Óljósar ábendingar til ráðuneytis og réttarfarsnefndar tilefni til lagabreytinga

Drög að breytingum á lögum um réttarfar og dómstóla sem nýlega voru lögð fram í samráðsgátt voru sögð fram sett m.a. vegna ábendinga sem borist hefðu ráðuneyti og réttarfarsnefnd. Engar skriflegar ábendingar hafa þó borist, samkvæmt dómsmálaráðuneytinu.

herasdomur_14211492377_o.jpg
Auglýsing

Ekki er unnt að fá upp­lýs­ingar um það hjá dóms­mála­ráðu­neyt­inu hverjir það eru sem hafa á und­an­förnum árum sett fram ábend­ingar til ráðu­neyt­is­ins eða rétt­ar­fars­nefndar um ýmsa þætti í dóms­kerf­inu, þrátt fyrir að þessar ábend­ingar séu nefndar á meðal ástæðna fyrir því að fyr­ir­hugað er að ráð­ast í breyt­ingar á lögum um með­ferð einka­mál og saka­mála og lögum um dóm­stóla.

Í umfjöllun um til­efni og nauð­syn laga­setn­ingar í frum­varps­drögum sem birt voru í sam­ráðs­gátt stjórn­valda á Þor­láks­messu segir að dóms­mála­ráðu­neyt­inu og rétt­ar­fars­nefnd hafi und­an­farin fjögur ár borist „ábend­ingar um ýmis atriði sem reynslan hefur leitt í ljós að betur megi fara í hinu nýja hinu nýja reglu­verki um máls­með­ferð fyrir þessum dóm­stólum og um önnur atriði sem ekki tengj­ast nýlegum breyt­ingum á dóm­stólum og rétt­ar­fari.“

Engar fund­ar­gerðir og engin skrif­leg erindi

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins og bað um að fá upp­gefið hvaða ábend­ingar þetta væru og frá hverjum þær hefðu borist. Einnig bað blaða­maður um að fá afrit allra fund­ar­gerða frá rétt­ar­fars­nefnd ef þær gætu varpað ljósi á það hvaða ábend­ingar væri um að ræða og frá hverjum þær hefðu borist.

Í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við þess­ari bón blaða­manns var lítið af upp­lýs­ing­um. Þar var því komið á fram­færi að rétt­ar­fars­nefnd héldi ekki fund­ar­gerðir og því væri „engum slíkum til að dreifa.“

„Engin skrif­leg erindi eða ábend­ingar liggja til grund­vallar þeim frum­varps­drögum sem lögð hafa verið fram,“ segir einnig í svari ráðu­neyt­is­ins og hljóta ábend­ing­arnar sem minnst er á í frum­varps­drög­unum því að hafa borist ráðu­neyt­inu eða rétt­ar­fars­nefnd­inni með ein­hverjum öðrum hætti.

„Nefndin og ráðu­neytið hafa það hlut­verk að hafa vak­andi auga með fram­kvæmd og máls­með­ferð í íslensku rétt­ar­fari. Að eigin frum­kvæði eru tekin til skoð­unar atriði sem hugs­an­lega mættu betur fara, án þess að erindi eða ábend­ingar hafi sér­stak­lega borist um þau. Frum­varps­drögin þarf því ein­fald­lega að meta á eigin verð­leikum og með hlið­sjón af þeim rök­stuðn­ingi sem fylgir,“ segir til við­bótar í svari ráðu­neyt­is­ins.

Fjórir dóm­arar í rétt­ar­fars­nefnd

Í svar­inu var einnig farið yfir hlut­verk rétt­ar­fars­nefnd­ar, sem er það að vera ráð­herra til ráð­gjafar á sviði rétt­ar­fars. Helstu verk­efni nefnd­ar­innar eru þau að vera dóms­mála­ráð­herra til ráð­gjafar um samn­ingu frum­varpa og ann­arra reglna á sviði rétt­ar­fars, að semja frum­vörp og aðrar reglur að beiðni ráð­herra á því sviði og í sam­ræmi við áætlun og áherslur ráð­herra og að veita umsagnir um frum­vörp og aðrar til­lögur er varða rétt­ar­far.

Auglýsing

Í rétt­ar­fars­nefnd sitja þau Sig­urður Tómas Magn­ús­son, dóm­ari við Hæsta­rétt Íslands og for­maður stjórnar dóm­stóla­sýsl­unn­ar, sem jafn­framt er for­mað­ur, Ása Ólafs­dótt­ir, dóm­ari við Hæsta­rétt, Ragn­heiður Harð­ar­dótt­ir, dóm­ari við Lands­rétt, Stefán Már Stef­áns­son, pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands og Bene­dikt Boga­son, dóm­ari við Hæsta­rétt.

Frum­varps­drögin fóru sem áður segir inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda á Þor­láks­messu og rann umsagn­ar­frest­ur­inn út þann 10. jan­ú­ar. Fáar umsagnir bár­ust um efn­is­at­riði þess og hefur Kjarn­inn heyrt frá ein­stak­lingum í lög­manna­stétt sem hrein­lega heyrðu ekki af fram­lagn­ingu frum­varps­drag­anna fyrr en umsagn­ar­frest­ur­inn var runn­inn út.

Nýdoktor gerði athuga­semdir

Haukur Logi Karls­son nýdoktor í lög­fræði við Háskóla Íslands gerði, eins og Kjarn­inn sagði frá fyrr í vik­unni, athuga­semdir við tvær breyt­ingar sem lagt er til að gerðar verði vegna frum­varps­ins, en báðar varða þær það hvernig dóm­arar eru skip­aðir á Íslandi.

Hann sagði báðar breyt­ing­arn­ar, ann­ars vegar um að dóm­stóla­sýslan fái heim­ild til þess að til­nefna starf­andi dóm­ara sem sinn full­trúa í dóm­nefnd um hæfi umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara og hins vegar um aft­ur­hvarf til fyrri starfs­hátta hvað val á vara­dóm­urum varð­ar, vera til þess fallnar að auka um of völd dóm­­ara­­stétt­­ar­innar til þess að hafa áhrif á hverjir verði skip­aðir í emb­ætti.

Það væri síðan aftur lík­­­legt til þess að rýra traust almenn­ings til þess hvernig dóm­­arar eru skip­aðir á Íslandi og þar með dóm­stóla.

Fréttin hefur verið upp­færð. Í fyrri útgáfu sagði að Ása Ólafs­dóttir væri dós­ent við HÍ en hún er dóm­ari við Hæsta­rétt síðan árið 2020. Stuðst var við óupp­færðar upp­lýs­ingar af vef rétt­ar­fars­nefndar í fyrri útg. frétt­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent