Telja að breyta þurfi landamæraskimun svo að umtalsverður efnahagsbati geti hafist

Fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshóp sem hefur lagt efnahagslegt mat á tillögum um breytta landamæraskimun. Talið er að ferðamenn gætu orðið allt að 800 þúsund á næsta ári með breyttu fyrirkomulagi. Verði því ekki breytt yrðu þeir nær 100 þúsund.

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er formaður starfshópsins.
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er formaður starfshópsins.
Auglýsing

Starfs­hópur Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem falið var að fram­kvæma efna­hags­legt mat á til­teknum til­lögum að breyttum sótt­varna­að­gerðum á landa­mærum, telur að breytt fyr­ir­komu­lag skimunar sé for­senda þess að umtals­verður efna­hags­bati geti haf­ist á næsta ári. Að mati hóps­ins sé mikið í húfi að leitað sé leiða til að auð­velda ferða­lög milli landa án þess að sam­fé­lags­legum hag af árang­urs­ríkum sótt­vörnum sé kastað fyrir róða. „Áður en ákvörðun er tekin um slak­ari aðgerðir á landa­mærum er mik­il­vægt að greina áhættu hvað varðar útbreiðslu far­sótt­ar­innar og leggja mat á hvað telj­ist ásætt­an­legt í þeim efn­um.“

Miðað við mat Icelandair á áhrifum til­lagna um breytt fyr­ir­komu­lag þá gætu flug­far­þegar orðið á bil­inu 370-800 þús­und á næsta ári. Til sam­an­burðar er talið að nærri 100 þús­und ferða­menn myndu sækja landið heim árið 2021 ef núver­andi fyr­ir­komu­lag yrði á landa­mærum allt árið. Breyt­ingar til enn frek­ari slök­unar sótt­varna­að­gerða á næsta ári, til dæmis á grund­velli bólu­efn­is, myndu leiða til fleiri erlendra ferða­manna. Þetta myndi auk þess leiða til minna atvinnu­leys­is. 

Auglýsing
Þetta kemur fram í umfjöllun á vef stjórn­ar­ráðs­ins um nið­ur­stöðu starfs­hóps­ins. Matið sjálft er ekki birt í umfjöll­un­inni. Starfs­hóp­inn skipa Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, Tómas Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri skrif­stofu efna­hags­mála í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Mark­miðið um að koma í veg fyrir smit hefur náðst

Eins og er þá er við lýði tvö­föld skimun fyrir alla komu­far­þega til lands­ins. Þannig hefur staðan verið frá 19. ágúst en veru­lega var dregið úr ferða­tak­mörk­unum til lands­ins frá 15. júní og fram að þeim tíma. 

Í umfjöllun starfs­hóps­ins segir að fátt bendi til þess að að fjöldi erlendra ferða­manna muni aukast svo lengi sem núver­andi aðgerðir séu í gildi á landa­mær­um. „Að sama skapi bendir ekk­ert til ann­ars en að það mark­mið að koma í veg fyrir að smit ber­ist til lands­ins hafi náðst. Fjöl­margir þættir utan umgjarðar á landa­mærum hafa áhrif á fjölda ferða­manna næstu miss­er­um. Má þar nefna þróun far­ald­urs­ins hér­lendis og í upp­runa­landi ferða­manna, þær reglur sem önnur ríki setja á landa­mærum sínum gagn­vart för fólks til eða komum frá Íslandi og þróun far­ald­urs­ins og landamæra­reglna í þeim löndum sem íslensk ferða­þjón­usta er í sam­keppni við.“

Starfs­hóp­ur­inn telur að það þurfi að hafa fjóra þætti í huga við mótun aðgerða á landa­mær­um. Í fyrsta lagi skipti máli hvenær breytt fyr­ir­komu­lag er til­kynnt og hvenær það tekur gildi. Í öðru lagi sé fyr­ir­sjá­an­leiki mik­il­væg­ur. Í þriðja lagi skipti trú­verð­ug­leiki máli þegar breytt fyr­ir­komu­lag er kynnt og í fjórða lagi þurfi að huga að sam­spili inn­lendra sótt­varna við aðgerðir á landa­mær­um.

Skoða til­lögur frá Icelandair og SAF

Starfs­hóp­ur­inn hefur haft nokkrar til­lögur um breyttar sótt­varna­að­gerðir á landa­mærum til skoð­un­ar. Þar á meðal eru til­lögur sem koma frá hag­að­ilum í ferða­þjón­ustu, Sam­tökum ferða­þjón­ust­unnar (SAF) og Icelanda­ir, Þær til­lög­ur, sem eru tvær, snú­ast ann­ars vegar um að tvö­faldri skimun verði hliðrað fyrir ferða­menn þannig að fyrri skimun eigi sér stað í heima­landi ferða­manns­ins en seinni skimun eigi sér stað við komu á landa­mærum Íslands, og hins vegar um að núver­andi fyr­ir­komu­lag á landamæra­skimun verði óbreytt nema að því leyti að ferða­menn fái að fara í svo­kall­aða ferða­manna­smit­gát í stað sótt­kvíar á milli fyrri og seinni skimun­ar.

Hins vegar hefur starfs­hóp­ur­inn skoðað til­lögu sem mót­ast hefur eftir sam­töl hans við sér­fræð­inga í þróun far­aldra. Hún gengur út á að báðar hinar til­lög­urnar taki gildi. Þá yrði þre­föld landamæra­skimun þar sem fyrsta skimun á sér stað í heima­landi ferða­manns, önnur skimun við komu til lands­ins og þriðja skimun fimm dögum síð­ar. Ferða­manna­smit­gát gildi milli ann­arrar og þriðju skimun­ar.

Nú er unnið að mótum fyr­ir­komu­lags á landa­mærum í stjórn­kerf­inu og tekið fram að þar gætu fleiri leiðir komið til skoð­un­ar. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskýrsla Alþingi kom út árið 2010. Alls fann framkvæmdavaldið 249 ábendingar sem lúta að stjórnsýslunni við yfirferð sína á skýrslunni og segir að brugðist hafi verið við flestum.
Hvaða skýrsla um skýrslur er þetta eiginlega?
Síðdegis á föstudag birtist skýrsla sem Alþingi óskaði eftir í janúar árið 2018, um það hvernig framkvæmdavaldið hefði brugðist við ábendingum sem finna mætti í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis, þar á meðal þeirri stóru um fall bankanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent