Segir Þórhildi Sunnu hafa viljað breyta nefndinni í „pólitískan rannsóknarrétt“

Óli Björn Kárason bókaði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í þessum mánuði að þáverandi formaður nefndarinnar, sem sagði af sér í dag, hefði það markmið að „nýta trúnaðar- og valdastöðu til að koma höggi á pólitíska mótherja.“

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
AuglýsingÓli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, lét bóka á fundi nefnd­ar­innar í síð­ustu viku, nánar til­tekið 10. júní, að löngun Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­manns Pírata og þá for­manns nefnd­ar­inn­ar, til að breyta henni í póli­tískan rann­sókn­ar­rétt virt­ist vera mik­il. „Mark­miðið er að nýta trún­að­ar- og valda­stöðu til að koma höggi á póli­tíska mótherja. Til­gang­ur­inn helgar með­al­ið,“ sagði í bókun Óla Björns.

Til­efnið var það sem hann kall­aði „ásak­anir og dylgjur for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sem komu fram í bókun á fundi 5. júní sl. og end­ur­teknar efn­is­lega í fjöl­miðlum og þing­sal í garð sex nefnd­ar­manna“. Óli Björn sagði þær ásak­anir alvar­legar og að ekki væri hægt að sitja undir þeim. „Brigsl um van­virð­ingu gagn­vart rétt­indum minni­hluta, leynd­ar­hyggju og lít­ils­virð­ingu gagn­vart hlut­verki nefnd­ar­innar sem veiki Alþingi, eru án inni­stæðu og til­efn­is­laus.“

Í bókun Þor­hildar Sunnu frá 5. júní var fjallað um ákvörðun meiri­hluta nefnd­ar­innar um að hætta frum­­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­­son­­ar, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, vegna stöðu hans gagn­vart Sam­herja. Þar sagði meðal ann­ars: „Af­staða meiri hlut­ans ber merki um van­virð­ingu fyrir rétt­indum og hlut­verki minni hlut­ans á þingi, ýtir undir grun­semdir um sam­trygg­ingu og leynd­ar­hyggju, lít­ils­virðir sér­stakt eft­ir­lits­hlut­verk stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almenn­ings á því. Minni hlut­inn harmar þessa afstöð­u.“

Auglýsing
Þórhildur Sunna sagði af sér for­mennsku í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd við upp­haf þing­fundar í dag. Í ræðu sinni vegna þessa sagði hún að til­­raunir minn­i­hlut­ans í nefnd­inni til að sinna því eft­ir­lits­hlut­verki sem hún á að sinna hafi orðið „meiri­hlut­­anum til­­efni til vald­­níðslu og linn­u­­lausra árása.“ 

„Til­gang­ur­inn helgar með­al­ið“

Í ræð­unni sagði hún skýrasta dæmið vera hvernig hefði verið staðið í vegi fyrir því að frum­­kvæð­is­at­hugun fari fram á hæfi Krist­jáns Þórs. „Með þessu er meiri­hlut­inn að setja hætt­u­­legt for­­dæmi, veikja eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis með fram­­kvæmd­­ar­­vald­in­u.“

Hún sagði enn fremur að meiri­hlut­inn per­­són­u­­gerði starf nefnd­­ar­innar til að ná mark­miðum sín­­um. „Til þess að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­­ar­innar að draga per­­sónu mína sífellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­­böggul.“

Óli Björn sagði í sinni bókun að engin til­raun hefði verið gerð í des­em­ber 2019, þegar ákveðið var að hefja frum­kvæð­is­at­hug­un­ina, að koma í veg fyrir að hún færi fram. „For­maður telur sig hins vegar þess umkom­inn að ásaka und­ir­rit­aðan og aðra nefnd­ar­menn um að virða ekki rétt minni­hluta. [...}Aldrei frá því að frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hófst hefur meiri­hluti nefnd­ar­innar lagt steina í götur minni hlut­ans eða staðið í vegi fyrir að gestir kæmu á fund eða upp­lýs­inga afl­að.“

­Gögn sem nefndin hefði aflað og umsagnir gesta sem komið hefðu á fund nefnd­ar­innar hefðu hins vegar ekki gefið til­efni til ann­ars en að frum­kvæð­is­at­hugun verði hætt. „Ekk­ert hefur komið fram um að fram­kvæmd eða verk­lag ráð­herra hafi farið í bága við lög og regl­ur. Frum­kvæð­is­at­hug­un­inni er því sjálf­hætt. Löngun for­manns nefnd­ar­innar til að breyta nefnd­inni í póli­tískan rann­sókn­ar­rétt virð­ist hins vegar mik­il. Mark­miðið er að nýta trún­að­ar- og valda­stöðu til að koma höggi á póli­tíska mótherja. Til­gang­ur­inn helgar með­al­ið.“

Í ræðu sinni í dag sagði Þór­hildur Sunna að sú aðferð­ar­fræði sem hún upp­lifði að beitt væri í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, og feli að hennar mati í sér að skjóta sendi­boð­ann, sé „þaul­­­reynd þögg­un­­ar- og kúg­un­­ar­taktík. Ég mót­­mæli þess­­ari aðför, mér mis­­býður þetta leik­­rit og ætla ekki að taka þátt í því leng­­ur. Meiri­hlut­inn verður að finna sér aðrar átyllur til þess til að rétt­læta aðför sína að eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­­ar­innar og þings­ins. For­­mennsku minni í þess­­ari nefnd er hér með lok­ið.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent