Sendiherra segir Guðlaug Þór vega að starfsheiðri embættismanna í eigin ráðuneyti

Stefán Skjaldarson sendiherra fer hörðum orðum um frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framferði ráðherrans sjálfs í umræðum um málið. Segir hann ráðherra gera embættismönnum upp pólitískar skoðanir.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Stefán Skjald­ar­son, sendi­herra í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, segir að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra hafi haft í frammi „til­hæfu­lausar dylgj­ur“ um að emb­ætt­is­menn sem gagn­rýni frum­varp ráð­herr­ans um breyt­ingar á starfs­manna­málum í utan­rík­is­þjón­ust­unni hafi hag af því að Ísland ger­ist aðili að Evr­ópu­sam­band­inu.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í harð­orðri umsögn sendi­herr­ans við frum­varp­ið. Þar segir Stefán að telja verði „í hæsta máta óeðli­legt og óvið­eig­andi að ráð­herra freisti þess að sverta orð­spor emb­ætt­is­manna í sínu eigin ráðu­neyti og gera þeim upp póli­tískar skoð­an­ir.“ 

Sendi­herr­ann segir að með þessu sé vegið að starfs­heiðri og fag­mennsku emb­ætt­is­manna, sem séu skyldugir til þess að fara að lögum og regl­um, hafa almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi í störfum sínum og styðja við og fram­fylgja stefnu þeirra rík­is­stjórna sem sitja hverju sinni. Ráð­herra gefi í skyn að þeim sé ekki treystand­i. 

Auglýsing

„Kannski krist­all­ast í svona mál­flutn­ingi og þess­ari laga­smíð merg­ur­inn máls­ins, hug­myndin um að emb­ætt­is­menn séu póli­tískt skip­aðir og þar af leið­andi aðeins ­treystandi ef við­kom­andi ráð­herra hefur sjálfur valið þá til ábyrgð­ar­starfa,“ segir í umsögn sendi­herr­ans, sem er heilt yfir gagn­rýn­inn á frum­varp ráð­herra, sem nú er lagt fram með breyt­ingum sem utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis gerði á því á síð­asta þingi.

Heim­ild til að skipa hvern sem er án aug­lýs­ingar

Ekki eru þó gerðar miklar breyt­ingar á því sem einna helst hefur verið gerð athuga­semd við í tengslum við frum­varp­ið, nefni­lega heim­ild ráð­herra á hverjum tíma til að skipa sendi­herra án aug­lýs­ing­ar. 

„Reynt er að láta líta út sem að gerðar verði mennt­un­ar­kröfur eða reynslu­kröf­ur varð­andi alþjóða­mál og utan­rík­is­mál sem for­sendu fyrir að geta talist hæfur til að verða skip­aður tíma­bundið sendi­herra án aug­lýs­ing­ar. Raunin er þó, sam­kvæmt frum­varp­inu, að einnig má skipa aðila með „sér­tæka reynslu sem nýt­ist í emb­ætt­i.“ Þetta þýðir á manna­máli að hægt er að skipa hvem sem er í slíkt emb­ætt­i ef vilji er til,“ skrifar sendi­herr­ann um þetta efni.

Stef­án, sem hefur verið sendi­herra Íslands í Ósló og Pek­ing, segir að Alþingi sé þó auð­vitað í sjálfs­vald sett að skapa stjórn­sýsl­unni það lagaum­hverfi sem það vill innan marka stjórn­ar­skrár.  

Hann segir þó að ef svo sé komið fyrir íslenskri stjórn­sýslu „að ráð­herrar treysti ekki lengur sínum emb­ætt­is­mönnum nema þeir hafi valið þá sjálfir og ef Alþingi vill taka undir slík sjón­ar­mið og bregð­ast við með laga­setn­ingu sem opnar á enn frek­ari póli­tískar ráðn­ing­ar“, sé það umhugs­un­ar­efni sem kalli á umfjöllun á breið­ari vett­vangi en í tengslum við þetta frum­varp eitt og sér.

Eng­inn hafi mælt með sam­þykkt frum­varps­ins

Frum­varp Guð­laugs Þórs hefur verið umdeilt og Stefán er ekki einn um að hafa gert við það veru­legar athuga­semd­ir. Hann vekur athygli á því að engar þær umsagnir sem komu fram um efni upp­haf­legs frum­varps, og eigi að mestu við um núver­andi frum­varp, hafi mælt með sam­þykkt frum­varps­ins.

„Áður hefur komið fram að það setji emb­ætt­is­menn í erf­iða stöðu að gefa umsögn um frum­varp síns ráð­herra, sér­stak­lega umsagnir sem sá vafa um ágæti máls­ins. Það er því hæpið að túlka það sem ánægju með frum­varpið að fáar umsagnir ber­ist. Þvert á móti vekur athygli að eng­inn skuli mæla því bót þrátt fyrir mögu­legan und­ir­liggj­andi freistni­vanda um að slíkt gæti komið sér vel í starf­i,“ skrifar Stef­án.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent