Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt

Íslandi er tryggður sami aðgangur að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og aðildarríkjum sambandsins. Sambandið samdi fyrr í dag um kaup á 200 milljón skömmtum af bóluefni frá Pfizer.

Bóluefni
Auglýsing

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði fyrr í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við COVID-19 með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar. Íslandi er tryggður sami aðgangur að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og aðildarríkjum sambandsins.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sem birt var í dag. 

Kjarn­inn hefur fjallað um jákvæðar fréttir frá Pfizer og BioNTech, en á mánudag lýstu fyr­ir­tækin því yfir að 90 pró­sent þeirra sem fengið hafi bólu­efnið hafi myndað ónæmi gegn kór­ónu­veirunni, sem þykir eins góður árangur og von­ast er hægt af fyrstu kyn­slóð bólu­efn­is. 

Auglýsing
ESB hefur skrifað undir kaup­samn­ing við fjölda ann­arra bólu­efna­fram­leið­enda, þar á meðal samn­ing um 400 milljón skammta frá sænsk-breska lyfja­fyr­ir­tæk­inu Astr­aZeneca. Í fyrri samn­ingum hefur sam­bandið lýst því yfir að bólu­efn­unum verði dreift á öll aðild­ar­ríki þess mt.t. mann­fjölda, en heil­brigð­is­ráðu­neytið hefur einnig til­kynnt að aðild­ar­ríki EES fái sama aðgang að þeim. 

Þar sem heild­ar­mann­fjöldi EES-­svæð­is­ins nemur rúmum 460 millj­ónum manna og hver ein­stak­lingur þarf tvo skammta af bólu­efn­inu má búast við að allt að þriðji hver íbúi svæð­is­ins verði bólu­sett­ur. Af þeim væru 120 þús­und Íslend­ing­ar.  

Slíkur fjöldi væri þó ekki nægur til að mynda hjarð­ó­næmi gegn veirunni hér á landi, en heil­brigð­is­ráðu­neytið hefur áður gefið að út að 550 þús­und skammta þyrfti til að það mynd­ist. Bólu­efnið frá Pfizer og BioNTech dugir því ein­ungis fyrir tæpum helm­ingi af því.

Pfizer og BioNTech gætu fengið neyð­ar­leyfi fyrir bólu­efni sínu frá Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofnun á fyrsta fjórð­ungi næsta árs, að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. Rík­is­stjórnir hvers lands munu svo for­gangs­raða hverjir fá efn­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent