Segir Þórhildi Sunnu hafa viljað breyta nefndinni í „pólitískan rannsóknarrétt“

Óli Björn Kárason bókaði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í þessum mánuði að þáverandi formaður nefndarinnar, sem sagði af sér í dag, hefði það markmið að „nýta trúnaðar- og valdastöðu til að koma höggi á pólitíska mótherja.“

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Auglýsing


Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, lét bóka á fundi nefndarinnar í síðustu viku, nánar tiltekið 10. júní, að löngun Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og þá formanns nefndarinnar, til að breyta henni í pólitískan rannsóknarrétt virtist vera mikil. „Markmiðið er að nýta trúnaðar- og valdastöðu til að koma höggi á pólitíska mótherja. Tilgangurinn helgar meðalið,“ sagði í bókun Óla Björns.

Tilefnið var það sem hann kallaði „ásakanir og dylgjur formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem komu fram í bókun á fundi 5. júní sl. og endurteknar efnislega í fjölmiðlum og þingsal í garð sex nefndarmanna“. Óli Björn sagði þær ásakanir alvarlegar og að ekki væri hægt að sitja undir þeim. „Brigsl um vanvirðingu gagnvart réttindum minnihluta, leyndarhyggju og lítilsvirðingu gagnvart hlutverki nefndarinnar sem veiki Alþingi, eru án innistæðu og tilefnislaus.“

Í bókun Þorhildar Sunnu frá 5. júní var fjallað um ákvörðun meirihluta nefndarinnar um að hætta frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, vegna stöðu hans gagn­vart Sam­herja. Þar sagði meðal annars: „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því. Minni hlutinn harmar þessa afstöðu.“

Auglýsing
Þórhildur Sunna sagði af sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd við upphaf þingfundar í dag. Í ræðu sinni vegna þessa sagði hún að til­raunir minni­hlut­ans í nefnd­inni til að sinna því eft­ir­lits­hlut­verki sem hún á að sinna hafi orðið „meiri­hlut­anum til­efni til vald­níðslu og linnu­lausra árása.“ 

„Tilgangurinn helgar meðalið“

Í ræðunni sagði hún skýrasta dæmið vera hvernig hefði verið staðið í vegi fyrir því að frum­kvæð­is­at­hugun fari fram á hæfi Krist­jáns Þórs. „Með þessu er meiri­hlut­inn að setja hættu­legt for­dæmi, veikja eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis með fram­kvæmd­ar­vald­in­u.“

Hún sagði enn fremur að meiri­hlut­inn per­sónu­gerði starf nefnd­ar­innar til að ná mark­miðum sín­um. „Til þess að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­ar­innar að draga per­sónu mína sífellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­böggul.“

Óli Björn sagði í sinni bókun að engin tilraun hefði verið gerð í desember 2019, þegar ákveðið var að hefja frumkvæðisathugunina, að koma í veg fyrir að hún færi fram. „Formaður telur sig hins vegar þess umkominn að ásaka undirritaðan og aðra nefndarmenn um að virða ekki rétt minnihluta. [...}Aldrei frá því að frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hófst hefur meirihluti nefndarinnar lagt steina í götur minni hlutans eða staðið í vegi fyrir að gestir kæmu á fund eða upplýsinga aflað.“

Gögn sem nefndin hefði aflað og umsagnir gesta sem komið hefðu á fund nefndarinnar hefðu hins vegar ekki gefið tilefni til annars en að frumkvæðisathugun verði hætt. „Ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag ráðherra hafi farið í bága við lög og reglur. Frumkvæðisathuguninni er því sjálfhætt. Löngun formanns nefndarinnar til að breyta nefndinni í pólitískan rannsóknarrétt virðist hins vegar mikil. Markmiðið er að nýta trúnaðar- og valdastöðu til að koma höggi á pólitíska mótherja. Tilgangurinn helgar meðalið.“

Í ræðu sinni í dag sagði Þórhildur Sunna að sú aðferðarfræði sem hún upplifði að beitt væri í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, og feli að hennar mati í sér að skjóta sendiboðann, sé „þaul­reynd þögg­un­ar- og kúg­un­ar­taktík. Ég mót­mæli þess­ari aðför, mér mis­býður þetta leik­rit og ætla ekki að taka þátt í því leng­ur. Meiri­hlut­inn verður að finna sér aðrar átyllur til þess til að rétt­læta aðför sína að eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­ar­innar og þings­ins. For­mennsku minni í þess­ari nefnd er hér með lok­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent