Þyrfti tvöfalt fleiri skammta til að ná hjarðónæmi

Svíar tryggðu Íslendingum aðgang að 317 þúsund skömmtum af Oxford-bóluefninu gegn COVID-19 í síðustu viku, en þörf er á tvöfalt fleiri skömmtum svo að þjóðin nái hjarðónæmi.

Auglýsing
Bóluefni

Nýr samn­ingur Evr­ópu­sam­bands­ins við bresk-­sænska lyfja­fram­leið­and­ann Astr­aZeneca ætti að tryggja bólu­setn­ingu fyrir um 159 þús­und Íslend­inga gegn COVID-19. 

Tvö­falt fleiri skammta af bólu­efni þyrfti þó til þess að tryggja hjarð­ó­næmi innan lands­ins ef bólu­setja þarf hvern ein­stak­ling tvisvar, en von­ast er til þess að samn­ingar ESB við önnur lyfja­fyr­ir­tæki tryggi nægt fram­boð á næstu mán­uð­u­m. 

Til­kynnt var um samn­ing ESB við Astr­aZeneca síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, en sam­kvæmt honum mun sam­bandið geta keypt 400 millj­ónir skammta af bólu­efn­inu, sem er betur þekkt sem Oxfor­d-­bólu­efn­ið, þegar það er til­bú­ið. 

Kjarn­inn hefur áður fjallað um Oxfor­d-­bólu­efn­ið, en það hefur þótt lík­leg­ast til að verða hið fyrsta til að gagn­ast í bar­átt­unni gegn veirunni á heims­vísu. Bólu­efnið byggir á veiru­teg­und frá simpöns­um, en síð­asta til­rauna­stig þess stendur nú yfir í Englandi, Ind­landi og Bras­ilíu þar sem verið er að prófa það á þús­undir manna.

Astr­aZeneca hefur til­kynnt að fyrstu skammtar bólu­efn­is­ins, sem hægt væri að nota í neyð­ar­til­vik­um, gætu kom­ist í dreif­ingu í októ­ber ef allt gengur að ósk­um.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins verður skömmtum af bólu­efn­inu dreift jafnt um öll aðild­ar­ríki þess, með til­liti til mann­fjölda hvers rík­is. Heil­brigð­is­ráðu­neytið til­kynnti svo síð­ast­lið­inn föstu­dag að EES-­ríki muni einnig fá hlut­falls­lega sama magn bólu­efna frá Evr­ópu­sam­band­inu, með milli­göngu Sví­þjóð­ar.

Auglýsing

Nóg fyrir 159 þús­und Íslend­inga

Í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að 550 þús­und skammta af bólu­efni þyrfti hér­lendis til þess að mynda hjarð­ó­næmi gegn veirunni, ef gert er ráð fyrir að hver ein­stak­lingur verði bólu­settur tvisvar. 

Þar sem heild­ar­mann­fjöldi á EES-­svæð­inu nemur rúmum 460 millj­ónum tryggir samn­ing­ur­inn við Astr­aZeneca þó bara í mesta lagi 0,8 skömmtum á hvern íbúa, eða um 317 þús­und skömmtum hér á landi. Þetta dygði fyrir um 159 þús­und Íslend­inga, en tæp­lega tvö­falt fleiri skammta þyrfti svo að þjóðin nái hjarð­ó­næmi. 

Vonir bundnar við önnur bólu­efni

Ekki eru þó ein­ungis bundnar vonir við Oxfor­d-­bólu­efn­ið, en ESB greindi líka frá því að samn­inga­við­ræður hefðu haf­ist við fjóra aðra lyfja­fram­leið­endur um kaup á bólu­efnum þeirra gegn kór­ónu­veirunni á næstu mán­uð­um. Þeirra á meðal er lyfja­fyr­ir­tækið Sanofi-G­SK, en Evr­ópu­sam­bandið von­ast til þess að geta keypt um 300 millj­ónir skammta frá því. 

Sam­bandið reynir einnig að ná kaup­rétti á 225 millj­ónum skammta af bólu­efni frá Curevac, 200 millj­ónum skammta frá John­son & John­son, auk 80 millj­óna skammta frá fyr­ir­tæk­inu Moderna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent