Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram

Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.

Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Auglýsing

Úttekt Sjúkratrygginga Íslands á starfsemi Heilsustofnunarinnar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði hefur litið þokast frá því í byrjun árs í fyrra, þegar ráðist var í hana. Þetta kemur fram í svari frá Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga, við fyrirspurn Kjarnans um málið. 

Þar segir enn fremur að úttektin sé „á bið og ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort því verður haldið áfram.“ Ástæðan séu annir, meðal annars í tengslum við COVID-19. 

Sjúkratryggingar endurnýjuðu þjónustusamning sinn við Heilsustofnunina 1. apríl 2019 til þriggja ára. Hann tryggði 875,5 millj­óna króna fjár­veit­ingu til starf­sem­innar úr ríkissjóði á árinu 2019 og 901 milljón króna í fyrra.

Sá samn­ing­ur, sem skrifað var undir eftir þriggja ára við­ræður og níu fram­leng­ingar fyrri þjón­ustu­samn­ings, felur í sér ákvæði um hvernig sé heim­ilt að ráð­stafa fé sem greitt er vegna samn­ings­ins. Ríkið greiðir alls um 67 pró­sent að heild­ar­rekstr­ar­kostn­aði stofn­un­ar­innar en hitt sem upp á vantar er greitt með inn­heimtu sér­tekna, þar á meðal sala stofn­un­ar­innar á vörum og þjón­ustu til ann­arra.

Samkvæmt rekstrarreikningi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands, sem er að finna í ársreikningi hennar fyrir árið 2018, jókst kostnaður við rekstur stjórnar félagasamtakanna um 43,3 prósent á því ári, fór úr 12,8 milljónum króna í 18,4 milljónir króna. Í frétt Stundarinnar frá því í júlí 2019 kom fram að Gunnlaugur K. Jónsson, stjórnarformaður Heilsustofnunarinnar, hefði fengið 1,2 milljónir króna á mánuði í greiðslur á því ári. 

Vildu ekki upplýsa um greiðslur

Kjarninn sendi síðla árs 2019 fyrirspurn til Brynjars Þórssonar, framkvæmdastjóra rekstrar hjá Heilsustofnun, og spurði meðal annars um aukinn kostnað við rekstur stjórnar á árinu 2018. 

Auglýsing
Í svörum hans sagði meðal annars að laun stjórnar stofnunarinnar væru ákveðin af stjórn Náttúrulækningafélags Íslands, eiganda Heilsustofnunarinnar. Forseti þess félags er líka stjórnarformaður Heilsustofnunarinnar, Gunnlaugur K. Jónsson. Hann starfar einnig sem aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stofnandi heilsustofnunarinnar, Jónas Kristjánsson, var langafi hans. 

Gunnlaugur tekur því sjálfur þátt í að ákveða laun sín. Auk þess er varaforseti Náttúrulækningafélagsins, Geir Jón Þórisson, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, varamaður í stjórn Heilsustofnunar. Aðrir í stjórn eru Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir dósent. Þórir Haraldsson lögfræðingur sat í stjórninni árið 2018 í stað Bryndísar. Þá situr Baldvin Jónsson verkefnastjóri með Geir Jóni í varastjórn. 

Erfið samskipti

Í svörum framkvæmdastjórans kom einnig fram að greiðslur fyrir stjórnarsetu í Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands á árinu 2018 hafi verið á á bilinu 17 – 170 þúsund krónur á mánuði. Í rekstrarstjórninni sitja þrír aðalmenn auk þess þess sem tveir sitja í varastjórn. Jafnvel þótt allir fimm hefðu fengið hæstu möguleg mánaðarlaun allt árið 2018 þá hefði heildarkostnaður samt sem áður ekki verið nema 10,2 milljónir króna. Þær greiðslur útskýra því ekki þann kostnaðarauka sem varð við rekstur stjórnar á árinu 2018. 

Samkvæmt rekstrarreikningi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands, sem er að finna í ársreikningi hennar fyrir árið 2018, jókst kostnaður við rekstur stjórnar félagasamtakanna um 43,3 prósent á því ári, fór úr 12,8 milljónum króna í 18,4 milljónir króna. Í frétt Stundarinnar frá því í júlí 2019 kom fram að stjórnarformaður Heilsustofnunarinnar hefði fengið 1,2 milljónir króna á mánuði í greiðslur á því ári. 

Í svörum Brynjars við fyrirspurn Kjarnans vegna þessa sagði að upp hefði komið „verkefni sem stjórn þurfti að grípa inn í, umfram það sem áður hefur verið. Þar var meðal annars um að ræða samningamál við Sjúkratryggingar Íslands og erfið samskiptavandamál innan stofnunarinnar þar sem meðal annarra aðgerða þurfti að kalla til aðstoð vinnustaðasálfræðings. Þungi þeirrar vinnu var unnin af stjórnarformanni.“ Þá sagði Brynjar að vegna mistaka hefðu 2,5 milljónir króna verið færðar á þennan lið í ársreikningi, en það hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir gerð hans. 

Trúnaður um stjórnarlaun

Kjarninn spurði stofnunina einnig hvernig greiðslur skiptust niður á einstaklinga en framkvæmdastjóri rekstrar neitaði að svara þeirri fyrirspurn og sagði greiðslur til einstaklinga trúnaðarmál. 

Þegar spurningin var ítrekuð, með vísun í að starfsemi Heilsustofnunar væri að uppistöðu fjármögnuð með opinberu fé, og óskað skýringa á því hvaða hagsmunir krefðust þess að um stjórnarlaun ríkti trúnaður, þá barst ekkert svar. 

Í ársreikningi Heilstofnunarinnar fyrir árið 2018 kom fram að kostnaður vegna umsjónar og reksturs fasteigna/lausafjármuna hafi aukist um 64,2 prósent á árinu 2018 , úr 119,1 milljónum króna í 195,6 milljónir króna.

Brynjar svaraði því til að á árinu 2018 hafi verið ráðist í „viðhaldsframkvæmdir sem höfðu setið á hakanum undanfarin ár, m.a. skipti á þakjárni, endurnýjun gólfefna og lagfæring á herbergjaálmum sem skýrir hækkun á liðnum milli ára.“

Ársreikningur fyrir árin 2019 og 2020 er ekki aðgengilegur á heimasíðu Heilsustofnunarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent