Þórhildur Sunna segir af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Þingmaður Pírata segir meirihlutann í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa sýnt af sér valdníðslu. Hún segir hann sífellt draga persónu hennar niður í svaðið og nota hana sem blóraböggul. Hún sagði af sér formennsku í nefndinni í dag.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, hefur sagt af sér for­mennsku í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Þetta til­kynnti hún við upp­haf þing­fundar í dag klukkan 15. Í ræðu sinni sagði hún að til­raunir minni­hlut­ans í nefnd­inni til að sinna því eft­ir­lits­hlut­verki sem hún á að sinna hafi orðið „meiri­hlut­anum til­efni til vald­níðslu og linnu­lausra árása.“ 

Skýrasta dæmið sé hvernig staðið hafi verið í vegi fyrir því að frum­kvæð­is­at­hugun fari fram á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, vegna stöðu hans gagn­vart Sam­herja en meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar, skip­aður stjórn­ar­þing­mönnum og þing­manni Mið­flokks­ins, lagði til að henni yrði hætt fyrir viku síð­an. „Með þessu er meiri­hlut­inn að setja hættu­legt for­dæmi, veikja eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis með fram­kvæmd­ar­vald­in­u,“ sagði Þór­hildur Sunna.

Hún sagði enn fremur að meiri­hlut­inn per­sónu­gerði starf nefnd­ar­innar til að ná mark­miðum sín­um. „Til þess að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­ar­innar að draga per­sónu mína sífellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­böggul. Þessi aðferð­ar­fræði; að skjóta sendi­boð­ann, er þaul­reynd þögg­un­ar- og kúg­un­ar­taktík. Ég mót­mæli þess­ari aðför, mér mis­býður þetta leik­rit og ætla ekki að taka þátt í því leng­ur. Meiri­hlut­inn verður að finna sér aðrar átyllur til þess til að rétt­læta aðför sína að eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­ar­innar og þings­ins. For­mennsku minni í þess­ari nefnd er hér með lok­ið.“

Vitn­aði í fræga ræðu bróður Þor­valds Gylfa­sonar

Þór­hildur Sunna hóf ræðu sína í dag á því að vitna í fræga ræðu Vil­mundar Gylfa­son­ar, þáver­andi þing­manns og for­manns Banda­lags jafn­að­ar­manna, um varð­hunda valds­ins. Ræða Vil­mundar fjallar um aðferðir þeirra sem valdið hafa til að halda upp­reisn­ar­mönnum niðri og gagn­rýni úti. Þór­hildur Sunna sagði að fátt hefði breyst síðan að Vil­mundur flutti sína ræð­u. 

Auglýsing
Afsögn Þór­hildar Sunnu ber upp sama dag og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, mætti fyrir nefnd­ina til að ræða verk­lag hans við til­nefn­ingar í stöð­ur. 

Sá fundur var boð­aður í kjöl­far þess að Kjarn­inn greindi frá því í síð­­­ustu viku að starfs­­­­maður fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­neyt­is­ins hefði komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­­­­­­­mála­ráðu­­­­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­­­­nefnd­­­­ar­innar að ráðu­­­­neytið gæti ekki stutt að Þor­­­­valdur Gylfa­­­­son, hag­fræð­i­­­­pró­­­­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­­­­stjóri nor­ræna fræða­­­­tíma­­­­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Þor­valdur er bróðir Vil­mund­ar, sem lést árið 1983. Hægt er að hlusta á ræðu Vil­mundar hér að neð­an. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent