Már Guðmundsson leiðir starfshóp sem mun greina efnahagsleg áhrif sóttvarna

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem vinna mun reglulegar greiningar á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum, með tilliti til hagsmuna ólíkra samfélagshópa og geira hagkerfisins.

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur skipað starfs­hóp sem vinna mun reglu­legar grein­ingar á efna­hags­legum áhrifum val­kosta í sótt­varn­ar­mál­um, með til­liti til hags­muna ólíkra sam­fé­lags­hópa og geira hag­kerf­is­ins. Bæði verða metin skamm­tíma­á­hrif og áhrif á getu hag­kerf­is­ins til þess að taka við sér af krafti að nýju þegar far­ald­ur­inn og áhrif hans líða hjá. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Starfs­hóp ráð­herra skipa Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, Tómas Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri skrif­stofu efna­hags­mála í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Bene­dikt Árna­son, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, mun starfa með hópn­um. Ana­lyt­ica ehf. verður starfs­hópnum til aðstoð­ar. Starfs­hóp­ur­inn skilar ráð­herra reglu­legum grein­ingum á efna­hags­legum áhrifum val­kosta í sótt­varn­ar­mál­um, að því er fram kemur hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­in­u. 

Auglýsing

„Heims­far­aldur COVID-19 og við­brögð við honum hafa haft djúp­stæð áhrif á íslenskt efna­hags­líf frá því snemma á þessu ári. Stjórn­völd hafa beitt sér­stökum úrræðum á landa­mærum til þess að tak­marka útbreiðslu sjúk­dóms­ins inn­an­lands, m.a. með kröfum um sótt­kví og skiman­ir, en slík úrræði hafa víð­tæk efna­hags­leg áhrif.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið birti grein­ar­gerð og minn­is­blað þegar ákvarð­anir voru teknar um breyttar aðgerðir á landa­mær­unum í júní og ágúst. Því til við­bótar hefur ráðu­neytið unnið minn­is­blöð um ein­staka þætti og þróun mála fyrir ráð­herra­nefndir og rík­is­stjórn. Í ljósi þess að áhrifa far­ald­urs­ins mun gæta a.m.k. næstu mán­uði og að hann er síbreyti­leg­ur, bæði hér­lendis og erlend­is, þurfa við­brögð stjórn­valda að vera í stöðugri end­ur­skoð­un. Mik­il­vægt er að unnin verði frek­ari grein­ing á efna­hags­legum kostn­aði og ábata ólíkra sótt­varn­ar­að­gerða og þeim val­kostum sem helst kunna að koma til álita,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent