Þórhildur Sunna segir af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Þingmaður Pírata segir meirihlutann í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa sýnt af sér valdníðslu. Hún segir hann sífellt draga persónu hennar niður í svaðið og nota hana sem blóraböggul. Hún sagði af sér formennsku í nefndinni í dag.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur sagt af sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þetta tilkynnti hún við upphaf þingfundar í dag klukkan 15. Í ræðu sinni sagði hún að tilraunir minnihlutans í nefndinni til að sinna því eftirlitshlutverki sem hún á að sinna hafi orðið „meirihlutanum tilefni til valdníðslu og linnulausra árása.“ 

Skýrasta dæmið sé hvernig staðið hafi verið í vegi fyrir því að frumkvæðisathugun fari fram á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna stöðu hans gagnvart Samherja en meirihluti nefndarinnar, skipaður stjórnarþingmönnum og þingmanni Miðflokksins, lagði til að henni yrði hætt fyrir viku síðan. „Með þessu er meirihlutinn að setja hættulegt fordæmi, veikja eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdarvaldinu,“ sagði Þórhildur Sunna.

Hún sagði enn fremur að meirihlutinn persónugerði starf nefndarinnar til að ná markmiðum sínum. „Til þess að réttlæta þessa aðför sína kýs meirihluti nefndarinnar að draga persónu mína sífellt niður í svaðið og nota mig sem blóraböggul. Þessi aðferðarfræði; að skjóta sendiboðann, er þaulreynd þöggunar- og kúgunartaktík. Ég mótmæli þessari aðför, mér misbýður þetta leikrit og ætla ekki að taka þátt í því lengur. Meirihlutinn verður að finna sér aðrar átyllur til þess til að réttlæta aðför sína að eftirlitshlutverki nefndarinnar og þingsins. Formennsku minni í þessari nefnd er hér með lokið.“

Vitnaði í fræga ræðu bróður Þorvalds Gylfasonar

Þórhildur Sunna hóf ræðu sína í dag á því að vitna í fræga ræðu Vilmundar Gylfasonar, þáverandi þingmanns og formanns Bandalags jafnaðarmanna, um varðhunda valdsins. Ræða Vilmundar fjallar um aðferðir þeirra sem valdið hafa til að halda uppreisnarmönnum niðri og gagnrýni úti. Þórhildur Sunna sagði að fátt hefði breyst síðan að Vilmundur flutti sína ræðu. 

Auglýsing
Afsögn Þórhildar Sunnu ber upp sama dag og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætti fyrir nefndina til að ræða verklag hans við tilnefningar í stöður. 

Sá fundur var boðaður í kjölfar þess að Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að starfs­­­maður fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­is­ins hefði komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­­­­­mála­ráðu­­­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­­­nefnd­­­ar­innar að ráðu­­­neytið gæti ekki stutt að Þor­­­valdur Gylfa­­­son, hag­fræð­i­­­pró­­­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­­­stjóri nor­ræna fræða­­­tíma­­­rits­ins Nordic Economic Policy Review. Þorvaldur er bróðir Vilmundar, sem lést árið 1983. Hægt er að hlusta á ræðu Vilmundar hér að neðan. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent