Farfuglaheimilið í Laugardal opnar kaffihús

Sú hugmynd að opna kaffihús í Farfuglaheimilinu í Laugardal hefur lengi blundað með starfsfólki en nú gafst tækifæri til þess að koma því á koppinn. Framkvæmdastjóri gerir ekki ráð fyrir mörgum Íslendingum í gistingu í sumar.

Rúmt er um gesti Dals á útisvæði kaffihússins.
Rúmt er um gesti Dals á útisvæði kaffihússins.
Auglýsing

Í dag opnar kaffi­húsið Dalur í Far­fugla­heim­il­inu í Laug­ar­dal. Far­fugla­heim­ilið opn­aði dyr sínar árið 1986 og frá upp­hafi hafa erlendir ferða­menn verið í miklum meiri­hluta þeirra sem gist hafa stað­inn. Hug­myndin um opnun kaffi­húss í hús­inu er ekki nýtil­komin en nú gafst tæki­færi til þess að ráð­ast í fram­kvæmd­ina.„Hérna hefur verið rekið far­fugla­heim­ili eða hostel í ára­tugi af Far­fuglum ses. Við höfum verið með ein­hverja þjón­ustu við þá gesti sem hérna eru, sem sagt kaffi og morg­un­mat og eitt­hvað slíkt. Svo bara eins og margir aðrir neydd­umst við til að loka í vor þegar ferða­menn hættu að koma til lands­ins og þessi draumur hefur lengi blundað í okk­ur, að gera eitt­hvað meira fyrir fólkið í hverf­inu og að kynna þennan stað. Þarna kom bara tæki­færi og við ákváðum að láta vaða á þetta,“ segir Þor­steinn Jóhann­es­son fram­kvæmda­stjóri Far­fugla í sam­tali við blaða­mann Kjarn­ans.Auglýsing

Vilja kynn­ast íbúum hverf­is­ins

Þor­steinn telur að Íslend­ingar hafi ekki fengið að kynn­ast því hvað húsið hafi upp á að bjóða, enda við­skipta­vin­irnir að langstærstum hluta erlendir ferða­menn. Aðspurður um það hvort að rekstur kaffi­hús létti undir rekstr­inum í sumar segir Þor­steinn: „Klár­lega. Það skiptir svo miklu máli að hafa líf í hús­inu og hafa atvinnu fyrir eitt­hvað af starfs­fólki. Og að fá að kynn­ast fólk­inu í hverf­in­u.“ Þá segir Þor­steinn að opnun kaffi­húss­ins skipti ekki síst máli móralskt séð í rekstr­in­um. Það sé ekki hugsað sem ein­hvers konar björg­un­ar­hring­ur, rekst­ur­inn standi ekki og falli með kaffi­hús­inu.Engir nýgræð­ingar í kaffi­húsa­rekstri

Félagið hefur ágæta reynslu af sam­bæri­legum rekstri en það rekur Loft í sam­nefndu far­fugla­heim­ili við Banka­stræti. „Dal­ur­inn má segja að verði syst­ur­kaffi­hús Lofts í Banka­stræti. Loft er gríð­ar­lega vin­sælt meðal ungra íbúa Reykja­víkur og þar erum við með við­burði sem að tengj­ast lífi og menn­ingu þessa mark­hóps. En hérna í dalnum verður fók­us­inn meira á þá sem að hverfið hérna ein­kenn­ist af, fjöl­skyldu­fólki,“ segir Þor­steinn. En hvernig eru horf­urnar í gist­ingu í sumar þegar lítið verður um erlenda ferða­menn og hót­elin farin að bjóða upp á góð til­boð? „Það eru mjög lág verð sem er verið að bjóða á gist­ingu núna og gisti­að­ilar eru að kepp­ast við að setja fram til­boð og við höfum tekið þátt í því. Það er erfitt að keppa við vissa þjón­ustu hót­ela en við teljum okkur standa betur þegar kemur að gist­ingu og aðstöðu fyrir fjöl­skyld­ur. Svo sem fjöl­skyldu­her­bergi, eld­un­ar­að­stöðu og fleira“. Býst ekki við mörgum Íslend­ingum í gist­ingu í Reykja­vík

„Upp á það að gera þá höfum við ýmis­legt að bjóða sem hót­elin hafa síð­ur. Við viljum nýta tæki­færið og bjóða góð verð í sumar til að kynna okkur og keðju Far­fugla í heild og von­andi verður mikil traffík á okkar ein­stöku far­fugla­heim­ilum úti á landi. En hérna í Reykja­vík erum við að búast við hóf­legri traffík Íslend­inga,“ segir Þor­steinn sem bendir á að rúm­lega 30 far­fugla­heim­ili eru rekin víða um land.En er Þor­steinn bjart­sýnn fyrir kom­andi sum­ri? „Ég er bjart­sýnn fyrir hönd kaffi­húss­ins. Þær við­tökur sem við höfum þegar fengið við þess­ari hug­mynd eru alveg frá­bær­ar. Við höfum fengið að heyra það að fjöl­skyldur hérna í hverf­inu hafi dreymt um opnun á svona stað. Þannig að við erum mjög bjart­sýn.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent