Telja að breyta þurfi landamæraskimun svo að umtalsverður efnahagsbati geti hafist

Fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshóp sem hefur lagt efnahagslegt mat á tillögum um breytta landamæraskimun. Talið er að ferðamenn gætu orðið allt að 800 þúsund á næsta ári með breyttu fyrirkomulagi. Verði því ekki breytt yrðu þeir nær 100 þúsund.

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er formaður starfshópsins.
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er formaður starfshópsins.
Auglýsing

Starfs­hópur Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem falið var að fram­kvæma efna­hags­legt mat á til­teknum til­lögum að breyttum sótt­varna­að­gerðum á landa­mærum, telur að breytt fyr­ir­komu­lag skimunar sé for­senda þess að umtals­verður efna­hags­bati geti haf­ist á næsta ári. Að mati hóps­ins sé mikið í húfi að leitað sé leiða til að auð­velda ferða­lög milli landa án þess að sam­fé­lags­legum hag af árang­urs­ríkum sótt­vörnum sé kastað fyrir róða. „Áður en ákvörðun er tekin um slak­ari aðgerðir á landa­mærum er mik­il­vægt að greina áhættu hvað varðar útbreiðslu far­sótt­ar­innar og leggja mat á hvað telj­ist ásætt­an­legt í þeim efn­um.“

Miðað við mat Icelandair á áhrifum til­lagna um breytt fyr­ir­komu­lag þá gætu flug­far­þegar orðið á bil­inu 370-800 þús­und á næsta ári. Til sam­an­burðar er talið að nærri 100 þús­und ferða­menn myndu sækja landið heim árið 2021 ef núver­andi fyr­ir­komu­lag yrði á landa­mærum allt árið. Breyt­ingar til enn frek­ari slök­unar sótt­varna­að­gerða á næsta ári, til dæmis á grund­velli bólu­efn­is, myndu leiða til fleiri erlendra ferða­manna. Þetta myndi auk þess leiða til minna atvinnu­leys­is. 

Auglýsing
Þetta kemur fram í umfjöllun á vef stjórn­ar­ráðs­ins um nið­ur­stöðu starfs­hóps­ins. Matið sjálft er ekki birt í umfjöll­un­inni. Starfs­hóp­inn skipa Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, Tómas Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri skrif­stofu efna­hags­mála í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Mark­miðið um að koma í veg fyrir smit hefur náðst

Eins og er þá er við lýði tvö­föld skimun fyrir alla komu­far­þega til lands­ins. Þannig hefur staðan verið frá 19. ágúst en veru­lega var dregið úr ferða­tak­mörk­unum til lands­ins frá 15. júní og fram að þeim tíma. 

Í umfjöllun starfs­hóps­ins segir að fátt bendi til þess að að fjöldi erlendra ferða­manna muni aukast svo lengi sem núver­andi aðgerðir séu í gildi á landa­mær­um. „Að sama skapi bendir ekk­ert til ann­ars en að það mark­mið að koma í veg fyrir að smit ber­ist til lands­ins hafi náðst. Fjöl­margir þættir utan umgjarðar á landa­mærum hafa áhrif á fjölda ferða­manna næstu miss­er­um. Má þar nefna þróun far­ald­urs­ins hér­lendis og í upp­runa­landi ferða­manna, þær reglur sem önnur ríki setja á landa­mærum sínum gagn­vart för fólks til eða komum frá Íslandi og þróun far­ald­urs­ins og landamæra­reglna í þeim löndum sem íslensk ferða­þjón­usta er í sam­keppni við.“

Starfs­hóp­ur­inn telur að það þurfi að hafa fjóra þætti í huga við mótun aðgerða á landa­mær­um. Í fyrsta lagi skipti máli hvenær breytt fyr­ir­komu­lag er til­kynnt og hvenær það tekur gildi. Í öðru lagi sé fyr­ir­sjá­an­leiki mik­il­væg­ur. Í þriðja lagi skipti trú­verð­ug­leiki máli þegar breytt fyr­ir­komu­lag er kynnt og í fjórða lagi þurfi að huga að sam­spili inn­lendra sótt­varna við aðgerðir á landa­mær­um.

Skoða til­lögur frá Icelandair og SAF

Starfs­hóp­ur­inn hefur haft nokkrar til­lögur um breyttar sótt­varna­að­gerðir á landa­mærum til skoð­un­ar. Þar á meðal eru til­lögur sem koma frá hag­að­ilum í ferða­þjón­ustu, Sam­tökum ferða­þjón­ust­unnar (SAF) og Icelanda­ir, Þær til­lög­ur, sem eru tvær, snú­ast ann­ars vegar um að tvö­faldri skimun verði hliðrað fyrir ferða­menn þannig að fyrri skimun eigi sér stað í heima­landi ferða­manns­ins en seinni skimun eigi sér stað við komu á landa­mærum Íslands, og hins vegar um að núver­andi fyr­ir­komu­lag á landamæra­skimun verði óbreytt nema að því leyti að ferða­menn fái að fara í svo­kall­aða ferða­manna­smit­gát í stað sótt­kvíar á milli fyrri og seinni skimun­ar.

Hins vegar hefur starfs­hóp­ur­inn skoðað til­lögu sem mót­ast hefur eftir sam­töl hans við sér­fræð­inga í þróun far­aldra. Hún gengur út á að báðar hinar til­lög­urnar taki gildi. Þá yrði þre­föld landamæra­skimun þar sem fyrsta skimun á sér stað í heima­landi ferða­manns, önnur skimun við komu til lands­ins og þriðja skimun fimm dögum síð­ar. Ferða­manna­smit­gát gildi milli ann­arrar og þriðju skimun­ar.

Nú er unnið að mótum fyr­ir­komu­lags á landa­mærum í stjórn­kerf­inu og tekið fram að þar gætu fleiri leiðir komið til skoð­un­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent