­­teknar efn­is­­lega í fjöl­miðlum og þing­­sal í garð sex nefnd­­ar­­manna“. 

Óli Björn sagði þær ásak­­anir alvar­­legar og að ekki væri hægt að sitja undir þeim. „Brigsl um van­virð­ingu gagn­vart rétt­indum minn­i­hluta, leynd­­ar­hyggju og lít­ils­virð­ingu gagn­vart hlut­verki nefnd­­ar­innar sem veiki Alþingi, eru án inn­i­­stæðu og til­­efn­is­­laus.“

Telur meiri­hlut­ann per­sónu­gera starfið í henni

Í bókun Þor­hildar Sunnu frá 5. júní var fjallað um ákvörðun meiri­hluta nefnd­­ar­innar um að hætta frum­­­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­­­son­­­ar, sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­­að­­­ar­ráð­herra, vegna stöðu hans gagn­vart Sam­herja. Þar sagði meðal ann­­ars: „Af­­staða meiri hlut­ans ber merki um van­virð­ingu fyrir rétt­indum og hlut­verki minni hlut­ans á þingi, ýtir undir grun­­semdir um sam­­trygg­ingu og leynd­­ar­hyggju, lít­ils­virðir sér­­stakt eft­ir­lits­hlut­verk stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almenn­ings á því. Minni hlut­inn harmar þessa afstöð­u.“

Í ræð­u sinni á mánu­dag, þegar hún sagði af sér for­mennsku, sagði Þór­hildur Sunna skýrasta dæmið vera hvernig hefði verið staðið í vegi fyrir því að frum­­­kvæð­is­at­hugun fari fram á hæfi Krist­jáns Þórs. „Með þessu er meiri­hlut­inn að setja hætt­u­­­legt for­­­dæmi, veikja eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis með fram­­­kvæmd­­­ar­­­vald­in­u.“

Hún sagði enn fremur að meiri­hlut­inn per­­­són­u­­­gerði starf nefnd­­­ar­innar til að ná mark­miðum sín­­­um. „Til þess að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­­­ar­innar að draga per­­­sónu mína sífellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­­­böggul.“

Sú aðferð­­ar­fræði sem hún upp­­lifði að beitt væri í stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd, og feli að hennar mati í sér að skjóta send­i­­boð­ann, sé „þaul­­­­­reynd þögg­un­­­ar- og kúg­un­­­ar­taktík. Ég mót­­­mæli þess­­­ari aðför, mér mis­­­býður þetta leik­­­rit og ætla ekki að taka þátt í því leng­­­ur. Meiri­hlut­inn verður að finna sér aðrar átyllur til þess til að rétt­læta aðför sína að eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­­­ar­innar og þings­ins. For­­­mennsku minni í þess­­­ari nefnd er hér með lok­ið.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent