Þríeykið fékk fálkaorðuna

Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.

Þríeykið Víðir Þórólfur Alma
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands sæmdi í dag, þjóð­há­tíð­ar­dag­inn 17. júní, fjórtán Íslend­inga heið­urs­merki hinnar íslensku fálka­orðu. Á meðal þeirra sem fengu orð­una að þessu sinni voru Alma Möller land­lækn­ir, Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir og Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn. 

Þau eru betur þekkt sem þrí­eykið sem stóð í stafni bar­áttu Íslands gegn útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum og urðu fasta­gestir á heim­ilum margra lands­manna á meðan að dag­legir upp­ýs­inga­fundir stóð yfir sam­hliða sam­göngu­banni og öðrum tak­mörk­unum sem gripið var til að þeirra und­ir­lagi, til að hefta útbreiðslu veirunn­ar. 

Á meðal ann­arra sem voru sæmdir fálka­orð­unni í dag voru Hildur Guðna­dótt­ir, sem hefur sópað að sér stærstu verð­launum í kvik­mynda- og tón­list­ar­heim­inum fyrir tón­list sína í kvik­mynd­inni Joker og sjón­varps­þátt­unum Cherno­byl. Þá hlaut Helgi Björns­son, tón­list­ar­maður og leik­ari, einnig orð­una en hann vann sig enn og aftur inn í hjörtu lands­manna á meðan að á sam­komu­bann­inu stóð með kvöld­vökum í sjón­varpi Sím­ans á laug­ar­dags­kvöldum sem köll­uð­ust „Heima með Helga“. 

Auglýsing
Þá hlaut rit­höf­und­ur­inn Jón Kalman Stef­áns­son fálka­orðu og nafni hans Jón Sig­urðs­son, sem var um tíma ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, einnig.

Þeir sem hlutu fálka­orð­una í dag voru:

 • Alma Möller land­lækn­ir, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir störf í þágu heil­brigð­is­mála og fram­lag í bar­áttu við Covid-19 fara­sótt­ina
 • Anna Dóra Sæþórs­dóttir pró­fess­or, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir kennslu og rann­sóknir á vett­vangi ferða­mála­fræði og úti­vistar
 • Bárður Haf­steins­son skipa­verk­fræð­ing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til hönn­unar fiski­skipa og íslensks sjáv­ar­út­vegs
 • Einar Bolla­son fyrr­ver­andi for­maður KKÍ og stofn­andi Íshesta, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íþrótta og störf á vett­vangi ferða­þjón­ustu
 • Ellý Katrín Guð­munds­dóttiur fyrr­ver­andi borg­ar­rit­ari, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir störf á opin­berum vett­vangi og fram­lag til opin­skárrar umræðu um Alzheimer sjúk­dóm­inn
 • Helgi Björns­son leik­ari og tón­list­ar­mað­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslenskrar tón­listar og leik­listar
 • Hildur Guðna­dóttir tón­skáld, Berlín, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslenskrar og alþjóð­legrar tón­listar
 • Hulda Karen Dan­í­els­dóttir kenn­ari og for­maður Þjóð­rækn­is­fé­lags Íslend­inga, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir frum­kvæði á sviði starfs­þró­unar og kennslu íslensku sem ann­ars máls og fram­lag til efl­ingar tengsla við afkom­endur Íslend­inga í Vest­ur­heimi
 • Jón Kalman Stef­áns­son rit­höf­und­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslenskra bók­mennta
 • Jón Sig­urðs­son fyrr­ver­andi rekt­or, seðla­banka­stjóri og ráð­herra, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir störf í opin­bera þágu
 • Sig­rún Þur­íður Geirs­dóttir þroska­þjálfi, Mos­fells­bæ, ridd­ara­kross fyrir afrek á sviði sjó­sunds
 • Sig­ur­borg Ing­unn Ein­ars­dóttir fyrr­ver­andi hjúkr­un­ar­for­stjóri og ljós­móð­ir, Eski­firði, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til heil­brigð­is­þjón­ustu í heima­byggð
 • Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir störf í þágu heil­brigð­is­mála og fram­lag í bar­áttu við Covid-19 fara­sótt­ina

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir störf í þágu heil­brigð­is­mála og fram­lag í bar­áttu við Covid-19 fara­sótt­ina

Fréttin verður upp­færð.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent