Segir Þórhildi Sunnu hafa viljað breyta nefndinni í „pólitískan rannsóknarrétt“

Óli Björn Kárason bókaði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í þessum mánuði að þáverandi formaður nefndarinnar, sem sagði af sér í dag, hefði það markmið að „nýta trúnaðar- og valdastöðu til að koma höggi á pólitíska mótherja.“

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
AuglýsingÓli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, lét bóka á fundi nefnd­ar­innar í síð­ustu viku, nánar til­tekið 10. júní, að löngun Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­manns Pírata og þá for­manns nefnd­ar­inn­ar, til að breyta henni í póli­tískan rann­sókn­ar­rétt virt­ist vera mik­il. „Mark­miðið er að nýta trún­að­ar- og valda­stöðu til að koma höggi á póli­tíska mótherja. Til­gang­ur­inn helgar með­al­ið,“ sagði í bókun Óla Björns.

Til­efnið var það sem hann kall­aði „ásak­anir og dylgjur for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sem komu fram í bókun á fundi 5. júní sl. og end­ur­teknar efn­is­lega í fjöl­miðlum og þing­sal í garð sex nefnd­ar­manna“. Óli Björn sagði þær ásak­anir alvar­legar og að ekki væri hægt að sitja undir þeim. „Brigsl um van­virð­ingu gagn­vart rétt­indum minni­hluta, leynd­ar­hyggju og lít­ils­virð­ingu gagn­vart hlut­verki nefnd­ar­innar sem veiki Alþingi, eru án inni­stæðu og til­efn­is­laus.“

Í bókun Þor­hildar Sunnu frá 5. júní var fjallað um ákvörðun meiri­hluta nefnd­ar­innar um að hætta frum­­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­­son­­ar, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, vegna stöðu hans gagn­vart Sam­herja. Þar sagði meðal ann­ars: „Af­staða meiri hlut­ans ber merki um van­virð­ingu fyrir rétt­indum og hlut­verki minni hlut­ans á þingi, ýtir undir grun­semdir um sam­trygg­ingu og leynd­ar­hyggju, lít­ils­virðir sér­stakt eft­ir­lits­hlut­verk stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almenn­ings á því. Minni hlut­inn harmar þessa afstöð­u.“

Auglýsing
Þórhildur Sunna sagði af sér for­mennsku í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd við upp­haf þing­fundar í dag. Í ræðu sinni vegna þessa sagði hún að til­­raunir minn­i­hlut­ans í nefnd­inni til að sinna því eft­ir­lits­hlut­verki sem hún á að sinna hafi orðið „meiri­hlut­­anum til­­efni til vald­­níðslu og linn­u­­lausra árása.“ 

„Til­gang­ur­inn helgar með­al­ið“

Í ræð­unni sagði hún skýrasta dæmið vera hvernig hefði verið staðið í vegi fyrir því að frum­­kvæð­is­at­hugun fari fram á hæfi Krist­jáns Þórs. „Með þessu er meiri­hlut­inn að setja hætt­u­­legt for­­dæmi, veikja eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis með fram­­kvæmd­­ar­­vald­in­u.“

Hún sagði enn fremur að meiri­hlut­inn per­­són­u­­gerði starf nefnd­­ar­innar til að ná mark­miðum sín­­um. „Til þess að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­­ar­innar að draga per­­sónu mína sífellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­­böggul.“

Óli Björn sagði í sinni bókun að engin til­raun hefði verið gerð í des­em­ber 2019, þegar ákveðið var að hefja frum­kvæð­is­at­hug­un­ina, að koma í veg fyrir að hún færi fram. „For­maður telur sig hins vegar þess umkom­inn að ásaka und­ir­rit­aðan og aðra nefnd­ar­menn um að virða ekki rétt minni­hluta. [...}Aldrei frá því að frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hófst hefur meiri­hluti nefnd­ar­innar lagt steina í götur minni hlut­ans eða staðið í vegi fyrir að gestir kæmu á fund eða upp­lýs­inga afl­að.“

­Gögn sem nefndin hefði aflað og umsagnir gesta sem komið hefðu á fund nefnd­ar­innar hefðu hins vegar ekki gefið til­efni til ann­ars en að frum­kvæð­is­at­hugun verði hætt. „Ekk­ert hefur komið fram um að fram­kvæmd eða verk­lag ráð­herra hafi farið í bága við lög og regl­ur. Frum­kvæð­is­at­hug­un­inni er því sjálf­hætt. Löngun for­manns nefnd­ar­innar til að breyta nefnd­inni í póli­tískan rann­sókn­ar­rétt virð­ist hins vegar mik­il. Mark­miðið er að nýta trún­að­ar- og valda­stöðu til að koma höggi á póli­tíska mótherja. Til­gang­ur­inn helgar með­al­ið.“

Í ræðu sinni í dag sagði Þór­hildur Sunna að sú aðferð­ar­fræði sem hún upp­lifði að beitt væri í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, og feli að hennar mati í sér að skjóta sendi­boð­ann, sé „þaul­­­reynd þögg­un­­ar- og kúg­un­­ar­taktík. Ég mót­­mæli þess­­ari aðför, mér mis­­býður þetta leik­­rit og ætla ekki að taka þátt í því leng­­ur. Meiri­hlut­inn verður að finna sér aðrar átyllur til þess til að rétt­læta aðför sína að eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­­ar­innar og þings­ins. For­­mennsku minni í þess­­ari nefnd er hér með lok­ið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent