Már Guðmundsson leiðir starfshóp sem mun greina efnahagsleg áhrif sóttvarna

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem vinna mun reglulegar greiningar á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum, með tilliti til hagsmuna ólíkra samfélagshópa og geira hagkerfisins.

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur skipað starfs­hóp sem vinna mun reglu­legar grein­ingar á efna­hags­legum áhrifum val­kosta í sótt­varn­ar­mál­um, með til­liti til hags­muna ólíkra sam­fé­lags­hópa og geira hag­kerf­is­ins. Bæði verða metin skamm­tíma­á­hrif og áhrif á getu hag­kerf­is­ins til þess að taka við sér af krafti að nýju þegar far­ald­ur­inn og áhrif hans líða hjá. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Starfs­hóp ráð­herra skipa Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, Tómas Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri skrif­stofu efna­hags­mála í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Bene­dikt Árna­son, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, mun starfa með hópn­um. Ana­lyt­ica ehf. verður starfs­hópnum til aðstoð­ar. Starfs­hóp­ur­inn skilar ráð­herra reglu­legum grein­ingum á efna­hags­legum áhrifum val­kosta í sótt­varn­ar­mál­um, að því er fram kemur hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­in­u. 

Auglýsing

„Heims­far­aldur COVID-19 og við­brögð við honum hafa haft djúp­stæð áhrif á íslenskt efna­hags­líf frá því snemma á þessu ári. Stjórn­völd hafa beitt sér­stökum úrræðum á landa­mærum til þess að tak­marka útbreiðslu sjúk­dóms­ins inn­an­lands, m.a. með kröfum um sótt­kví og skiman­ir, en slík úrræði hafa víð­tæk efna­hags­leg áhrif.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið birti grein­ar­gerð og minn­is­blað þegar ákvarð­anir voru teknar um breyttar aðgerðir á landa­mær­unum í júní og ágúst. Því til við­bótar hefur ráðu­neytið unnið minn­is­blöð um ein­staka þætti og þróun mála fyrir ráð­herra­nefndir og rík­is­stjórn. Í ljósi þess að áhrifa far­ald­urs­ins mun gæta a.m.k. næstu mán­uði og að hann er síbreyti­leg­ur, bæði hér­lendis og erlend­is, þurfa við­brögð stjórn­valda að vera í stöðugri end­ur­skoð­un. Mik­il­vægt er að unnin verði frek­ari grein­ing á efna­hags­legum kostn­aði og ábata ólíkra sótt­varn­ar­að­gerða og þeim val­kostum sem helst kunna að koma til álita,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Kjarninn 26. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent