Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs

Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.

Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Auglýsing

Um 180 bólu­efni gegn COVID-19 eru í þróun í heim­inum í dag. Rúm­lega tutt­ugu eru nú prófuð á fólki. Yfir­leitt tekur mörg ár að þróa bólu­efni áður en það kemur á markað en vís­inda­menn kepp­ast nú við að flýta því ferli og von­ast til að á næsta ári verði öruggt og áhrifa­ríkt bólu­efni gegn þessum nýja sjúk­dómi til­bú­ið.

Það bólu­efni sem þykir lík­leg­ast til að verða hið fyrsta til að gagn­ast í bar­átt­unni á heims­vísu er í þróun í Oxfor­d-há­skóla. Þó að mörg önnur þró­un­ar­verk­efni lofi góðu, m.a. nokkur í Banda­ríkj­un­um, hafa sér­fræð­ingar Alþjóða heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar (WHO)  sagt að Oxfor­d-teym­inu virð­ist ganga best. Bólu­efnið er nú komið á síð­ari stig þró­unar og þar með lengra en nokk­urt annað bólu­efni.

Í frétt Economist um málið segir að stjórn­völd ríkja víða um heim hafi sett pen­inga til þró­unar Oxfor­d-­bólu­efn­is­ins, eins og það er kall­að. Verk­efnið nýtur því gríð­ar­legs fjár­hags­legs stuðn­ings, ólíkt t.d. því bólu­efni sem lengst er komið í þróun í Kína. 

Auglýsing

Þá er bresk-­sænska lyfja­fyr­ir­tækið Astr­aZeneca, sem stendur að þró­un­inni ásamt vís­inda­mönnum háskól­ans, að útfæra skipu­lag á því hvernig koma megi bólu­efn­inu til sem flestra í heim­inum „hratt og örugg­lega“. 

Og það stytt­ist í að í ljós komi hvort Oxfor­d-­bólu­efnið sé jafn áhrifa­ríkt og von­ast er til. Talað er um ágúst­lok í því sam­bandi. Ef sú prófun á efn­inu sem nú stendur yfir heppn­ast vel þá geta þar til bær yfir­völd, að því er fram kemur í grein Economist, sam­þykkt bólu­efnið til notk­unar í neyð og í kjöl­farið meðal fólks í sér­stökum áhættu­hóp­um. Ef allt gengur að óskum, sem enn er óvíst, gæti sá hópur fengið bólu­efnið þegar í októ­ber. Og Astr­aZeneca telur að fullt sam­þykki fyrir notkun bólu­efn­is­ins gæti feng­ist snemma á næsta ári. 

Snemma í jan­ú­ar, aðeins nokkrum dögum eftir að ný veira upp­götv­að­ist í Kína, var haf­ist handa við að afhjúpa erfða­mengi henn­ar. Í mars hófust fyrstu til­raunir með bólu­efni á fólki. Tugir teyma vís­inda­manna hafa lagt nótt við dag við að rann­saka veiruna og freista þess að finna upp bólu­efni gegn henni. Í miklu kapp­hlaupi við tím­ann. Margar til­raunir munu mis­takast. Margar til­raunir munu ekki skila þeim árangri sem von­ast var eft­ir. En vonin er sú að ein­hverjar þeirri eigi eftir að skila þeim árangri að hægt verði að bólu­setja fólk gegn SARS CoV-2 svo koma megi böndum á far­ald­ur­inn skæða sem enn virð­ist ekki hafa náð hámarki á heims­vísu.

Tals­menn Astr­aZeneca hafa sagt að hver skammtur af Oxfor­d-­bólu­efn­inu ætti ekki að þurfa að kosta mikið meira en kaffi­bolli. Þegar hafa verið lagðar inn pant­anir á tveimur millj­örðum skammta.  

En stóru spurn­ing­arnar eru: Mun bólu­efnið virka? Og er það öruggt?

Það er ekki að ástæðu­lausu að bólu­efni hafa hingað til verið mjög lengi í þró­un. Í  mörg ár og jafn­vel ára­tugi. Að búa til öruggt bólu­efni, sem veldur ekki meiri skaða en veiran sjálf myndi valda, hefur hingað til verið lang­hlaup – ekki sprett­hlaup.

Til­raunir á Oxfor­d-­bólu­efn­inu standa yfir í Bret­landi, Suð­ur­-Afr­íku og Bras­il­íu. Í Bret­landi er verið að prófa efnið á um 7.000 manns. Eitt af því sem rann­sakað er hjá þeim sem taka þátt í til­raun­inni eru við­brögð við efn­inu og hversu stóran skammt þarf að gefa svo að nægt mótefni mynd­ist.

New York Times fylgist stöðugt með stöð­unni á þróun bólu­efna. Þá sam­an­tekt má sjá hér.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent