Þyrfti tvöfalt fleiri skammta til að ná hjarðónæmi

Svíar tryggðu Íslendingum aðgang að 317 þúsund skömmtum af Oxford-bóluefninu gegn COVID-19 í síðustu viku, en þörf er á tvöfalt fleiri skömmtum svo að þjóðin nái hjarðónæmi.

Auglýsing
Bóluefni

Nýr samn­ingur Evr­ópu­sam­bands­ins við bresk-­sænska lyfja­fram­leið­and­ann Astr­aZeneca ætti að tryggja bólu­setn­ingu fyrir um 159 þús­und Íslend­inga gegn COVID-19. 

Tvö­falt fleiri skammta af bólu­efni þyrfti þó til þess að tryggja hjarð­ó­næmi innan lands­ins ef bólu­setja þarf hvern ein­stak­ling tvisvar, en von­ast er til þess að samn­ingar ESB við önnur lyfja­fyr­ir­tæki tryggi nægt fram­boð á næstu mán­uð­u­m. 

Til­kynnt var um samn­ing ESB við Astr­aZeneca síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, en sam­kvæmt honum mun sam­bandið geta keypt 400 millj­ónir skammta af bólu­efn­inu, sem er betur þekkt sem Oxfor­d-­bólu­efn­ið, þegar það er til­bú­ið. 

Kjarn­inn hefur áður fjallað um Oxfor­d-­bólu­efn­ið, en það hefur þótt lík­leg­ast til að verða hið fyrsta til að gagn­ast í bar­átt­unni gegn veirunni á heims­vísu. Bólu­efnið byggir á veiru­teg­und frá simpöns­um, en síð­asta til­rauna­stig þess stendur nú yfir í Englandi, Ind­landi og Bras­ilíu þar sem verið er að prófa það á þús­undir manna.

Astr­aZeneca hefur til­kynnt að fyrstu skammtar bólu­efn­is­ins, sem hægt væri að nota í neyð­ar­til­vik­um, gætu kom­ist í dreif­ingu í októ­ber ef allt gengur að ósk­um.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins verður skömmtum af bólu­efn­inu dreift jafnt um öll aðild­ar­ríki þess, með til­liti til mann­fjölda hvers rík­is. Heil­brigð­is­ráðu­neytið til­kynnti svo síð­ast­lið­inn föstu­dag að EES-­ríki muni einnig fá hlut­falls­lega sama magn bólu­efna frá Evr­ópu­sam­band­inu, með milli­göngu Sví­þjóð­ar.

Auglýsing

Nóg fyrir 159 þús­und Íslend­inga

Í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að 550 þús­und skammta af bólu­efni þyrfti hér­lendis til þess að mynda hjarð­ó­næmi gegn veirunni, ef gert er ráð fyrir að hver ein­stak­lingur verði bólu­settur tvisvar. 

Þar sem heild­ar­mann­fjöldi á EES-­svæð­inu nemur rúmum 460 millj­ónum tryggir samn­ing­ur­inn við Astr­aZeneca þó bara í mesta lagi 0,8 skömmtum á hvern íbúa, eða um 317 þús­und skömmtum hér á landi. Þetta dygði fyrir um 159 þús­und Íslend­inga, en tæp­lega tvö­falt fleiri skammta þyrfti svo að þjóðin nái hjarð­ó­næmi. 

Vonir bundnar við önnur bólu­efni

Ekki eru þó ein­ungis bundnar vonir við Oxfor­d-­bólu­efn­ið, en ESB greindi líka frá því að samn­inga­við­ræður hefðu haf­ist við fjóra aðra lyfja­fram­leið­endur um kaup á bólu­efnum þeirra gegn kór­ónu­veirunni á næstu mán­uð­um. Þeirra á meðal er lyfja­fyr­ir­tækið Sanofi-G­SK, en Evr­ópu­sam­bandið von­ast til þess að geta keypt um 300 millj­ónir skammta frá því. 

Sam­bandið reynir einnig að ná kaup­rétti á 225 millj­ónum skammta af bólu­efni frá Curevac, 200 millj­ónum skammta frá John­son & John­son, auk 80 millj­óna skammta frá fyr­ir­tæk­inu Moderna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent