Farfuglaheimilið í Laugardal opnar kaffihús

Sú hugmynd að opna kaffihús í Farfuglaheimilinu í Laugardal hefur lengi blundað með starfsfólki en nú gafst tækifæri til þess að koma því á koppinn. Framkvæmdastjóri gerir ekki ráð fyrir mörgum Íslendingum í gistingu í sumar.

Rúmt er um gesti Dals á útisvæði kaffihússins.
Rúmt er um gesti Dals á útisvæði kaffihússins.
Auglýsing

Í dag opnar kaffi­húsið Dalur í Far­fugla­heim­il­inu í Laug­ar­dal. Far­fugla­heim­ilið opn­aði dyr sínar árið 1986 og frá upp­hafi hafa erlendir ferða­menn verið í miklum meiri­hluta þeirra sem gist hafa stað­inn. Hug­myndin um opnun kaffi­húss í hús­inu er ekki nýtil­komin en nú gafst tæki­færi til þess að ráð­ast í fram­kvæmd­ina.„Hérna hefur verið rekið far­fugla­heim­ili eða hostel í ára­tugi af Far­fuglum ses. Við höfum verið með ein­hverja þjón­ustu við þá gesti sem hérna eru, sem sagt kaffi og morg­un­mat og eitt­hvað slíkt. Svo bara eins og margir aðrir neydd­umst við til að loka í vor þegar ferða­menn hættu að koma til lands­ins og þessi draumur hefur lengi blundað í okk­ur, að gera eitt­hvað meira fyrir fólkið í hverf­inu og að kynna þennan stað. Þarna kom bara tæki­færi og við ákváðum að láta vaða á þetta,“ segir Þor­steinn Jóhann­es­son fram­kvæmda­stjóri Far­fugla í sam­tali við blaða­mann Kjarn­ans.Auglýsing

Vilja kynn­ast íbúum hverf­is­ins

Þor­steinn telur að Íslend­ingar hafi ekki fengið að kynn­ast því hvað húsið hafi upp á að bjóða, enda við­skipta­vin­irnir að langstærstum hluta erlendir ferða­menn. Aðspurður um það hvort að rekstur kaffi­hús létti undir rekstr­inum í sumar segir Þor­steinn: „Klár­lega. Það skiptir svo miklu máli að hafa líf í hús­inu og hafa atvinnu fyrir eitt­hvað af starfs­fólki. Og að fá að kynn­ast fólk­inu í hverf­in­u.“ Þá segir Þor­steinn að opnun kaffi­húss­ins skipti ekki síst máli móralskt séð í rekstr­in­um. Það sé ekki hugsað sem ein­hvers konar björg­un­ar­hring­ur, rekst­ur­inn standi ekki og falli með kaffi­hús­inu.Engir nýgræð­ingar í kaffi­húsa­rekstri

Félagið hefur ágæta reynslu af sam­bæri­legum rekstri en það rekur Loft í sam­nefndu far­fugla­heim­ili við Banka­stræti. „Dal­ur­inn má segja að verði syst­ur­kaffi­hús Lofts í Banka­stræti. Loft er gríð­ar­lega vin­sælt meðal ungra íbúa Reykja­víkur og þar erum við með við­burði sem að tengj­ast lífi og menn­ingu þessa mark­hóps. En hérna í dalnum verður fók­us­inn meira á þá sem að hverfið hérna ein­kenn­ist af, fjöl­skyldu­fólki,“ segir Þor­steinn. En hvernig eru horf­urnar í gist­ingu í sumar þegar lítið verður um erlenda ferða­menn og hót­elin farin að bjóða upp á góð til­boð? „Það eru mjög lág verð sem er verið að bjóða á gist­ingu núna og gisti­að­ilar eru að kepp­ast við að setja fram til­boð og við höfum tekið þátt í því. Það er erfitt að keppa við vissa þjón­ustu hót­ela en við teljum okkur standa betur þegar kemur að gist­ingu og aðstöðu fyrir fjöl­skyld­ur. Svo sem fjöl­skyldu­her­bergi, eld­un­ar­að­stöðu og fleira“. Býst ekki við mörgum Íslend­ingum í gist­ingu í Reykja­vík

„Upp á það að gera þá höfum við ýmis­legt að bjóða sem hót­elin hafa síð­ur. Við viljum nýta tæki­færið og bjóða góð verð í sumar til að kynna okkur og keðju Far­fugla í heild og von­andi verður mikil traffík á okkar ein­stöku far­fugla­heim­ilum úti á landi. En hérna í Reykja­vík erum við að búast við hóf­legri traffík Íslend­inga,“ segir Þor­steinn sem bendir á að rúm­lega 30 far­fugla­heim­ili eru rekin víða um land.En er Þor­steinn bjart­sýnn fyrir kom­andi sum­ri? „Ég er bjart­sýnn fyrir hönd kaffi­húss­ins. Þær við­tökur sem við höfum þegar fengið við þess­ari hug­mynd eru alveg frá­bær­ar. Við höfum fengið að heyra það að fjöl­skyldur hérna í hverf­inu hafi dreymt um opnun á svona stað. Þannig að við erum mjög bjart­sýn.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent