Tíu staðreyndir um bóluefni gegn COVID-19

Hvenær má eiga von á bóluefni gegn COVID-19? Hvernig verður það búið til og hverjir munu fá það fyrstir? Heimsbyggðin bíður með krosslagða fingur eftir bóluefni gegn sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur.

Bóluefni
Auglýsing

1.       

Í dag er ekk­ert bólu­efni á mark­aði í heim­inum sem kemur í veg fyrir að fólk sýk­ist af COVID-19. En fjöl­margar rann­sóknir standa nú yfir.Kór­ónu­veirur til­heyra „fjöl­skyldu“ veira sem geta valdið ein­kennum allt frá kvefi og upp í lífs­hættu­leg veik­indi. Veiran sem veldur COVID-19 er skyld þeirri sem olli SARS við upp­haf ald­ar­inn­ar. Þess vegna var hún nefnd SAR­S-CoV-2 og þess vegna eru vís­indin ekki alveg á byrj­un­ar­reit þegar kemur að þróun bólu­efn­is. SAR­S-veiran er enn til á rann­sókn­ar­stofum en svo vel tókst að ein­angra hana að engin til­felli smits hafa komið upp í fleiri ár.Í kór­ónu­veiru-­fjöl­skyld­unni eru hund­ruð veira en aðeins sjö þeirra sýkja menn. Auk veirunnar sem veldur COVID-19 til­heyra fjórar „kvef­kór­ónu­veir­ur“ henni og síðan tvær sem valda alvar­legum sjúk­dómi í mönnum (SARS og MER­S). Sýk­ing af völdum ann­arra veira úr fjöl­skyld­unni veitir ekki ónæmi fyrir þeirri nýju sem veldur COVID-19. Enn er ekk­ert bólu­efni á mark­aði gegn sýk­ingum kór­ónu­veira.

Auglýsing


2.       

En af hverju bíða allir eftir bólu­efni við COVID-19? Reynslan er farin að sýna að tak­mark­anir á sam­komum og ferða­lögum og almennar smit­varnir hafa ekki dugað til að útrýma far­sótt­inni. Nýja kór­ónu­veiran smit­ast mjög auð­veld­lega og ein­kenna­laust fólk getur verið smit­andi sem gerir það enn erf­ið­ara að koma böndum á útbreiðsl­una. Bólu­efni er því lík­lega sú leið sem helst mun gagn­ast í bar­átt­unni gegn sjúk­dómnum og útbreiðslu veirunnar sem honum veld­ur.

3.       

Þúsundir sjálfboðaliða fá nú bóluefni sem enn eru í þróun. Mynd. EPAYfir­leitt tekur þróun bólu­efnis mörg ár og jafn­vel ára­tugi og til­raunir skila ekki alltaf árangri. Til dæmis hefur enn ekki tek­ist að búa til bólu­efni gegni HIV-veirunni þótt ára­tugir séu síðan hún greind­ist fyrst í mönn­um. Nú reyna vís­inda­menn að finna bólu­efni gegn nýjum sjúk­dómi á met­tíma.Kór­ónu­veirur draga nafn sitt af því að yfir­borðs­prótín veir­anna minna á kór­ónu eða sól­krónu, sem er ysti hjúpur sól­ar­inn­ar. Það eru þessi prótein sem festa sig á frumur manns­lík­am­ans og þróun bólu­efnis miðar m.a. að því að ráð­ast gegn þessum prótínum og koma þannig í veg fyrir að veiran nái að festa sig við frumur okkar og fjölga sér.4.       

Nokkur ljón hafa orðið í veg­inum við þróun bólu­efna gegn öðrum kór­ónu­veir­um. Nokkrar til­raunir voru gerðar á dýrum með bólu­efni sem verið var að þróa gegn SARS. Flest þeirra bættu lífslíkur dýr­anna en komu ekki  í veg fyrir að þau sýkt­ust. Sum ollu auka­verk­unum á borð við lungna­skemmd­ir. Annað vafa­at­riði er hversu lengi bólu­efni mun veita okkur vörn gegn end­ur­tek­inni sýk­ing­u. 

5.

Bólu­efni eru notuð til ónæm­is­að­gerða. Þau eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakt­er­íum eða inni­halda efni sem finn­ast inni í þessum sýkl­um. Mótefnin sjálf valda litlum ein­kennum en vekja upp vörn í lík­am­anum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veik­ist af sjúk­dóm­inum sem bólu­sett er gegn. Líkt og í rann­sóknum á öllum bólu­efnum er nauð­syn­legt að gera ítar­legar til­raunir á bólu­efni gegn COVID-19 áður en það fer á mark­að.

6.     

Nú er verið að nota nokkrar aðferðir við þróun bólu­efnis gegn COVID-19. Við gerð hefð­bund­inna bólu­efna er not­ast við veikl­aða veiru og er ætlað að kynna ónæm­is­kerfi lík­am­ans fyrir við­kom­andi sýkli til að verja lík­amann gegn smiti í fram­tíð­inni. Þessi aðferð hefur m.a. verið notuð við gerð bólu­efna gegn misl­ing­um, hlaupa­bólu og bólu­sótt. Aðferða­fræðin er þekkt en sagan segir okkur að slík bólu­efni geta verið mjög lengi í þró­un.Önnur aðferð er að nota dauða veiru (óvirka) sem veldur þeim sjúk­dómi sem bólu­efnið á að gagn­ast gegn. Bólu­efni sem þróuð hafa verið með þessum hætti valda þá ekki sýk­ingu heldur aðeins ónæm­is­við­bragði. Dæmi um bólu­efni þar sem þess­ari aðferð er beitt eru þau sem notuð eru gegn hunda­æði, lifr­ar­bólgu A og inflú­ensu.Þessi bólu­efni eru þess eðlis að þau veita oft ekki full­komna vörn og að auki getur þurft að end­ur­taka bólu­setn­ingu reglu­lega til að við­halda vörn­inni.Mynd: EPASvo er það þriðja leið­in: Við þróun bólu­efnis gegn COVID-19 er m.a. verið að reyna að nota upp­skrift­ina úr erfða­efni (DNA) veirunnar í stað þess að nota veikl­aða veiru að hluta eða í heild. Það er ekki endi­lega hægt að segja að um nýstár­lega aðferð sé að ræða því reynt hefur verið að búa til bólu­efni með sama hætti í mörg ár. Hins vegar hef­ur, enn sem komið er, ekk­ert bólu­efni byggt á þess­ari aðferð farið í almenna notk­un. Kost­ur­inn við þessa leið er að hún gæti flýtt þró­un­ar­ferl­inu tals­vert.7.       

Ástæðan fyrir því að það tekur svona langan tíma að þróa bólu­efni er vegna þess að þau þarf að prófa í þaula áður en almenn notkun hefst. Þau eru prófuð á dýrum, svo litlum hópum fólks  - aftur og aft­ur. Þá er fram­leiðslu­ferlið einnig tíma­frekt.Vís­inda­menn og yfir­völd freista þess nú að hraða þessu ferli en gæta áfram þeirrar var­úðar sem er nauð­syn­leg. En engu að síður mun það alltaf taka að minnsta kosti 12-18 mán­uði að þróa.

8.       

Tugir bólu­efna gegn COVID-19 eru í þró­un. Þrjú þeirra eru þegar komin í þriðja fasa til­rauna; það sem verið er að þróa við Oxfor­d-há­skóla, það sem banda­ríska lyfja­fyr­ir­tækið Moderna er að prófa sem og bólu­efni sem fengið hefur nafnið Corona­Vac og er í þróun í Kína. Öll þrjú bólu­efnin eru sögð hafa vakið gott ónæm­is­við­bragð á fyrri stigum til­rauna.Í þessum þriðja fasa er efnið prófað á stórum hópum fólks og þá ættu mögu­legar auka­verk­anir að koma fram. Auka­verk­an­irnar geta verið litlar en þær geta líka verið alvar­legar hjá litlum hópi fólks sem er bólu­sett. Sér­fræð­ingur við bólu­efna­mið­stöð John Hop­k­ins-há­skóla orðar þetta svona í við­tali við Tel­egraph: „Þrátt fyrir þeirra gríð­ar­lega fram­lag til bættrar heilsu þá fylgir öllum bólu­efnum ein­hver áhætta.“ Það sé svo sam­fé­lags­ins og ein­stak­ling­anna að vega og meta þá áhættu.Þriðji fasi klínískra rann­sókna á Moderna-­bólu­efn­inu hófst í gær. Um þrjá­tíu þús­und sjálf­boða­liðar í Banda­ríkj­unum munu á næstu dögum fá annað hvort bólu­efnið eða lyf­leysu.9.       

Heil­brigð­is­yf­ir­völd og lyfja­fram­leið­endur víða um heim, í sam­starfi við Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ina (WHO), ætla í sam­ein­ingu að vinna að rann­sókn­um, fram­leiðslu og dreif­ingu á bólu­efni gegn COVID-19. Verk­efnið er kallað COVAX og Íslend­ingar eru þátt­tak­endur í því. Loka­mark­mið þess er að fyrir lok árs­ins 2021 verði búið að fram­leiða tvo millj­arða skammta af öruggu og áhrifa­ríku bólu­efni. Því verði dreift jafnt meðal allra þátt­töku­þjóða miðað við íbúa­fjölda og þeir fyrstu sem eiga að fá það eru heil­brigð­is­starfs­menn. 10.       

Margir sér­fræð­ingar spá því að bólu­efni gegn COVID-19 verði til­búið um mitt næsta ár. Sumir eru djarfari í spá­dómum sínum og telja það verða aðgengi­legt strax í byrjun þess árs og þá aðeins um ári eftir að veiran upp­götv­að­ist. Enn aðrir vara við of mik­illi bjart­sýni og vilja bíða og sjá hvernig loka­stig klínískra rann­sókna tekst til. Sam­an­tektin er byggð á svörum á Vís­inda­vefnum (hér og hér), sam­an­tekt Hvatans, stað­reynda­vakt John Hop­k­ins, Mayo ClinicWHO og fleiri sem og fréttum fjöl­miðla, m.a. frá Time og Tel­egraph.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent