Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra

Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.

Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Auglýsing

Starfs­menn Þjóð­skrár Íslands, sem komið hafa að vinnu við skrán­ingu fast­eigna hjá stofn­un­inni, sendu föstu­dag­inn 9. apríl bréf á Sig­urð Inga Jóhann­es­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, þar sem miklum áhyggjum var lýst af tíðum breyt­ingum innan stofn­un­ar­inn­ar.

„Skipu­lags­breyt­ingar hafa verið van­hugs­að­ar, starfs­manna­velta er mikil og við erum að missa þekk­ingu úr húsi. Stjórn­un­ar­hættir hjá stofn­un­inni hafa leitt til þess að reynslu­miklir starfs­menn hafa séð sig knúna til að segja upp störfum og leita á önnur mið. Þetta er ekki til þess fallið að vekja traust starfs­manna, né ytri hag­að­ila, á þeim verk­efnum sem Þjóð­skrá Íslands hefur verið falið. Lítið sam­ráð hefur verið haft við starfs­menn og þekk­ing á þeirra störfum er oft lítil og jafn­vel lít­ils­virt í efsta stjórn­enda­lag­i,“ sagði í bréf­inu, sem Kjarn­inn hefur séð.

Töldu sig knúin til að leita til ráð­herra

Bréfið var sent úr nafn­lausu net­fangi og ein­ungis ráð­herra hafði kost á því að sjá und­ir­skrift­irnar sem því fylgdu. Afrit bréfs­ins, án und­ir­skrifta, var einnig sent á for­stjóra Þjóð­skrár, Mar­gréti Hauks­dótt­ur, en starfs­menn­irnir töldu sig knúna til þess að leita fram­hjá yfir­manni stofn­un­ar­innar og alla leið til ráð­herra með áhyggjur sínar og athuga­semd­ir.

Málefni Þjóðskrár Íslands heyra undir Sigurð Inga. Mynd: Bára Huld Beck

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið stað­festir við Kjarn­ann að bréfið hafi borist ráð­herra síð­degis þennan föstu­dag, en bréfið sjálft fæst ekki afhent form­lega frá ráðu­neyt­inu þar sem það varðar mál­efni starfs­manna og telst því und­an­þegið upp­lýs­inga­lög­um. Ráðu­neytið telur sömu­leiðis ekki rétt að segja frá því hversu margir starfs­menn und­ir­rit­uðu bréf­ið, þar sem óskað var eftir því að ráð­herra gætti trún­aðar um und­ir­skrift­irn­ar.

Auglýsing

Það standa þó að minnsta kosti tíu manns á bak­við bréf­send­ing­una, þar sem ekki stóð til að senda bréfið til ráð­herra nema að minnsta kosti tíu núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­menn Þjóð­skrár settu nafn sitt við það. Hjá Þjóð­skrá starfa rúm­lega 100 manns.

Töldu lík­legt að ekki yrði hlustað á sig

Í bréf­inu sagði að það væri stílað á ráð­herra þar sem starfs­menn teldu að ekki yrði nóg að koma áhyggj­unum á fram­færi innan stofn­un­ar­inn­ar. „Við teljum lík­legt að ekki verði hlustað á okk­ur, þeim sem skrifa undir verði refsað og að starf þeirra verði í hættu og að litlar sem engar breyt­ingar verði gerð­ar,“ sagði í bréf­inu.

Þar sagði einnig að mörg mik­il­væg verk­efni sem krefð­ust mik­illar sér­fræði­þekk­ingar og reynslu væru í upp­námi vegna síð­ustu skipu­lags­breyt­inga hjá stofn­un­inni, en nýtt skipu­rit tók gildi hjá Þjóð­skrá um ára­mót.

Sömu­leiðis var bent á að frá því Þjóð­skrá og Fast­eigna­skrá Íslands hefðu verið sam­ein­aðar árið 2010 hefðu alls átta skipu­lags­breyt­ingar verið gerðar hjá stofn­un­inni, sem starfs­menn­irnir teldu óeðli­lega mik­inn fjölda. „Yfir langt tíma­bil hefur óánægja ríkt meðal starfs­manna sem snýr m.a að stjórnun og hefur hún auk­ist dag frá deg­i,“ sagði í bréf­inu, en tekið var fram að þetta ætti ekki við um alla stjórn­endur hjá stofn­un­inni.

Vilja við­bragð áður en skað­inn verði meiri

Með því að senda bréfið sögð­ust starfs­menn­irnir vilja vekja athygli á stöðu mála svo hægt yrði að bregð­ast við áður en skað­inn yrði meiri. Þeir segja ekki hægt að kenna utan­að­kom­andi atriðum eins og til dæmis COVID-far­aldr­inum eða hug­myndum um sam­ein­ingu fast­eigna­skrár og Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar um stöðu mála hjá stofn­un­inni, „því þeir stjórn­un­ar­hættir sem við gerum hér athuga­semd við eru ekki nýir af nál­inn­i.“

For­stjór­inn segir „sorg­legt“ að þessi leið hafi verið farin

„Það er nátt­úr­lega sorg­legt að það sé farin þessi leið,“ segir Mar­grét Hauks­dóttir for­stjóri Þjóð­skrár við Kjarn­ann, innt eftir við­brögðum við þess­ari bréf­send­ingu starfs­manna til ráð­herra. Hún segir engu að síður að málið sé tekið alvar­lega og sé í vinnslu. Verk­efni dags­ins sé að vinna með óánægj­una sem sé til stað­ar.

„Ég hef farið yfir málið með starfs­mönn­um. Ég upp­lýsti um bréfið á starfs­manna­fundi strax á mánu­dag­inn og er núna að leita leiða til að jafna ágrein­ing sem er fyrir hendi og vil að við náum sam­tali um það sem betur má fara. Þetta er svo­lítið á frum­stigi, en ákveðin skref hafa verið stigin í þess­ari viku og ég verð að standa vörð um starf­semi Þjóð­skrár Ísland og um alla hina sem standa ekki að þessu bréfi. Þeir eru nátt­úr­lega slegn­ir, eins og geng­ur,“ sagði Mar­grét við blaða­mann í gær, viku eftir að bréfið var sent.

Margrét Hauksdóttir hefur verið forstjóri Þjóðskrár Íslands frá árinu 2013. Mynd: Þjóðskrá

Hún seg­ist sann­færð um að ef sam­tal eigi sér stað þá finn­ist lausn­ir. „Í svona stórri stofnun eins og Þjóð­skrá er, með yfir 100 manns, þá koma upp skin og skúrir og það kemur upp óánægja við skipu­lags­breyt­ingar og það er bara okkar skylda að hlusta á óánægju­raddir og fá það upp á borðið og vinna með það,“ segir Mar­grét.

Hún segir að frá því að hún tók við sem for­stjóri árið 2013 hafi verið gerðar fimm skipu­lags­breyt­ing­ar, sem sumar hafi í eðli sínu verið ein­faldar og snert lít­inn hluta starfs­manna. En nýtt skipu­rit hafi verið gefið út nýlega, vissu­lega. Hún segir að skipu­lags­breyt­ing­arnar helgist af þeim skyldum sem á stofn­un­ina séu lagðar með laga­breyt­ingum frá Alþingi.

„Það eru gríð­ar­lega miklar laga­breyt­ingar sem við höfum verið að vinna með síð­ustu þrjú ár og margar nýjar skyldur sem leggj­ast á okkur við laga­breyt­ing­ar. Þá þurfum við að ein­henda okkur í það þó að við höfum kannski ekki skipu­lagt það, en laga­breyt­ing­arnar eru til að vera í takt við sam­fé­lagið og mæta ákveðnum nýjum þörfum í sam­fé­lag­in­u,“ segir Mar­grét.

Hún seg­ist hafa haldið sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu upp­lýstu um þau skref sem tekin hafa verið inn­an­húss hjá Þjóð­skrá í kjöl­far þess að bréfið barst.

Mik­il­vægt að tapa ekki trausti

Eins og áður sagði kom fram í bréfi starfs­mann­anna að þeir hefðu upp­lifað að þekk­ing þeirra hefði jafn­vel verið lít­ils­virt í efsta stjórn­un­ar­lagi stofn­un­ar­inn­ar. Blaða­maður spurði hvernig Mar­gréti hvernig hún tæki þessum skila­boð­um.

„Ég er bara mjög slegin að sjá þessa stað­hæf­ingu og þarf svo­lítið að skilja, með sam­tal­inu, hvað er átt við þar. Í hverju felst þetta? Ég verð að heyra það. Ég get ekki annað en leitað eftir upp­lýs­ingum um hvað er átt við með þessu,“ segir Mar­grét.

For­stjór­inn segir að Þjóð­skrá Íslands hafi notið góðs trausts í sam­fé­lag­inu og í þjón­ustukönn­unum sem gerðar séu reglu­lega. Mik­il­vægt sé að það verði svo áfram og að lausnir finn­ist til að styrkja stofn­un­ina til fram­tíð­ar.

„Það er mik­il­vægt að við töpum ekki trausti og ég vil leita allra leiða til að ná sam­tali og sátt um þessa óánægju,“ segir Mar­grét.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent