Sendiherra segir Guðlaug Þór vega að starfsheiðri embættismanna í eigin ráðuneyti

Stefán Skjaldarson sendiherra fer hörðum orðum um frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framferði ráðherrans sjálfs í umræðum um málið. Segir hann ráðherra gera embættismönnum upp pólitískar skoðanir.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Stefán Skjald­ar­son, sendi­herra í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, segir að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra hafi haft í frammi „til­hæfu­lausar dylgj­ur“ um að emb­ætt­is­menn sem gagn­rýni frum­varp ráð­herr­ans um breyt­ingar á starfs­manna­málum í utan­rík­is­þjón­ust­unni hafi hag af því að Ísland ger­ist aðili að Evr­ópu­sam­band­inu.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í harð­orðri umsögn sendi­herr­ans við frum­varp­ið. Þar segir Stefán að telja verði „í hæsta máta óeðli­legt og óvið­eig­andi að ráð­herra freisti þess að sverta orð­spor emb­ætt­is­manna í sínu eigin ráðu­neyti og gera þeim upp póli­tískar skoð­an­ir.“ 

Sendi­herr­ann segir að með þessu sé vegið að starfs­heiðri og fag­mennsku emb­ætt­is­manna, sem séu skyldugir til þess að fara að lögum og regl­um, hafa almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi í störfum sínum og styðja við og fram­fylgja stefnu þeirra rík­is­stjórna sem sitja hverju sinni. Ráð­herra gefi í skyn að þeim sé ekki treystand­i. 

Auglýsing

„Kannski krist­all­ast í svona mál­flutn­ingi og þess­ari laga­smíð merg­ur­inn máls­ins, hug­myndin um að emb­ætt­is­menn séu póli­tískt skip­aðir og þar af leið­andi aðeins ­treystandi ef við­kom­andi ráð­herra hefur sjálfur valið þá til ábyrgð­ar­starfa,“ segir í umsögn sendi­herr­ans, sem er heilt yfir gagn­rýn­inn á frum­varp ráð­herra, sem nú er lagt fram með breyt­ingum sem utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis gerði á því á síð­asta þingi.

Heim­ild til að skipa hvern sem er án aug­lýs­ingar

Ekki eru þó gerðar miklar breyt­ingar á því sem einna helst hefur verið gerð athuga­semd við í tengslum við frum­varp­ið, nefni­lega heim­ild ráð­herra á hverjum tíma til að skipa sendi­herra án aug­lýs­ing­ar. 

„Reynt er að láta líta út sem að gerðar verði mennt­un­ar­kröfur eða reynslu­kröf­ur varð­andi alþjóða­mál og utan­rík­is­mál sem for­sendu fyrir að geta talist hæfur til að verða skip­aður tíma­bundið sendi­herra án aug­lýs­ing­ar. Raunin er þó, sam­kvæmt frum­varp­inu, að einnig má skipa aðila með „sér­tæka reynslu sem nýt­ist í emb­ætt­i.“ Þetta þýðir á manna­máli að hægt er að skipa hvem sem er í slíkt emb­ætt­i ef vilji er til,“ skrifar sendi­herr­ann um þetta efni.

Stef­án, sem hefur verið sendi­herra Íslands í Ósló og Pek­ing, segir að Alþingi sé þó auð­vitað í sjálfs­vald sett að skapa stjórn­sýsl­unni það lagaum­hverfi sem það vill innan marka stjórn­ar­skrár.  

Hann segir þó að ef svo sé komið fyrir íslenskri stjórn­sýslu „að ráð­herrar treysti ekki lengur sínum emb­ætt­is­mönnum nema þeir hafi valið þá sjálfir og ef Alþingi vill taka undir slík sjón­ar­mið og bregð­ast við með laga­setn­ingu sem opnar á enn frek­ari póli­tískar ráðn­ing­ar“, sé það umhugs­un­ar­efni sem kalli á umfjöllun á breið­ari vett­vangi en í tengslum við þetta frum­varp eitt og sér.

Eng­inn hafi mælt með sam­þykkt frum­varps­ins

Frum­varp Guð­laugs Þórs hefur verið umdeilt og Stefán er ekki einn um að hafa gert við það veru­legar athuga­semd­ir. Hann vekur athygli á því að engar þær umsagnir sem komu fram um efni upp­haf­legs frum­varps, og eigi að mestu við um núver­andi frum­varp, hafi mælt með sam­þykkt frum­varps­ins.

„Áður hefur komið fram að það setji emb­ætt­is­menn í erf­iða stöðu að gefa umsögn um frum­varp síns ráð­herra, sér­stak­lega umsagnir sem sá vafa um ágæti máls­ins. Það er því hæpið að túlka það sem ánægju með frum­varpið að fáar umsagnir ber­ist. Þvert á móti vekur athygli að eng­inn skuli mæla því bót þrátt fyrir mögu­legan und­ir­liggj­andi freistni­vanda um að slíkt gæti komið sér vel í starf­i,“ skrifar Stef­án.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent