Meðaltekjur 573 þúsund krónur á mánuði í fyrra

Miðgildi heildartekna hækkaði um 0,9 prósent á milli áranna 2018 og 2019 sem er mun minni hækkun heldur en síðustu ár.

Austurvöllur
Auglýsing

Heild­ar­tekjur ein­stak­linga á Íslandi voru 573 þús­und krónur á mán­uði í fyrra eða alls um 6,9 millj­ónir króna yfir árið. Mið­gildi heild­ar­tekna var lægra, 473 þús­und krónur á mán­uði eða um 5,6 millj­ónir króna yfir árið. Hækkun mið­gildis var 0,9 pró­sent á milli áranna 2018 og 2019 sem er mun minni hækkun heldur en síð­ustu ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hag­stof­unnar.Heild­ar­tekjur yngsta ald­urs­hóps­ins, þeirra sem eru 16 til 24 ára, voru lægstar, alls 231 þús­und krónur á mán­uði. Heild­ar­tekjur voru hæstar innan ald­urs­hóps­ins 55 til 74 ára, 669 þús­und krónur á mán­uði. Tekjur eldri­borg­ara, þeirra sem eru 67 ára og eldri voru að með­al­tali 517 þús­und krónur á mán­uði. Helm­ingur ein­stak­linga í þeim ald­urs­hópi höfðu 410 þús­und krónur eð á lægri heild­ar­tekjur á mán­uði.

Auglýsing„Eins er áhuga­vert að skoða hvernig heild­ar­tekjur skipt­ast í atvinnu­tekj­ur, fjár­magnstekjur og aðrar tekjur eftir ald­urs­hóp­um. Í lang­flestum ald­urs­hópum eru atvinnu­tekjur stærsti hluti heild­ar­tekna að und­an­skildum ald­urs­hóp­unum 67 ára og eldri, þar sem aðrar tekjur vega mest. Til atvinnu­tekna telj­ast allar launa­tekjur og aðrar starfstengdar greiðslur en til ann­arra tekna meðal ann­ars atvinnu­leys­is­bæt­ur, félags­leg aðstoð og líf­eyr­is- eða bóta­greiðsl­ur,“ segir í frétt á vef Hag­stof­unn­ar.Talna­efnið byggir á skatt­fram­tölum ein­stak­linga sem eru skatt­skyldir hér á landi og skilað hafa fram­tali til rík­is­skatt­stjóra.  Und­an­skilin eru fram­töl þeirra sem eru með hand­reiknað fram­tal, sem eru með áætl­aðar tekj­ur, sem lét­ust á árinu eða eru búsettir erlendis sam­kvæmt þjóð­skrá.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent