Þórhildur Sunna segir af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Þingmaður Pírata segir meirihlutann í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa sýnt af sér valdníðslu. Hún segir hann sífellt draga persónu hennar niður í svaðið og nota hana sem blóraböggul. Hún sagði af sér formennsku í nefndinni í dag.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, hefur sagt af sér for­mennsku í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Þetta til­kynnti hún við upp­haf þing­fundar í dag klukkan 15. Í ræðu sinni sagði hún að til­raunir minni­hlut­ans í nefnd­inni til að sinna því eft­ir­lits­hlut­verki sem hún á að sinna hafi orðið „meiri­hlut­anum til­efni til vald­níðslu og linnu­lausra árása.“ 

Skýrasta dæmið sé hvernig staðið hafi verið í vegi fyrir því að frum­kvæð­is­at­hugun fari fram á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, vegna stöðu hans gagn­vart Sam­herja en meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar, skip­aður stjórn­ar­þing­mönnum og þing­manni Mið­flokks­ins, lagði til að henni yrði hætt fyrir viku síð­an. „Með þessu er meiri­hlut­inn að setja hættu­legt for­dæmi, veikja eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis með fram­kvæmd­ar­vald­in­u,“ sagði Þór­hildur Sunna.

Hún sagði enn fremur að meiri­hlut­inn per­sónu­gerði starf nefnd­ar­innar til að ná mark­miðum sín­um. „Til þess að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­ar­innar að draga per­sónu mína sífellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­böggul. Þessi aðferð­ar­fræði; að skjóta sendi­boð­ann, er þaul­reynd þögg­un­ar- og kúg­un­ar­taktík. Ég mót­mæli þess­ari aðför, mér mis­býður þetta leik­rit og ætla ekki að taka þátt í því leng­ur. Meiri­hlut­inn verður að finna sér aðrar átyllur til þess til að rétt­læta aðför sína að eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­ar­innar og þings­ins. For­mennsku minni í þess­ari nefnd er hér með lok­ið.“

Vitn­aði í fræga ræðu bróður Þor­valds Gylfa­sonar

Þór­hildur Sunna hóf ræðu sína í dag á því að vitna í fræga ræðu Vil­mundar Gylfa­son­ar, þáver­andi þing­manns og for­manns Banda­lags jafn­að­ar­manna, um varð­hunda valds­ins. Ræða Vil­mundar fjallar um aðferðir þeirra sem valdið hafa til að halda upp­reisn­ar­mönnum niðri og gagn­rýni úti. Þór­hildur Sunna sagði að fátt hefði breyst síðan að Vil­mundur flutti sína ræð­u. 

Auglýsing
Afsögn Þór­hildar Sunnu ber upp sama dag og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, mætti fyrir nefnd­ina til að ræða verk­lag hans við til­nefn­ingar í stöð­ur. 

Sá fundur var boð­aður í kjöl­far þess að Kjarn­inn greindi frá því í síð­­­ustu viku að starfs­­­­maður fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­neyt­is­ins hefði komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­­­­­­­mála­ráðu­­­­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­­­­nefnd­­­­ar­innar að ráðu­­­­neytið gæti ekki stutt að Þor­­­­valdur Gylfa­­­­son, hag­fræð­i­­­­pró­­­­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­­­­stjóri nor­ræna fræða­­­­tíma­­­­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Þor­valdur er bróðir Vil­mund­ar, sem lést árið 1983. Hægt er að hlusta á ræðu Vil­mundar hér að neð­an. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent