Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra

Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.

Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Auglýsing

Starfsmenn Þjóðskrár Íslands, sem komið hafa að vinnu við skráningu fasteigna hjá stofnuninni, sendu föstudaginn 9. apríl bréf á Sigurð Inga Jóhannesson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklum áhyggjum var lýst af tíðum breytingum innan stofnunarinnar.

„Skipulagsbreytingar hafa verið vanhugsaðar, starfsmannavelta er mikil og við erum að missa þekkingu úr húsi. Stjórnunarhættir hjá stofnuninni hafa leitt til þess að reynslumiklir starfsmenn hafa séð sig knúna til að segja upp störfum og leita á önnur mið. Þetta er ekki til þess fallið að vekja traust starfsmanna, né ytri hagaðila, á þeim verkefnum sem Þjóðskrá Íslands hefur verið falið. Lítið samráð hefur verið haft við starfsmenn og þekking á þeirra störfum er oft lítil og jafnvel lítilsvirt í efsta stjórnendalagi,“ sagði í bréfinu, sem Kjarninn hefur séð.

Töldu sig knúin til að leita til ráðherra

Bréfið var sent úr nafnlausu netfangi og einungis ráðherra hafði kost á því að sjá undirskriftirnar sem því fylgdu. Afrit bréfsins, án undirskrifta, var einnig sent á forstjóra Þjóðskrár, Margréti Hauksdóttur, en starfsmennirnir töldu sig knúna til þess að leita framhjá yfirmanni stofnunarinnar og alla leið til ráðherra með áhyggjur sínar og athugasemdir.

Málefni Þjóðskrár Íslands heyra undir Sigurð Inga. Mynd: Bára Huld Beck

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfestir við Kjarnann að bréfið hafi borist ráðherra síðdegis þennan föstudag, en bréfið sjálft fæst ekki afhent formlega frá ráðuneytinu þar sem það varðar málefni starfsmanna og telst því undanþegið upplýsingalögum. Ráðuneytið telur sömuleiðis ekki rétt að segja frá því hversu margir starfsmenn undirrituðu bréfið, þar sem óskað var eftir því að ráðherra gætti trúnaðar um undirskriftirnar.

Auglýsing

Það standa þó að minnsta kosti tíu manns á bakvið bréfsendinguna, þar sem ekki stóð til að senda bréfið til ráðherra nema að minnsta kosti tíu núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Þjóðskrár settu nafn sitt við það. Hjá Þjóðskrá starfa rúmlega 100 manns.

Töldu líklegt að ekki yrði hlustað á sig

Í bréfinu sagði að það væri stílað á ráðherra þar sem starfsmenn teldu að ekki yrði nóg að koma áhyggjunum á framfæri innan stofnunarinnar. „Við teljum líklegt að ekki verði hlustað á okkur, þeim sem skrifa undir verði refsað og að starf þeirra verði í hættu og að litlar sem engar breytingar verði gerðar,“ sagði í bréfinu.

Þar sagði einnig að mörg mikilvæg verkefni sem krefðust mikillar sérfræðiþekkingar og reynslu væru í uppnámi vegna síðustu skipulagsbreytinga hjá stofnuninni, en nýtt skipurit tók gildi hjá Þjóðskrá um áramót.

Sömuleiðis var bent á að frá því Þjóðskrá og Fasteignaskrá Íslands hefðu verið sameinaðar árið 2010 hefðu alls átta skipulagsbreytingar verið gerðar hjá stofnuninni, sem starfsmennirnir teldu óeðlilega mikinn fjölda. „Yfir langt tímabil hefur óánægja ríkt meðal starfsmanna sem snýr m.a að stjórnun og hefur hún aukist dag frá degi,“ sagði í bréfinu, en tekið var fram að þetta ætti ekki við um alla stjórnendur hjá stofnuninni.

Vilja viðbragð áður en skaðinn verði meiri

Með því að senda bréfið sögðust starfsmennirnir vilja vekja athygli á stöðu mála svo hægt yrði að bregðast við áður en skaðinn yrði meiri. Þeir segja ekki hægt að kenna utanaðkomandi atriðum eins og til dæmis COVID-faraldrinum eða hugmyndum um sameiningu fasteignaskrár og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðu mála hjá stofnuninni, „því þeir stjórnunarhættir sem við gerum hér athugasemd við eru ekki nýir af nálinni.“

Forstjórinn segir „sorglegt“ að þessi leið hafi verið farin

„Það er náttúrlega sorglegt að það sé farin þessi leið,“ segir Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár við Kjarnann, innt eftir viðbrögðum við þessari bréfsendingu starfsmanna til ráðherra. Hún segir engu að síður að málið sé tekið alvarlega og sé í vinnslu. Verkefni dagsins sé að vinna með óánægjuna sem sé til staðar.

„Ég hef farið yfir málið með starfsmönnum. Ég upplýsti um bréfið á starfsmannafundi strax á mánudaginn og er núna að leita leiða til að jafna ágreining sem er fyrir hendi og vil að við náum samtali um það sem betur má fara. Þetta er svolítið á frumstigi, en ákveðin skref hafa verið stigin í þessari viku og ég verð að standa vörð um starfsemi Þjóðskrár Ísland og um alla hina sem standa ekki að þessu bréfi. Þeir eru náttúrlega slegnir, eins og gengur,“ sagði Margrét við blaðamann í gær, viku eftir að bréfið var sent.

Margrét Hauksdóttir hefur verið forstjóri Þjóðskrár Íslands frá árinu 2013. Mynd: Þjóðskrá

Hún segist sannfærð um að ef samtal eigi sér stað þá finnist lausnir. „Í svona stórri stofnun eins og Þjóðskrá er, með yfir 100 manns, þá koma upp skin og skúrir og það kemur upp óánægja við skipulagsbreytingar og það er bara okkar skylda að hlusta á óánægjuraddir og fá það upp á borðið og vinna með það,“ segir Margrét.

Hún segir að frá því að hún tók við sem forstjóri árið 2013 hafi verið gerðar fimm skipulagsbreytingar, sem sumar hafi í eðli sínu verið einfaldar og snert lítinn hluta starfsmanna. En nýtt skipurit hafi verið gefið út nýlega, vissulega. Hún segir að skipulagsbreytingarnar helgist af þeim skyldum sem á stofnunina séu lagðar með lagabreytingum frá Alþingi.

„Það eru gríðarlega miklar lagabreytingar sem við höfum verið að vinna með síðustu þrjú ár og margar nýjar skyldur sem leggjast á okkur við lagabreytingar. Þá þurfum við að einhenda okkur í það þó að við höfum kannski ekki skipulagt það, en lagabreytingarnar eru til að vera í takt við samfélagið og mæta ákveðnum nýjum þörfum í samfélaginu,“ segir Margrét.

Hún segist hafa haldið samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu upplýstu um þau skref sem tekin hafa verið innanhúss hjá Þjóðskrá í kjölfar þess að bréfið barst.

Mikilvægt að tapa ekki trausti

Eins og áður sagði kom fram í bréfi starfsmannanna að þeir hefðu upplifað að þekking þeirra hefði jafnvel verið lítilsvirt í efsta stjórnunarlagi stofnunarinnar. Blaðamaður spurði hvernig Margréti hvernig hún tæki þessum skilaboðum.

„Ég er bara mjög slegin að sjá þessa staðhæfingu og þarf svolítið að skilja, með samtalinu, hvað er átt við þar. Í hverju felst þetta? Ég verð að heyra það. Ég get ekki annað en leitað eftir upplýsingum um hvað er átt við með þessu,“ segir Margrét.

Forstjórinn segir að Þjóðskrá Íslands hafi notið góðs trausts í samfélaginu og í þjónustukönnunum sem gerðar séu reglulega. Mikilvægt sé að það verði svo áfram og að lausnir finnist til að styrkja stofnunina til framtíðar.

„Það er mikilvægt að við töpum ekki trausti og ég vil leita allra leiða til að ná samtali og sátt um þessa óánægju,“ segir Margrét.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent