Einungis þrír flokkar mælast með yfir 10 prósent fylgi í nýrri könnun MMR

Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Píratar eru einu þrír flokkar landsins sem bæta við sig fylgi og mælast yfir 10 prósentum í nýrri könnun MMR, sem birt var í dag.

Fjórðungur kjósenda ætlar að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Fjórðungur kjósenda ætlar að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 25 pró­sent fylgi í nýrri skoð­ana­könnun MMR og mælist fylgi flokks­ins rúmum þremur pró­sentu­stigum hærra en í síð­ustu könnun MMR, sem fram­kvæmd var fyrir um mán­uði síð­an. ­Sam­fylk­ing og Píratar bæta einnig við sig, um það bil pró­sentu­stigi hvor flokk­ur, og mæl­ast nú með 16,7 og 14,3 pró­sent fylgi.

Aðrir flokkar mæl­ast með minna en 10 pró­senta fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist með 9,9 pró­sent fylgi, Mið­flokk­ur­inn með 9,1 pró­sent, Við­reisn 8,4 pró­sent og Vinstri græn 7,5 pró­sent.

Fylgi allra þeirra flokka sem mæl­ast undir með undir 10 pró­sent fylgi í þess­ari nýju könnun MMR dalar á milli kann­ana og fylgi Mið­flokks­ins mest, eða um tvö og hálft pró­sentu­stig.

Niðurstöður úr mælingu MMR á fylgi flokka í nóvember 2020.

AuglýsingSós­í­alista­flokkur Íslands og Flokkur fólks­ins mæl­ast svo með 4 og 3,9 pró­sent fylgi.  Það er ekki úti­­lokað að slíkt fylgi gæti skilað þeim kjör­­dæma­­kjörnum þing­­mönn­um, en það myndi ekki duga til að fá upp­­­bót­­ar­­þing­­menn, enda þurfa flokkar að fá yfir fimm pró­­sent fylgi til þess.

Benda á að svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokkur og Mið­flokkur séu að berj­ast um sömu kjós­end­urna

MMR vekur athygli á því í til­kynn­ingu um nið­ur­stöð­urnar að stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn sveifl­ast í gagn­stæða átt við fylgi Mið­flokks­ins og að umtals­verð fylgni hafi verið þarna á milli allt frá því að Mið­flokk­ur­inn var stofn­aður og fyr­ir­tækið hóf að mæla stuðn­ing við hann. 

Könn­un­ar­fyr­ir­tækið segir þetta benda til þess að nokkur bar­átta standi milli flokk­anna um hylli sömu kjós­end­anna.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist nú 51,7 pró­sent og jókst um rúmt pró­sentu­stig frá síð­ustu könn­un, þar sem stuðn­ingur mæld­ist 50,3 pró­sent. 

Litlu munar á þriggja flokka blokkum stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina er sem fyrr umfram sam­an­lagðan stuðn­ing við stjórn­ar­flokk­ana þrjá sem hana mynda, Sjálf­stæð­is­flokk, Fram­sókn­ar­flokk og VG. ­Sam­an­lagður stuðn­ingur þess­ara þriggja flokka mælist nú 42,4 pró­sent og eru þeir allir undir kjör­fylgi sínu frá Alþing­is­kosn­ing­unum 2017, þó að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn slagi nú upp í það. Vinstri græn hafa tapað yfir 9 pró­sent fylgi á kjör­tíma­bil­inu, sam­kvæmt þess­ari nýju könnun MMR.

Eins og Kjarn­inn fjall­aði um í morgun seg­ist Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata sjá fyrir sér mögu­leika á stjórn­ar­sam­starfi flokks­ins við Sam­fylk­ingu og Við­reisn, ásamt vænt­an­lega ein­hverjum fjórða flokki Hún tal­aði þar með á svip­aðan hátt og Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar hefur gert. 

Sam­an­lagt fylgi flokk­anna þriggja er í dag 39,4 pró­sent, sam­kvæmt þess­ari nýju könnun MMR, þegar tæpt er ár til næstu kosn­inga til Alþing­is.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent