Telja að breyta þurfi landamæraskimun svo að umtalsverður efnahagsbati geti hafist

Fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshóp sem hefur lagt efnahagslegt mat á tillögum um breytta landamæraskimun. Talið er að ferðamenn gætu orðið allt að 800 þúsund á næsta ári með breyttu fyrirkomulagi. Verði því ekki breytt yrðu þeir nær 100 þúsund.

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er formaður starfshópsins.
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er formaður starfshópsins.
Auglýsing

Starfshópur Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem falið var að framkvæma efnahagslegt mat á tilteknum tillögum að breyttum sóttvarnaaðgerðum á landamærum, telur að breytt fyrirkomulag skimunar sé forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist á næsta ári. Að mati hópsins sé mikið í húfi að leitað sé leiða til að auðvelda ferðalög milli landa án þess að samfélagslegum hag af árangursríkum sóttvörnum sé kastað fyrir róða. „Áður en ákvörðun er tekin um slakari aðgerðir á landamærum er mikilvægt að greina áhættu hvað varðar útbreiðslu farsóttarinnar og leggja mat á hvað teljist ásættanlegt í þeim efnum.“

Miðað við mat Icelandair á áhrifum tillagna um breytt fyrirkomulag þá gætu flugfarþegar orðið á bilinu 370-800 þúsund á næsta ári. Til samanburðar er talið að nærri 100 þúsund ferðamenn myndu sækja landið heim árið 2021 ef núverandi fyrirkomulag yrði á landamærum allt árið. Breytingar til enn frekari slökunar sóttvarnaaðgerða á næsta ári, til dæmis á grundvelli bóluefnis, myndu leiða til fleiri erlendra ferðamanna. Þetta myndi auk þess leiða til minna atvinnuleysis. 

Auglýsing
Þetta kemur fram í umfjöllun á vef stjórnarráðsins um niðurstöðu starfshópsins. Matið sjálft er ekki birt í umfjölluninni. Starfshópinn skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Markmiðið um að koma í veg fyrir smit hefur náðst

Eins og er þá er við lýði tvöföld skimun fyrir alla komufarþega til landsins. Þannig hefur staðan verið frá 19. ágúst en verulega var dregið úr ferðatakmörkunum til landsins frá 15. júní og fram að þeim tíma. 

Í umfjöllun starfshópsins segir að fátt bendi til þess að að fjöldi erlendra ferðamanna muni aukast svo lengi sem núverandi aðgerðir séu í gildi á landamærum. „Að sama skapi bendir ekkert til annars en að það markmið að koma í veg fyrir að smit berist til landsins hafi náðst. Fjölmargir þættir utan umgjarðar á landamærum hafa áhrif á fjölda ferðamanna næstu misserum. Má þar nefna þróun faraldursins hérlendis og í upprunalandi ferðamanna, þær reglur sem önnur ríki setja á landamærum sínum gagnvart för fólks til eða komum frá Íslandi og þróun faraldursins og landamærareglna í þeim löndum sem íslensk ferðaþjónusta er í samkeppni við.“

Starfshópurinn telur að það þurfi að hafa fjóra þætti í huga við mótun aðgerða á landamærum. Í fyrsta lagi skipti máli hvenær breytt fyrirkomulag er tilkynnt og hvenær það tekur gildi. Í öðru lagi sé fyrirsjáanleiki mikilvægur. Í þriðja lagi skipti trúverðugleiki máli þegar breytt fyrirkomulag er kynnt og í fjórða lagi þurfi að huga að samspili innlendra sóttvarna við aðgerðir á landamærum.

Skoða tillögur frá Icelandair og SAF

Starfshópurinn hefur haft nokkrar tillögur um breyttar sóttvarnaaðgerðir á landamærum til skoðunar. Þar á meðal eru tillögur sem koma frá hagaðilum í ferðaþjónustu, Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) og Icelandair, Þær tillögur, sem eru tvær, snúast annars vegar um að tvöfaldri skimun verði hliðrað fyrir ferðamenn þannig að fyrri skimun eigi sér stað í heimalandi ferðamannsins en seinni skimun eigi sér stað við komu á landamærum Íslands, og hins vegar um að núverandi fyrirkomulag á landamæraskimun verði óbreytt nema að því leyti að ferðamenn fái að fara í svokallaða ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli fyrri og seinni skimunar.

Hins vegar hefur starfshópurinn skoðað tillögu sem mótast hefur eftir samtöl hans við sérfræðinga í þróun faraldra. Hún gengur út á að báðar hinar tillögurnar taki gildi. Þá yrði þreföld landamæraskimun þar sem fyrsta skimun á sér stað í heimalandi ferðamanns, önnur skimun við komu til landsins og þriðja skimun fimm dögum síðar. Ferðamannasmitgát gildi milli annarrar og þriðju skimunar.

Nú er unnið að mótum fyrirkomulags á landamærum í stjórnkerfinu og tekið fram að þar gætu fleiri leiðir komið til skoðunar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent