Sif Gunnarsdóttir nýr forsetaritari

Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, hefur verið skipuð forsetaritari. Alls sóttust 60 manns eftir embættinu þegar það var auglýst í lok síðasta árs.

Sif Gunnarsdóttir hefur verið skipuð nýr forsetaritari.
Sif Gunnarsdóttir hefur verið skipuð nýr forsetaritari.
Auglýsing

Sif Gunn­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri menn­ing­ar­mála á menn­ing­ar- og ferða­mála­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, verður næsti for­seta­rit­ari. Nið­ur­staða for­seta Íslands og for­sæt­is­ráð­herra varð sú að Sif væri hæfust umsækj­enda til þess að hljóta skipun í emb­ætt­ið. Frá þessu er sagt á vef stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Emb­ætti for­seta­rit­ara var aug­lýst laust til umsóknar 27. nóv­em­ber 2020 og bár­ust alls 60 umsóknir um emb­ætt­ið. For­sæt­is­ráð­herra skip­aði ráð­gef­andi hæfn­is­nefnd í jan­úar 2021 til að meta hæfni umsækj­enda.

Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að 33 umsækj­endum hafi verið boðið að leysa skrif­legt verk­efni og af þeim var síðan 17 umsækj­endum boðið í við­tal við nefnd­ina auk þess sem leitað var umsagna um þá.

Hæfn­is­nefnd skil­aði for­seta Íslands og for­sæt­is­ráð­herra grein­ar­gerð þann 8. mars sl. og þar var því lýst að átta umsækj­endur væru allir mjög vel hæfir til að gegna emb­ætt­inu. Að lok­inni skoðun á grein­ar­gerð hæfn­is­nefndar og öðrum gögnum máls­ins var ákveðið að bjóða þeim átta umsækj­endum sem metnir voru mjög vel hæfir í fram­halds­við­tal.

Nið­ur­staðan varð á end­anum sú að Sif þykir hæfust.

Hún er með BA-­próf í danskri tungu og bók­menntum frá Háskóla Íslands og meist­ara­próf í menn­ing­ar­miðlun frá Háskól­anum í Óðins­véum, auk þess sem hún lauk diplóma­námi í rekstr­ar­hag­fræði við Háskóla Íslands árið 2006.

Auglýsing

Sif var for­stöðu­maður Höf­uð­borg­ar­stofu á árunum 2007-2013 og for­stöðu­maður Nor­ræna húss­ins í Fær­eyjum á árunum 2013-2018. Þá hefur hún einnig feng­ist við kennslu og dag­skrár­gerð fyrir hljóð­varp, auk núver­andi starfa sinna hjá Reykja­vík­ur­borg.

Örn­ólfur kveður eftir rúma tvo ára­tugi við for­seta­emb­ættið

Örn­ólfur Thor­s­­son, sem starfað hefur hjá for­­seta­emb­ætt­inu frá árinu 1999 og verið for­­seta­­rit­­ari frá árinu 2005, greindi frá því seint á síð­­asta ári að hann myndi hverfa til ann­­arra starfa. Til stendur að hann verði nýjum for­seta­rit­ara innan handar til 1. ágúst.

Í starfs­aug­lýs­ing­unni kom fram að for­­­seta­­­rit­­­ari stýrði emb­ætti for­­­seta Íslands und­ir yf­ir­­­stjórn for­­­seta. Starfið fæli meðal ann­­­ars í sér stjórn fjár­­­­­mála, mannauðs og dag­­­legra starfa á skrif­­­stofu for­­­seta og Bessa­­­stöð­­um. Þá ann­­­ast for­­­seta­­­rit­­­ari sam­­­skipti við Alþingi, ráðu­­neyti, fjöl­miðla og send­i­herra er­­­lendra ríkja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent