Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu

Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.

Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Auglýsing

Willem Oli­ver, rann­sak­andi hjá namibísku spill­ing­ar­lög­regl­unni ACC, segir að rann­sókn þeirra hafi leitt í ljós Esja Fis­hing, dótt­ur­fé­lag Sam­herja í Namib­íu, hafi greitt félagi í eigu Tam­son Hatuikulipi, tengda­sonar fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lands­ins, tæpar 30 millj­ónir namibískra dala. Það er jafn­virði 245 millj­óna íslenskra króna á gengi dags­ins í dag.

Þetta sagði rann­sak­and­inn fyrir dóm­stóli í Wind­hoek höf­uð­borg Namibíu í gær, en þar standa yfir rétt­ar­höld, þar sem teknar eru fyrir beiðnir Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lands­ins og áður­nefnds tengda­sonar hans, um að fá að ganga lausir gegn trygg­ing­u. 

Einnig kom fram í máli Oli­ver að end­ur­skoð­andi Esju Fis­hing, hefði sagt spill­ing­ar­lög­regl­unni að fyr­ir­tæki Hatuikulipi hefði aldrei sinnt ráð­gjafa­störfum fyrir útgerð­ar­fyr­ir­tæk­ið, þrátt fyrir að reikn­ingar frá fyr­ir­tæki Hatuikulipi hefðu verið gefnir út fyrir ráð­gjafa­störf.

Hatuikulipi og Esau hafa ásamt fimm öðrum setið í gæslu­varð­haldi síð­ustu mán­uði á meðan namibísk yfir­völd rann­saka mál þeirra. Na­mibískir fjöl­miðlar hafa fylgst með rétt­ar­höld­unum í Wind­hoek og gert því sem þar kemur fram skil und­an­farna tvo daga.

 

Sam­kvæmt frétt á vef blaðs­ins Infor­m­anté sagði Oli­ver að rann­sak­endur ACC hefðu kom­ist að því að áform þeirra sem ákærðir hafa verið í mál­inu um spill­ingu í namibískum sjáv­ar­út­vegið hefðu verið teiknuð upp fyrir næstum því ára­tug síð­an, á búgarði Esau.

Auglýsing

Í frétt blaðs­ins Namibian í dag kemur fram að Oli­ver sagði ACC hafa sann­anir fyrir því að hluta af áður­nefndum greiðslum Esju Fis­hing til félags í eigu Tam­son Hatuikulipi hefði verið dreift áfram til félaga í eigu ann­arra sem sitja í varð­haldi vegna máls­ins, þeirra James Hatuikulipi, frænda Tam­son og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns rík­is­út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor, og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ans Sacky Shang­hala. 

Þetta eru þeir þrír menn sem nefndir hafa ver­ið „há­karl­arn­ir“ í umfjöll­unum hér­lendra miðla um Sam­herj­a­skjöl­in.

Einnig sagði rann­sak­and­inn Oli­ver, sam­kvæmt frétt Namibi­an, að rann­sókn ACC hefði leitt í ljós að félög Sam­herja hefðu tekið þátt í því með ákærðu í mál­inu að leggja á ráðin um að hagn­ast á tví­hliða fisk­veiði­sam­komu­lagi sem gert var á milli rík­is­stjórna Angóla og Namib­íu.

Sagður hafa beðið Sam­herja um að ljúga til um greiðslur

Þá kom einnig fram í dóm­sal í dag að spill­ing­ar­lög­reglan hefði skoðað síma James Hatuikulipi eftir að hann var hand­tek­inn og kom­ist að því að hann hafði sam­band við Sam­herja til þess að reyna að fela slóð sína, en hann átti aflands­fé­lagið Tunda­vala sem skráð var í Dúbaí í Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­un­um. 

Sam­kvæmt því sem fram kom í umfjöll­unum Kveiks og Stund­ar­innar um Sam­herj­a­skjölin runnu and­virði fleiri hund­ruð millj­óna íslenskra króna inn á reikn­inga þess félags á árunum 2014-2019. 

Namibískir miðlar fjalla um að fram hafi komið í máli full­trúa spill­ing­ar­lög­regl­unnar að Hatuikulipi hafi beðið ein­hvern tengilið sinn hjá Sam­herja um að segja að greiðsl­urnar hefðu farið til félags í Angóla, en ekki Dúbaí-­fé­lags­ins.

Sagði að um væri að ræða venju­lega þókn­un, ekki mútur

Sam­kvæmt frétt Namibian gaf Tam­son Hatuikulipi yfir­lýs­ingu fyrir rétt­inum þar sem hann neit­aði ekki fyrir greiðsl­urnar frá dótt­ur­fé­lagi Sam­herja, en hann neit­aði því þó alfarið að um hefði verið að ræða mútu­greiðsl­ur. Þessi svör hefur hann áður veitt vegna greiðslna sem honum bár­ust.

Hann sagði í yfir­lýs­ingu sinni að Esja Fis­hing hefði ein­ungis verið að greiða honum þókn­un, eftir að hann og James frændi hans hefðu kynnt full­trúa Sam­herja fyrir namibískum veiði­rétt­höf­um, sem Sam­herji hefði síðan samið við um kvóta. Lög­maður hans sagði að greiðsl­urnar væru lág­ar, miðað við það sem tíðk­að­ist.

Tamson Hatuikulipi. Mynd: Werner Menges/The Namibian

Hatuikulipi sagði einnig í yfir­lýs­ingu að það væri engin spill­ing í sam­bandi hans við tengda­föður sinn Esau, og að hann væri ekki sekur um að hafa tekið þátt í spill­ing­ar­sam­særi, svikum og pen­inga­þvætti eins og hann hefur verið sak­aður um.

Ásak­anir á hendur Jóhann­esi

Einnig komu fram í yfir­lýs­ingu Hatuikulipi ásak­anir á hendur upp­ljóstr­ar­anum Jóhann­esi Stef­áns­syni. Hatuikulipi sakar Jóhannes um að hafa svikið fé út úr Sam­herja til þess að fjár­magna vímu­efna­neyslu og segir að af þeim sökum sé ekki hægt að treysta því sem hann seg­ir.

Sak­born­ing­ur­inn segir allt málið í heild sinni byggt á því að Jóhannes hafi horn í síðu Sam­herja og vilji koma höggi á íslenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­ið.

Til­búnir að reiða fram háar trygg­ingar gegn því að losna úr haldi

Hatuikulipi býðst til þess að veita rík­inu miklar trygg­ingar gegn því að verða lát­inn laus. Mað­ur­inn er ansi auð­ug­ur, en sam­kvæmt frétt Namibian á hann 11 öku­tæki, sem eru metin á nærri 100 millj­ónir íslenskra króna og 22 fast­eign­ir, sem metnar eru á um 326 millj­ónir íslenskra króna.

Hann sagð­ist til­bú­inn að láta ríkið hafa 200 þús­und namibíska dali, jafn­virði 1,6 millj­óna íslenskra króna, í reiðufé og þrettán skuld­lausar fast­eignir vítt og breitt um landið í trygg­ingu til þess að fá frelsi á meðan rann­sókn spill­ing­ar­lög­regl­unnar heldur áfram.

Bernhard Esau. Mynd: Werner Menges/The Namibian

Sam­kvæmt frétt Namibian Sun hefur Bern­hard Esau boð­ist til þess að greiða 50 þús­und namibíska dali í reiðufé og láta ríkið hafa eignir að and­virði 23 millj­óna namibískra dala, 188 millj­óna íslenskra króna, til þess að fá að losna úr varð­haldi.

Full­trúi spill­ing­ar­lög­regl­unnar telur þó ekki rétt að leysa tví­menn­ing­ana úr haldi, þar sem hætta sé á að þeir spilli fyrir rann­sókn yfir­valda eða reyni að skjóta undan eignum sín­um. Rétt­ar­höldin í Wind­hoek halda áfram á morg­un, fimmtu­dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Sérhagsmunaöflin „stökkva á tækifærið“ til að hafa afkomuöryggið af fólki
Forseti Alþýðusambands Íslands setti 44. þing sambandsins í dag. Hún sagði í ávarpi við þingsetningu að hættan þegar harðnar á dalnum væri sú að réttindi yrðu gefin eftir og ójöfnuður ykist.
Kjarninn 21. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji aftur kominn yfir 30 prósent í Eimskip og gerir yfirtökutilboð
Í annað sinn á þessu ári er Samherji Holding komið með yfir 30 prósent eignarhlut í Eimskip, en þá myndast yfirtökuskylda. Síðast fékk félagið að sleppa undan henni vegna „sérstakra aðstæðna sem hefðu skapast á fjármálamarkaði vegna útbreiðslu Covid-19“.
Kjarninn 21. október 2020
ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi
Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.
Kjarninn 21. október 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ósannfærandi málamiðlunartillaga
Kjarninn 21. október 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni
Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.
Kjarninn 21. október 2020
Árni Stefán Árnason
Flugmál – ævintýraleg þróun flugherma til heimabrúks
Kjarninn 21. október 2020
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum
Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.
Kjarninn 21. október 2020
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent