Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.

Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Auglýsing

Þrír opin­berir sjóð­ir, tón­list­ar­sjóð­ur, Hljóð­rita­sjóður og Útflutn­ings­sjóður íslenskrar tón­listar verða sam­ein­aðir undir merkjum nýs tón­list­ar­sjóðs, sam­kvæmt frum­varps­drögum sem Lilja Dögg Alfreðs­dóttir menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra hefur lagt fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Um er að ræða ný heild­ar­lög, tón­list­ar­lög, sem sögð er „brýn þörf“ á að setja til þess að skýra lagaum­hverfi tón­listar á Íslandi. Með setn­ingu lag­anna, sem ráð­gert er að taki gildi um kom­andi ára­mót, munu eldri lög um Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands og lög um tón­list­ar­sjóð falla nið­ur.

Tón­list­ar­mið­stöð sem á að tryggja fjöl­breytni og grósku

Sam­kvæmt frum­varp­drög­unum á að stofna sér­staka Tón­list­ar­mið­stöð, sem á að verða sjálfs­eign­ar­stofnun með sam­bæri­legu rekstr­ar­fyr­ir­komu­lagi og Íslands­stofa.

Mun hún taka yfir hlut­verk Útflutn­ings­skrif­stofu íslenskrar tón­list­ar, m.a. við kynn­ingu á íslenskri tón­list og Íslenskrar tón­verka­mið­stöðvar sem nótna­veita fyrir íslensk tón­verk.

Í grein­ar­gerð með frum­varps­drög­unum segir að hinni nýju Tón­list­ar­mið­stöð sé „ætlað að verða einn af horn­steinum íslensks tón­list­ar­lífs og tón­list­ar­geirans“, en á meðal þess sem hún á að gera er að styðja við upp­bygg­ingu sprota­fyr­ir­tækja, sjá um að kynna íslenska tón­list, auk þess að „hlúa að ferli lista­fólks og tryggja fjöl­breytni og grósku í tón­list­ar­geir­anum hér á land­i“.

Auglýsing

Gert er ráð fyrir að stærstur hluti tekna Tón­list­ar­mið­stöðv­ar­innar verði þjón­ustu­samn­ingar við ríki, stofn­anir og sam­tök, ásamt öðrum til­fallandi fram­lög­um.

Ráð­herra mun skipa fimm manna stjórn yfir hina nýju Tón­list­ar­mið­stöð, til þriggja ára í senn. Fjórir stjórn­ar­menn verða til­nefndir af fjórum hags­muna­sam­tökum í tón­list­ar­geir­an­um. STEF fær einn stjórn­ar­mann, Félag hljóm­plötu­fram­leið­anda einn, Félag íslenskra hljóm­list­ar­manna einn og Tón­skálda­fé­lag Íslands einn. Ráð­herra mun svo skipa for­mann stjórn­ar­innar án til­nefn­ing­ar.

Fimmtán manna tón­list­ar­ráð til ráð­gjafar

Í frum­varps­drög­unum er einnig gert ráð fyrir að sett verði á fót sér­stakt „tón­list­ar­ráð“ sem á að verða bæði stjórn­völdum og Tón­list­ar­mið­stöð­inni til ráð­gjafar um mál­efni sem varða tón­list. Sam­kvæmt frum­varps­drög­unum eiga allir hags­muna­að­ilar í íslensku tón­list­ar­sen­unni að eiga sæti í ráð­inu og er haldið utan um sér­stakan „hag­að­ila­lista“ í ráðu­neyt­inu.

Ekki verða færri en 15 full­trúar í ráð­inu til að byrja með, en fram kemur í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að eft­ir­far­andi sam­tök og stofn­anir séu á hag­að­ila­list­anum í dag: Banda­lag íslenskra tón­leika­hald­ara, Banda­lag íslenskra lista­manna, Félag hljóm­plötu­fram­leið­enda, Félag íslenskra hljóm­list­ar­manna, Félag tón­skálda og texta­höf­unda, Mengi, Menn­ing­ar­fé­lag Akur­eyr­ar, LHÍ Tón­list­ar­deild, List án landamæra, RÚV, Sam­tónn, Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, STEF, Tón­skálda­fé­lag Íslands, Tón­list­ar­borgin Reykja­vík.

Þjóð­ar­eign­ar­á­kvæði um Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands

Sem áður segir verða sér­lög um Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands felld niður ef þessi nýju heild­ar­lög um tón­list verða að veru­leika. Í frum­varps­drög­unum er sér­stak­lega tekið fram að Sin­fón­íu­hljóm­sveitin sé í eign íslensku þjóð­ar­inn­ar, en ekk­ert slíkt þjóð­ar­eign­ar­á­kvæði er í eldri lög­um. Ríkið og Reykja­vík­ur­borg reka Sinfó í sam­ein­ingu og ber ríkið 82 pró­sent kostn­aðar en borgin 18 pró­sent.

Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem verður þjóðareign lögum samkvæmt, ef frumvarp ráðherra verður samþykkt.

Í kafl­anum um Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands eru einnig lagðar til þær breyt­ingar frá núver­andi lögum að lág­mark stöðu­gilda hjá sveit­inni að manna er hækk­að, en í núver­andi lögum segir að Sin­fón­íu­hljóm­sveitin skuli ekki hafa færri en 65 fasta hljóð­færa­leik­ara. Hið lög­bundna lág­mark er hækkað upp í 88 stöðu­gildi.

Í grein­ar­gerð segir að um langa hríð hafi Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands haft hljóð­færa­leik­ara í 88,5 stöðu­gildum og stefnan og mark­miðið hafi frekar verið að auka þar við til fram­tíð­ar, svo hljóm­sveitin nái að vaxa og þroskast á við sam­bæri­lega hljóm­sveitir á Norð­ur­lönd­unum sem margar hverjar eru sagðar með yfir 100 stöðu­gildi.

„Ástæða er til að lög­festa þau 88 stöðu­gildi sem heim­ild hefur verið fyrir í fjár­lögum til sveit­ar­inn­ar,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varps­drögum Lilju.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kemur fram að ef frum­varpið verði óbreytt að lögum muni það ekki fela í sér tekju­breyt­ingar fyrir rík­is­sjóð, en þó er gert ráð fyrir því að í kjöl­far sam­þykktar þess verði 600 millj­ónum króna veitt tíma­bundið á árunum 2023-2025 til stofn­unar og rekst­urs Tón­list­ar­mið­stöðvar og efl­ingar tón­list­ar­sjóðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent