Halldóra sér fyrir sér stjórnarsamstarf Pírata við Samfylkingu og Viðreisn

Þingflokksformaður Pírata segir að enginn flötur sé á ríkistjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk eða Miðflokk. Augljósustu kostirnir fyrir slíkt samstarf séu Samfylkingin og Viðreisn. Kosningabandalag sé þó ekki í pípunum.

Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata.
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, segir að Sam­fylk­ingin og Við­reisn væru aug­ljósu kost­irnir fyrir Pírata í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi eftir næstu kosn­ing­ar, sem fram fara í sept­em­ber á næsta ári. „Það þyrfti vænt­an­lega að verða fjórði aðili. Ég veit ekki hver það yrði, bara hver það yrði ekki. Það yrði klár­lega ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og ég sé engar for­sendur til að vinna með Mið­flokkn­um.“

Þetta kemur fram í við­tali við Hall­dóru í hlað­varps­þætt­inum Arn­ar­hóli sem fór í loftið í morg­un. 

Þar segir Hall­dóra að hún upp­lifi Pírata sem frjáls­lyndan félags­hyggju­flokk á miðj­unni. Hún sjái Sam­fylk­ing­una líka sem frjáls­lyndan flokk sem halli sér til vinstri og Við­reisn sem slíkan sem halli sér til hægri. Hún segir að hún þoli ekki þá for­ræð­is­hyggju sem henni finnst birt­ast víða í stjórn­mál­um. „Það er ástæðan fyrir því að ég á mjög erfitt með suma flokka. Þessi íhalds­semi felur í sér ofboðs­lega mikið stjórn­lyndi og for­ræð­is­hyggju.“

Emb­ættið getur breytt fólki í róbóta

Hall­dóra segir að það standi ekki til að mynda sér­stakt kosn­inga­banda­lag flokka líkt og gert var skömmu fyr­ir­ ­kosn­ingar 2016. Það hafi ein­fald­lega verið mis­tök og þau verði ekki end­ur­tek­in.

Auglýsing
Hún seg­ist hins vegar vera til­búin í að ræða við Sam­fylk­ingu og Við­reisn, sem Píratar eigi mest sam­eig­in­legt með, um að fara með sam­eig­in­lega sýn á ákveðna mála­flokka inn í kosn­ing­ar. Þannig yrði flokk­arnir ekki bundnir saman í blokk heldur gætu þeir ákveðið fyr­ir­fram ein­hver mál sem þeir myndu lofa að koma í gegn ef þessir flokkar myndu fá meiri­hluta atkvæða og gætu myndað rík­is­stjórn. Dæmi um slík mál væru breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu, ný stjórn­ar­skrá og umhverf­is­mál. „Þarna gætum við þrír flokkar verið mjög skýr og heið­ar­leg um að ef við náum meiri­hluta og ef við náum að mynda rík­is­stjórn þá myndum við strax koma með þessar X breyt­ingar inn í þessa þrjá mála­flokka. En við myndum aldrei gera það nema að hafa hina flokk­anna með okkur í liði og að það væru allir sam­mála um að þetta væri góð hug­mynd.“

Hall­dóra tjáir sig líka um Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra og for­mann Vinstri grænna, í hlað­varp­inu. Hún seg­ist ekki þekkja for­sæt­is­ráð­herra per­sónu­lega heldur ein­ungis í gegnum vinn­una og mögu­lega sé það emb­ættið sjálft sem breyti fólki í hálf­gerða róbóta. „Þegar fólk fer inn í þessi valda­emb­ætti þá er það alltaf í vörn. Það fer að tala eitt­hvað allt annað tungu­mál og nota ein­hvern tón sem mér finnst varla vera mennskur leng­ur. ég væri til í að sjá mann­eskju taka þetta emb­ætti sem gæti tæklað þetta á þann átt að mann­eskjan gæti breytt emb­ætt­inu frekar en að láta emb­ættið breyta sér.“

Sam­fylk­ingin vill sama sam­starf

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur ítrekað talað fyrir rík­is­stjórn­ar­sam­starfi þar sem Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn séu uppi­staðan og að einn annar flokk­ur, annað hvort Vinstri græn eða Fram­sókn­ar­flokk­ur, bæt­ist við til að mynda meiri­hluta. Hann hefur sömu­leiðis ítrekað sagt að ekki sé mál­efna­legur grund­völlur fyrir sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk eða Mið­flokk. Þá hefur Logi nefnt sömu mála­flokka og Hall­dóra sem mögu­legan grund­völl fyrir sam­starfi frjáls­lyndu flokk­anna þriggja. 

Síð­ast gerði Logi þetta á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar um liðna helgi þar sem hann sagði einu leið­ina að rík­is­stjórn þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri ekki með „fing­urna í fjár­málum rík­is­ins“ væri stuðn­ingur við Sam­fylk­ing­una. „Sjálf­­stæð­is­­flokk­ur­inn er sundr­aður og klof­inn, sem er reyndar hætt að sæta tíð­ind­um. Þau í­halds­­­söm­ustu ganga nú í Mið­­flokk­inn, eitt af öðru og hörð­ustu mark­aðs­­sinn­arnir eru farnir í Við­reisn. Það eru engin prinsipp eft­ir, bara varð­­staða um þrönga sér­­hags­muni. Milli­­­tekju­­fólk og smærri at­vinn­u­rek­endur eiga enga máls­vara þarna lengur – hvað þá tekju­lægstu hóp­arn­ir.“

Við­reisn var­kár í yfir­lýs­ingum

For­ystu­fólk Við­reisnar hefur lítið gefið upp opin­ber­lega um hvaða rík­is­stjórn­ar­sam­starf það sér sem eft­ir­sókn­ar­verð­ast eftir næstu kosn­ing­ar. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður flokks­ins, gaf þó skýrt til kynna í við­tali við Kjarn­ann hvert hugur hennar stefnir eftir næstu kosn­ing­ar, án þess að nefna sér­stak­lega flokka. „„Við þurfum fólk sem raun­veru­lega meinar það þegar það talar um gagn­sæi og um að miðla upp­lýs­ingum og situr ekki á skýrslum rétt fyrir kosn­ing­ar. Þess vegna þarf að vera þungi og alvara af okkar hálfu sem erum í stjórn­málum því við getum breytt hlut­un­um. Það þýðir ekki að tipla á tánum í kringum þetta gamla. Það gamla varð til út af ákveð­inni ástæðu og allt í góðu með það en í dag er annar tími sem gerir kröfur og setur ábyrgð á herðar okkar sem eru í stjórn­málum að breyta – og upp­færa.“

Þar vís­aði Þor­gerður í að fyrir kosn­ing­arnar 2016 hafi tvær skýrslur sem fjöll­uðu um mál sem voru á meðal stærstu álita­efna síð­ustu ára, afland­eignir Íslend­inga og skipt­ingu Leið­rétt­ing­ar­innar milli lands­manna, verið til­bún­ar. Þær voru hins vegar ekki birtar fyrr en eftir kosn­ing­arnar 2016. Báðar skýrsl­urnar voru unnar fyrir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sem var, og er, stýrt af Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Þessir þrír flokk­ar: Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn fengu sam­an­lagt 28 pró­sent atkvæða í þing­kosn­ing­unum 2017. Í síð­ustu könnun Gallup mæld­ist sam­eig­in­legt fylgi þeirra 39,6 pró­sent og í síð­ustu könnun MMR mæld­ist það 38,4 pró­sent. Það fylgi ætti að duga til að geta myndað rík­is­stjórn að óbreyttu með annað hvort Vinstri grænum eða Fram­sókn. 

Flokk­arnir þrír eru þegar í sam­starfi í næst stærsta stjórn­valdi lands­ins, Reykja­vík­ur­borg. Þar sitja Vinstri græn með þeim lík­a. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent