Halldóra sér fyrir sér stjórnarsamstarf Pírata við Samfylkingu og Viðreisn

Þingflokksformaður Pírata segir að enginn flötur sé á ríkistjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk eða Miðflokk. Augljósustu kostirnir fyrir slíkt samstarf séu Samfylkingin og Viðreisn. Kosningabandalag sé þó ekki í pípunum.

Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata.
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, segir að Sam­fylk­ingin og Við­reisn væru aug­ljósu kost­irnir fyrir Pírata í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi eftir næstu kosn­ing­ar, sem fram fara í sept­em­ber á næsta ári. „Það þyrfti vænt­an­lega að verða fjórði aðili. Ég veit ekki hver það yrði, bara hver það yrði ekki. Það yrði klár­lega ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og ég sé engar for­sendur til að vinna með Mið­flokkn­um.“

Þetta kemur fram í við­tali við Hall­dóru í hlað­varps­þætt­inum Arn­ar­hóli sem fór í loftið í morg­un. 

Þar segir Hall­dóra að hún upp­lifi Pírata sem frjáls­lyndan félags­hyggju­flokk á miðj­unni. Hún sjái Sam­fylk­ing­una líka sem frjáls­lyndan flokk sem halli sér til vinstri og Við­reisn sem slíkan sem halli sér til hægri. Hún segir að hún þoli ekki þá for­ræð­is­hyggju sem henni finnst birt­ast víða í stjórn­mál­um. „Það er ástæðan fyrir því að ég á mjög erfitt með suma flokka. Þessi íhalds­semi felur í sér ofboðs­lega mikið stjórn­lyndi og for­ræð­is­hyggju.“

Emb­ættið getur breytt fólki í róbóta

Hall­dóra segir að það standi ekki til að mynda sér­stakt kosn­inga­banda­lag flokka líkt og gert var skömmu fyr­ir­ ­kosn­ingar 2016. Það hafi ein­fald­lega verið mis­tök og þau verði ekki end­ur­tek­in.

Auglýsing
Hún seg­ist hins vegar vera til­búin í að ræða við Sam­fylk­ingu og Við­reisn, sem Píratar eigi mest sam­eig­in­legt með, um að fara með sam­eig­in­lega sýn á ákveðna mála­flokka inn í kosn­ing­ar. Þannig yrði flokk­arnir ekki bundnir saman í blokk heldur gætu þeir ákveðið fyr­ir­fram ein­hver mál sem þeir myndu lofa að koma í gegn ef þessir flokkar myndu fá meiri­hluta atkvæða og gætu myndað rík­is­stjórn. Dæmi um slík mál væru breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu, ný stjórn­ar­skrá og umhverf­is­mál. „Þarna gætum við þrír flokkar verið mjög skýr og heið­ar­leg um að ef við náum meiri­hluta og ef við náum að mynda rík­is­stjórn þá myndum við strax koma með þessar X breyt­ingar inn í þessa þrjá mála­flokka. En við myndum aldrei gera það nema að hafa hina flokk­anna með okkur í liði og að það væru allir sam­mála um að þetta væri góð hug­mynd.“

Hall­dóra tjáir sig líka um Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra og for­mann Vinstri grænna, í hlað­varp­inu. Hún seg­ist ekki þekkja for­sæt­is­ráð­herra per­sónu­lega heldur ein­ungis í gegnum vinn­una og mögu­lega sé það emb­ættið sjálft sem breyti fólki í hálf­gerða róbóta. „Þegar fólk fer inn í þessi valda­emb­ætti þá er það alltaf í vörn. Það fer að tala eitt­hvað allt annað tungu­mál og nota ein­hvern tón sem mér finnst varla vera mennskur leng­ur. ég væri til í að sjá mann­eskju taka þetta emb­ætti sem gæti tæklað þetta á þann átt að mann­eskjan gæti breytt emb­ætt­inu frekar en að láta emb­ættið breyta sér.“

Sam­fylk­ingin vill sama sam­starf

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur ítrekað talað fyrir rík­is­stjórn­ar­sam­starfi þar sem Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn séu uppi­staðan og að einn annar flokk­ur, annað hvort Vinstri græn eða Fram­sókn­ar­flokk­ur, bæt­ist við til að mynda meiri­hluta. Hann hefur sömu­leiðis ítrekað sagt að ekki sé mál­efna­legur grund­völlur fyrir sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk eða Mið­flokk. Þá hefur Logi nefnt sömu mála­flokka og Hall­dóra sem mögu­legan grund­völl fyrir sam­starfi frjáls­lyndu flokk­anna þriggja. 

Síð­ast gerði Logi þetta á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar um liðna helgi þar sem hann sagði einu leið­ina að rík­is­stjórn þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri ekki með „fing­urna í fjár­málum rík­is­ins“ væri stuðn­ingur við Sam­fylk­ing­una. „Sjálf­­stæð­is­­flokk­ur­inn er sundr­aður og klof­inn, sem er reyndar hætt að sæta tíð­ind­um. Þau í­halds­­­söm­ustu ganga nú í Mið­­flokk­inn, eitt af öðru og hörð­ustu mark­aðs­­sinn­arnir eru farnir í Við­reisn. Það eru engin prinsipp eft­ir, bara varð­­staða um þrönga sér­­hags­muni. Milli­­­tekju­­fólk og smærri at­vinn­u­rek­endur eiga enga máls­vara þarna lengur – hvað þá tekju­lægstu hóp­arn­ir.“

Við­reisn var­kár í yfir­lýs­ingum

For­ystu­fólk Við­reisnar hefur lítið gefið upp opin­ber­lega um hvaða rík­is­stjórn­ar­sam­starf það sér sem eft­ir­sókn­ar­verð­ast eftir næstu kosn­ing­ar. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður flokks­ins, gaf þó skýrt til kynna í við­tali við Kjarn­ann hvert hugur hennar stefnir eftir næstu kosn­ing­ar, án þess að nefna sér­stak­lega flokka. „„Við þurfum fólk sem raun­veru­lega meinar það þegar það talar um gagn­sæi og um að miðla upp­lýs­ingum og situr ekki á skýrslum rétt fyrir kosn­ing­ar. Þess vegna þarf að vera þungi og alvara af okkar hálfu sem erum í stjórn­málum því við getum breytt hlut­un­um. Það þýðir ekki að tipla á tánum í kringum þetta gamla. Það gamla varð til út af ákveð­inni ástæðu og allt í góðu með það en í dag er annar tími sem gerir kröfur og setur ábyrgð á herðar okkar sem eru í stjórn­málum að breyta – og upp­færa.“

Þar vís­aði Þor­gerður í að fyrir kosn­ing­arnar 2016 hafi tvær skýrslur sem fjöll­uðu um mál sem voru á meðal stærstu álita­efna síð­ustu ára, afland­eignir Íslend­inga og skipt­ingu Leið­rétt­ing­ar­innar milli lands­manna, verið til­bún­ar. Þær voru hins vegar ekki birtar fyrr en eftir kosn­ing­arnar 2016. Báðar skýrsl­urnar voru unnar fyrir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sem var, og er, stýrt af Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Þessir þrír flokk­ar: Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn fengu sam­an­lagt 28 pró­sent atkvæða í þing­kosn­ing­unum 2017. Í síð­ustu könnun Gallup mæld­ist sam­eig­in­legt fylgi þeirra 39,6 pró­sent og í síð­ustu könnun MMR mæld­ist það 38,4 pró­sent. Það fylgi ætti að duga til að geta myndað rík­is­stjórn að óbreyttu með annað hvort Vinstri grænum eða Fram­sókn. 

Flokk­arnir þrír eru þegar í sam­starfi í næst stærsta stjórn­valdi lands­ins, Reykja­vík­ur­borg. Þar sitja Vinstri græn með þeim lík­a. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent