Sendiherra segir Guðlaug Þór vega að starfsheiðri embættismanna í eigin ráðuneyti

Stefán Skjaldarson sendiherra fer hörðum orðum um frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framferði ráðherrans sjálfs í umræðum um málið. Segir hann ráðherra gera embættismönnum upp pólitískar skoðanir.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Stefán Skjald­ar­son, sendi­herra í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, segir að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra hafi haft í frammi „til­hæfu­lausar dylgj­ur“ um að emb­ætt­is­menn sem gagn­rýni frum­varp ráð­herr­ans um breyt­ingar á starfs­manna­málum í utan­rík­is­þjón­ust­unni hafi hag af því að Ísland ger­ist aðili að Evr­ópu­sam­band­inu.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í harð­orðri umsögn sendi­herr­ans við frum­varp­ið. Þar segir Stefán að telja verði „í hæsta máta óeðli­legt og óvið­eig­andi að ráð­herra freisti þess að sverta orð­spor emb­ætt­is­manna í sínu eigin ráðu­neyti og gera þeim upp póli­tískar skoð­an­ir.“ 

Sendi­herr­ann segir að með þessu sé vegið að starfs­heiðri og fag­mennsku emb­ætt­is­manna, sem séu skyldugir til þess að fara að lögum og regl­um, hafa almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi í störfum sínum og styðja við og fram­fylgja stefnu þeirra rík­is­stjórna sem sitja hverju sinni. Ráð­herra gefi í skyn að þeim sé ekki treystand­i. 

Auglýsing

„Kannski krist­all­ast í svona mál­flutn­ingi og þess­ari laga­smíð merg­ur­inn máls­ins, hug­myndin um að emb­ætt­is­menn séu póli­tískt skip­aðir og þar af leið­andi aðeins ­treystandi ef við­kom­andi ráð­herra hefur sjálfur valið þá til ábyrgð­ar­starfa,“ segir í umsögn sendi­herr­ans, sem er heilt yfir gagn­rýn­inn á frum­varp ráð­herra, sem nú er lagt fram með breyt­ingum sem utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis gerði á því á síð­asta þingi.

Heim­ild til að skipa hvern sem er án aug­lýs­ingar

Ekki eru þó gerðar miklar breyt­ingar á því sem einna helst hefur verið gerð athuga­semd við í tengslum við frum­varp­ið, nefni­lega heim­ild ráð­herra á hverjum tíma til að skipa sendi­herra án aug­lýs­ing­ar. 

„Reynt er að láta líta út sem að gerðar verði mennt­un­ar­kröfur eða reynslu­kröf­ur varð­andi alþjóða­mál og utan­rík­is­mál sem for­sendu fyrir að geta talist hæfur til að verða skip­aður tíma­bundið sendi­herra án aug­lýs­ing­ar. Raunin er þó, sam­kvæmt frum­varp­inu, að einnig má skipa aðila með „sér­tæka reynslu sem nýt­ist í emb­ætt­i.“ Þetta þýðir á manna­máli að hægt er að skipa hvem sem er í slíkt emb­ætt­i ef vilji er til,“ skrifar sendi­herr­ann um þetta efni.

Stef­án, sem hefur verið sendi­herra Íslands í Ósló og Pek­ing, segir að Alþingi sé þó auð­vitað í sjálfs­vald sett að skapa stjórn­sýsl­unni það lagaum­hverfi sem það vill innan marka stjórn­ar­skrár.  

Hann segir þó að ef svo sé komið fyrir íslenskri stjórn­sýslu „að ráð­herrar treysti ekki lengur sínum emb­ætt­is­mönnum nema þeir hafi valið þá sjálfir og ef Alþingi vill taka undir slík sjón­ar­mið og bregð­ast við með laga­setn­ingu sem opnar á enn frek­ari póli­tískar ráðn­ing­ar“, sé það umhugs­un­ar­efni sem kalli á umfjöllun á breið­ari vett­vangi en í tengslum við þetta frum­varp eitt og sér.

Eng­inn hafi mælt með sam­þykkt frum­varps­ins

Frum­varp Guð­laugs Þórs hefur verið umdeilt og Stefán er ekki einn um að hafa gert við það veru­legar athuga­semd­ir. Hann vekur athygli á því að engar þær umsagnir sem komu fram um efni upp­haf­legs frum­varps, og eigi að mestu við um núver­andi frum­varp, hafi mælt með sam­þykkt frum­varps­ins.

„Áður hefur komið fram að það setji emb­ætt­is­menn í erf­iða stöðu að gefa umsögn um frum­varp síns ráð­herra, sér­stak­lega umsagnir sem sá vafa um ágæti máls­ins. Það er því hæpið að túlka það sem ánægju með frum­varpið að fáar umsagnir ber­ist. Þvert á móti vekur athygli að eng­inn skuli mæla því bót þrátt fyrir mögu­legan und­ir­liggj­andi freistni­vanda um að slíkt gæti komið sér vel í starf­i,“ skrifar Stef­án.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskýrsla Alþingi kom út árið 2010. Alls fann framkvæmdavaldið 249 ábendingar sem lúta að stjórnsýslunni við yfirferð sína á skýrslunni og segir að brugðist hafi verið við flestum.
Hvaða skýrsla um skýrslur er þetta eiginlega?
Síðdegis á föstudag birtist skýrsla sem Alþingi óskaði eftir í janúar árið 2018, um það hvernig framkvæmdavaldið hefði brugðist við ábendingum sem finna mætti í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis, þar á meðal þeirri stóru um fall bankanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent