Telja að breyta þurfi landamæraskimun svo að umtalsverður efnahagsbati geti hafist

Fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshóp sem hefur lagt efnahagslegt mat á tillögum um breytta landamæraskimun. Talið er að ferðamenn gætu orðið allt að 800 þúsund á næsta ári með breyttu fyrirkomulagi. Verði því ekki breytt yrðu þeir nær 100 þúsund.

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er formaður starfshópsins.
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er formaður starfshópsins.
Auglýsing

Starfs­hópur Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem falið var að fram­kvæma efna­hags­legt mat á til­teknum til­lögum að breyttum sótt­varna­að­gerðum á landa­mærum, telur að breytt fyr­ir­komu­lag skimunar sé for­senda þess að umtals­verður efna­hags­bati geti haf­ist á næsta ári. Að mati hóps­ins sé mikið í húfi að leitað sé leiða til að auð­velda ferða­lög milli landa án þess að sam­fé­lags­legum hag af árang­urs­ríkum sótt­vörnum sé kastað fyrir róða. „Áður en ákvörðun er tekin um slak­ari aðgerðir á landa­mærum er mik­il­vægt að greina áhættu hvað varðar útbreiðslu far­sótt­ar­innar og leggja mat á hvað telj­ist ásætt­an­legt í þeim efn­um.“

Miðað við mat Icelandair á áhrifum til­lagna um breytt fyr­ir­komu­lag þá gætu flug­far­þegar orðið á bil­inu 370-800 þús­und á næsta ári. Til sam­an­burðar er talið að nærri 100 þús­und ferða­menn myndu sækja landið heim árið 2021 ef núver­andi fyr­ir­komu­lag yrði á landa­mærum allt árið. Breyt­ingar til enn frek­ari slök­unar sótt­varna­að­gerða á næsta ári, til dæmis á grund­velli bólu­efn­is, myndu leiða til fleiri erlendra ferða­manna. Þetta myndi auk þess leiða til minna atvinnu­leys­is. 

Auglýsing
Þetta kemur fram í umfjöllun á vef stjórn­ar­ráðs­ins um nið­ur­stöðu starfs­hóps­ins. Matið sjálft er ekki birt í umfjöll­un­inni. Starfs­hóp­inn skipa Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, Tómas Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri skrif­stofu efna­hags­mála í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Mark­miðið um að koma í veg fyrir smit hefur náðst

Eins og er þá er við lýði tvö­föld skimun fyrir alla komu­far­þega til lands­ins. Þannig hefur staðan verið frá 19. ágúst en veru­lega var dregið úr ferða­tak­mörk­unum til lands­ins frá 15. júní og fram að þeim tíma. 

Í umfjöllun starfs­hóps­ins segir að fátt bendi til þess að að fjöldi erlendra ferða­manna muni aukast svo lengi sem núver­andi aðgerðir séu í gildi á landa­mær­um. „Að sama skapi bendir ekk­ert til ann­ars en að það mark­mið að koma í veg fyrir að smit ber­ist til lands­ins hafi náðst. Fjöl­margir þættir utan umgjarðar á landa­mærum hafa áhrif á fjölda ferða­manna næstu miss­er­um. Má þar nefna þróun far­ald­urs­ins hér­lendis og í upp­runa­landi ferða­manna, þær reglur sem önnur ríki setja á landa­mærum sínum gagn­vart för fólks til eða komum frá Íslandi og þróun far­ald­urs­ins og landamæra­reglna í þeim löndum sem íslensk ferða­þjón­usta er í sam­keppni við.“

Starfs­hóp­ur­inn telur að það þurfi að hafa fjóra þætti í huga við mótun aðgerða á landa­mær­um. Í fyrsta lagi skipti máli hvenær breytt fyr­ir­komu­lag er til­kynnt og hvenær það tekur gildi. Í öðru lagi sé fyr­ir­sjá­an­leiki mik­il­væg­ur. Í þriðja lagi skipti trú­verð­ug­leiki máli þegar breytt fyr­ir­komu­lag er kynnt og í fjórða lagi þurfi að huga að sam­spili inn­lendra sótt­varna við aðgerðir á landa­mær­um.

Skoða til­lögur frá Icelandair og SAF

Starfs­hóp­ur­inn hefur haft nokkrar til­lögur um breyttar sótt­varna­að­gerðir á landa­mærum til skoð­un­ar. Þar á meðal eru til­lögur sem koma frá hag­að­ilum í ferða­þjón­ustu, Sam­tökum ferða­þjón­ust­unnar (SAF) og Icelanda­ir, Þær til­lög­ur, sem eru tvær, snú­ast ann­ars vegar um að tvö­faldri skimun verði hliðrað fyrir ferða­menn þannig að fyrri skimun eigi sér stað í heima­landi ferða­manns­ins en seinni skimun eigi sér stað við komu á landa­mærum Íslands, og hins vegar um að núver­andi fyr­ir­komu­lag á landamæra­skimun verði óbreytt nema að því leyti að ferða­menn fái að fara í svo­kall­aða ferða­manna­smit­gát í stað sótt­kvíar á milli fyrri og seinni skimun­ar.

Hins vegar hefur starfs­hóp­ur­inn skoðað til­lögu sem mót­ast hefur eftir sam­töl hans við sér­fræð­inga í þróun far­aldra. Hún gengur út á að báðar hinar til­lög­urnar taki gildi. Þá yrði þre­föld landamæra­skimun þar sem fyrsta skimun á sér stað í heima­landi ferða­manns, önnur skimun við komu til lands­ins og þriðja skimun fimm dögum síð­ar. Ferða­manna­smit­gát gildi milli ann­arrar og þriðju skimun­ar.

Nú er unnið að mótum fyr­ir­komu­lags á landa­mærum í stjórn­kerf­inu og tekið fram að þar gætu fleiri leiðir komið til skoð­un­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent